Skessuhorn - 07.09.2000, Page 4
4
FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2000
^sunuwi
Framkvæmdir
í sláturhúsinu
við Laxárbrú
Nú er framkvæmdum í slátur-
húsinu við Laxárbrú í þann mund
að ljúka. Að sögn Hallfreðs Vil-
hjálmssonar, sláturhússtjóra, er ætl-
unin að klára verkið í þessari viku
og hefja starfsemina þann 12. sept-
ember. “Það er töluvert mikið um
að vera hér og þessu fer nú bráðum
að ljúka. Við erum bæði að stækka
húsnæðið og bæta aðstöðuna. Þetta
er hlutur sem hefur legið fyrir að
láta gera hér. Það hefur þurft að
bæta aðgengið að húsinu og gera
umhverfxð snyrtdlegra og betra.”
Hallfreður segir stækkunina ekki
vera mikla sem slíka heldur er lögð
áhersla á að laga og bæta aðstöðuna
sem fyrir er. Enn liggur ekki fyrir
hver lokakostnaður við fram-
kvæmdimar verður. SÓK
Þeir listamenn sem hlum styrki frá Akranesbœ í liöinni viku: F.v. Philippe Rican,
Marlies Wechner, Bjami Þór Bjamason, Steinunn Sigurðardóttir, Salóme
Guðmundsdóttir, Hrönn Eggertsdóttif og Guttormur Jónssan. Mynd: SOK
• •
Síðastlíðinn fimmtudag vom af-
hentir sjö styrkir til iistamanna á
Akranesi, hver og einn að upphæð
lf 0.000 krónur. Þeir listamenn
sem hlutu styrkinn vom þeir sem
sáu um að búa til og reísa útilista-
verk í tengslum við verkefhið “Sjáv-
arlist”. Einníg veitti Hrönn Egg-
ertsdóttir styrk viðtöku, en hún
mun einmitt enda verkefhið með
listasýningu í Kirkjuhvoli.
SÓK
Afkoma SM batnar
í Borgamesi
Fyrirhugað er að opna nýjan leikskóla í Borgarnesi seinni partiim í
vetur. Að sögn Stefáns Kalmanssonar bæjarstjóra vantar enn leikskóla-
pláss í Borgarnesi þátt fyrir aðgerðir til að fjölga plássum á leikskólan-
um Klettaborg. Nýi leikskólirm verður staðsettur í Bjargslandi í leigu-
húsnæði og getur tekið 22 böm í dagvistun. Nýi leikskólinn er aðeins
hugsaður til bráðabrigða eða í um þrjú ár að sögn Stefáns. “Við gemm
ráð fyrir að þurfa að byggja nýjan leikskóla. Leikskólinn Klettaborg er
að mínu viti kominn í mjög heppilega stærð og því skynsamlegra að
byggja nýjan þegar þar að kemur,” segir Stefán.
GE
~~ -
Leiðin yfir Botnsheiði vörðuð
í sólaryl og sannkallaðri rjóma-
blíðu bjástraði hópur fólks við það
að varða leið yfir Botnsheiðina síð-
astliðna helgi. Raunar gekk verkið
svo vel, að það sem átti að verða
helgarvinna varð dagsverk. Að
kvöldi dags stóðu uppi 60 vörður á
Síldarmannagötum, fornri þjóðleið
milli Skorradals og Hvalfjarðar.
Meðfram vörðuvinnunni var stikað
norður af heiðinni. Alls vora það 32
einstaklingar sem stóðu að þessari
vinnu og voru þar á ferð heima-
menn, sumarbústaðafólk og aðrir
áhugasamir einstaklingar, auk fé-
laga úr Sjálfboðaliðasamtökum um
náttúravernd. Það voru þau Hulda
Guðmundsdóttir, Jón Haukur
Hauksson, Guðjón Sólmundarson
og Jón Valgarðsson sem sáu um að
skipuleggja verkið og smala saman
mannskap til þess að þetta gæti
orðið að veraleika.
Það sannaðist í þessari ferð að
margar hendur vinna létt verk og
Guðjón Kristdnsson hleðslumeistari
ffá Dröngum, sem var hópnum tdl
leiðsagnar, lét þau orð falla, að með
slíkum flokki ynnust þrekvirki á
skammri stund. Sfldarmannagötur
vora í eina tíð ein aðal samgöngu-
verulega
Hagnaður af rekstri Sparisjóðs
Mýrasýslu fyrstu sex mánuði ársins
var 38 milljónir króna, að teknu
tilliti til skatta. Það er hækkun um
153% miðað við sama tímabil í
fyrra en þá nam hagnaðurinn 15
milljónum króna. Hagnaður ársins
1999 var samtals 41 milljón króna.
Niðurstaða efnahagsreiknings
Sparisjóðsins var 5,7 milljarðar
króna þann 30. júní, sem er aukn-
ing um 12,25% frá áramótum.
Eigið fé Sparisjóðsins var 741,2
milljónir um mitt árið og eiginfjár-
hlutfall samkvæmt CAD - reglum
var 13,4%.
Innlán Sparisjóðsins hafa vaxið
um 10,17% frá áramótum en inn-
lán voru 2,8 milljarðar króna þann
30. júní. Utlánsaukning var
10,62% og námu útlán samtals 4,4
milljörðum króna.
MM
Leiðrétting
I síðasta blaði misritaðist nafh
eins föðursins í aálknum Ný-
fæddir Vestlendingar. Hann
heitir Gauti Jóhannsson en var
sagður heita Gauti Jóhannesson.
Biðjum við hlutaðeigandi vel-
virðingar á þessum mistökum.
leiðin milli Hvalfjarðar og Borgar-
fjarðardala. Þær liggja upp með
Brunná í Botnsvogi um Síldar-
mannabrekkur upp á brxín og þaðan
sem leið liggur norður fyrir Tví-
vörður sem staðið hafa á háheiðinni
svo lengi sem elstu menn muna.
Götumar skiptast þar rétt norðar til
austurs og vesturs og ákveðið var að
stika þá vestari sem endar við Vatns-
hom í Skorradal. Sú leið var þó ekki
stikuð til enda, heldur að línuvegi
Hrauneyjafosslínu sem sker leiðina.
Þann veg er einfaldast að ganga ofan
í Skorradal og er þá komið niður
með Löngugötugili á merkjum
Bakkakots og Fitja. Fleiri leiðir á
þessu svæði er áformað að merkja og
má þar nefha leiðina úr Lida-Sands-
dal og inn á Sfldarmannagötur.
Að sögn Jóns Valgarðssonar,
oddvita Hvalfjarðarstrandarhrepps,
er hann mjög ánægður með verkið.
“Það er alveg feiknarlegur dugnað-
ur að ljúka við að hlaða vörðurnar á
einum degi. Við eram að vonast til
að þetta verði til þess að Síldar-
mannagötur verði fjölfarin göngu-
leið á milli staða hér í héraði. Nú er
þetta orðið ákaflega aðgengilegt og
ég má til með að geta þess að mér
finnst gífurlegur dugnaður í henni
Huldu (Guðmundsdóttur) að drífa
saman mannskap til að vinna þetta
verk. Þetta tókst vonum framar og
allur hópurinn kom saman um
kvöldið eftir gott dagsverk.”