Skessuhorn - 12.10.2000, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR 12. OKTOBER 2000
^siðsunuK::
Fjögurhundruð tídar á fjörutíu árum
Rætt við Braga Þórðarson og Elínu Þorvaldsdóttur á fertugsaftnæli Hörpuútgáfunnar
Mynd: K.K.
Bragi og Elín eru bæði fædd og uppalin á
Suðurgötunni á Akranesi, Bragi næstyngst-
ur fjögurra systkina, íæddur á Suðurgötu
39 (Uppsölum) í júní 1933, og Elín fædd á
Suðurgötu 27 (Kletti) í júlí 1935, næstelst
fimm systkina. Þau hafa alið allan sinn ald-
ur á Skaganum og hófu búskap á Kirkju-
braut 19. Frá 1980 hafa þau búið að Dal-
braut 17 þar sem blaðamaður Skessuhoms
settist niður með þeim dagpart fyrir
skemmstu til að spjalla um Hörpuútgáfuna
sem fyllti fjórða tuginn þann 1. október
síðast liðinn.
Fyrstu sporin
Utgáfuferill Braga og Elínar hófst með því
að þau gáfu út danska skátasögu “Eg lofa,” sem
Bragi rakst á í bókasafni gamla bamaskólans á
Vesmrgötunni á Akranesi. Þau hjónakomin
unnu bókina að öllu leyti sjálf og hún var gef-
in út undir merkjum Akrafjallsútgáfunnar árið
1958.
“Eg pikkaði hana í blý og prentaði og svo
gegnum við frá bókinni við eldhúsborðið
heima,” segir Bragi. Utgáfuævintýrið fór
reyndar ekki vel af af stað því þessi bók seld-
ist ekki og þau töpuðu á öllu sama. Næsta út-
gáfutilraun fór hálfþartinn út um þúfur líka:
Það vora tvær bamabækur sem áttu að verða
upphafið að nýjum flokki ódýrra bamabóka.
“Þær gengu ekki út og fjórða bókin sem var
bók fyrir knattspyrnumenn ekki heldur. Það
var ekki fýrr en mér datt í hug að að gefa út
ástarsögu sem dæmið gekk upp. Eg sneri henni
úr dönsku, Ást flugfreyjunnar heitir sagan og
var prentuð í 1500 eintökum. Við dreifðum
bókinni í sjoppur og bókabúðir í Reykjavík og
okkur til mikillar undrunar seldist hún upp!”
segir Bragi
Ljóð og léttmeti
Fyrstu bækurnar komu út í nafni Akrafjalls-
útgáfunnar en Hörpuútgáfan var stofnuð
1960. Bragi segir reksturinn hafa eðlilega ver-
ið nokkuð erfiðan í fýrstu en þýddu ástar- og
spennusögurnar hafi borið útgáfuna uppi
framan af og gert þeim kleift að gefa út annars
konar bækur sem ekki vom eins söluvænlegar.
“Ég hef alltaf haft mjög gaman af ljóðum og
ljóðabækur hafa verið stór þáttur í útgáfunni,”
segir Bragi og- Elín bætir við að það hafi eng-
inn orðið feitur á því að gefa út ljóðabækur á
Islandi. “En með því að gefa út þetta léttmeti
var hægt að gefa út bókmenntalegri verk,” seg-
ir Elín.
Bragi segir fólk misjafht þegar kemur að
lestri. “Sumir hafa gaman að því að lesa nánast
allt en stór hópur af fólki les bara léttmeti og
það fólk á alveg jafiifnikinn rétt á að fá bækur
við sitt hæfi og aðrir. Það er líka staðreynd að
þeir sem byrja að lesa það sem við köllum létt-
meti færi sig gjaman yfir í betri bókmenntir.
Eg lít svo á að léttmetdð verði að véra til því að
Bragi Þórðarsov og Elín Þorvaldsdóttir.
þannig hefst lestur. Lesendur þroskast og til
dæmis unglingar sem lesa mikið vilja á endan-
um fá eitthvað bitastæðara en það sem afþrey-
ingarbókmenntir bjóða uppá.”
Verkaskiptíng
“Ég kom ekki mikið að útgáfunni fýrst,”
segir Elín. “I fýrstu var það að afgreiða og
passa símann heima því skrifstofa út-
gáfunnar var á heimili okkar. Bragi
vann langan vinnudag sem prent-
smiðjustjóri Prentverks Akraness, bæði
við setningu hjá prentsmiðjunni og
semingu á okkar bókum. Með áranum
jókst útgáfan jafht og þétt og margfald-
aðist 1973 þegar við keyptum Kvöld-
vökuútgáfuna og þá tók ég alfarið við
bókhaldinu og peningamálunum. En
ég var náttúrlega heima líka og hugsaði
um heimilið og krakkana og allt það,”
segir Elín.
Bragi kinkar kolli. “Talandi um það
þá höfðum við mjög ákveðna verka-
skiptingu sem eflaust flest hjón hafa.
Elín sá um börnin og nám bamanna og
tók á móti þessum gesmm og við-
skiptavinum prentsmiðjunnar sem ég
var alltaf að koma með. Það var auðvit-
að mikið starf. Vinnudagurinn var
langur en það þótti ekki óeðlilegt og
oft unnið ffam á kvöld og um helgar,”
segir Bragi. Börn þeirra hjóna, Bryndís
og Þorvaldur, hafa lagt sitt af mörkum.
”Þetta hefur byggst á samvinnu okkar
og samheldni. Þau hafa gengið með
okkur í öll störf og við hefðum aldrei getað
haft útgáfuna þetta umfangsmikla án þeirrar
aðstoðar.”
Tímamót
Áður en langt um leið fór útgáfan að tengj-
ast heimaslóðunum og tímamót urðu hjá
Hörpuútgáfunni með útgáfu á verkum skálds-
ins Guðmundar Böðvarssonar. Þeir Bragi hitt-
ust haustið 1970 í Þverárrétt en þá hafði Krist-
inn E. Andrésson útgefandi Guðmundar hafh-
að handriti eftir hann. Bragi gaf það handrit út
og í framhaldinu allt ritsafn hans, 7. bindi.
“Það var mikið örlagaskref þegar ég hitt Guð-
mund og útgáfan á verkum hans er stærsta ein-
staka verkefhið sem Hörpuútgáfan hefur ráðist
í. Það tókst strax mjög gott samband á milli
okkar Elínar og hans og síðustu æviár hans
kynntumst við mjög vel. Hann var mjög
skemmtilegur maður og húmorískur.”
Héraðsútgáfa og hrepparígur
Með útgáfu verka Guðmundar Böðvarsson-
ar varð til vísir að héraðsútgáfu sem átti efdr að
hafa mikil áhrif á ritstörf Braga og útgáfu-
stefhu Hörpuútgáfunnar næstu árin.
“Þegar Ari Gíslason var að vinna Borgfirskar
æviskrár keyrði ég hann um sveitirnar. Hann
lenti í roki undir Hafharfjalli einu sinni og varð
smeykur við keyra eftir það. Ég fór að skjótast
með honum upp í Hvítársíðu og vestur á Mýr-
ar og hitti fólk sem var oft að segja mér frá einu
og öðru sem ég punktaði síðan hjá mér.”
Þetta varð kveikjan að Borgfirskri blöndu
sem kom út í átta bindum á áranum 1977 til
1984.
“Mig langaði til að gefa út þætti úr öllum
sveitunum innan héraðsins,” segir Bragi. “Það
var ákveðin persónuleg pólitík hjá mér því ég
var mjög á móti þeim hrepparíg sem á þessum
áram var mjög mikill á Vesturlandi og eins líka
til að andæfa þeirri tilhneygingu að telja Akra-
nes ekki til þessa svæðis. Mér fannst það mikill
misskilningur og finnst það enn. Ég byggði því
Borgfirska blöndu þannig upp að það væri sem
víðast efhi úr héraðinu. Ég vildi styrkja þá í-
mynd að þetta væri sama fólkið. Borgfirðingar
jafht sem Skagamenn tóku þessu fýrsta bindi
mjög vel, fýrsta prentun seldist upp strax og
bókin var prentuð þrisvar sinnum í viðbót. Eg
geri mér ekki grein fýrir hvort þessi rígur er
meiri eða minni í dag en í mínum huga hefur
þetta alltaf verið sama fólkið sem byggir þetta
svæði,” segir Bragi.
Bókaskemman
Elín segir starfsemina hafa verið einna um-
fangsmesta á tíu ára skeiði á meðan þau hjónin
ráku Bókaskemmuna
samhliða útgáfunni.
Umsjón og rekstur
búðarinnar var í hönd-
um Elínar á meðan
Bragi einbeitti sér að
útgáfunni. ”Þetta var
geysilega skemmtileg-
ur tími, við opnuðum
búðina 1982 og þar
öðlaðist ég lífsreynslu
sem ég hefði ekki viljað
missar úr mínu lífi. Við
versluðum ekki bara
með bækur því tónlist-
in var sterkur þáttur í
starfseminni, ásamt því
að selja tölvur og
hljómflutningstæki.
Reksturinn varð smám
saman umfangsmeiri,
ég hafði að sjálfsögðu
mjög gott fólk mér til
aðstoðaðar en við
hættum á endanum því
þetta var einfaldlega
orðin alltof mikil
vinna,” segir Elín.
Hápunkturinn
“Hápunkturinn í sögu fýrirtækisins er tví-
mælalaust þegar við gáfum út ævisögu Guð-
mundar Böðvarssonar, Skáldið sem sólin
kyssti, eftir Silju Aðalsteinsdóttur, og Sögu
Halldóra Briem eftir Steinunni Jóhannesdótt-
ur,” segja þau Bragi og Elín. Bæði verkin vora
tilnefhd til Islensku bókmenntaverðlaunanna
en á þesssum tíma datt engum í hug að ævisaga
gæti verið bókmenntaverðlaunaverk. “Það var
svolítið sérkennilegt að þær skyldu koma út
sama árið og hljóta tilnefhingu báðar,” segir
Bragi sem dregur ekki dul á að það hafi haft af-
gerandi áhrif á sölu bókanna.
Skáldið sem sólin kyssti hlaut síðan Islensku
bókmenntaverðlaunin, fýrst íslenskra ævisagna
auk þess sem þetta var í fýrsta sinn sem bók ffá
bókaforlagi utan höfuðborgarsvæðisins fékk
þessi verðlaun.
“Já, þetta var skemmtileg upplifun og hafði
mikið gildi fýrir Hörpuútgáfuna,” segir Elín.
Bækur - ánægjunnar vegna
Bækur Hörpuútgáfunnar em nú orðnar
rúmlega fjögurhundrað talsins. Þar er að finna
alls konar bækur: ljóðbækur, spennusögur,
sálma, ævisögur, þjólífsþætti, héraðsssögur,
lífsreynslusögur, ástarsögur, hljóðbækur, frá-
sagnir, minningarbækur, gjafabækur.
“Aðalástæðan fýrir því að við höfum gefið út
bækur er ánægjan sem það hefur veitt okkur og
þannig er það enn,” segir Bragi. “Ef við hefð-
um ekki gaman af þessu þá væram við löngu
hætt. Og síðan má náttúrulega ekki gleyma
öllu því ágæta fólki sem við höfum kynnst í
gegnum bækur.”
Elín segir að það sé alveg kapítuli út af fýrir
sig. “Þessir áratugir hafa svo sannarlega verið
skemmtilegur tími. Það er ótal margt sem
maður minnist og margar góðar minningar
koma upp í hugann. Símhringingar og viðræð-
ur við alls konar fólk. Auðvitað gat komið upp
ágreiningur og maður kynntist misjöfnu fólki
en þegar upp er staðið vildum við ekki vera án
þeirrar reynslu.”
Breyttar áherslur
Bragi segir að breyttar áherslur séu að verða
í útgáfunni við þessi tímamót. “Það hafa orðið
ákveðin þáttaskil í útgáfumálum á Islandi sem
hafa leitt til þess að við leggjum mun minni á-
herslu á jólamarkaðinn en áður. Hljóðbækurn-
ar og hinar sígildu gjafa- og handbækur sem
Harpa er ekki síst þekkt fýrir gerir forlaginu
kleift að treysta ekki einvörðungu á þann
markað lengur. Við ætlum að vinna betur að
þessum heilsársmarkaði. Hvað svo verður á
næstu misserum er aldrei að vita og alveg eins
víst að okkur detti eitthvað nýtt í hug,” segir
Bragi.
Elín og Bragi segja að þeim hafi fundist far-
sælt á þessum tímamótum að draga aðeins úr
vinnunni og hafa meiri frítíma. “Við ætlum að
sinna áhugamálum okkar betur og ferðast
meira og njóta þess meira að vera bara til!”
K.K.
Fjölmargir höfundar hafa gefió út verk sín undir merki Hörpu-
útgáfimnar. Hörpuútgáfan gaf út síðustu verk hins ástsæla rit-
höfimdar og leikritaskálds Jónasar Amasonar.
Mynd: Carsten Kristinsson.
Saga Halldóru Briem eftir Steinmmi Jóhannesdóttur var tilnefiid til lslensku bók-
tnenntaverðlaunanna. He'r afhendir Steinunn Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrv. for-
seta Islands eintak afbókinni. Mynd: Carsten Kristinsson.