Skessuhorn


Skessuhorn - 04.05.2000, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 04.05.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 4. MAI 2000 ■»ú!33ums«Ui Fyrst er til að taka að mér varð það á í síðasta þætti að eigna Jóni Eyjólfssyni frá Há- reksstöðum vísuna ,,Um vin- skap okkar vita menn”, en hún er eftir son hans Eyjólf Jónsson sem kenndur var við Síðumúla og dó þar aðeins 23 ára en Jón varð hinsvegar aldraður maður og er hér aðeins um mín eigin pennaglöp og fljótfærni að ræða. En gleðilegt sumar lesendur mínir og kæra þökk fyrir vetur- inn. Það er siður okkar Islend- inga að fagna vel sumrinu enda oft full ástæða til þar sem vetur- inn er langur en sumarið stutt. Steinn Steinarr orti snemm- sumars: Lítinn hlaut égyndisarð af akri mennta og lista, en sáðfall mér í svefhi varð á sumardaginn fyrsta. Niður vorleysinganna blandast þægilega við söng lóunnar á þess- um árstíma enda orti Stefán Jóns- son fféttamaður: Það kliðar hekur hjá klettinum og kvakar lóa rétt hjá honum. Það er töluverð tónlist í kettmum, eftroðið er á rófunni á homum. Lilja Gottskálksdóttir sem kennd var við Þangskála á Skaga setti saman þessa vorstemmingu: Kuldinn dvínar, hressist hold, hérfyrir mínum sjónum, sólin skín á freðna fold, fer að hlýna í mónum. Guðlaug Guðnadóttir fór fyrst að yrkja að ráði eftir að hún komst á elliár og sjónin var orðin svo döpur að hún gat lítið lesið en vorið virkaði þó á hana sem aðra: Sólin hellir geislaglóð, gleður kellu Ijóminn, meðan elli yfir fljóð er aðfella dóminn. Jóhann Ólafsson í Miðhúsum orti á góðu vori: Koma farfuglanna hefur jafnan vakið okkur til vonar um nýja og betri tíma og þeir verið okkur miklir aufusu gestir eins og Rós- berg G Snædal kvað: Flykkist hingað fuglaþjóð, flögrar kring um bæinn. Til að syngja ástaróð, Islendingabraginn. Krían hefur lengi verið eitt öruggasta tákn vörkomunnar og margir sem bíða korrtu þessa sí- kvika og herskáa fugls með eft- irvæntingu enda er hann mörg- um kær. Björn Stefánsson bjó á Ketu á Skaga 1890 - 1915 og hét kona hans Helga Bjarna- dóttir. Eitt sinn að vorlagi fékk Björn áminningu frá kaupmanni sínum á Sauðárkrók vegna skuldar. Um svipað leyti sá Helga að nokkrar kríur flugu yfir bæinn og varð að orði: Kríur mikið hafa að hugsa, homsíli ogjötunuxa, sér þær tína sitt í nef. En þó þær noti þessi gæði ogþar með sína ungafæði, þá skrifar enginn skuldabréf. Um vorkomuna í Fljótum norður orti Birgir Hartmannsson: Vorið fríða velgir tíð verrnir hltðar sunna litum skrýðir blómin bltð björk og víðirunna. Þorvaldur Þórarinsson (Olli) ffá Hjaltabakka vissi það fullvel að spor æskumannsins eru léttari en þeirra sem eldri eru: Æskuganga oft var létt - einkanlega á vorin -. En ellin getur aftur sett erfiðleika á sporin. Það hefur lengi þótt tilheyra að tengja saman ástina og vorið enda hvorutveggja tengt gró- anda og uppskeru. Kolbeinn Högnason í Kollafirði er höf- undur eftirfarandi ástarvísu: Sæll að launum léti égfríð löndin drauma minna fyrir ástarbrosin blíð blárra augna þinna. Fríkkar landið, léttist mál, leysist vanda þáttur. Víkur grand en vermir sál vorsins andardráttur. Glóa hlíðar, glampar sær, gleðst nú lýður dreyminn. Blóma -frtða - grundin grær, guð er að prýða heiminn. Sólin gyllir grund og hlíð, grænar hillir bungur. Hljómum fylla heiðin víð hreyfðar snillitungur. Jörundur á Hellu í Steingríms- firði lýsti vorinu þannig: Syngur lóa sæl í mó, sólarfróar nýtur. Vogar glóa í veðraró vetrarsnjóinn þrýtur. Og Olli ffá Hjaltabakka yrkir líka um ástina en virðist lítið eitt spyrjandi: Ástin hún er ekki veik, á hún bjartar sýnir. Hvenær verða að veruleik vökudraumar mínir? Vorinu fylgja gjarnan ýmsar á- nægjustundir sem lyfta upp hvers- dagsleikanum og bregða birtu á erfiðleika lífsins enda kvað Kol- beinn: Þegar lífssund lokastflest, langar, naprar vökur, mig hafa yljað mest og best meyjar.; hestar, stökur. Með þökk fyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum, 320 Reykholt S435 1361. Sædís útgefandi Þeys í Grmidarfirii meí aistoiarstarfsmanninn sinn í vinnunni. Mynd: EE I vinnu með mömmu frá fæðingu Leikur sér í grindinni á meðan mamma vinnur Helena Líf þekkir ekkert annað en að vera með mömmu í vinnunni, enda hefur hún fylgt mömmu í vinnu frá fæðingu. Sædís Guð- mundsdóttir sem tók við vikublað- inu Þey í Grundarfirði í mars á síð- asta ári af hjónunum Ingibjörgu Pálsdóttur og Eiði Emi Eiðssyni hefur ffá því að dóttir hennar, Hel- ena Líf Ólafsdóttir fæddist, þann 29. nóvember síðastliðinn, haft hana með sér í vinnunni. Daginn eftir að hún tók við rekstri blaðsins fékk Sædís þá frétt að hún væri barnshafandi. Helena Líf unir sér vel í vinnu með mömmu á meðan hún brýtur um blaðið. Sædís er allt í öllu í blaðinu, sér um útgáfumál- in, ritstjórn, ljósmyndun, ber út blaðið og sér um innheimtu auglýs- inga. Hún kom óreynd inn í rekst- ur blaðsins fór seinna meir í Við- skipta- og Tölvuháskólann og seg- ir þann skóla hafa nýst sér vel hvað varðar bókhald fyrirtækja. Um- brotið lærði hún hjá fyrri eigendum blaðsins. Aðspurð um hvort þetta væri liður í átakinu Auður í krafti kvenna, þá kvaðst hún ekkert hafa hugsað út í það, þetta væri hin besta lausn, því Helena Líf hefði aldrei þurft á pössun að halda ffá fæðingu. Sædís og maður hennar, Ólafur Marinósson smiður, eiga aðra dóttur sem er 6 ára gömul. Til stendur hinsvegar að Helena Líf fari í pössun á miðvikudögum þeg- ar mikið er um að vera við útgáfu blaðsins. EE Listaverk á Akranesi Uppúr miðjum maímánuði munu menn fara að sjá listaverk skjóta upp kollinum hist og her um Akranesbæ. Akveðið var að fara út í þetta verkefni í tengslum við menningarsumar Reykjavíkur. A- ætlað er að tvö verk verði sett upp við Leyni, þrjú við Langasand og þrjú á Elínarhöfða. Það var mikil samkeppni sem myndaðist meðal listamanna í kringum þessi verk því valið var úr þeim tillögum sem bár- ust. Verkin verða öll eftir Skagafólk eða fólk sem á einhvem hátt á ræt- ur sínar að rekja á Skagann. BG Minningartónleikar í Borgameskirkju Tónlistarskóli Borgarfjarðar og Kveldúlfskórinn í Borgarnesi standa fyrir minningartónleikum um Kristínu Halldórsdóttur næst- komandi laugardag, 6. maí, kl. 17:00 í Borgarneskirkju. Kristín lést 2. september 1998. Að sögn Theodóru Þorsteinsdóttur skólastjóra Tónlistarskóla Borgar- fjarðar starfaði Kristín mikið að fé- lags- og menningarmálum í Borg- arnesi. „Kristín var mikil áhuga- mannsekja um tónlist, hún tók virkan þátt í tónlistarstarfi og sótti tónleika vel sem haldnir vom í hér- aðinu. Hún söng í mörg ár í Kveld- úlfskórnum og starfaði einnig í skólanefnd Tónlistarskóla Borgar- fjarðar. Kristín fæddist 6. maí 1948 og er því vel við hæfi að halda minningartónleikna á afmælisdegi hennar“ segir Theodóra. Tónleik- arnir era öllum opnir. f/eygarðshorníó Fyrsti íbúinn Sagan er breytingum háð. I land- námu segir ffá því að fyrsti Skaga- maðurinn hafi heitað Ketill. Hann er hinsvegar ekki lengur fyrsti ibú- inn á Akranesi samkvæmt ffétt í Póstinum f síðustu viku. Þar segir í myndatexta: “Inga Sigurðardóttir fyrsti íbúi Akraness undirritar samning um...“ Að heiman Sjálfsagt hafa margir lesendur Heygarðshomsins séð bandarísku kvikmyndina EdTV Hún fjallaði um mann sem gerði samning við sjónvarpsfyrirtæki um að sjónvarp- að yrði beint ffá öllum hans gerð- um allan sólarhringinn. Hann gat því ekki snúið sér í heilan hring öðra vísi en sjónvarpsáhorfendur í öllum Bandaríkjahreppi vissu það samstundis. Ed þessi var tilbúningur en hins- vegar á hann íslenskan kollega sem er enginn uppspuni. Það er Pólverj- inn Haraldur Öm Ólafsson sem síðustu mánuði hefur þrammað eft- ir ísbreiðum norðurpólsins í beinni útsendingu. Islenskir fjölmiðlar hafa fylgst með hverri hreyfingu hans á ísnum og miðlað til almúg- ans. Við faum að vita hvað hann labbar mikið, borðar mikið, sefur mikið o.s.fv. Síðustu fféttir af pólferanum voru þær að kona hans ædaði að hitta hann á skaflinum á næstu dög- um. Einum starfsmanna heygarðs- homsins varð þá á orði að það væra engin takmörk fyrir því hvað einn maður gæti verið seinheppinn. Sennilega hefðu fair lagt á sig meira ferðalag til að komast fiá konunni sinni um stundarsakir og effir allt þetta erfiði lenti hartn í því að rekast á hana úti á ísnurn. Ofen á þetta bættist að það hlytu að verða ólýs- anleg vonbrigði fyrir manngreyið að komast að því eftir margra mán- aða rölt á tiltekinn stað að það væri hægt að fljúga þangað! Varalitur Nokkrar ungar stúlkur f grunn- skóla einum á Vesturlandi vora ný- byrjaðar að varalita sig og höfðu þann sið að kyssa alltaf spegilinn að aðgerð lokinni. Spegillinn á kvennaklósettinu var því alltaf útat- aður í varalit og fór það mjög í taugamar á skúringakonunni. Hún kvartaði við skólastjórann sem boð- aði til fundar með stúlkunum. Skúringakonan var beðin að sýna stúlkunum hve erfitt væri að þrífe speglana. Hún tók upp klósett- burstann, dýfði honum í klósettið og byrjaði að skrúbba speglana. Eftir það var aldrei varalimr á speglunum. Tók hjólið Siggi var kvaddur fyrir dómstóla um daginn og honum gefið að sök að hafa stolið reiðhjóli af ungri konu.“En ég stal ekki hjólinu,“ sagði Siggi, „hiin gaf mér það. Sko ég var á gangi eftir götunni þegar hún kom hjólandi og bauð mér fer. Eg var orðinn þreyttur í fótunum, svo ég þáði það og settist á bögglaberann. Þá hjólaði hún með mig inn í skóg og stoppaði þar. Hún klæddi sig úr öllum fötunum og henti sér á jörðina og sagði mér að taka það sem ég vildi. Nú, fötin pössuðu ekki á mig, svo ég tók hjól- ið!“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.