Skessuhorn


Skessuhorn - 04.05.2000, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 04.05.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 4. MAI 2000 aitU9imu>. SSV verður áfram til í breyttri mynd spáir Hrefna B Jónsdóttir sem tekið hefar að sér daglegan rekstur samtakanna Nú um mánaðamótin lét Guðjón Ingvi Stefánsson framkvæmdastjóri af starfi sínu hjá Samtökum sveitar- félaga í Vesturlandskjördæmi. Þar 'sem framtíð samtakanna og skipu- lag þeirra er nokkuð óljóst var farin sú leið að ráða Hrefnu B Jónsdótt- ur atvinnuráðgjafa í starf skrifstofu- stjóra samtakanna til haustsins, eða þar til ákvörðun verður tekin um framtíðarskipulag samtakanna. Hrefna mun sjá um daglegan rekst- | Hrefiia í Hjarðarholti og Þorvaldur T Jónsson maður hennar byggðu á liðnu ári reisu- legt hesthús áj'órð sinni enda er hestammnska sameiginlegt áhugamál þeirra beggja. Hér er Hrefna ásamt uppáhaldshestinum; Ljóma. Myndir MM ur skrifstofu SSV og Atvinnuráð- gjafar Vesturlands í Borgarnesi í samráði við Gunnar Sigurðsson formann stjórnar SSV. Einnig hefur hún prókúru samtakanna. Hrefna mun áfram starfa við atvinnuráð- gjöf samhliða nýju starfi. Af þessu tilefni ræddi blaðamaður Skessu- horns við Hrefnu á heimili hennar í Hjarðarholti í Borgarbyggð. Samtök sem þessi eiga rétt á sér Aðspurð um nýja starfið segir Hrefha að einungis sé um tíma- bundna ráðningu að ræða í þetta starf. “Stjórn samtakanna hefur gert tillögu að framtíðar skipulagi sam- takanna og verður það til umfjöll- unar á aðalfundi þeirra í haust. Framtíð SSV er nokkuð óljós ekki síst í ljósi þess að stærsta sveitarfé- lagið, Akraneskaupstaður, hefur sagt sig úr samtökunum frá næstu áramótum. Hins vegar liggur það fyrir að landshlutasamtök sem þessi eiga fullan rétt á sér og munu því líklega verða til áfram en þó í breyttri mynd. Meðal annars kom það fram á fundi landshlutasamtak- anna í væntanlegu Norðvestur kjör- dæmi nú í mars að fullur vilji er fyr- ir áframhaldandi tilveru landshluta- samtaka sveitarfélaga í lítið breyttri mynd. Einnig liggur það fyrir að sveitarfélögin þurfa að stækka og eflast til að verða í stakk búin til að takast á við aukin verkefni sem útlit er fyrir að færast munu ffá ríki til sveitarfélaga á næstunni. Það er heilmikið hagsmunamál útfrá dreif- býlissjónarmiði að fá yfirstjórn ým- issa málaflokka heim í hérað. Þannig er mikilvægt að sveitar- stjórnarfólk haldi vöku sinni hvað hagsmuni landsbyggðarinnar varð- ar og beiti til þess samtökum sem Klukknahljómur Borgarneskirkja eignast þriðju kirkjuklukkuna í liðnum mánuði var lokið við að setja upp þriðju klukkuna í turn Borgarneskirkju. Fyrir í turninum voru tvær stærri klukkur þannig að nú er mögulegt að spila þriggja hljóma stef í turninum. Þó nýja klukkan sé þeirra minnst vegur hún 200 kíló þannig að nokkrar til- færingar þurfti til að koma henni fyrir, m.a. þurfd að fjarlægja skíf- una og hífa nýja gripinn upp með krana. Að sögn Hreggviðs Hreggviðs- sonar starfsmanns kirkjunnar var um leið tengt nýtt tölvukerfi sem stýrir hringingum klukknanna þannig að nú geta starfsmenn for- ritað hringingar sjálfir og valið stef sem henta einstökum kirkjulegum athöfnum. Auk þess hringja klukk- urnar á korters fresti fram til tíu á kvöldin. Það var Asgeir Long sem flutti klukkurnar inn frá Hollandi og annaðist uppsetningu þeirra, en svo skemmtilega vill til að hann setti einnig upp eldri klukkurnar tvær fyrir vígslu kirkjunnar árið 1959. Borgarneskirkja átti því fjörutíu ára vígsluafimæli á síðasta ári og af því tilefni voru nokkur fyrirtæki í bæjarfélaginu sem styrktu kirkjuna í klukkukaupum þessum. MM Borgameskirkja Mynd: EE •<f|* ; I gættinni heima í Hjarðarholti ásamt dætrum sínum þeim Sigriði og Steinunni. þessum”, segir Hrefna. Góð verkefhi að baki Aðspurð um hennar skoðun á framtíð samstarfs sveitarfélaga á Vesturlandi segir Hrefna: “Eg sé ekki hvaða stjómvald ætti að taka yfir ýmis sameiginleg verkefni ef SSV leggst af. Þvert á móti þurfa sveitarfélögin á svæðinu að þjappa sér enn meira saman og mynda sterka heild. Undanfarin ár hefur það sýnt sig að sameiginleg verkefni okkar hafa verið að skila miklum ár- angri. Nefni ég sem dæmi stofnun Símenntunarmiðstöðvar Vestur- lands, Sorpurðun, UKV, Vestur- landsvefinn og ýmis fleiri farsæl samstarfsverkefni. Hins vegar má segja að samtök sem þessi þurfi að aðlagast breyttum tímum og endur- skipulagning samtakann er sjálf- sögð á þessum tímapunkti”, segir Hrefiia. Landfræðilega of stórt kjördæmi Hrefna segir að á fundi lands- hlutasamtaka sveitarfélaga í vænt- anlegu Norðvestur kjördæmi hafi komið fram skýr vilji ráðamanna um að láta Iandshlutasamtökin á- fram verða til þótt kjördæmið stækki. Landfræðilega verði nýtt kjördæmi það stórt að ekki er talið hagkvæmt að steypa allri starfsem- inni undir einn hatt. Kom þetta sjónarmið skýrt ffam bæði í máli þingmanna og ráðherra að leggja ætti áherslu á að halda fjórðungs- samböndunum, treysta tekjustofna þeirra og efla þannig sveitarstjórn- arstigið. Reynsla mín og skoðun á framtíð SSV er í fullu samræmi við þessar niðurstöður fundarins. Því held ég að SSV verði áfram til þótt innra skipulag eigi eftir að taka breytingum”, segir Hrefna um samtökin sem hún hefur starfað fyr- ir s.l. 4 ár. Hjá SSV og Atvinnuráðgjöfinni eru nú um 5 stöðugildi; ritari auk atvinnuráðgjafanna. Um þessar mundir er verið að auglýsa lausa stöðu markaðsráðgjafa hjá Atvinnu- ráðgjöfinni og segir Hrefna að mörg verkefni séu á borði atvinnu- ráðgjafanna um þessar mundir. “Verkefnum er síst að fækka hjá okkur og mikill kraftur í aðilum sem byggja vilja upp öflugt atvinnu- líf á Vesturlandi”, sagði Hrefna B Jónsdóttir að lokum. MM Nýíæddir Vesdend- ingar eru boðnir velkomnir í heiminn um leið og nýbökuðum foreldrum eru frerðar hamingjuóskir. 30. apr. kl 18:07- Meybam,- Þyngd: 3740- Lengd: 32 cm. Foreldrar: Val- gerður Kristín Guðbjömsdóttir og Bjanii Borgar Jóhannsson. Akranesi. Ljósmóðir: Bára Jósefsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.