Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2000, Side 16

Skessuhorn - 17.08.2000, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 17. AGUST 2000 >>ikt;ssiiriu>2: Bætt samskipti eru lykillinn að betri heimi Rætt við Völu Andrésdóttur, nema í Hong Kong “Ég var í anddyri Verslunarskól- ans að bíða eftir því að verða sótt og fór að lesa tilkynningarnar á til- kynningatöflunni. Þegar ég var búin að lesa allar skemmtilegu handskriíúðu tilkynningarnar fór ég að lesa þær prentuðu og las þá þessa tilkynningu frá menntamála- ráðuneytinu. Ég las hana að minnsta kosti þrisvar og svo ákvað ég að slá til og hringja og athuga hvernig þetta væri,” segir Vala Andrésdóttir 19 ára gömul stúlka af Skaganum sem stundar nám við framhaldsskóla skammt frá Hong Kong í Kína. Örlagarík auglýsing Vala er fædd á Akranesi 1981 og reynsla hennar af útlöndum hófst þegar hún var þriggja ára. “Þá flutti ég út til Færeyja og bjó þar í þrjú ár. Kom síðan aftur á Skagann og kláraði þar grunnskólann og dreif mig síðan í Verslunarskólann. For- eldrar mínir sem heita Andrés Helgason og Hrönn Harðardóttir voru að plana að flytja í bæinn og ég vildi ekki verða skilin eftir í þrjú ár á Skaganum þannig að ég ákvað bara að velja mér strax skóla í bæn- um. Ég hafði farið á kynningu í Versló og leist mjög vel á. Og þar var ég búin að vera í tvo vetur þeg- ar ég rak augun í þessa auglýsingu sem varð til þess að ég fór til Kína síðasta haust.” I auglýsingunni stóð að styrkur væri í boði til náms í Li Po Chun- skóla í Hong Kong. “Hann er einn af 10 United World Colleges eða UWC-skólum sem eru drcifðir um allan heim. Þeir bjóða upp á tveggja ára nám til undirbúnings háskóla- náms. Jórdaníudrottning og Nelson Mandela eru í forsæti fyrir þessa skóla sem eru stofnaðir í anda þeirrar hugsjónar að auka skilning milli fólks ffá öllum heimshornum og að allir leggi sitt af mörkum til samfélagsins. Mikil áhersla er á ým- iskonar góðgerðar- og hjálparstarf- semi.” Skólinn “Li Po Chun-skólinn er dálítið fýrir utan Hong Kong eða úti í sveit eins og þeir segja,” segir Vala. Hún segir kennsluna fara fram á ensku en Vala hefur einnig lagt stund á nám í kínversku. Um 40% nem- Vala Andrésdóttir. endanna eru kínverskir en hÍRÍr koma frá um 70 mismunandi þjóð- löndum. “Þegar maður byrjar á fyrsta ári taka eldri nemendur á móti manni og sýna manni skólann og umhverf- ið og segja manni til. I fyrra vorum við tvö þarna úti, ég og Hafliði Sævarsson, en hann er fyrsti Islend- ingurinn sem stundar nám við þennan skóla. Hann kláraði í vor og ég verð því ein þarna í vetur,” segir Vala. Hún er þó hvergi bangin. “Maður fer út og verður að takast á við það sem bíður manns. Maður leyfir sér ekki að hugsa sem svo; Æ ég nenni þessu ekki eða mig langar að vera heima.” Hún segist ekki kvíða því að vera eini Islendingur- inn í skólanum en viðurkennir að hún væri það kannski ef hún væri að fara í fyrsta skipti. “Núna veit ég að hverju ég geng eftir 9 mánaða dvöl þarna úti.” Fjölbreytt nám Vala segir skólann gera meiri og aðrar kröfur en skólar á Islandi. “Námslega er hann miklu erfið- Mynd: K.K. ari. Asíubúar eru langt á undan okkur í námi í vísindum og stærð- fræði. Ég var á stærðfræðibraut í Versló og miðlungsnámsefni í stærðfræði þarna úti er eins og erf- iðasta stærðfræðin sem boðið er uppá hér. Eða þá eðlisffæði? Hún væri fullbjartsýnisleg fýrir “vesling” eins og mig. Mér dettur ekki í hug að reyna við þessi fög enda er ég líka meira íýrir húmanísku fræðin. Samfélagsþjónusta og greinar tengdar henni eru hluti af náminu. Það kallast C.A.S.S. eða Creativity, Action, Support and Service. Þetta er talið jafn mikilvægt og önnur fög sem kennd eru við skólann. Ég hef unnið á bókasafni skólans og svo kenni ég litlum krökkum í bama- skóla inni í Hong Kong ensku, leik- list og ljóðlist. Einnig hef lagt stund á kínverska ritlist og eins hef ég ver- ið að læra að elda kínverskan mat. Umhverfismál era ofarlega á baugi í skólanum mínum og ég tek þessa hluti alvarlega en þó ekki eins og sumir sem taka þetta allt of nærri sér. Ég stefni ekki að því að fara að sigla með Greenpeace eins og sum- ir, ég er ekki svo öfgafull. I vetur er þó í boði námskeið eða ferð sem ég er að hugsa um að fara í en það er viku herþjálfun hjá kín- verska hernum í Kantonhéraði. Það er mjög erfitt að komast í þetta og fáum útlendingum hleypt að. I her- búðunum er maður rekin á fætur fyrir allar aldir og látinn ganga í gegnum stranga þjálfun, farið er í fjallaferðir, maður lærir að marsera og svoleiðis. Og svo endar þetta á því að maður fær að skjóta af AK47 riffli. Mér finnst þetta skemmti- legra heldur en að fara einhverjar túristaferðir.” Hong Kong “Hong Kong borg er eiginlega bara skýjakljúfar,” segir Vala. “Ibúa- hverfin eru þannig að í kringum verslunarmiðstöðvar á stærð við Kringluna eru um 30 hæða bygg- ingar þannig að þú þarft ekki að gera neitt annað en taka lyftuna niður og þar er allt sem þú þarft. Allt til alls fýrir alla. Loftslaginu þarna er kannski best lýst með því að segja það sé eins og að vera í gufubaði. Yfir 30 stiga hiti og 90% loftraki. En velflestar byggingar eru loftkældar. Eg fór í fjallgöngu við upphaf skólaársins, það var svona verið að hrista saman hópinn. Eg ætlaði ekki að vera eftirbátur eins eða neins og þrammaði með þeim fremstu upp bratta hlíðina. Ég fékk sólsting og kastaði upp og svo steinleið yfir mig og það þurfti að fara með mig aftur niður. Um leið og ég kom í loftkælt herbergi var aftur allt í lagi með rnig.” Hong Kong er talin vera dýrasta stórborg í heimi en Vala segir ekki erfitt að finna hverfi þar sem hlut- irnir eru ódýrari. “Þetta snýst um að fara á réttu staðina til að versla eða borða. Landsvæðið sem borgin stendur á er lítið stærra en stór Reykjavíkur- svæðið en þarna búa tæpar sjö millj- ónir manna. Hong Kong-búar eru annars mjög löghlýðnir og er borg- in talin ein sú öruggasta í heimi. Löggæsla er mjög mikil og vopnað- ir lögreglumenn á hverju götu- homi. Maður verður reyndar ekki var við margt af því sem talið er til- heyra stórborgum. Það er meira skemmtanalíf í Reykjavík en Hong Kong. Ég er búin að gá,” segir Vala og hlær. Hún segir skilin á milli austurs og vesturs vera stundum óljós í þessari borg. “A Hong Kong-eyju er fullt af asísku fólki en umhverfið er vest- rænt af því að Bretar réðu yfir þessu svæði fram til 1997. Aftur á móti þegar maður fer lengra inn í Kína þá er þetta allt öðruvísi, ýmis þæg- indi sem Vesturlandabúar telja sjálf- sögð eru ekki fýrir hendi, það er ekki þessi byggingarstíll og ekki þessir bílar. Mikil fátækt er víða og efrir því sem þú ferð lengra frá landamærunum því lengra aftur í tímann ertu að fara.” Rænd í Shenzhen “Eg ákvað að skreppa yfir helgi til borgar sem heitir Shenzhen. Þetta var um páskana sem er mikil ferðahelgi í Kína. Það var algjörlega stappað í lestinni sem ég fór með, þetta var eins og í sardínudós. Mað- ur veit ekki hvað mannljöldi er fýrr en maður kemur til Kína og á kín- verska lestarstöð. Nálægð fólks er miklu meiri og þú hefur ekki eins mikið pláss og á Islandi, fólk kemur svo nálægt manni. Mér fannst þetta ofboðslega óþægilegt fýrst, þessi mikla líkamlega nálægð. Það er eins og að vera í súpu og þú hreinlega lekur út af lestarstöðinni. Ég var á leiðinni yfir á hótel og dró á eftir mér svona litla flugfreyjutösku, sem ég lenti í smávægilegum erfiðleik- um með í mannþrönginni á leið yfir brú, og þá voru allt í einu komnir fimm Kínverjar mér til aðstoðar. Vala ásamt skólafélögum á siglingu. Hong Kong í baksýn.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.