Skessuhorn - 10.08.2000, Síða 11
32ESSUIÍÖBI
FIMMTUDAGUR 10. AGUST 2000
11
Isverksmiðja í Grundarfirði
Starfsemi hefst fyrsta september
Nú er risin mikil
bygging á bryggjunni á
Grundarfirði sem hýsa á
ísverksmiðju. Það er fé-
lagið Snæís hf. sem
stendur að verksmiðj-
unni en norska verk-
takafyrirtækið Finsam í
Noregi hefur haft yfir-
umsjón með bygginga-
framkvæmdum með að-
stoð innlendra undir-
verktaka. Ætlunin er að
starfsemi verksmiðjunn-
ar hefjist fyrsta septem-
ber næstkomandi. Verk-
smiðjan. verður full-
komlega sjálfvirk og er
ætlunin að viðskiptavin-
imir afgreiði sig sjálfir.
Framleiðslugeta verk-
smiðjunnar verður 60
tonn af ís á sólarhring
en gert er ráð fyrir
geymslurými fýrir 200
tonn af ís.
EA
|i***S8S
Þessa dagana er veriö aö leggja síðustu hönd á byggingu ísverksmiöjunnar.
Engúin “sorphræringur”
í Borgarbyggð
Að undanfömu hefur mikið ver-
ið rætt og ritað um sorpmál á Vest-
urlandi og ekki síst um flokkun á
sorpi Skagamanna sem er síðan
“hrært” saman aftur og urðað að
Fíflholtum. Skessuhorn kannaði
hvernig sorpmálum væri háttað í
Borgarbyggð.
Samkvæmt uppplýsingum Sig-
urðar Páls Flarðarsonar bæjarverk-
fræðings í Borgarbyggð eru sorp-
mál bæjarins í mjög ákveðnum
skorðum. Hann segir skilagjald
hafa verið að hækka því stöðugt
meiri kostnaður fylgi sorpinu.
“Þetta er að verða umtalsverður
kostnaður fyrir sveitarfélögin og
það er dýrt að flytja sorp um lang-
an veg. Bylgjupappi er ekki flokk-
aður sér hérna hjá okkur en dag-
blaðapappír og tómar fernur flytj-
um við suður til endurvinnslu. A
gámasvæði okkar er sorp flokkað á
ýmsa vegu en óflokkað sorp er urð-
að. Á svæðinu höfum við gáma fýr-
ir múrbrot sem er nýtt til landfyll-
ingar og allt brotajárn sem fellur til
er flutt suður. Timbur er kurlað af
verktaka á gömlu haugunum og við
erum einnig með gám fýrir föt og
spilliefnum er safnað saman og eytt
eins og skylt er. Vísir að flokkun á
lífrænu sorpi er hér til staðar og
fengu 24 heimili safnkassa til
reynslu,” sagði Sigurður Páll.
KK
Segja matarfíkn stríð á hendur
O.A. samtökin, Overeaters
Anonymous eru samtök fólks sem
þjáist af matarfíkn. Þau hafa verið
starfrækt á Islandi frá því 1982 en á
mánudaginn kemur hefur fýrsta
deildin á Vesturlandi göngu sína í
Bogarnesi. Fyrsti fundurinn verð-
ur haldinn í húsnæði Rauða kross-
ins í Brákarey á mánudag kl. 20.
Overaeaters Anonymous er fé-
lagsskapur karla og kvenna af öll-
um sviðum þjóðfélagsins sem hitt-
ast til að finna lausn á sameiginleg-
um vanda - hömlulausu ofáti. Eina
skilyrðið fýrir þátttöku er löngun
til að hætta því.
Uppbygging og starfshættir
samtakanna byggjast á 12 spora
kerfi AA samtakanna. Eini munur-
inn er að í stað orðanna áfengi og
alkóhólisti setur OA orðin matur
og hömlulaust ofát.
O.A. er ekki megrunarklúbbur
og setur engin skilyrði um þyngd-
artap. Hugmyndaffæðin á bak við
fráhald er grundvöllur kerfis O.A.
til bata. Með því að viðurkenna
vanmátt okkar gagnvart mat og að
kasta ffá sér þeirri hugsun að mað-
ur þurfi á „viljastyrk“ að halda til
að stjórna áti sínu, verður maður
fær um að halda sig ffá ofáti - einn
dag í einu. O.A. félagar styðja
hvern annan í að fást við líkamleg
og tilfinningaleg einkenni hömlu-
lauss ofáts og mæla með tilfinn-
ingalegum, andlegum og líkamleg-
um bata með iðkun 12-spora kerf-
isins.
O.A. félagar benda á að félags-
kapur þeirra sé ekki „enn einn
megrunarklúbburinn“. Þeir segja
að aukakílóin séu afleiðing þess
sjúkdóms sem matarfíknin er. O.A
leggur því áherslu á að vinna á or-
sökum vandans, matarfíkninni,
fremur en afleiðingum hans,
þyngdinni.
Nýjustu upplýsingar um starf-
andi O.A. deildir er að finna á
heimasíðu O.A. www.oa.is og í
svarhólfi samtakanna 878 1178.
Nýliðum er velkomið að koma
beint á fund, það þarf enginn að
boða komu sína eða skrá sig. Þeir
sem óska ffekari upplýsinga geta
sent tölvupóst á þjónustunetfang
samtakanna; oa@oa.is.
(Fréttatilkynning)
BBla..
Spumingarnar sem
ín niðurstöðu um
*
1. Boröí
2. Heldi
>. Finmn
4.
boröaö ein(n
6. Skipuleggurþ
7. .
8.
9.
10. Gremstþérþað
aö hcetta aö
11. Ertu mn
farið í megrun.
12. Firmur þú sterka löngun til i
sólarhringsins sem <
13. Boröarþú til aöflýja áhyggjur og vandraði?
14. Hefurþú leitaðmeðferðar vegna ofá‘- -------J......—
15. Valda átsiðir þínir þér eöa óðrum óh
, , ,
Reynslan sýnir að hver sá sem svarar þremur spurningum eða fleirum
játandi hefur beina tilhneigingu til ofáts og á jafiivel nú þegar við alvar-
lega matarfíkn að stríða.
Akraneskaupstaður
Iþróttanefnd
Gönguferð milli
útilistaverka á Akranesi
Sunnudaginn 13. ágúst nk.
kl. 14 verður gönguferð milli
útilistaverkanna við Leyni,
Langasand og Elínarhöfða.
Leiðsögumadur: Helgi
Hannesson
Hittumst kl. 14 við Leyni
íþróttanefnd
Akraneskaupstaðar
©SláturfélagVesturlands
* BráKarey • 310 Borgarnes • 5Tmi 430 5700 • fax 430 5701 •
ÚTBOÐ
r
Oskað er tilboða í söltun gæra hjá Sláturfélagi
Vesturlands h.f. í Borgamesi.
Um er að ræða söltun ca. 35.000 dilka- og
ærgæra á tímabilinu ffá 11. september til
31. október2000.
r
Utboðsgagna má vitja á skrifstofu SV í
Brákarey ffá 11. ágúst, n.k.
Sláturfélag Vesturlands h.f
Brákarey
Golfklúbburinn
Coca cola golfmót verður haldið á Bárarvelli
Grundarfirði laugardaginn 12. ágúst n.k. kl:10
18 holur með og án forgjafar í karlaflokki og með
forgjöf í kvennaflokki.
Vegleg verðlaun í boði.
Skráning hjá Guðlaugi s:8643639
og Golfskála s:4386510
Þátttökugjald kr: 1500.
Akraneskaupstaður
Menningar- og skólafulltrúi
Grunnskólakennarar
Brekkubæj arskóli
Grunnskólakennara vantar til starfa næsta
skólaár. Um er að ræða almenna bekkjarkennslu
á yngsta stigi.
Upplýsingar veita: Ingi Steinar Gunnlaugsson
skólastjóri og Ingvar Ingvarsson aðstoðarskólastjóri
í símum431 1938, 895 2180, 431 1193
og 431 3090.
Umsóknarfrestur til 12. ágúst nk.
Menningar-
og skólafulltrúi