Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2000, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 18.05.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 18. MAl 2000 aiUissunu^ Frá undirritun samstarfssamnings umfrte&slu, ráðgjöf og rannsóknir á sviSi landgrœðslu og skógrœktar. Frá vinstri: Jón Loftsstm skóg- ræktarsljóri, Magnús B. Jónsson rektor og Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. Mynd EA Landbótasetur opnað á Hvanneyri Samvinna aukin á sviði landgræðslu, skógræktar og fræðslu Lækkun skulda en lítið sviffrúm Rætt við Gísla Gíslasonoæjarstjóra á Akranesi um afkomu bæjarsjóðs Miklar breytingar eru að verða á starfsemi Skógræktar ríkisins og Landgræðslu ríkisins hér á Vest- urlandi. Verkefnið Vesturlands- skógar er að fara af stað hjá Skógræktinni og samtenging Landgræðslunnar, Skógræktar- innar og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri hefur verið efld. Þriðjudaginn 16. maí skrifuðu forsvarsmenn Landbúnaðarháskól- ans á Hvanneyri, Landgræðslu rík- isins og Skógræktar ríkisins undir samstarfssamning um ffæðslu, ráð- gjöf og rannsóknir á sviði land- græðslu og skógræktar. Markmið þessa samnings er að stuðla að auk- inni kennslu á sviði landgræðslu, landnýtingar og skógræktar við Landbúnaðarháskólann, samstarfi um rannsóknir á þessum sviðum og aukinni ffæðslu um landgæði og landnot í víðasta skilningi. Við sama tækifæri var formlega opnað landbótasetur í húsnæði Landbúnaðarháskólans. Þar verða til húsa héraðsmiðstöðvar Land- græðslu ríkisins og Skógræktar rík- isins og mun aðstaðan hýsa fjóra starfsmenn. Vesturlandsskógaverk- efni Skógræktarinnar skapar tvö ný störf hjá Skógræktinni á Vestur- landi og munu Sigvaldi Asgeirsson ffamkvæmastjóri Vesturlandsskóga og Olafur E. Olafsson skógræktar- ráðunautur, sem þessum störfum gegna, báðir hafa aðsetur á Hvann- eyri. Þar verður einnig staðsettur skógarvörður Skógræktarinnar á Vesturlandi. Birgir Hauksson gegn- ir í dag því starfi eftir að deildir Skógræktarinnar í Skorradal og á Hreðavatni voru sameinaðar. Frið- rik Aspelund héraðsráðunautur Landgræðslu ríkisins á Vesmrlandi og Vestfjörðum mun ennfremur verða til húsa í nýja landbótasetrinu en Friðrik starfar einnig hjá Land- búnaðarháskólanum. Við opnunina lýsm forsvarsmenn þeirra stofnanna sem hlut eiga að máli yfir ánægju sinni með stöðu mála. Sigvaldi Ásgeirsson gat þess meðal annars í ræðu sinni að ötult starf skógarbænda á Vesturlandi væri bakhjarl Vesmrlandsskóga- verkefnisins þar sem þeir hefðu sýnt hvað væri mögulegt að gera á þessum vettvangi. Magnús B. Jóns- son lagði áherslu á tengingu nýja landbótasetrisins við aukið náms- framboð Landbúnaðarháskólans á háskólastigi, en í haust verður boð- ið upp á háskólanám í landnýtingu og umhverfisskipulagi auk háskóla- náms í hefðbundnum búfræðum. Sveinn Runólfsson, landgræðslu- stjóri, lýsti eftir undirrimn samn- ingsins yfir ánægju sinni með þetta aukna námsffamboð Landbúnaðar- háskólans og samstarfssamninginn. Fjöldi góðra gesta voru viðstadd- ir opnunina og margir ávörpuðu samkomuna. Bjartsýni var ríkjandi í orðum manna og ljóst er að menn vænta góðs árangurs þess starfs sem fram mun fara í nýju landbótasetri á Hvanneyri. EA Ársreikningur Akraneskaupstað- ar fyrir árið 1999 liggur nú fyrir. Að sögn Gísla Gíslasonar bæjar- stjóra var afkoma bæjarsjóðs við- unandi. I heildina voru helsm rekstrarliðir nokkuð í samræmi við áætlun og heildamiðurstaðan ber með sér lagfæringu á pen- ingalegri stöðu bæjarsjóðs, hækk- andi veltufjárhlutfalli og lækkun langtúnaskulda. Á efnahagsreikningi bæjarsjóðs má sjá þær breytingar helstar að peningalegar eignir hækkuðu um 39,6 mkr. Skammtímaskuldir hækk- uðu um sem nemur 13,2 mkr., en langtímalán lækkuðu um 42,2 mkr. og vom um síðustu áramót 691,6 mkr. Lífeyrisskuldbindingar bæjar- sjóðs hækkuðu um 23 mkr., úr 501,7 mkr. í 524,7 mkr. Heildarskuldir bæjarsjóðs lækkuðu þrátt fyrir hækkun lífeyrisskuldbindinga um tæpar 6 mkr og em nú 1.188 mkr. Veltufjárhlutfall bæjarsjóðs hækkaði annað árið í röð úr 0,86 í 1,0, en er effir sem áður ekki nógu hátt og þyrfri, að sögn bæjarstjóra, að ná svipuðu hlutfalli og var fyrir nokkram ámm, þegar hlutfallið var 1,20. Fjárhagsáætlun stóðst Afkoma bæjarsjóðs var einungis 1,5% ffá þeirri fjárhagsáætlun sem sett var eða um 12 milljónir króna og telur bæjarstjóri það viðunandi niðurstöðu. “Þegar niðurstaða rekstrar er skoðuð varðandi einstaka málaflokka aðra en fjármunaliði þá er ffávikið ffá fjárhagsáætlun nettó 1,56% eða tæpar 12 mkr. sem er viðunandi niðurstaða. Má segja að ný vinnubrögð við að framfylgja fjárhagsáætlun hafi skilað sér. Fjár- munaliðir vom langt undir áætlun en þar kemur fyrst og ffemst til ó- venju mikil tekjufærsla vegna verð- lagsbreytinga, sem skekkir saman- burð við fjárhagsáætlun”, segir Gísli. Heildarskatttekjur bæjarins vom á liðnu ári 884,2 mkr. eða 9,1 mkr. yfir áætlun og er það ffávik frá áætl- un upp á 1,04%. Utsvar hækkaði milli áranna 1998 og 1999 um tæp 4% eða um 28,1 mkr. Fasteigna- skattar urðu eilítið vmdir áætlun, en framlag úr Jöfnunarsjóði var um 6,9 mkr. yfir áætlun eða um 12%. Fjölgun íbúa og gott atvinnuástand Skuldir bæjarsjóðs Akraness era nú 266 þúsund á íbúa og hafa lækk- að á árinu úr 290 þúsundum. Skuld- ir án lífeyrisskuldbindinga em nú 168 þúsund á íbúa og hafa lækkað um 20 þúsund á íbúa ffá 1998. fbú- um á Akranesi fjölgaði á árinu um 155 og vom við áramót 5.342. Aðspurður um afkomuna segir Gísh: “Ef taka á niðurstöðu reikn- ingsins saman í nokkmm orðum þá er unnt að segja að heildamiður- staðan er í flestum atriðum viðun- andi. Fjölgun íbúa og ágætt atvinnu- ástand skilaði okkur tekjum umffam það sem áædað hafði verið. Rekstr- argjöld em óvemlega umfram áætl- tm, fjárfestingar vom lægri en áæd- að hafði verið og sala eigna skilaði bæjarsjóði fjármunum sem hafa lag- að fjárhagsstöðuna. Þó svo að það sé nefht að niðurstaðan sé í flestum at- riðum viðunandi þá er það ítrekað sem áður hefur verið sagt við ffam- lagningu ársreiknings bæjarfélagsins að sífellt minnkar það fjármagn sem laust er til framkvæmda og staða til vemlegrar niðurgreiðslu lána er ekki fyrir hendi, ekki síst þegar litið er til þeirra lögbundnu verkefna sem skylt er að leysa á næstu ámm”, sagði Gísli að lokum. Ljóst er að fjárfrek verkefni bíða bæjarsjóðs á Akranesi og er þá helst litið til þess kostnaðar sem m.a. felst í einsetningu grunnskólanna, ffá- veitumál auk kosmaðar við aukna útþenslu íbúðabyggðar ef ffamhald verður á fjölgun íbúa bæjarins. MM Sjóstangaveiði á Skaga Hið árlega sjóstangaveiðimót Sjóstangaveiðifélagsins Skipaskaga var haldið á Akranesi dagana 12,- 13. maí og mættu 65 keppendur til leiks á 17 bámm. Þetta er metþátt- taka og var fyrra metið slegið um hvorki meira né minna en 12 kepp- endur. Á fösmdeginum var veitt frá kl 6 til 14 og þann seinni ffá 6-13. Á laugardagskvöldið var svo verð- launaafhending á skemmtistaðnum Grandrokk. Að sögn Jóhannesar Hreggviðssonar, formanns Sjóstangaveiðifélagsins Skipaskaga, er hart barist í þessari keppni og ekkert gefið eftír þar sem hún gefur stig til Islandsmóts. Veitt vom fjöldamörg verðlaun og hafði einhver á orði að erfitt gæti reynst að vinna ekki til neinna! Nokkur eldri met vom slegin á þessu móti fyrir utan þátttökuna og má þar nefha að Pémr Sigurðsson veiddi stærsta þorsk sem veiðst hef- ur á sjóstangaveiðimóti á Akranesi, en sá .var heii 14,2 kg og var fyrra metið þar með betnnnbætt um u.þ.b. 4 kg. Einnig gerðist sá sér- stæði atburður að rauðmagi veidd- ist í annað sinn í sögu sjóstanga- veiðinnar og vill svo skemmtilega til að sá fyrri veiddist einmitt á Akranesi á síðasta ári. Það var Bjarni Garðarsson sem veiddi rauð- magann í ár sem reyndist vera 0,99 kg. Ekki er algengt að veiðist sprettfiskar á slíkum mótum en Herði Jónssyni tókst það í ár og var sá 0,005 kg. Veitt vora verðlaun fyrir aflahæstu sveitina, bæði í karla- og kvennaflokki. Karlasveit- ina sem hlaut fyrsta sætið skipuðu þeir Pétur Sigurðsson, Valur Hösk- uldsson, Jón Haukur Stefánsson og Árni Pémr Björgvinsson. Kvenna- sveitina skipuðu svo þær Sigfríð Valdimarsdóttir, Hafdís Gísladóttir, Guðrún Halldórsdóttir og Þor- gerður Benónýsdóttir. Aflahæsti skipstjórinn reyndist vera Eiríkur Kristófersson á bámum Geisla, en heildaraflinn á þeim bát var 1755,08 kg og hlaut Eiríkur fyrir það utanlandsferð fyrir tvo til Dublin. Aflahæsti karlinn var Valur Höskuldsson á bátnum Geisla (veiddi 704 kg) og aflahæsta konan í ár var Sigríður Kjartansdóttir á bámum Jóhannesi á Ökmm (veiddi 509,725 kg). Sá sem veiddi flestar tegundir í ár var Daninn Finn Han- sen en hann veiddi sex tegundir. Heildaraflinn sem veiddist á mót- inu var samtals 16225 kg og var þar um að ræða 8527 fiska. SÓK Það var lífogfjör á sjóstangaveiðimótinu sem fram fór á Akranesi um helgina. Mynd: SÖK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.