Skessuhorn


Skessuhorn - 04.05.2000, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 04.05.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 4. MAI 2000 gEESÍUHöBH Abyrgðarhluti að skoða ekki sameiningu segir Oli Jón Gunnarsson bæjarstjóri Stykkishólms Eins og komið hefur fram í Skessuhorni hafa sveitarfélög á Snæfellsnesi verið að stórauka sam- vinnu sín á milli að undanförnu. Sveitarfélög á norðanverðu Snæ- fellsnesi hafa nú nýverið sameinast um félags- og skólaþjónustu. Þá er unnið að undirbúningi fyrir stoín- un framhaldsskóla á Snæfellsnesi og einnig hefur komið til tals að sveitarfélögin á Nesinu standi að sameiginlegu útboði um sorpflutn- ing. I kjölfar aukinnar samvinnu hef- ur komið upp umræða um hvort næsta skref sé ekki að sameina sveitarfélögin á Snæfellsnesi. For- svarsmenn sveitarfélaganna hafa ekki útilokað viðræður en jafhframt lýst því yfir að rétt sé að fá reynslu á umrædd verkefhi áður en lengra er haldið. Oli Jón Gunnarsson bæjarstjóri Stykkishólms er einn þeirra sem er þeirrar skoðunar að ekki sé eftir neinu að bíða. “”Það er að mínu mati ekki nein þörf á að bíða eftir að komin sé reynsla á þessi sam- vinnuverkefhi. Það á að gera úttekt á þessum málum og leiða fram kosti og galla sameiningar. Kostirnir eru ótvíræðir og sorphirðumálin eru á- gætt dæmi um það. Þetta hefur ver- ið langur ferill sem ekki er enn lok- ið. Þetta mál hefði unnist mun hraðar í sameinuðu sveitarfélagi. Byggðasamlagsformið getur verið mjög tafsamt þar sem menn þurfa að fara með hvert mál heim í sitt sveitarfélag og taka þau fyrir í sinni sveitarstjóm. Ef einhver er á móti þarf síðan að fara annan hring með málið. Auk þess eru byggðasamlög framsal valds til fámenns hóps,” segir Óli Jón. Ymsir kostir Aðspurður um stærð sameiningar kveðst Óli Jón allavega horfa á sveitarfélögin á norðanverðu nes- inu en Eyja- og Miklaholtshreppur og Kolbeinsstaðahreppur séu að sjálfsögðu velkomnir með. Hann segir að hugsanleg sameining hafi verið rædd í bæjarstjórn Stykkis- hólms og þar á bæ séu menn hlynntir því að málið verði skoðað sem fyrst. “Menn sjá fyrir sér ýmsa kosti auk þess sem áður hefur verið nefnt. Meðal annars má nefha að auðveldara væri að ráða sérhæfða tæknimenn á ýmsum sviðum sem full þörf er á. Eg tel það vera virki- legán ábyrgðarhluta hjá okkur sem emm í forsvari fyrir þessi sveitarfé- lög að láta ekki kanna málið sem fyrst. Það getur verið að þetta sé ó- raunhæft og þá kemur það í ljós. Ef sameining er skynsamlegur kostur er ekki eftír neinu að bíða. Eg gekk í gegnum þetta ferli tvisvar í Borg- arnesi og Borgarbyggð og sá að þar glötuðust umtalsverðir fjármunir fyrir það hve langan tíma það ferli tók. Það er því ljóst í mínum augum Olijón Gunnarsson að allur dráttur sé tjón fyrir Snæ- fellinga í heild.” Skoða allt Óli Jón telur að landfræðileg lega svæðisins sé engin fyrirstaða hvað sameiningu varðar. Aðspurður um fjárhagsstöðu sveitarfélaganna segir hann að hún sé væntanlega eitthvað misjöfn. “Það er auðvitað einn þeirra þátta sem þarf að skoða. Einnig hvar sveitarfélögin eru stödd framkvæmdalega séð. Það þarf að skoða alla hugsanlega þætti og síðan er hægt að meta hvort þetta er skynsamlegt eða ekki. Við getum ekki tekið ákvörðun að óat- huguðu máli og okkur ber skylda til að skoða málin svo við vitum hvað við eram að tala um,” segir Óli Jón að lokum. GE laugardaginn 6. maí opið kl. 10 - 16 Laugardagstilboð Wrangler Strets gallabiixur aðeins kr. 3.990,- Dömu kvart buxur galla og bómull kr. 3.990,- 20 % afsláttur af skólatöskum og pennaveskjum VERZLUNIN SlMI 431 2007 # j j 1 STSLLHOLTI ( 1 A) AKRANESIV J Ogýmis ^ ^ önnurtuboð 8óka i skeniiiiaíi Stillholti 18 - Sími 431 2840 mUttyMin e!)f Ægisbraut 30 Akranesi Sími 431 2028 Fax431 3828 • Einangrunargler • Öryggisgler • Speglar • Innrömmun Er móða á milli glerja ? Er þá ekki kominn tími til að endurnýja glerið? Fljót og góð þjónusta Hjá okkur fæst næstum allt sem viðkemur gleri og glerísetningu (HleiljiHím-i) Nú er komið sumar, oi full búð af sumarleikföngum Gröfur - vörubílar - traktorar - skóflur og fötur Baby Born - bollastell - dúkkur - dúkkuvagnar og dúkkukerrur Mikið úrval af búsáhöldum og gjafavöru við allra hæfi Ódýrar mottur í nokkrum stærðum Opið: mánudaga-föstudaga 10-18 og laugardaga kl. 10-14

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.