Skessuhorn - 04.05.2000, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 4. MAI 2000
SSESSUHÖBH
1. maí á Vesturlandi
í Grandarfirði var haldið upp á 1. að lúðrasveitin léki í upphafi sam-
maí með samkomu í Félagsheimili komunnar en þeim lið varð að
Grundarfjarðar. I boði var fjöl- fresta þar sem einn lúðrasveitar-
breytt dagskrá með leik lúðrasveitar meðlimur var staddur á sjó og var
og kórsöng kvenfélagsins. Til stóð væntanlegur á hverri stundu. Þess
Að ofan: 1. niaí hátíðarhöU fám fram með
pompi og prakt á Akranesi. Dagurinn byrjaði
á skrúðgöngu um bæinn þar sem bæði ungir
og aUnir voru samankomnir. Mynd BG
Að neðan: 1. mai í Borgamesi. BerghiUur
Reynisdóttir firrmaður Verkalýðfélags
Borgamess á spjalli við Jakobínu Jónasdóttur
á Hvanneyri. Mynd: MM
Steingrímur Sigfússon hélt hátiðar-
ræðu dagsirn í Grundatfirði
é ' JÍW&! : S'- - nf* ' f ■ e]
1 < igiii
1 f “ ■ 1 aTj
í stað léku nemendur Tónlistar-
skólans í Grundarfirði á harmon-
ikkur og að því loknu tók Stein-
grímur Sigfússon, alþingismaður
og formaður Vinstri Grænna til
máls. Hann hóf mál sitt á því að
minna á að enn á ný blöstu við
mönnum yfirvofandi kjarasamning-
ar og minntist á kjaradeilu far-
manna. Einnig fagnaði Steingrímur
framkomnum tillögum um stofhun
framhaldsskóla í Grandarfirði og
kvað þetta nauðsynlegan þátt í að
stöðva þá byggðaröskun sem kæmi í
framhaldi af brottflutningi fjöl-
skyldna suður. Steingrímur hélt
stutta tölu og að henni lokinni tók
Laddi við í gervi Eíríks Fjalars.
I Stykkishólmi minntust menn 85
ára afmælis Verkalýðsfélags Stykk-
ishólms. Boðið var upp á tónlistar-
atriði og sá sönghópurinn Adam og
Júlía um söngatriðin. I ræðu Einars
Karlssonar, formanns Verkalýðsfé-
lags Stykkishólms, rakti hann tilurð
þess að Verkalýðsfélagið var stofnað
fyrir 85 árum. Sagan segir að það
hafi verið nokkrir vermenn úr
Höskuldsey sem hafi rætt það í
landlegu að stofha Verkalýðsfélag
Stykkishólms. Þetta mun hafa verið
á haustdögum 1914. Eftir að hug-
sjónin varð að veruleika var barist
fýrir fyrsta markmiðinu sem var
launahækkun, en karlmannskaupið
var þá 30 aurar á klst og 35 aurar
við skipaafgreiðslu. Einar kvað það
skjóta skökku við að nú 85 áram
irlano
Ferðablaðið Vesturland 2000 kemur út í lok þessa mánaðar.
Eins og fram hefur komið verður blaðið gefið út í lágmark
15.000 eintökum og dreift á öllum helstu viðkomustöðum
ferðafólks innan sem utan kjördæmisins. Jafnframt mun blaðið
verða sent sumarhúsaeigendum á Vesturlandi. Blaðið verður
prentað í brotinu A5 allt í fjórlit.
Viðburðir:
í blaðinu verður m.a. ítarleg viðburðaskrá fyrir sumarið. Þeir sem vilja
koma á framfæri upplýsingum um viðburði, samkomur og þ.h. er bent á
að hægt er að skrá þær á veffangið www.vesturland.is/adofinni Skráning
í viðburðaskrá er án endurgjalds og þess þannig vænst að hún verði sem
ítarlegust og þjóni ferðafólki og íbúum svæðisins sem best.
Skráningu í viðburðaskrá þarfað vera lokið 12. maí.
Þjónustuskrá:
í blaðinu verður þjónustuskrá yfir fyrirtæki og aðila sem tengjast með
beinum hætti þjónustu við ferðafólk. Umsjón með þjónustuskrá hefur
Haukur Gunnarsson og hægt er að ná í hann í síma 863 0363 og
netfangi haukurg@ismennt.is
Auglýsingar:
Auglýsingasala í Vesturland 2000 stendur yfir til 10. maí. Sölu þeirra
annast þær Edda Agnarsdóttir (Akranes) og Guðrún Kristjánsdóttir
(Borgarfjörður, Snæfellsnes og Dalir).
Hægt er að koma boðum til þeirra í síma 430 2200.
Skessuhorn ehf, útgáfudeild
Mynd: EE
Lagið tekið d 1. maí í Stykkishólmi.
seinna væri enn sama misskiptingin
á Islandi, bæði félagslega og fjár-
hagslega. I dag væri sagt frá ofsa-
gróða fýrirtækja en á sama tíma
væri sagt nei við launahækkun lág-
launafólks, en það er oft sama fólk-
ið sem er með minnstu réttindin fé-
lagslega.
Hátíðarræðuna flutti Guð-
mundur Gunnarsson, formaður
Rafiðnarsambands Islands. Guð-
mundur bað menn að íhuga að
fýrr á áram áður var aðbúnaður
verkafólks með allt öðru móti.
Menn hófu vinnu klukkan 5 að
morgni og luku henni ekki fýrr en
klukkan 10 að kveldi. Að lokinni
ræðu Guðmundar var boðið upp á
kaffiveitingar í boði Verkalýðsfélags
Stykkishólms og lék Harmonikku-
hljómsveit Stykkishólms undir á
meðan menn gæddu sér á kræsing-
unum.
1 .maí samkoma á vegum Verka-
lýðsfélags Snæfellsbæjar og starfs-
mannafélags Dala og Snæfellssýslu
var haldin í Félagsheimilinu Klifi í
Olafsvík. Avarp flutti Steingrímur
Sigfusson, alþingismaður og for-
maður Vmstri grænna. Að ávarpi
loknu tók Laddi við og flutti gam-
anmál. Tónlistarflutning sáu
Lúðrasveitin Snær um ásamt nem-
endum Tónlsitarskólans í Ólafsvík.
Góð aðsókn var á samkomuna og
fór hún í alla staði vel fram
Að ofan: Guðmundur Gunnarsson gæðir
sér á kræsingum að aflokinni hátíðar-
ræðunni.
Til vinstri: Guðríður Jónsdóttir á 98.
aldursári lét sig ekki vanta í kröfu-
gönguna á Akranesi. Hér er hún ásamt
Jónínu Björgu Magnúsdóttur. Mynd: BG
Svipmyndir frá opnu húsi Samvinnuháskólans, tekin í Kaffi Bifróst. Mynd: EA
Þrjúhundruð
á opnu húsi
Umsóknir um skólavist aldrei verið fleiri
Síðastliðinn laugardag fór fram
hið árlega opna hús í Samvinnuhá-
skólanum á Bifröst þar sem skólinn
er kynntur umsækjendum og öðr-
um velunnurum hans. Um 300
manns heimsóttu háskólann að
þessu sinni í frábæra veðri þar sem
Bifföst skartaði sínu fegursta. Eftir
að nemendur höfðu gengið með
gesti um húsnæði háskólans og um
svæðið var síðan endað í kaffi á nýju
kaffihúsi nemenda, Kaffi Bifföst.
Margir umsækjendur voru á
meðal gesta en útlit er fýrir að um-
sóknir um skólavist næsta haust
komi til með að verða fleiri en
nokku sinni fýrr. MM