Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2000, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 12.10.2000, Blaðsíða 1
I.-ANDSBRÉI-' VESTURLAND VIKUBLAÐ Á VESTURLANDl - 41. tbl. 3. árg. 12. október 2000 Kr. 250 í lausasölu Verðbréfaviðskipti Lífeyrissparnaður Pjárvarsla Verðbréfaviðskipti á Vefnum Fra?nkvúmtdum við sUtkkun Norihiráls á Grundartanga miðar vel. Þessa mynd tók Ijósmyndari Skessuhoms í haustblííhmni í síðustu viku. Hvaljjörður í haksýn. Mynd: HS Nýtt stjómsýsluheiti í Grandarfjörð? Fjölgun á Vesturlandi fbúum Vesturlands fjölgar nokkuð sam- kvæmt tölum Hagstofunnar um búferla- flutninga á tímabilinu janúar- september í ár. Samkvæmt fréttatilkynningu ffá Hag- stofunni eru aðfluttir umfrarn brottflutta 61 á tímabilinu. Mesta fjölgunin er á Höf- uðborgarsvæðinu en þar eru aðfluttir um- ffarn brottflutta 1382, á Suðumesjum 200 og 79 á Suðurlandi. I öðmm landshlutum em brottfluttir fleiri en aðfluttir. A Vesturlandi er fjölgunin áberandi mest í Snæfellsbæ miðað við íbúafjölda en þar eru aðfluttir umffam brottflutta 20. Á Akranesi er þó fjölgunin mest eða um 50. I Borgarbyggð eru þeir 17 og 11 í Hvalfjarðarstrandarhreppi. I Skilmannahreppi, Innri Akraneshreppi, Borgarfjarðarsveit og Eyja- og Miklaholts- hreppi fjölgar um þrjá í hverju sveitarfélagi. I Kolbeinsstaðarhreppi og Skorradalshreppi fjölgar um einn á hvorum stað. I öðrum sveitarfélögum er lítilsháttar fækkun samkvæmt tölum Hagstofúnnar. I Leirár- og Melasveit eru fimmtán brottfluttir umfram aðflutta, ellefú í Grundarfirði, tólf í Dalabyggð, tíu í Stykkishólmi, tveir í Saur- bæjarhreppi og einn í Hvítársíðu. Þess ber að geta að inni í þessum tölum eru ekki færðar fæðingar og andlát sem kann að breyta þessari mynd töluvert og má búast við að heildarfjölgun á Vesturlandi verið meiri en þessar tölur gefa til kynna þegar árið verður gert upp. GE Lúsa- faraldur Lúsafaraldur hefúr verið viðvarandi í Varmalandsskóla frá því skólastarf hófst í haust. Að sögn Rósu Marinósdóttur, skóla- hjúkrunarffæðings á Varmalandi og hjúkrun- arforstjóra, hefúr ítrekað verið reynt að út- rýma lúsinni. “Það er greinilegt að einhverjir fara ekki effir því sem þeir eiga að gera og faraldurinn helst við.” Nákvæmar leiðbein- ingar hafa verið sendar til foreldra barnanna strax í upphafi. “Við viljum biðja fólk um að leita mjög vel og auðvitað er það á ábyrgð hvers heimilis fyrir sig að yfirfara sitt fólk,” segir Rósa og bendir á að hægt sé að koma á Heilsugæslustöðina í Borgamesi og fá aðstoð við leitina. SÓK Lengi hefur verið um það rætt í Gmndar- firði hvort ekki sé rétt að breyta stjómsýslu- heiti sveitarfélagsins úr Eyrarsveit í Gmndar- fjörður. Mörgum hefur fundist notkun þess- ara nafúa ruglandi og er ýmist talað um Gmndarfjörð í Eyrarsveit eða Eyrarsveit í Grundarfirði. Nokkuð er síðan að tekin hafa verið fyrstu skref í þessa átt eins og til dæmis með því að tala um sveitarstjórann í Grundar- firði í stað sveitarstjóra Eyrarsveitar. Gmnn- skóli Eyrarsveitar heitir nú Grunnskólinn í Gmndarfirði o.s.frv. Hreppsnefúd Eyrar- sveitar óskaði eftír umsögn Omefúanefúdar um það að stjórnsýsluheiti sveitarfélagsins verði í framtíðinni Grundarfjiirður í stað Eyr- arsveitar. Ornefnanefúd hafnaði þessari breytingu en bendir á að hægt sé að breyta stjómsýsluheitinu í Sveitarfélagið Gmndar- fjörður, Grundarfjarðarkaupstaður, Gmnd- arfjarðarbær eða Grundarfjarðarbyggð. Á fundi sveitarstjómar fyrir skömmu var samþykkt tillaga um að láta fara fram skoðan- arkönnun um stjómsýsluheiti sveitarfélagsins. Þar verður boðið upp á 5 valkosti. I fyrsta lagi óbreytt heiti, þ.e. Eyrarsveit, og svo val- kosti Omefúanefúdar. Oft hafa spunnist fjörugar umræður um breytingar sem þessar og blandast þá oft tílfmningar og ömefúi inn í umræðuna því margir telja heimilisfangi sínu ógnað og er skemmst að minnast popp- arans í Keflavík sem ætlaði að flytja í burtu ef samþykkt yrði að taka upp stjórnsýsluheitið Reykjanesbær við sameiningu sveitarfélaga þar syðra. Þessi ágæti maður býr enn í Keflavík þó sveitarfélagið hans heitá Reykja- nesbær. IE Innbrot í Grundaskóla Verðmæti þýfisins á annað hundrað þúsund Brotist var inn í Grundaskóla á Akranesi aðfararnótt síðastliðins laugardags. Þjófamir bmtu tvær rúður í húsinu, meðal annars hjá tónmenntastofú skólans. Þar fóm þeir inn og höfðu á brott með sér hljómflutningstæki og tvö myndbandstæki. Að sögn Flosa Einarssonar, tónmennta- kennara í Grundaskóla, nemur tjónið um 200.000 krónum ef kaupa þarf ný tæki í stað þeirra sem stolið var. Allt bendir til þess að ránið hafi ekki verið vel skipulagt þar sem þjófamir skildu eftír verðmætar myndbandstökuvélar sem lágu við hliðina á þýfinu. Þeir sem hafa orðið varir við gran- samlegar mannaferðir við skólann efrir miðnætti á föstudag em beðnir að hafa samband við lögregluna á Akranesi. SÓK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.