Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2000, Qupperneq 3

Skessuhorn - 21.09.2000, Qupperneq 3
dkUSUIÍUi. I FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 3 Reykjagarður kemur í Borgames Umræður um ann- að hrein kjaftasaga - segir Bjami Asgeir Jónsson framkvæmdastjóri “Þessi kjaftasaga er búin að ganga lengi fyrir austan og ég var búin að frétta að hún væri komin í Borgarnes,” segir Bjarni Asgeir Jónsson framkvæmdastjóri Reykja- garðs, aðspurður um hvort íyrir- tæki hans væri hætt við að flytja kjúklingaslátrun sína frá Hellu í Borgames. “Við förum okkur að vísu hægar en upphaflega stóð til enda er engin pressa á okkur. Það er mikil spenna á vinnumarkaðnum og erfitt að fá iðnaðarmenn til að gera það sem þarf í húsnæðinu og því tökum við þessu rólega. Við emm komnir með öll tilboð í tæki þannig að það er ekki eftir neinu að bíða nema mannskapnum. Við emm ekki búnir að setja niður nýja tímasetningu en upphaflega var Bjami Asgeir Jónsson verið að tala um áramót. Það er samt sem áður allavega ömggt að við komum,” segir Bjarni. Hervar áfram formaður Verkalýðsfélags Akraness Vantrauststillagan dregin til baka Búist hafði verið við miklum á- tökum á aðalfundi verkalýðsfé- lags Akraness sem haldinn var síðastliðinn fimmtudag. Boðað hafði verið að fram kæmi van- trauststillaga á formanninn, Hervar Gunnarsson. Frétta- mönnum var meinuð aðganga að fundinum en samkvæmt heim- ildum Skessuhorns urðu þar snarpar umræður um störf fé- lagsins og kom meðal annars fram gagnrýni á störf formanns og fjarveru hans vegna starfa á vettvangi Verkamannasam- bandsins. Fram kom vantrauststillaga á formanninn Hervar Gunnarsson eftir að hann hafði verið endurkjör- inn. Vantrauststillagan var síðan dregin til baka og Sigurður H Ein- arsson flumingsmaður tillögunnar segir það hafa verið niðurstöðuna að allir stæðu saman að því að rífa félagið upp úr þeim doða sem það hafi verið í, í stað þess að skapa úlfúð og klofhing innan þess. Segir hann að því hafi verið ákveðið að Hervar Gunnarsson draga tillöguna til baka. Hervar Gunnarsson segir að fundurinn hafi verið gagnlegur og að félagið standi sterkara á eítir. „Eg vona að þessi átök hafi þau á- hrif á félagið að það verði virkara og að menn fari að skiptast á skoð- unum innan þess,“ segir Hervar. Hann segir alla gagnrýni eiga rétt á sér svo fremi hún sé sett fram á málefnalegan hátt. GE Stækkun leikskóla Bæjarstjóm Akraness lagði firam þá tillögu á fundi sínum fyrir skömmu að samþykkt yrði að bæjar- stjóra, leikskólafúlltrúa og bygginga- fulftrúa yrði falið að skoða hvort hagkvæmara væri að stækka leikskól- anni Vallarsel eða leikskólann Garða- sel. Stefna átti að því að athuguninni yrðij lokið það tímanlega að hægt væriiað taka tillit til þessara mála við gerð fjárhagsáætlunar. Míkil þörf er fyrir aukið leikskóla- pláss á Akranesi og eins og fram kom í Skessuhomi fyrir skömmu bíða nú 26 böm efdr plássi. Ljóst þykir að biðlistar eigi efdr að lengjast ffekar en hitt og því þykir bæjarstjórn nauðsynlegt að taka ákvörðun um næstu skref í fjölgun leikskólaplássa á Akranesi sem fyrst. Tillögunni var vísað til umfjöll- unar í bæjarráði og á bæjarráðsfundi þann 14. september síðastliðinn var komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri tímabært að skoða valkostina í þessum efnum þar sem ekki er gert ráð fyrir ffamkvæmdum til að auka rými á leikskólum í þriggja ára áæd- un bæjarsjóðs. Auk þess mun fjár- hagsgeta bæjarsjóðs ekki leyfa fram- kvæmdir í leikskólamálum á næsta ári vegna þeirra framkvæmda sem nú standa yfir vegna einsetningar grunnskólanna á Akranesi. Bæjar- stjóra var þó falið að leggja ffam upplýsingar um lóðastærðir og regl- ur um lóðastærð við leikskólana Garðasel og Vallarsel. Bæjarráð lagði þess utan til við bæjarstjóm að fyrir gerð næstu fjár- hagsáædunar yrðu mótaðar tillögur að reglum um niðurgreiðslu á kostn- aði við vistun bama, eldri en tveggja ára, líkt og þekkist hjá sveitarfélög- um á höfuðborgarsvæðinu. Kjúklingar tilboðsveró kr. Kleinur kr. 298- tilboðsverð kr. Samlokubrauð gróf kr. 2 tilboðsverð kr. Pizzubotn kr. 226,- tilboðsverð kr. Melónur, gular kr. 149,- tilboðsverð kr« Kínakál kr. 298,- Kellogg's Special K 500 gr. + 50% extra kaupir I pakka - úr frítt með! kaupir 2 pakka - vekjaraklukka frítt með! kaupir 3 pakka - bolti frítt með! Verið velkomin! Sími 430 5533

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.