Skessuhorn


Skessuhorn - 04.05.2000, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 04.05.2000, Blaðsíða 5
jAiasunu.. FIMMTUDAGUR 4. MAI 2000 AF ÞUSUND ARA KRISTNI í ár halda íslendingar uppá þúsund ára afmæli kristnitöku í landinu. Annars- vegar með ýmsum smáhátíðum víðs vegar um landið, hinsvegar með stórhátíð á Þingvöllum nú í sumar. Misvel hefur kyn- slóðunum gengið að fara eftir því sem hin helga bók býður. Menn girnast enn sem áður eiginkon- ur náunga sinna og brjóta þar með 10. boðorðið og ef þeim verður verulega á- gengt með kvenmanninn þá brjóta menn 6. boðorðið. Ef bam verður úr bólförunum þá vilja menn skrá sig út úr miðlægum gagnagrunni hjá Kára og erfðagreining- unni því genin flútta illa hjá barninu og skráðum föður og þá kæmist jafnvel allt upp. Ekki tekur betra við ef menn fara að girnast náunga sinn en sýna eiginkonu náungans, uxa, asna, þernu eða þjóni engan áhuga, nema þá kannski helst þjóninum. Þá gerast ýmsir prestar vorir arfaóðir og missa umburðarlyndið út og suður. Skipa mönnum að snáfa sem snar- ast inn í skápinn aftur og læsa á eftir sér og fara að hugsa um eitthvað annað enda standi í þriðju Mósebók 18. 22. “eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri, það er viðurstyggð”, tilvitnun lýkur. Ætli samkynhneigðum fyrirgefist ekki á efsta degi eins og þeim sem ítrekað hafa brotið boðorð númer sex en maður veit það sosum ekki. Ef þjóðin ætlar nú á afmælinu að taka sér tak og gerast sannkristnari í mataræði en verið hefur ætti það að gleðja lamba- og nautakjötsframleiðendur nú í upphafi grillvertíðar. Skoðum nú hvað þriðja Mósebók segir um hrein dýr og óhrein, (Sennilega eru hreindýr hrein dýr). Það er semsé grænt ljós á lamb og naut og meira að segja hænsni auk þess fjórar sortir af engisprettum. Aftur á móti er sæluvist- inni stefnt í voða ef farið er að kraðka í sig úlfalda, strúta, pelíkana, leðurblökur og svín. Ennfremur þær engisprettur sem ekki heita Arbe, Sólan, Hargól og Hagab. Þá hafið þið það, ef menn vilja losna við “barbíkjúið” hjá ljóta karlinum. Vendum nú kvæði í kross og skundum á Þingvöll. Eins og öllum er kunnugt á að halda þar kristnitökuhátíð mikla í sumar. Eins og unglingarnir segja, alveg mega partí, og þess vegna þarf að setja upp á staðnum, og vitna ég nú aftur í ungdóm- inn, alveg ýkt ógeðslega mikið af salem- um. Enda minnast menn síðustu stórhá- tíðarhalda á staðnum með hryllingi, þar sem hreinsibílar úr Reykjavík, haugsugur úr Þingvallasveit og snekkjudæludreifar- ar úr Grímsnesi og Grafningi björguðu því sem bjargað varð. Aldrei datt manni 1 hug að téðir kamr- ar gætu orðið upphaf hatrammra trúar- bragðadeilna. En það er nú komið á dag- inn. Ásatrúarmenn ætla að skunda á Þingvöll örlitlu fyrr en kristnir og halda heiðið húllumhæ, enda finnst manni að heiðnir eigi meira í Þingvöllum en kristnir. Það vom nú jú heiðnir ( sletti ég nú unglingamáli aftur og enn ) sem fött- uðu fyrstir upp á staðnum. Ásatrúarmenn hugðust nota kamrana áhyggju- og end- urgjaldslaust eftir þörfum. Aldeilis ekki. Kristnir fóm fram á gjald fýrir hverja at- höfn. Fimm hundmð krónur fyrir þunnt og þúsund fyrir þykkt, + vsk, reiðufé en ekki kort. Nú vakna spurningar, hvað með þá sem trúa á Múhammeð eða Búdda, eða þá sem trúa bara yfir höfuð ekki á neitt? Eiga þeir að borga, meðan einn og einn kamfýlóbakteríusmitaður kristinn maður kúkar frítt, tilsvarandi vikukaupi heiðins verkamanns meðan á hátíðinni stendur? Og hvað með þá sem em á sama báti og undirritaður og trúa svona bæði og eða hvorki né? Við skulum til öryggis hafa með okkur kopp. Bjartmar Hannesson. 1 WM © TJ ÚTVARPIÐ SJÓNVARPIÐ Öflug fréttaþjónusta Skessuhorn - vikublað á Vesturlandi fréttavefur - www. skessuhorn. is Útvarpið - Sjónvarpið S: 430 2200 KMÍIMiÍ'".!.. ■&*'». ____ ; ATVINNA - ! ATVINNA - HHII Hér með tilkynnist að viðgerðarstarfsemi minni að Þorsteinsgötu 11 sé lokið GUACIER TOURS V Vantar dugmikinn starfsmann til þess að sinna ferðum á jökulinn og viðhaldi tækja • Meirapróf skilyrði Frekari upplýsingar í síma 894 1433 Langjökull ehf ) Þakka viðskiptin á liðnum árum Cuðmundur Jónsson wur Nú er vor í lofti. ' ■ ; I bodi er mjög gott útsœdi • ■ •■ .■ Afgreitt frá og med 19. april Einnig afhýddar bartöflur í 7 bg. fötum BAKKA- KARIÖFLUR Bakka - Melasveit - 301 Akranes Símar: 433 8890 og 896 9990 Auglýsing um deiliskipulag í Hvítársíðuhreppi Mýrasýslu. Samkvæmt ákvæðum 18. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi fyrir grenndarsvæði Surtshellis Hallmundarhrauni Kalmanstungulandi Hvítársíðuhreppi Mýrasýslu. Tillagan tekurtil gönguleiða í grennd við op hellisins, bílastæða og mannvirkja. Tillagan ásamt byggingar- og skipulagsskilmálum liggur frammi hjá oddvita Sámsstöðum frá 10. maí til 7. júní 2000 á venjulegum skrifstofutíma. Athugasemdum skal skila fyrir 21. júní 2000 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemd innan tilgreinds frests teljast samþykkir tillögunni. Skipulags og byggingarfulltrúi Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sími: 437-1700 rASON hdl. Fax:437-1017 dsteigna- og skipasali Nýtt á söluskrá Fálkaklettur 14, Borgarnesi. Einbýlishús ásamt bílgeymslu samtals 184 ferm. Teppalögð stofa, parketlagt hol, teppalagt forstofuherb. og 3 dúklögð herb./skápar. Eldhús með korkflísum á gólfi og viðarinnréttingu. Baðherb. allt flísalagt, sturta/kerlaug, viðarinnr. Gestasnyrting dúklögð. Forstofa flísalögð, skápar. Þvottahús, búr og geymsla. Verð: kr. 13.000.000 Urriðaá, Miðflrði, V-Hún. Góð bújörð ásamt bústofni, 400 fjár, og vélum. Fjárhús fyrir 450 fjár og hlaða byggð 1976. íbúðarhús og bílgeymsla (200 ferm.) byggt 1978 ásamt fleiri byggingum. Jörðin er mjög vel hýst. Greiðslumark 580 ærgildi. Vélar til rúlluheyskapar. Tún um 35 ha. Óskað er eftir tilboðum í land, mannvirki, bústofn og vélar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.