Skessuhorn - 14.09.2000, Side 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 37. tbl. 3. árg. 14. september 2000 Kr. 250 í lausasölu
Islensk upplýsingatækni ehf
Leiðancli á
sviái margfmiálunar
Sími: 430 2200
www.islensk.is
Fer
hanní
þriðja
sinn?
Þegar nýr vegur var byggður
fyrir Búlandshöfða á Snæfellsnesi
þurfti að byggja tengingu við
gamla veginn fyrir bæina sem þar
standa. A byggingartímanum
fiaut þessi vegtenging í burtu og
svo aftur í vetur. I vor komu svo
verktakar til að endurgera þennan
spotta. Nú sjá menn þess merki
að ekki sé langt að bíða þess að
vegurinn fljóti í burtu í þriðja sinn.
Verulegt sig er komið í veginn og
stór bunga í brekkunni neðan veg-
ar. Menn kunnugir vegagerð
segja að það sé alveg sama hve oft
sama drullan sé notuð í veg - hún
komi aldrei til með að halda.
Bœndur úr Hálsasveit og Reykholtsdal rekafe' sitt í elstu hlöðnu rétt landsins sem enn er í notkun; Fljótstungurétt.
Mynd: MM
S
Olæti á dansleik
Söngvari fékk
glas í augað
Það varð uppi fótur og fit á skemmtistaðn-
um Bárunni á Akranesi síðastliðið laugar-
dagskvöld þegar hljómsveitin Skítamórall,
Markús
rekinn
Þau stórtíðindi gerðust í ensku knatt-
spymunni á mánudagskvöld að knattspymu-
stjóri hins ástsæla en ógæfusama smáHðs
Halifax Town, Markús Liljuson (Mark Lill-
is) var brottrækur ger úr Kaldadalssldri
(Chaterdaleshire). Uppsögn Markúsar kem-
ur í kjölfar hörmulegrar byrjunar Hðsins í
ensku 3. deildinni í ár en liðið hefur aðeins
unnið einn leik og var það óviljaverk. Ekki
hefur verið tilkynnt um eftirmann Liljuson-
ar en ýmis nöfn, öll óþekkt með öllu, hafa
verið nefnd. GE
sem lék fyrir dansi, tilkynnti skyndilega að
þeir væm hættir að spila. Astæðan, að sögn
meðlims í hljómsveitinni, var sú að söngvari
hljómsveitarinnar hafði fengið glas í augað
með þeim afleiðingum að augað sprakk.
Söngvarinn var fluttur á sjúkrahús í skyndi á
meðan áheyrendur gerðu sitt besta til þess að
komast að því hvaða ódæðismaður hefði
kastað glasinu. Þeir hljómsveitarmeðlimir
sem eftir vom vom ósparir á yfirlýsingarnar
og sögðu meðal annars að sökudólgurinn
væri réttdræpur og að þeir myndu “stúta
honum þótt síðar yrði.”
Samkvæmt fréttatilkynningu frá hljóm-
sveitinni hefur verknaðurinn verið kærður.
Þar segir enn ffemur. “Mál þetta er litið mjög
alvarlegum augum hjá íslenskum tónlistar-
mönnum sem margir hafa haft samband við
okkur og lýst áhyggjum sínum af verknaði
sem þessum, og er það til skammar hvernig
einn einstaklingur getur jafnvel orðið til þess
að eyðileggja áframhaldandi dansleikjahald í
heilu byggðarlagi.”
Nýtt hús Sýslumanns Smefellinga Mynd: IH
Sýslumaður flytur
Þessa dagana er starfsfólk sýslumanns-
skrifstofiinnar í Stykkishólmi að koma sé
fyrir í nýju húsi. Nýja húsið hýsir alla
starfsemi embættisins í Stykkishólmi,
skrifstofur og Iögreglustöð. Fram-
kvæmdir við bygginguna hófust í júní í
fyrra og aflienti verktaki embættinu bygg-
inguna nú um mánaðamótin. Húsið, sem
er allt hið glæsilegasta, er hannað af
Teiknistofu Gísla Guðmundsonar.
Byggingaverktaki var Trésmiðja Pálmars
ehf í Grundarfirði.
Ólafiir K Ólafsson sýslumaður er ákaflega
ánægður með hina nýju byggingu og segir
hana algjöra byltingu í starfsemi embættisins,
ekki aðeins fyrir starfsfólldð heldur ekki síður
fyrir þá Snæfellinga sem þurfa á þjónustu þess
að halda.
Við ákvörðun um merkingu hússins kom
það sjónarmið upp að rétt væri að taka upp hið
foma embættisheiti “Sýslumaður Snæfellinga”
í staðinn fyrir “Sýslumaðurinn í Stykkis-
hólmi”. Hið síðamefhda hefur verið notað
frá árinu 1992. Ólafúr telur hið foma emb-
ættisheiti lýsa betur þjónustusvæði embættisins
sem er Snæfells- og Hnappadalssýsla. IH