Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2000, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 10.08.2000, Blaðsíða 7
*ÍÉSSUiiöí2H FIMMTUDAGUR 10. AGUST 2000 7 Hjánin á Stekkjarvöllum framan við mjólkurhúsið á bœnum. A myndinni sést hvemig mjaltakerfið er tengt beint við haugsuguna með slöngu. Mjólk dreift á mela A Stekkjarvöllum í Staðarsveit búa Sveinn Guðjónsson og Ragn- heiður Þorsteinsdóttir. A bænum eru 24-25 mjólkandi kýr en búið á um 80.000 lítra greiðslumark í mjólk. Mjólkin frá Stekkjarvöllum er lögð inn hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík en Sveinn og Ragnhild- ur hafa nú þegar lagt inn ríflega sinn kvóta. Þau ákváðu því að losa sig við umframmjólk með því að bera hana á landareignina með haugsugu. „Miðað við þær upplýsingar sem ég aflaði mér um stöðu mála er möguleiki á að ég fái greitt fullt verð fyrir umffammjólk allt að 4% í viðbót við mitt greiðslumark. Ef ég hins vegar legg inn umffarn það fæ ég líklega ekki nema 2 krónur á lítrann. Eg hef nú þegar ffamleitt ríflega upp í okkar greiðslumark og ftnnst ekki taka því að leggja inn meira,” sagði Sveinn bóndi á Stekkjarvöllum í samtali við blaða- mann á dögunum. „Við dreifum mjólkinni með haugsugu hér stutt ffá bænum aðal- lega á mela og ógróið land.” Að sögn Sveins er þetta fyrst og fremst hugsað sem leið til að losna við mjólkina þó að einnig séu einhver áburðarefni í mjólkinni þó þau séu ekki veruleg miðað við það magn af mjólk sem um ræðir. „Við sleppum líka við að þrífa mjólkurtankinn með þessu móti því við mjólkum beint í haugsuguna,” bættu þau hjón við. EA Kvótamál í mjólk Verðlagsárið í mjólkuriðnaði- num hér á landi hefst fyrsta september og líður að því að núverandi verðlagsári ljúki. Ekki verður ljóst fyrr en í sept- ember hver nýting greiðslu- marks í mjólk verður þetta árið og ekki heldur hversu mikið verður hægt að greiða fyrir um- frammjólk, Blaðamaður Skessuhoms kynnti sér hvemig þessi mál horfa við Vestlend- ingum. I bréfi sem Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði sendi mjólkur- bændum í júH síðasdiðnum kom ffam að áæda megi að ffamleiddir verði 2-3 millj. h'tra af umffam- mjólk á þessu verðlagsári í landinu. Samkvæmt gildandi reglugerð um greiðslumark mjólkurffamleiðslu eiga bændur á hverju svæði sem lagt hafa inn umffammjólk forgang að vannýttu greiðslumarki svæðis- ins. Hver framleiðandi hefur þó ekld forgang að nema 4% viðbót við sitt greiðslumark. Ef eitthvað er þá eftír af ónýttu greiðslumarld á viðkomandi svæði verður því jafn- að út milli ffamleiðenda á lands- vísu. I fyrmefitdu bréfi SAM kem- ur ffam að ekki er gert ráð fýrir að ffamleiðendur fai nema 2 krónur á lítrann fýrir mjólk umfram 4% ffamleiðsluaukningu. I bréfinu kemur jafnffamt fram að það liggi ljóst fýrir að sú ffamleiðsla rúmist ekki á innanlandsmarkaði og muni því öll fara til útflutnings. I samtali við Jón K. Baldursson, sem starfar hjá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði, kom ffam að þessi mál verði þó ekld endanlega ljós fýrr en um miðjan september. „Eg hef ekki forsendur til að spá neinu frekar um þessi mál að svo stöddu,” sagði Jón. Bændur sem búa á svæðinu ffá Kjós allt tíl sunnanverðs Snæfells- ness leggja mjólk sína inn hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Bændur á norðanverðu Snæfells- nesi vestur til Patreksfjarðar leggja hins vegar sína mjólk inn í Búðar- dal þar sem Mjólkusamsalan rekur einnig mjólkurbú. A Vesturlandi eru því tvö samlagssvæði. Sam- kvæmt tölum ffá Mjólkursamsöl- unni í Reykjavík var búið að nýta 95,11% greiðslumarks á fýrr- nefnda svæðinu í júlílok en 92,33% á því síðamefhda. Þetta er nokkuð verri nýting en á sama tíma í fýrra en í júlílok á síðasta ári var búið að nýta 101,35% á fýrr- nefhda svæðinu en 95,87% á því síðamefnda. Ef þessar tölur era bomar saman er því ljóst að í ár er hlutfallslega meira eftir af greiðslumarki ársins fýrir síðasta mánuð verðlagsársins. EA Bændaháskólinn á Hvanneyri Undirbúningur að komast á fullt skrið Að sögn Bjama Guðmundsson- ar aðstoðarrektors Landbúnað- arháskólans á Hvanneyri er undirbúningur skólastarfs næsta vetur að komast á fullt skrið. Aðsókn í Búvísindadeild er svipuð og verið hefur en öllu meiri í Bændadeild en undan- farin ár. Teknir verða inn 15 nýir nem- endur í Búvísindadeild í haust en nemendur við hana verða í allt um 30 í vetur. „Við átmrn von á öllu fleiri umsóknum í Búvísindadeild- ina sérstaklega vegna aukins náms- framboðs. Við höfðum hugsað okkur að bjóða upp á þrjár námslínur í vetur á háskólastíginu þ.e. hefðbundna búfræði, landnýt- ingu og umhverfisskipulag. Að- sókn var mest í hefðbundnu bú- fræðina og einnig nokkur í land- nýtingu en óvíst er hvort við höf- um nægilegan nemendafjölda tíl að við getum keyrt línu í umhverf- isskipulagi,” sagði Bjarni þegar hann var inntur eftir aðsókn í Bú- vísindadeild. Um 20 nýir nemendur hefja nám í Bændadeild Landbúnaðar- háskólans og er þetta nokkuð betri aðsókn en verið hefur undanfarið. „Alls verða um 40 manns við nám í bændadeild í vetur auk um 25 manns sem munu stunda fjamám. Mér virðist sem nemendur séu seinni að ganga frá umsóknum sínum nú en áður. Okkur era enn þessa dagana að berast umsóknir,” bætti Bjarni við að lokum. Land- búnaðarháskólinn á Hvanneyri verður settur með formlegum hætti þann 4. september en kennsla í Búvísindadeild hefst 28. ágúst. EA Kór í Stykldshólmi í kvöld, fimmtudaginn 10. ágúst kl. 20:30 verða tónleikar í röðinni “Sumartónleikar í Stykldshólms- kirkju“. Þá kemur fram kraftmikill 40 manna kór frá Bandaríkjunum sem heitir Long Island Symponic Coral Association. LISCA hefur haldið tónleika í helstu hljóm- leikahúsum á Long Island og New York. Viðfangsefhi kórsins spann- ar tónlistarsöguna frá endurreisn- artímabilinu og fram á þennan dag. Kórinn hefur ffumflutt mörg verk samtímatónskálda. Fimm hljóðritanir hafa komið út með söng kórsins. Kórinn hefur ferðast til Finnlands, Spánar, Austurríkis, Ungvarjalands, Tékklands, Frakk- lands og Englands. Nýlega flutti kórinn óratoríu Mendelsohn “Elía” ásamt Ibex kammersveitinni í New York. Aður hefur hann flutt “Sálumessu” efrir Brahms, “Lofsöngur til fæð- ingarinnar” efrir Respighi og “Isr- ael í Egyptalandi” eftír Handel. Stjómandinn Gregg Smith er heimskunnur kórstjóri og tón- skáld. Hann stjómar kór atvinnu- manna sem nefnist “The Gregg Smith Singers” sem hefur starfað í nær 43 ár og hefur unnið til nokk- urra Grammy-verðlauna. Nýjasta tónsmíð hans er “Sálumessa jarð- ar”, samin fýrir Washinghton National Cathedral Chorus. MM Flæsk og firikacleller Undirbúningur Danskra daga í fullum gangi Dagana 17.-20. ágúst næstkom- andi verða haldnir Danskir dagar í Stykkishólmi. Þetta er í 7. skipti sem hátíð er haldin í Hólminum undir þessari yfir- skrifit og má því segja að hefð hafi skapast. Undirbúningur Danskra daga stendur nú sem hæst en dagskráin verður að venju fjölbreytt. Að sögn Jóhönnu Guðmunds- dóttur framkvæmdastjóra Eflingar Stykkishólms hefur nú verið unnið að undirbúningi Danskra daga um nokkurt skeið. Þriggja manna nefnd stýrir verkinu auk Jóhönnu og er í mörg hom að líta. „Við leggjum áherslu á að hér sé um fjöl- skylduhátíð að ræða þar sem eitt- hvað verði í boði fýrir alla aldurs- hópa. Einnig mun gæsla verða efld frá í fýrra og metnaður lagður í að standa vel að þeim málum,” sagði Jóhanna þegar blaða- maður Skessuhorns heimsótti hana í Stykkishólm í síðustu viku. Af hverju þessi nafhgift? En af hverju skyldi árvissum sumarhátíð- arhöldum í Stykkis- hólmi vera valin þessi nafngift? „Hér í denn var Stykkishólmur undir mjög sterkum dönskum áhrifum. Hér voru danskir embættismenn og kaupmenn og sagt er að Hólmarar hafi talað dönsku á sunnudögum og á öðrum tillidög- um. Nafngiftina á þessum hátíðarhöldum okkar í dag má rekja til þessa, þ.e. við höldum hér hátíð og vísum um leið í þessa gömlu tíma. Einnig leggjum við áherslu á danska mat- argerð meðan á Dönskum dögum stendur” Mest heimafengið efiii Að sögn Jóhönnu verður dagskrá Danskra daga að mestu byggð á heimafengnu efni. „Það sem verð- ur meðal annars nýtt hjá okkur að þessu sinni er endurkoma eldri hljómsveita úr Stykkishólmi. Á laugardaginn mun t.d. koma fram Táningahljómsveit íslands sem vann hljómsveitakeppni á Húsa- fellshátíð 1971. Annað sem nefha mætti er myndlistarsýning ungra Hólmara sem haldin verður í fé- lagsmiðstöðinni, götuleikhús, bryggjuball, tónleikar og svona mætti lengi telja”. EA Danski fáninn í Stykkishólmi sl. ár. As í nýju húsnæði Hjónin Magnús Ingólfsson og Hlíf Bjömsdóttir hafa nú flutt Myndbandaleiguna As í nýtt hús- næði að Stekkjarholti 10. Endur- bætur á húsnæðinu hafa staðið yfir í nokkum tíma og hafa þær tekist vel. Vöraúrvalið hefur verið aukið töluvert frá því sem fýrir var, en nú er hægt að kaupa pylsur, ís úr vél og sælgæri í myndbandaleigunni svo nokkuð sé nefnt. Opnað var laugardaginn 22. júlí og að sögn Magnúsar var nóg að gera þann daginn enda margvísleg tilboð í gangi. Skessuhom óskar þeim hjónum tíl hamingju með nýtt og glæsilegt húsnæði. SOK Góða ferð undir íjörðinn! Spölur hf hefur í samvinnu við Umferðarráð og Vegagerðina gef- ið út bækhng mn akstur og öryggi í Hvalfjarðargöngunum. I bæk- lingnum er að finna margskonar upplýsingar um umferðaröryggi í göngunum og ráðleggingar til ökumanna um hvemig bregðast sktdi við slysum og bruna. Vegfar- endur era m.a. hvattír tíl að virða hámarkshraða sem er 70 ktlómetr- ar á klukkustund og halda sig í minnst 50 metra fjarlægð frá næsta bíl. KK Kindur í kaupstað Nokkuð hefur borið á því að kindur séu innan bæjarmarkanna á Akranesi og hafa nokkrir íbúar m.a. haft samband við Skessuhom vegna þessa. Hrafnkell Proppé, garðyrkjustjóri Akraness, var í sumarleyfi en að sögn Agústar S. Harðarsonar er verið að vinna að því að girða svæðið í kringum Berjadalsá. “Það hefur verið verk- taki í þessu en hann er ekki búinn að þessu ennþá. Menn liggja ein- faldlega ekki á lausu þessa dagana. Við höfum reynt að smala nokkmm sinnnum en það er hæg- ara sagt en gert því kindumar elta okkur bara aftur til baka.” SÓK Pylsuvagnar á Akranesi Sigþrúður G. Sigfúsdóttir sótti á dögunum um stöðtdeyfi fýrir pylsuvagn við Akratorg, hjá Breið- inni og við Fjölbrautaskóla Vest- urlands. Bæjarráð samþykktí er- indið fýrir sitt leyti og verður stað- seming vagnsins í samráði við bygginga- og skipulagsfulltrúa. Margir hafa eflaust þegar veitt vagninum athygli enda lífgar hann óneitanlega upp á umhverfið. SÓK Starfsmannabílar hjá Norðuráli Norðurál hefur nú tvo bíla í ferðum milli Borgarness og Grandartanga. Annars vegar er um að ræða bíl sem starfsmemi ' sem vinna á vökmm nota og hins vegar bíl fýrir starfsfólk í fastri dagvinnu. Fyrri bifreiðin hefiir verið í notkun í u.þ.b. ár en hin síðari var tekin í gagnið nú í maí. Þar er um að ræða 14 manna bíl sem ekki er fullnýttur, en hins veg- ar er horft tíl þess að í framtíðinni muni starfsmönnum Norðuráls búsettum í Borgamesi fjölga, og þá sérstaklega í sambandi við stækkun álversins. MM

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.