Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2000, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 18.05.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 Dýrt að vera drottning Segir Katrín Rós Baldursdóttir Föstudagurinn 19. maí árið 2000 inarkar tvenns konar tíma- mót í lífi Katrínar Rósar Baldurs- dóttur, fegurðardrottningar Is- lands árið 1999. Þann dag kemur hún til með að útskrifast af nátt- úrufræðibraut fxá Fjölbrautaskóla Vesturlands og að því loknu halda til Reykjavíkur þar sem hún mun krýna arftaka sinn á Hótel Islandi. Arið hefúrverið mjög viðburðaríkt hjá Katrínu. Hún for í keppnina um Ungfrú Evrópu í Líbanon mánuði eftir að hún hlaut titilinn Ungfrú Island í maí og um haustið fór hún og keppti run titilinn Miss World fyrir hönd okkar Islend- inga, en sú keppni var haldin í London. A tímabilinu hefúr hún einnig leikið í auglýsingum, irm- réttað draumaíbúðina sína í Laug- ardalshöllinni, afhent hlustenda- verðlaun FM 957 og farið í aragrúa af viðtölum. Líklega þykir ein- hverjum alveg nóg um en Katrín lét þetta ekki nægja heldur var hún með einingafjölda langt yfir með- allagi allar þær þrjár annir sem tímabil hennar sem Ungfrú Island náði yfir og er hún nú að útskrifást á aðeins sex önnum. Hvemig fer hún eiginlega að þessu? Katrín segir það lítið mál. “Maður verður bara að skipuleggja tíma sinn rosalega vel, ég hugsa að það sé alveg lykilatriði” segir hún og hlær. “Þetta var nú samt frekar erfitt á köflum. Sérstaklega þegar prófin rákust á við keppnimar, en það gerðist bæði þegar ég keppti í Ungfrú Island í maí og þegar ég fór til London til að keppa í Miss World í desember. Keppnin var haldin 4. desember og ég flaug heim kvöldið eftir. Eg hafði ekki fengið neitt upplestrarfrí og þegar ég kom heim aðfaranótt mánudags þurfti ég að fara í eðlisfræðipróf strax á þriðjudeginum.” Katrín hafði þá þegar misst af stærðfræði- prófinu, en það kom ekki að sök því hún fékk að taka það sem sjúkra- próf. Dýrt að vera fegurðardrottning Margir hafa eflaust velt því fyrir sér hvort maður verði ríkur af að vinna titil eins og Ungffú Island en Katrín segir að svo sé alls ekki. “Maður fékk auðvitað fullt af verð- launum fyrir fyrsta sætið eins og t.d. utanlandsferð, líkamsræktar- og ljósakort, sokkabuxur, töskur og 50.000 kr. Sú upphæð dugar þó engan veginn fyrir þeim kostnaði sem fylgir því að fara svona til út- landa að keppa. Flugfarið fær mað- ur frítt en maður þarf sjálfúr að út- vega gjaldeyri og öll föt.” Móðir Katrínar, Erna Kristjánsdóttir, saumaði fyrir hana alla kjólana fyrir utan þann sem hún klæddist í keppninni um ungfrú Island, en hann var hluti af verðlaununum fyr- ir ungfrú Vesturland og var hann- aður af Þórhalli Ingasyni. “Það liggur mikil vinna að baki þessum kjólum og efni í svona kjóla er mjög dýrt. Onnur föt gat ég samt flest fengið lánuð og þau voru m.a. frá verslununum Blues, Vero Moda, Cosmo og Brúðarkjólaleigu Dóru.” Sprengjuregn í Líbanon Aðspurð segir Katrín að það sé skemmtilegt að taka þátt í fegurðar- samkeppni eins og keppninni um Ungfrú Evrópu sem eins og áður sagði var haldin í Líbanon og þess Frá Fegurðarsamkeppni íslands 1999, Katrín Rós Baldursdóttir nýkrýnd. Katrín Rós Baldursdóttir saknar ekki kórónunnar. ■ %iiSi má geta að hún náði þeim frábæra árangri að komast í 15 manna úrslit. “Þar var ég í þrjár vikur á rosalega flottu hóteli og tvær fyrstu vikumar fóm í að skoða landið. Við fómm hringinn í kringum það en það tók ekki mjög langan tíma því landið er lítið. Svo tóku við æfingar fram að keppnisdeginum sjálfum. Eiginlega var skemmtilegast að taka þátt í þessari keppni af þeim öllum því að Hulda systir mín fór með mér af því að mömmu og pabba var svo illa við að ég færi ein.” Það var ekki að á- stæðulausu því systir Katrínar hringdi eina nóttina í hana því hún hafði vaknað við sprengingar í ná- grenninu. “Hulda var á sama hóteli og ég en á hæðinni fyrir neðan. Hún hringdi í mig eina nóttina því hún hafði vaknað við sprengingarn- ar. Eg reyndi að vekja ungffú Hol- land sem var með mér í herbergi, en hún misskildi mig og hélt að ver- ið væri að sprengja eitthvað á Is- landi og hélt bara áffam að sofa” segir Katrín og hlær. “Við reynd- umst nú ekki vera í hættu en auðvit- að varð maður smeykur.” Hitti marga fræga einstaklinga En skyldi maður hitta mikið af frægu fólki sem ungffú Island? “Jú, jú, maður hitti nú einhverja. T.d. hitti ég Dean Cain sem lék Súperman, Lennox Lewis hnefa- leikara, Eddie Irwine og svo auðvit- að stelpuna sem er núverandi Miss World. Svo var líka konan sem á barnið með Mick Jagger í dóm- nefndinni um ungfrú heim.” Alla þessa einstaklinga hitti Katrín þeg- ar hún var í London að keppa um titilinn Miss World. Hún segir þá keppni vera um margt öðruvísi en Evrópukeppnina. “Það voru um 40 stelpur í ungfrú Evrópu en þarna voru 94 keppendur. Við byrjuðum á því að fara í tíu daga til Möltu þar sem sundbolaatriði keppninnar var tekið upp.” Fjölmargir vinir og ætt- ingjar Katrínar komu til London til þess að styðja við bakið á henni.”Já, maður var þarna með heilt stuðn- ingslið” segir Katrín og hlær.”Mar- gar vinkonur mínar komust þó ekki vegna prófanna og ekki systir mín heldur.” ÆtJar í háskólaim í haust Hvað tekur svo við að loknu stúdentsprófi? “Eg fer að vinna á E- deildinni á Sjúkrahúsinu á Akranesi í sumar. Ég hef verið þar áður og líkar það mjög vel þótt ég ætli mér ekki að vinna þar í framtíðinni. Eg hef lengi verið ákveðin í því að læra eitthvað tengt lífffæði og eftir að hafa skoðað námsskrá háskólans ffam og aftur varð sameindalíffræði fyrir valinu. Mér finnst líka skipta töluvert miklu máli hversu miklir og góðir atvinnumöguleikarnir eru orðnir fyrir fölk sem er menntað í líffræði.” Katrín ætlar að flytja til Reykjavíkur í haust ásamt unnusta sínum, Reyni Leóssyni, en hann er einnig að fara í háskólann þar sem hann hyggst leggja stund á íslensku og fjölmiðlaffæði. “Við erum að vonast til að fá inni á stúdentagörð- unum en erum þó komin með aðra íbúð til bráðabirgða ef það bregst” segir Katrín en bætir því við að hún ætli sér samt að búa á Akranesi í framtíðinni. “Ég kem auðvitað til með að vera hér allar helgar og svo- leiðis, en mér fannst henta betur að vera í Reykjavík þangað til ég verð búin með háskólann. Ég verð í skólanum til fjögur á daginn og finnst þá betra að geta notað tím- ann sem eftír er af deginum til þess að læra í staðinn fyrir að vera sífellt að keyra á milli.” Kemur ekki til með að sakna kórónunnar Þegar Katrín er innt eftír því hvort hún haldi að hún komi til með að sakna þess að vera ekki nú- verandi ungfrú Island stendur ekki á svari.”Nei, eitt ár er alveg nóg fyr- ir mig. Þótt það hafi verið mjög skemmtilegt og viðburðaríkt ár er þetta líka strembið inn á milli.” Katrín segist ekki geta nefnt eitt- hvert eitt atriði sem henni finnst standa upp úr efrir árið. “Oll ferða- lögin, stúdentsprófið og svo trúlof- aði ég mig síðastliðið sumar. Ætli það standi ekki bara einna mest upp úr.” SOK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.