Skessuhorn - 18.05.2000, Blaðsíða 5
§ggSSt!H©SM
FIMMTUDAGUR 18. MAI 2000
5
Ef einhvern grunar að pistlari ætli
sér nú að senda Evróvisjón-keppninni
tóninn þá er það aðeins að hluta til
svo. Hún er á vissan hátt kveikjan að
pistli þessarar viku þótt höfundur ætti
uppruna síns vegna að hunskast til að
samgleðjast löndum sínum og taka við
heillaóskum fyrir þeirra hönd.
Önnur kveikja er verkefni frá
skiptinemasamtökum sem dóttur
undirritaðs er gert að leysa áður en
hún heldur út í heim á vit ævintýr-
anna. Er þá ekki eftir neinu að bíða
með að heþa skrifin.
Téð verkefni felst í því að nemand-
inn á að skoða umhverfið sitt gagmýn-
um augum og leitast við að benda á
þætti sem koma útlendingum spánskt
fyrir sjónir. Þetta er örugglega góður
og þarfur undirbúningur fyrir sam-
skipti við menn sem búa við framandi
menningu. Við eigum það til að verða
svo samdauna aðstæðum okkar að
erfitt reynist að sýna öðrum víðhlít-
andi skilning sem haga tilveru sinni að
einhveiju leyti öðru vísi.
Staðlar eru til margs brúklegir. Allt
í kringum okkur eru dæmi um nýti-
lega staðla sem auðvelda okkur dag-
legt líf og starf. Ekki þarf að nefna
annað en mælieiningar metrakerfis-
ins, klærnar á rafmagnssnúrunum,
innstungurnar sem við stingum þeim 1
eða gengjurnar á boltum og róm til að
átta sig á því ástandi sem væri ef eng-
ir væru staðlar. Stærri í sniðum eru
hjólbarðar sem við setjum undir bíl-
ana og ýmiss konar búnaður annar
sem vont væri að vera án.
Staðlar eru bæði afsprengi og for-
sendur aukinna viðskipta og sam-
skipta milli landa. Þannig kom metra-
kerfið til í upphafi og nú eru aðeins
eftir fáeinar þjóðir sem hafa ekki tekið
það að fullu í þjónustu sína. Sætir
raunar furðu hvemig Bretum hefur
tekist að nota mælieiningakerfi sitt
fram á þennan dag. Einhvers staðar sá
ég umfjöllun um það að þeir ættu nú
einnig 1 einu og öllu að verða „metric“,
þ.e. að taka upp metrakerfið. Margir
Bretar hafa haft uppi kröftug mót-
mæli gegn þessum áformum, með vís-
an til þess að foot og inch og únsur og
hvað þær heita nú allar mælieining-
arnar, væm orðnar svo mikill hluti af
breskri menningu að nærri henni væri
gengið með því að nema þær úr gildi.
Er þetta kannski upphafið að því
sem koma skal? Er næsta skrefið
menningarstaðlar sem eyða sérkenn-
um þjóða? Fjölþjóða skyndibitakeðjur
og gosdrykkjaframleiðendur ónefndir
tryggja nú þegar að við þurfum ekki að
leggjast svo lágt að snæða að hætti inn-
fæddra á ferðum okkar erlendis. Verð-
ur skagfirska sveiflan þegar allt kem-
ur til alls algengur tónlistargjaldmið-
ill? Einhvers staðar í merkri bók er
sagt frá því hvernig fór fyrir mönnum
sem töluðu sömu tungu og ætluðu sér
að smíða tum nokkurn allmikinn sem
næði til himins. Má segja að víti til
vamaðar sé réttnefni á tum þennan.
En þróunin hefur æ síðan haldið ó-
trauð áfram hvað sem liðið hefur vam-
aðarorðum. Þegar staðallinn ræður
ríkjum verður inntak þess sem vottað
er samkvæmt staðlinum ekki lengur
mikilvægt heldur hvort kröfum stað-
alsins er fullnægt. Em ef til vill þreif-
ingar kvikmyndagerðarmanna í vinn-
ingslandi Evróvisjónar spor í þessa
átt? Er þess skammt að bíða að ISO
9000 nái einnig til málverkasýninga,
bókmenntatexta, listahátíða? Týnist
sveiflan, innblásturinn og skáldagáf-
an og verður tröllum gefin?
Lars H. Andersen
BÍLASALAN
a £L
Mazda Premacy er sannkallabur fjölskyldubíll. Vi5 hönnun
hans var kappkostað viö að tryggja ítrasta öryggi, bestu
þægindi, nægilegt rými og fjölbreytta notkunarmöguleika.
Nú kostar Premacy aðeins kr. 1.749.000
á staðnuin
AKRANESI