Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2000, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 18.05.2000, Blaðsíða 19
ggESSIÍHÖEKI FIMMTUDAGUR 18. MAI 2000 19 Afmælismót KAK 10 ára afmælisins hyggst Karate- félag Akraness minnast m.a. með innanfélagsmóti. Þar munu lang- flestir félagar KAK taka þátt eða milli 40 og 50. Keppt verður í KATA (röð tæknilegra æfinga sem taka mið af ímynduðum and- stæðing) og KUMITE (bardagi tveggja). Mótið verður haldið 18. maí kl. 18.00 í aðalsal íþróttahússins að Vesturgötu. Keppt verður á tveimur völlum svo keppnin ætti að ganga liðlega fyrir sig. Kl. 19.00 munu þjálfarar KAK sýna nokkur Karateatriði. ÍSÍ styrkir KAK til kaupa á viðurkenningu til allra Þátttakenda. Bæjarbúar: Verið velkomnir að fylgjast með Karatefólki Akraness spreyta sig! Karatefélag Akraness Beðið eftir tækifæri: Frd Barna- og unglingameistaramóti í KATA ífebrúar 2000 Karatefélag Akraness 10 ára - afinælismót KAK í ár eru liðin 10 ár frá því reglu- legar æfingar í Karate hófust hjá Karatefélagi Akraness. Félagið var þá útibú frá Karatefélaginu Þór- shamri í Reykjavík og æfði í Líkam- sræktinni við Suðurgötu. Félagið hóf fljótlega sjálfstæðisbaráttu sína, fékk eigin lög og nafh, Karatefélag Akraness (KAK), gekk í IA og flutti æfingar sínar í húsnæði á vegum þess. Samvinnan hélt þó áfram við Þórshamar og hefur hún verið frábær allt fram á daginn í dag. Félagar voru í upphafi margir og áhugi mikill. Nokkur lægð hrjáði félagið um skeið en í dag er mikill uppgangur og á sl. ári hófu á fjórða tug barna og unglinga æfingar. Eru þau mjög efnileg og sem dæmi má nefha að af 20 manna hóp, sem tók þátt í Islandsmeistaramóti í KATA í febrúar, komust 7 í úrslit. 10-11 mot i hestaíþróttum Hestamannafélögin Dreyri, Faxi og Skuggi í Borgarfirði standa sameiginlega að hestaíþróttamóti í Borgamesi laugardaginn 20. maí n.k. Keppt er á íþróttasvæði Skugga að Vindási rétt ofan Borgamess. Mótið er styrkt af 10- 11 verslunarkeðjunni og ber því heitið 10-11 íþróttamótið. Keppt verður í öllum greinum hring- vallaríþrótta, gæðingaskeiði og 150m skeiði. Töltkeppni mótsins er öllum opin en í öðmm greinum er eingöngu félögum í þessum félögum heimil þátttaka. Iþrótta- nefndir félaganna sjá um framkvæmd mótsins og era vænt- ingar til þess að þátttaka verði góð. Ef það gengur eftir og framkvæmdin gengur vel standa vonir til þess að þetta verði upphafið að frekara samstarfi félaganna í framtíðinni á þessu sviði. Skráningargjöld em kr. 500 á grein í barnaflokki en kr. 1000 í öðmm flokkum. Allir þátttakendur í bamaflokki fá verðlaunapening en efstu 5 í hverri grein í öðrum flokkum, auk þess sem sigurvegari fær bikar til eignar. Forkeppni hefst kl. 9 að morgni og er upplagt fyrir fólk að koma og fylgjast með keppninni sem verður væntanlega spennandi. Frestur til skráningar rann út kl. 22 þriðjudaginn 16. maí. (Fréttatilkynning) Sigurður Jónsson viS að gefa boltann fyrir ?nark Próttara. Frábær leikur hjá Skagamönnum IA 7 - Þróttur 1 Skagamenn sýndu sínar bestu hliðar þegar þeir gersigruðu Þrótt- ara með sjö mörkum gegn einu í generalpmfunni fyrir Islandsmótið sem hefst í dag (18.maí). Mörk Skagamanna gerðu þeir Guðjón Sveinsson (2), Hjörtur Hjartarson (2), Grétar Steinsson, Kári Steinn Reynisson og Reynir Leósson. Menn voru sammála um að á- nægjulegt væri að sjá Sigurð Jóns- son í Skagabúningnum á ný, en hann átti góðan leik og er greini- lega í fínu formi. SÓK Akraneskaupstaður Hvaö er í gangi? Kynningarfundur verbur haldinn fyrir íbúa á Akranesi um helstu verkefni bæjarins á árinu 2000 IA vinip senda úí teint fpá útileikjum t sumap á FM 95.0 Fijpsti útileifupinn ep qeqn Bpeiðablilti mánudaqinn 22. maí kl. 20.00 Utsendinq fiefst Uuffut íma fqpip leif Landssímadeild karla IA - LEIFTUR Akranesvöllur 18. maí 2000 kl. 20:00 Fullorðnir kr. 1.000,- Börn kr. 300,- Arsmiðar kr. 12.000,- Tveir órsmiðar kr. 18.000,- Arsmiðar eru seldir á skrifstofu félagsins Fundartími: Þriöjudagurinn 23. maí nk. kl. 20:00 , Fundarstaöur: Iþróttamiöstööin jaöarsbökkum í upphafi fundar kynna embættismenn kaupstabarins helstu verkefni sem verið er að vinna að svo sem á sviði umhverfismála, gatnagerðar, skipulagsmála, skólamála, félagsmála og fleira. Að kynningum loknum gefst bæjarbúum tækifæri til að koma meb fyrirspurnir og ábendingar um það sem bæta má í samfélaginu á Akranesi. Bœjarbúar eru hvattir til oð mœta á fundinn og láta skobun sína í Ijós. Bæjarstjórinn á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.