Skessuhorn


Skessuhorn - 14.09.2000, Side 18

Skessuhorn - 14.09.2000, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 “Það eru 125 dúfur sénf^jótaþarf á einu móti en maður skýtur aðeins eina dúfú t ému - en maður parfdð vera grimmur á hana ogþá brotnar hún.” Stefán Gísli Orlygssön, íeírdúfuskytta mundar Berettuna. ' , Mynd:K.K. Segir Stefán Gísli Örlygsson leirdúfuskytta Á þessu ári hafa aðeins fjórir ís- lendingar náð Olympíulágmarkinii í leirdúfuskotfimi. Einn þeirra er Skagamaðurinn og landsliðsmaður- inn Stefán Gísli Orlygsson í Skotfé- lagi Akraness. Stefán Gísli þykir einstaklega efnilegur íþróttamaður en hann hefúr á skömmum tíma náð mjög góðum árangri í þessari í- þróttagrein. Ekki eru nema tvö ár síðan hann hóf skipulegar æfingar í leirdúfuskotfimi og hafa skjótar framfarir hans vakið verðskuldaða athygli. Blaðamaður Skessuhorns hitt Stefán Gísla að máli fyrir skemmstu og fékk að heyra sitthvað um byssur, skotfimi, skotferilinn til þessa - og framtíðarplönin. Skaut fyrst úr byssu 5 ára Stefán Gísli fékk snemma áhuga á að veiða og skjóta. “Já snemma beygist krókurinn segir víst máltækið. Eg var líklega ekki nema 5 ára þegar ég skaut fyrst úr haglabyssu. Það var hjá honum afa gamla (Gísla Búasyni) á Fer- stiklu. Þetta var gömul Kóngs- bergeinhleypa og hún var miklu stærri en ég, ætli hún hafi ekki ver- ið með 35 eða 36 tommu hlaupi. Hann hafði gaman af þessu, kallinn. Eg skaut á olíubrúsa - afi stóð fyrir aftan mig og hló alveg rosalega. Eg hitti reyndar brúsann,”segir Stefán Gísli. Hann segist hafa verið byrjaður að fylgja frændum sínum og föður á veiðar strax við fermingaraldur. “Eg fékk snemma að fara með bræðrum mömmu og pabbi (Orlygur Stef- ánsson) fór síðan að að taka mig með sér. Alls staðar þar sem veiðar eru stundaðar tíðkast að leyfa svona strákguttum að fara með og skjóta kannski einn og einn fugl eða skjóta í mark. Skotvopn eru varasöm og stórhættuleg verkfæri í sjálfu sér en þau eru ekki hættuleg í höndunum á þeim sem kunna að fara með þau. En það krefst þess að þú berir virð- ingu fyrir því sem þú ert með í höndunum. Það er ekkert verra að læra það snemma,” segir Stefán Gísli. Beljuskyttírí “Ég hef alla tíð haít gaman af því að veiða og veiði helst fugla. Ég hef aldrei veitt hreindýr og langar ekki til þess. Mér finnst svoleiðis belju- skytterí ekki mikil veiðimennska ef ég að segja eins og er. Þetta er stórt dýr og skytturnar með stóra og öfl- uga riffla þannig að bráðin á ekki minnsta séns. Mér finnst meira var- ið í að veiða fugla á flugi. Og svo er það auðvitað líka tófan,” segir Stef- án Gísli sem hefur mörg undanfar- in ár eltst við tófúr í Akrafjalli og Skarðsheiði. Hann er refaskytta í Skilmannahreppi og Leirár og Melasveit, auk þess sem hann hefur verið frændum sínum í Hvalíjarðar- strandarhreppi til aðstoðar við grenjavinnslu. “Tófunni fjölgar en það er sam- dóma álit bænda í þessum sveitum að henni hafi fækkað þar. Veiðitölur staðfesta það líka. Það sést auðvitað alltaf eitt og eitt kvikindi á hlaupum en það er bara eðlilegt. Aðalsmerki góðrar tófuskyttu? Miklu skiptir auðvitað að læra hvernig dýrið hag- ar sér en þegar upp er staðið snýst þetta um þolinmæði. Bara þolin- mæði og aftur þolinmæði. Og að hlusta á náttúruna. Hún segir þér hvað er að gerast, fuglinn í kringum þíg-” Náttúrutalent í leirdúfunni Stefán Gísli tók þátt í uppbygg- ingunni á skotsvæði Skotfélags Akraness þar sem byggður var lög- legur leirdúfuvöllur fyrir nokkrum árum. Áhuginn var vakinn á leir- dúfuskotfiminni og ekki var aftur snúið. hann segir þetta hafi verið mjög fljótt að koma hjá honum eft- ir að hann byrjaði að æfa. “Ég fann strax að þetta átti við mig. Ég bjó að góðum grunni og var aðeins búinn að æfa eitt sumar að einhverju gagni þegar ég var valinn í landsliðið. Ég komst semsagt upp í fyrsta flokk í fyrrasumar og núna í sumar skaut ég mig upp í meistaradeildina. Til þess að komast í meistaraflokk þarftu að skjóta 114 dúfur af 125 en það er sama og Olympíulágmark- ið.” Stefán Gísli segir leirdúfuskot- fimi hafa verið stundaða hér á landi í ein 12-15 ár. “Alfreð Karl Alfreðs- son sem nú fer á leikana í Sydney er fyrsti Islendingurinn til að keppa í hagalbyssuskotfimi á Olympíuleik- um. Við vorum fjórir sem náðum lágmarkinu í ár en mjög fáir kepp- endur komast að, það er einhvers konar kvóti eða úthlutun í gangi, og svo náttúrlega einhver pólitík líka. Ef ég fer rétt með þá eru það ekki nema 26 sem keppa á þessum leik- um í þessari grein. Italirnir sem eru mjög sterkir senda þrjá keppendur, Norðmenn senda tvo, og ég held að Danirnir hafi kippt sínum út fyrir einhvern lyftingakappa sem er tal- inn eiga betri möguleika á verð- launum,” segir Stefán Gísli. Gott ár - gott sumar Þetta er búið að vera gott ár hjá Stefáni Gísla í skotfiminni. Það byrjaði úti á Kýpur í lok febrúar en þangað hélt landsliðið til æfmga á- samt þjálfaranum Peeter Pakk sem kemur frá Eistlandi. “Við vorum á Kýpur í 14 daga og æfðum alla dagana við bestu að- stæður sem hugsast getur. Það var góður skóli að fara þangað og nauð- synlegt að kynnast þeim hugsunar- gangi sem býr að baki því að ná góðum árangri. Við erum með heimsklassa þjálfara og aðstoð hans á æfingum er ómetanleg. Maður skaut síðan svona eftir veðri í vetur en þegar fór að vora var skotið svona þrisvar til fimm sinnum í viku, og þá 75 til 125 skot að jafn- aði á æfingu. Ætli ég sé ekki búinn að skjóta svona 11 til 12 þúsund skotum á árinu,” segir Gísli og glottir. Hann segir þetta kosta sitt. “Já, þetta kostar mikla perúnga. Ég var að taka það saman að gamni mínu að á þessu ári er kostnaður- inn, með keppnisferðum og skotum og öðrum búnaði hátt í 800 þúsund krónur. Við greiðum allan kostnað sjálfir. Skotsambandið er ekki burð- ugt og allir peningar þess fara í að halda úti þjálfaranum. En við von- umst til að það skili góðum árangri sem komi okkur til góða þó svo að við þurfum að taka á okkur kostnað líka. Ég sé ekki eftir þessum pen- ingum og get ekki verið annað en sáttur við þetta tímabil sem er að líða.” Norðurlandamótið eftírminnilegast Og vissulega hefur tímabilið ver- ið eftirminnilegt: Stefán Gísli sigr- aði með yfirburðum á flokkameist- aramót STI í júlí í sumar. Mótdð var haldið í Leirdal á á svæði Skotfélags Reykjavíkur og þar skaut hann sig upp í meistaradeildina með 116 dúfum og bar sigurorð af Alfreð K. Alfreðssyni sem lenti í öðru sæti með 107 dúfur. Pémr Gunnarsson lenti í þriðja sæti. Stefán Gísli varð síðan í öðru sæti á Landsmóti STI í leirdúfuskotfimi með 113 dúfur. Þar sigraði Pétur Gunnarsson með 117 og Alfreð K. Alfreðsson lenti í þriðja sæti með 111. Að sögn Stefáns Gísla var samt eftirminnilegasta mót sumarsins Norðurlandamótið í Finnlandi. “Já, þetta er búið að vera spenn- andi ár,” segir hann. “Ég átti þess kost að taka þátt í heimsmeistara- keppninni sem fram fór á Italíu. Italía er nokkurs konar Mekka skot- fiminnar en ég fór ekki því ég er náttúrlega ekki tilbúinn í slíka keppni. Þetta er líka svo ofboðslega dýrt að maður getur ekki farið á allt - maður verður að velja og hafha. Ég sleppti því meðal annars vegna þess að ég ætlaði á Norðurlanda- mótið og ætlaði mér að gera vel þar. Það eru bara atvinnumenn sem eru í landsliðum Norðurlandaþjóðanna og mikill memaður í gangi. Þeir eru mjög grimmir í þessu enda eiga þeir þrjá til íjóra af tíu bestu skotmönn- unum í heiminum í dag. Bretarnir voru líka þarna með sitt sterkasta lið.” Skemmst er frá því að segja að Stefán Gísli lenti í 10. til 12. sæti með 113 dúfur af 125 og náði best- um árangri íslensku þátttakend- anna. “Einhverra hluta vegna hefúr þessi íþróttagrein fengið litla um- fjöllun hér á landi þó að hún njóti vinsælda og virðingar víða annars staðar. Það var til dæmis lítið sem ekkert fjallað um Islandsmótið nú í sumar en þó er vitað að fleiri hund- mð manns stunda þessa íþrótt í fjölmörgum skotíþróttafélögum. Það er lítið mál að gera þessa í- þróttagrein mjög spennandi á að horfa. Við nefnum stundum For- múlukappaksturinn í þessu sam- hengi, mönnum fannst þetta ekkert spennandi til að byrja með, bílarnir keyrðu bara hring eftir hring en þegar var farið að halda þessu að fólki áttuðu áhórfendur sig á fóru að horfa á að staðaldri. Það vantar að kynna þetta fyrir áhorfendum, það vantar alla markaðssetningu hér á landi. Landsliðsmenn annarra þjóða eru oftast nær atvinnumenn sem eru styrktir í bak og fyrir. Keppnisskapið sem gildir “Það er kannski ekki í sjálfú sér neitt stórmál að skjóta allar dúfum- ar í einum hring, það geta margir. En að púsla þessu saman aftur og aftur reynir mest á sálrænu hliðina og einbeitinguna. Allir bestu skot- mennirnir segja að þetta gerist að stærstum hluta í hausnum á manni. Þegar þú ert farinn að keppa á þess- um stærri mótum, eða bara hvaða móti sem er þá má ekkert slaka á. Þegar menn era komnir út í grjót- harða keppni í þessu má ekki gefa tommu eftir - þá er maður búinn að missa sénsinn. Það er sagt að þessi íþróttagrein krefjist meiri einbeit- ingar en aðrar íþróttagreinar og eins og í öðrum íþróttum er það keppnisskapið sem gildir. Það eru ekki allir sem höndla það að vera komnir í toppbaráttu. Þær eru margar gildrurnar í þessu. Eitt má maður alls ekki og það er að byrja að telja dúfumar á meðan keppni stendur. Það er það sem oftast skemmir fyrir skotmönnum til að byrja með. Það eru 125 dúfur sem skjóta þarf á einu móti en maður skýtur aðeins eina dúfu í einu - en maður þarf að vera grimmur á hana og þá brotnar hún. Eg er með mikinn metnað og set markið hátt í þessu. Ég byrjaði strax fyrsta keppnisárið að setja mér markmið og ég náði því og rúmlega það og sama gildir um annað keppnisárið. Sumir félagar mínir hafa sagt að ég hafi ætlað mér um of miðað við hvað ég er búinn að vera stutt í þessu en ég hef náð þeim í bæði skiptin. Ég ætla ekkert að slá af og halda bara sömu keyrslu. Það er náttúrlega alltaf hægt að bæta sig og þegar maður er búinn að setja sér markmið hér heima og ná þeim þá er hægt að fara að setja sér önn- ur markmið að keppa að á nýjum slóðum. Það er svo stutt síðan ég byrjaði og ég á eftir að læra margt. Ég á eftir að þróa skotstílinn minn og þjálfa mig mikið áður en maður fer að etja kappi við þessa bestu úti í heimi. En það er allt hægt,” segir Stefán Gísli Orlygsson. K.K.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.