Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2000, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 18.05.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 18. MAI 2000 Ein er sú starfsgrein sem hefur aukið veldi sitt hröðum skrefum á undanförnum árum og virðist gefa allgóða tekjumöguleika þó hún sé að mestu skipuð konum og má raunar furðu sæta að jafnréttisráð skuli ekki hafa látið málið til sín taka. Hér er að sjálfsögðu átt við þær stúlkur sem starfa við bók- menntakynningar fyrir kr. 66.50 á mínútuna og eru gjarnan nefndar starfsheitinu Les - píur. Onnur grein þessarar starfsemi eru svo- kallaðar stunudrottningar sem hafa öðlast auknar vinsældir á síð- ustu tímum og efalaust má nefna fleiri afbrigði skyldrar starfsemi sem mig brestur því miður kunn- ugleika til að upplýsa lesendur mína um. Nú er sú eina staðreynd óumflýjanleg að öll eldumst við og kveðjum jarðlífið að endingu og kemur þá til kasta kirkjunnar þjóna að rekja ævi og starfsferil viðkomandi og væntanlega einnig ættingja og trúrra viðskiptavina að skrifa minningargreinar. Björn Andrés Ingólfsson tók saman væntanlega minningargrein um eina slíka símadömu frá dóttur- dóttur hennar á eftirfarandi hátt: Þú kvaddir í gar á þirm hljóða hátt, í hugskoti efst er mínu, hve allir þig dáðu sem áttu bágt í einkalífinu sínu. Þú áttir svo langan æviveg og erfið var stundum glíman, en strákunum fannst þú stórkostleg, þú stundir svo fallega í símann. Afminningum um þig er ég rík, aldrei þeir fársjóðir tæmast. Amma mín þú varst engri lík, það var unun að heyra þig klæmast. Þú varst alltafsvo bltð og hjartahlý og hittin á óskirnar mínar, ogjóhanna systir var sólgin í samfaralýsingar þínar. Orðstýrþinn lifir amma mín um ókomna lífsins tíma, þvífeta ég stolt í fótspor þín ogfesti mér dívan og síma. Onnur skyld starfsemi eru svo- kallaðar súludansmeyjar en raunar eru þær ekkert nýtt fyrirbrigði og sjálfsagt mörg dæmi þess frá bað- stofutímabilinu að vinnukonur hafi nuddað sér upp við stoð til að drepa á sér óværuna meðan þær týndu af sér spjarirnar fyrir augliti vinnumannsins eða húsbóndans en eitthvað girnilegt hefur borið fyrir augu þess sem orti: Fáklæðin sínfom og ný, fljóðin gegnum skinu, þau voru svosem engu í öðru en sakleysinu. Svo alls jafhréttis sé gætt er sjálfsagt að birta einnig brot úr Amorsrímu Valborgar Bentsdótt- ur þar sem hún lýsir ástmanni sín- um svo: Þessir hressti strákar voru að vonum hæstánœgðir með nýju hjálmana. Mynd: SÓK Rauði krossinn gefur hjálma onum mætti ég miðja nótt, myrkur rættist vegur, margs var gætt en mér varfljótt maðurinn hættulegur. Tægir þelann teygjugóð tímans vél í húmi. Þótt hörð sé skel er heitt mitt blóð og hannfór vel í rúmi. Teiti ullur ástar bar eins ogfullur stútur. Hans afgulli hjartað var, hlýtt sem ullarklútur. Þunnt bar hárið þokurautt þyrilgárað saman. Skallagljár með skeggið blautt, skjólugrár tjraman. Brúnasvertu baugahreinn bar í sperrtu enni, hnakkakertur, herðabeinn. Hann var stertimenni. Af gáfum snjáldur grettið bar gæðaskálda fyrstur. Eins og sáldið sítómt var seggur dáldið þyrstur. Samkvæmt lýsingu Valborgar hefur umræddur ágætismaður ver- ið kominn um miðjan aldur eða svo en upp úr því fara margir að velta fyrir sér svokölluðum eilífð- armálum eins og Bjarni frá Gröf: Þótt líkaminn sé lúka afmold og líklega brenni í Víti sálin, finnst mér gott að hafa hold. Það hressir upp á kvennamálin. Hið veraldlega gengi mannanna hefur löngum verið breytilegt og orðið ýmsum að yrkisefni en Jón Gíslason á Glammastöðum orti og á ekki illa við nú í vorblíðunni: Þó gæfan bjóði gall mér rammt þá gefur hún hunang vinmn, veðrið gott hún verðurjafnt að veita mér sem. hinum. Og á svipuðum nótum yrkir Björn S. Blöndal: Einn þó pretti auðnan veik óláns settanffóðrum, sólskinsbletti í Itfsins leik lánið réttir öðrum. Sveitungi Björns, Asgrímur Kristinsson ffá Asbrekku virðist einnig hafa kynnst ýmsu: Freistingamar fundu mig ífögrum rómi vífsins, Eg var bam og þekkti ei þig þungi dómur lífsins. Því miður veit ég ekki um höf- und síðustu vísunnar en hún mun nokkuð gömul og sannleiksgildið er ekki að efa: Það er vandi að verjast löst, í vökujafnt og blundi, ef ástin stendur í þérfóst eins og bein í hundi. Með þökk fyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1367 Þriðjudaginn 2. maí síðastliðinn gaf Akranesdeild Rauða kross Islands, öll- um bömum í 3. bekk Brekkubæjar-, Grunda- og Heiðarskóla glæsilega reiðhjólahjálma og endurskinsmerld á hjól að gjöf. Um er að ræða rúmlega eitthundrað hjálma og er þetta árlegt verkefni hjá Akranesdeildinni. Bömin mættu í húsnæði deildar- innar að Þjóðbraut 11 þar sem þeim var m.a. sýnt myndband um nauðsyn þess að nota hjálm og einnig var brýnt fyrir þeim hversu áríðandi það Það var fyrir 13 árum sem hjónin Karl Dyrving og Bryndís Guðbjarts- dóttir ásamt Pétri Agústssyni og Svanborgu Siggeirsdóttur í Eyjaferð- um gerðu upp Settuhól við Aðalgötu 2 í Stykkishólmi, sem í dag heitir Egils- hús. Til að byrja með seldu þau Karl og Bryndís miða fyrir ferðir á vegum Eyjaferða í sjoppunni sem þau ráku á jarðhæðinni. A efri hæðinni ráku Eyja- ferðir gistiheimili. Egilshús er eitt af þremur húsum í Stykkishólmi sem em á Náttúruminjaskrá. Húsið var ónýtt og hafði lengi staðið þannig. Upphaf- lega var það byggt sem einbýlishús og rekið sem verslun lengst af. Fyrsta sjoppan í Stykkishólmi var rekin þama. til margra ára. Nú er þama rekin sjoppan Setta á jarðhæðinni. A effi hæðinni er Kaffi og föndurloffið Lionsklúbbur Borgarness hefur undanfarin ár gefið nemendum 2. bekkjar Varmalandsskóla hjálma. væri að hjálmurinn væri rétt settur á höfuðið til þess að hann gerði sitt gagn. Að því loknu gekk Jóhanna Gestsdótrir, lögreglukona, úr skugga um að þau hefðu tekið vel og rétt eft- ir með því að spyrja þau spjörunum úr og rifjaði í leiðinni upp helstu um- ferðarreglumar. Að sögn Margrétar Magnúsdóttur, formanns Akranes- deildar Rauða krossins, er þetta mjög þarft og gott framtak sem vekur bömin til umhugsunar um öryggi sitt í umferðinni. SOK sem Karl og Bryndís reka. Kaffirekst- ur hófst í fyrravor, en föndrið hefur verið til staðar ffá því þau hjón keyptu húsið fyrir íjórum ámm síðan. Boðið er upp á kaffi allan ársins hring og föndumámskeið á vetuma og er hægt að kaupa föndurvörur á sumrin. Kaffi og föndurloftið tekur 18 manns í sæti með góðu móti og á sína fastakúnna, sem vita ekkert betra en að setjast nið- ur innan um föndrið og fá sér kaffi- bolla. Þetta ku vera eina kaffihúsið á landinu sem býður upp á föndur og hefur vakið mikla athygli víða. Að sögn þeirra hjóna hefur orðið alger spreng- ing í málun og trévöm, en Karl ffam- leiðir mestan hluta af þeirri uévöm sem er fyrirliggjandi á loftinu. Að auki flytja þau inn fallega trévöm ffá Sví- þjóð. EE Þetta ffamtak klúbbsins er mjög þarft og ber að þakka. Flemming Lúser „Þetta er alveg rosalegt," sagði Mummi við vín sirui, Pétur. „Lög í þessu landi eru bara það sem lög- fraeðingarnir segja!" „Hvað áttu við?“ spurði Pétur. „Sjáðu til,“ út- skýrði Mummi. „Konan mín sótti um skilnað frá mér og gaf sern á- stæðu að ég væri getulaus. Nú, ég fékk mér lögfræðing til að verja mig. Á sama tíma sakaði konan í næsta húsi mig um að vera faðir barnsins sem hún gengur með, svo ég þurfti að fá mér annan lögfræð- ing til að annast það mál.“ „Og hvað með það?“ spurði Pétur. ,Jú,“ sagði Mummi, „ég tapaði báðum málunum í gær!“ Einn, tveir.. Gumma gamla leíð ekki rétt vel, svo hann fór til læknis sins. Því miður var læknirinn ekki við, en hjúkrunarkonan hans, sem var for- kunnarfögur, rauðhærð, brjóstgóð og vel lærð, sagði við hann,- Kannski get ég hjálpað þér. Farðu úr öllum fötunum og leggstu þarna á skoðunarbekkinn." Gummi gerði þetta og hjúkkan kom til hans og lagði hönd sína á hálsinn á honum. „Segðu þrjátíu og þrír, mjög hægt.“„Þrrrrjááátíííuuu ooog þrí- ííír!“ sagði Gummi. Stúlkan hvít- klædda setti þá hönd sína á hjarta hans og sagði „Segðu þrjátíu og þrír.“ „Þrjá-á-tíu-u og þrí-í-ír!“ Hjúkrunarkonan setti þá höndina á kvið Gumma og bað hann enn að segja þrjátíu og þrír.Hann gerði það. Þá tók hjúkkan gætilega um kynfæri hans og sagði „Segðu þrjá- íu og þrír.“ „Einn... tveir... þrír... fjórir...“ Þrír vinir Jóhann Hólmari og tveir vinir hans frá Grundarfirði og Olafsvík voru dæmdir í 5 ára fangelsi, en var sagt að þeir mættu hafa með inn f klefa sinn eitthvað sem þeir teldu sig þurfa þessi fimm ár. Grundfirð- ingurinn sagðist alltaf vera að drepast úr kvensemi, svo hann bað um að fá unga og viljuga stúlku með sér í klefann, sem hann og fékk. Olsarinn sagðist vera fyrir sopann, svo hann bað um að fá fimm ára birgðir af viskíi og blandi með sér í klefann, sem hann og fékk. Það tókst með naumindum að loka á eftir honum. Jóhann var lengi að hugsa sig um, en bað síðan um fimm ára birgðir af sígarettum, þar sem hans mesta nautn væri að reykja frá sér alit vit. Þetta var lát- ið eftir honum og það var verulega erfitt að loka. Fimm árum seinna var þeim hleypt út. Grundfirðingurinn lá þá Örmagna á gólfinu eftir fimm ára kynsvall, Olsarinn var að hella síð- ustu dropunum úr síðustu flösk- unni og Jóhann kom út og spurði; „Áttu eld?“ * Avallt skáti.. Gísli kom sér í mjúkinn hjá : föngulegri konu á bar og fór síðan með henni heim. Með þeim tókust náin kynni og höfðu þau bæði gam- an af. Morguninn eftir spurði Gísli „Vantar þig nokkuð peninga eða eitthvað ...?“ „Nei,“ sagði hún. „Ég tek aldrei við peningum frá vinum mínum. En ef þig langar til að gleðja mig, þá er verkfæraverslun hérna niðri á horninu. Þeir selja svissneska vasa- hnífa. Þú mátt gefa mér einn slík- an.“ Gísla fannst þetta undarleg hug- mynd, en hann fór og keypti handa henni einn margblaða svissneskan vasahníf. Þegar hann lét hana fá hníflnn setti hún hann niður í skúffu og Gísli gat ekki annað séð en að skúffan væri næstum full af slíkum vasahnífum. „Þetta er skrítið," sagði Gísli. „Af hverju ertu að safha þessum hnífum?“ „Núna er ég fríð og fönguleg og ég get fengið alla þá karlmenn sem ég vi!,“ sagði : konan. „En eftir nokkur ár þá verð ég gömul og Ijót og þá vilja kariar ekki sofa hjá mér. En skátar gera hvað sem ér fyrir margblaða svissneskan vasahníf!“ Karl Dyrving og Bryndís Guðbjartsdóttir í Egilshúsi þar sem Kajpt ogfóndur er til hiisa Kaffi og föndur Frá heimsókn Lions í Vamalandsskóla í vor. Lions gefur hjálma

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.