Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2000, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 12.10.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 ÁkiawnuK. Uppskeruhátíð Skallagríms Uppskeruhátíð yngri flokka Knattspyrnu- deildar Skallagríms var haldin í Félagsmiðstöð- inni Óðali fyrir skömmu. Þar voru veitt verðlaun fyrir árangur í hverjum flokki. Efrirtaldir hlum viðurkenningar: 8. flokkur Besta mæting: Birkir Már Gunnarsson Mestu framfarir: Þorkell Már Einarsson 7. flokkur - yngri Besta nueting: Birgir Þór Sverrisson Mestu framfarir: Jóhann Snæbjöm Traustason 7. flokkur - eldri Besta mæting: Styrmir Már Olafsson Mestu framfarir: Viktor Inn Jakobsson 6. Flokkur Haustmótsmeistari 1. Skúli Guðmundsson 2. Svavar Abraham Jónsson 3. Símon Aðalsteinsson Yngri Besta mæting: Sigurður Ami Júlíusson Mestu framfarir: Sigurður Sigurðsson Eldri Besta mæting: Skúli Guðmundsson Mestu framfarir: Jón Ingi Þórðarson 5. flokkur Haustmótsmeistari 1. Sölvi G. Gylfason 2. Jón Óskar Óskarsson 3. Alfheiður Sverrisdóttir Yngri: Besta mæting: Ingi Bjöm Róbertsson Mestu framfarir: Friðrik Hrafh Pálsson Eldri Besta mæting: Sölvi G. Gylfason Mestu framfarir: Davíð Om Hákonarson 4. flokkur Besti leikmaður: Bjami H. Kristmarsson Yngri Besta mæting: Guðmundur L. Hallgrímsson Mestu framfarir: Magnús Elvar Jónsson Eldri Besta mæting: Svanberg Rúnarsson Mestu jfamfarir: Guðmundur Þorbjömsson Kvennaflokkur Besti leikmaður: Inga Tinna Sigurðardóttir Besta mæting: Kristín Halla Lárusdóttir Mestu framfarir: Þórhildur K Bachmann 3. Flokkur Besta mæting: Guðni Albert Kristjánsson Mestu framfarir: Ingólfur H. Valgeirsson Besti leikmaður: Helgi Pétur Magnússon Markakóngur: Birgir Þór Amarson (3mörk) Helgi P. Magnússon (3 mörk) Slysavamadagur á Akranesi Á morgun, föstudaginn 13. októ- ber, mun Heilsueflingamefhd Akra- ness standa fyrir slysavarnardegi undir yfirskrifrinni “Fækkum slysum á Akranesi og í nágrenni”. Þessu til áréttingar verður sendur bæklingur í öll hús í bænum og nágrannasveitar- félögum. Laugardaginn 14. októ- ber verður svo sýning í Slökkvistöð- inni á Akranesi, en 13 stofrianir og félög taka þátt í þeirri sýningu. Þau em efrirtalin: Akranesbær, Heilsu- gæslustöð og Sjúkrahús Akraness, Rauða kross deildin á Akranesi, Slökkvilið Akraness, Lögreglan á Akranesi, Björgunarfélag Akraness, Slysavamardeild kvenna, VIS, Sjóvá- Almennar, Tryggingamiðstöðin, Eldvöm, Akranesveita og 4x4 klúbb- urinn. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á mikilvægi slysavama vítt og breitt í samfélaginu, enda er talið að koma megi í veg fyrir allt að helming slysa og gera skaðann minni með ár- vekni, ffæðslu um fyrirbyggjandi að- gerðir og skyndhjálp. Á sýningunni í Slökkvistöðinni ættu albr að finna eitthvað við sitt hæfi. Kynningar verða á slysatíðni á Akranesi, orsökum slysa, slysum barna og unglinga og slysum aldr- aðra. Akranesbær mun opna heima- síðu þar sem fólk getur komið á ff amfæri upplýsingum um slysagildr- ur í bæjarfélaginu. Tækin sem em til sýnis vekja sjálfsagt athygli margra. Gefinn verður kostur á að skoða slökkviliðsbíla, sjúkra-, klippu- og björgunarsveitarbíla, björgunarbát og fjallabíl. Auk þessa verður veltibíll á staðnum, en hann þjónar því hlut- verki að leyfa fólki að upplifa mikil- vægi öryggisbelta og þá tilfinningu að lenda í bílveltu. Bamabílstólar, reykskynjarar og slökkvitæki verða einnig til sýnis. Ekki er þó allt upp- talið enn, því boðið verður upp á ffæðslu urn öryggi bama í bíl og GPS tæki auk þess sem hægt verður að prófa svokölluð ölvunargleraugu. Gleraugun em tiltölulega ný af nál- inni, en þau gera það að verkum að sjón notandans brenglast líkt og ger- ist þegar áfengis hefur verið neytt. Yngri kynslóðinni ætti ekki að leiðast því Hrakfallabálkurinn verður á ferðinni, þeim og öðrum til skemmt- unar og boðið verður upp á verð- launagetraun. Að lokum má geta þess að hægt verður að skrá sig á námskeið bæði í skyndihjálp og fjallaferðum á laugardeginum, en námskeiðin verða haldin síðar í haust. Skólarnir á Akranesi munu taka virkan þátt í því verkefrii að fækka slysum í bænum og nágrenni hans. I Grandaskóla og Brekkubæjarskóla verða unnin verkefni sem tengjast slysum. Form þeirra er nokkuð ffjálslegt, en það má vera allt ffá því að teikna mynd sem tengist slysi upp í að fara út og gera nokkurs konar könnun, athuga hversu margir nota bílbelti, hversu margir gefa stefriuljós og þar ffam eftir götunum. Ragn- heiður Davíðsdóttir frá Vátrygg- ingafélagi Islands, mun halda fyrir- lestur um umferðarslys í 10. bekk í báðum grunnskólunum á Akranesi sem og í Heiðarskóla á morgun. Fyr- irlestrar þessir hafa hlotið mikið lof og í ljós hefrir komið að notkun ör- yggisbelta stóreykst hjá þeim ung- mennum sem á þá hlýða. Það var Heilsueflingamefrid sem átti hugmyndina að þessum degi, en föstudagurinn 13. hefrir verið notað- ur sem slysavamadagur í Finnlandi í mörg ár. Formaður Heilsueflingar- nefridar, Reynir Þorsteinsson, segir að hægt sé að nýta þennan dag til þess að vekja athygli á þeim slysa- gildmm sem tíðastar era á þeim árs- tíma sem daginn ber upp á, en fösm- dagurinn 13. kemur á dagatalið einu sinni til tvisvar á ári. Hann leggur á- herslu á það að slys séu ekki bara ó- heppni, enda em slys offar en ekki mannleg mistök. Skilgreining slysa em sú að það sé þegar hlutirnir fari ekki eins og við ætluðum og það hef- ur á einhvern hátt neikvæðar afleið- ingar í för með sér. Það er skyndileg- ur atburður sem ekki er áformaður og hugsanlega veldur tjóni, líkam- legum áverkum eða þaðan af verra. Reynir hefur á undanförnum árum komist að mörgu forvitnilegu um tölffæði slysa í gegnum starf sitt sem læknir. Hann hefur safriað upp- lýsingunum saman og verða þær kynntar á áðurnefridri sýningu í Slökkvistöðinni. Meðal þess sem þar kemur ffam er að slysum á Akranesi hefur fækkað talsvert á undanfömum árum, eða réttara sagt komum á slysadeild hefur fækkað um 30% ffá því fyrir tíu árum. “Það er auðvitað varhugavert að áætla að slysum hafi fækkað þrátt fyrir að komum á slysa- deildina hafi fækkað talsvert” segir Reynir og bætir því við að alvarleg- um slysum hafi ekki fækkað. Athygl- isvert er að komum barna á aldrinum 0-4 ára hefur einnig fækkað gífiir- lega. Fyrir tíu áram kom þriðja hvert bam á Akranesi á slysadeildina, en nú hefur þeim fækkað í eitt af hverjum tíu. “Við viljum þakka þetta því for- vamarstarfi sem unnið hefur verið í ungbamaeftirliti. Ljósmæður byrja strax við fyrstu heimsókn að hamra á því hverjar helstu slysagildmrnar séu, hvers beri helst að gæta og hvemig hægt er að koma í veg fyrir slys. Það hefur greinilega skilað sér.” Slys á heimilum era eðlilega al- gengust í yngsta aldursflokknum, en helstu orsakir slysa em æði misjafnar eftir því hvaða aldurshópur á í hlut. 5-9 ára böm slasast gjaman í leik- skólum eða skólum og íþróttaslys em orðin algeng hjá 10-14 ára bömum. Þegar litið er á 15-19 ára aldurshóp- inn em umferðarslysin aftur á móti algengust en sá hópur er einmitt langfjölmennasmr ineð tilliti til komu á slysadeild. Einnig má nefria að 50% þeirra sem koma á slysadeild em 24 ára og yngri. Slys í heimahús- um em einna algengust í heildina, en um 250 manns koma á slysadeildina á ári hverju vegna slysa í heimahús- um. Oftast slasast fólk á heimili, vinnustað eða utanhúss og högg af hlut, hras eða fall em algengustu or- sakir slysa. Nýjustu tölur era ffá ár- inu 1998. Að sögn Reynis em nýj- ustu slysagildmmar hlaupahjól og línuskautar. Það er von aðstandenda slysa- varnadagsins að Akurnesingar og naersveitungar nýti sér þessa daga til að efla vimeskju sína um slysavamir. Heilsueflingarnefrid vonast til að hugmyndin um fösmdaginn 13. verði áffam nomð til slysavarna. Skessuhom hvemr Skagamenn sem og aðra Vestlendinga til þess að koma því til leiðar með því að fjöl- menna á sýninguna í Slökkvistöð- Akraneskaupstadur ÚTBOÐ Akraneskaupstaður óskar eflir tilboðum í upplýsingattjöf til ferðamanna. Um er að ræða dremngu á efhi (bæklingum) íirá Akraneskaupstað, fyrirtækjum, stofnunum og einstaldingum sem þjóna innlendum og erlendum feroamönnmn með gistingu, mat, afyreyingu og samgöngum á Akranesi og til og frá bænum. Ennfremur upplýsingar til ferðamanna er varða áhugaverða staoi á og við Akranes og möguleika á samsetningu feroa um Akranes. Gert er ráð fyrir að upplýsingamar verði aðgengilegar a.m.k. á aigreiðslutíma verslana og að á sama tíma verði viðkomandi til staðar til að veita upplýsingar. Samstarf er \tið Upplýsingamiðstöð Vesturlands í Borgamesi um að veita upplýsingar á landsvísu. Vidkomandi þarf að hafa staðgóða þekkingu á fefðaþjónustu á Akranesi, staðháttum, sögu og menningarlífi. Gert er ráð fyrir samningi á milli aðila til tveggja ára írá 1. desember 2000. Tilboðinn skm skilað til undirritaðs fyrir 24. október 2000 að StiUholti 16-18, Akranesi, ásamt nauðsynlegum upplýsingum um tilboðsgjafa og tílboðsupphæð. Bæjarritarinn Akranesi Heygarb&harnið Bréftil Tryggingastoíríunar Ég er að skrifa hér til að út- skýra effirfarandi: I reit #3 á slysaskýrslunni setti ég „Reyndi að framkvæma verkið einn“ sem ástæðu slyss. I bréfi ykkar báðuð þið um nánari skýringar á þessu og vona ég að eftirfarandi bréf veiti nánari upplýsingar. Ég er múrari að atvinnu. Dag- inn sem slysið átti sér stað var ég að vinna á þaki 3ja hæða nýbygg- ingar. Eftir að hafa lokið verki mínu á þakinu sá ég að um 150 kíló af múrsteinum gengu af. Frekar en að bera múrsteinana niður 3 hæðir ákvað ég að láta þá síga niður til jarðar í hjólbömm og til þess ætlaði ég að nota talíu sem fest var utan á húsið á 3. hæð. Ég gekk niður og festi reipið sem tengt var í talíuna tryggilega við jörðina, þarnæst fór ég upp á þak aftur og batt reipið í hjólbörarnar sem ég svo ýtti fram af brúninni. Þar næst fyllti ég hjólbörarnar með múrsteinunum. Að þessu loknu fór ég aítur niður á jörðu, Greip fast í reipið og losaði það. Eins og sjá má í reit #2 á slysa- skýrslu er ég 85 kíló að þ\mgd. Vegna tmdmnar á mjög snöggu flugtaki láðist mér að sleppa reip- inu. Það þarf varla að taka fram að hraði uppferðar rninnar var gríðarlegur. Um miðja 2. hæð mætti ég hjólbömnum sem vom á niðurleið. Þau kynni útskýra brákaða höfuðkúpu og brotið viðbein. Áreksturinn hægði aðeins lítdð eitt á ferð minni upp á 3. hæð, sem stöðvaðist þegar hægri hönd mín rakst á kaf inn í talíuna. Sem bemr fer tókst mér að halda með- vimnd og takinu á reipinu þrátt fyrir mikil meiðsl og gríðarlegan sársauka. Á sama tíma féllu hjól- bömrnar á jörðina, og ulm á hlið- ina sem olli því að múrsteinamir féllu úr hjólbörunum. Þyngd hjólböra af þessi tagi er um 20 kíló. Ég vísa aftur til reitar #2. Eðli málsins samkvæmt hóf ég hraða niðurleið mína um leið og þetta hatði gerst. Um miðja 2. hæð rakst ég aftur á hjólböramar sem í þetta sinn vom á uppleið. Sá árekstur skýrir brákaða ökkla og skrámur og slcurði á neðri hluta líkamans. Við þetta hægðist lítið eitt á niðurleið minni og verður það að teljast ástæða þess að áverkar við fallið á múrsteinahrúguna hafi ekki orðið alvarlegri en brotinn sköflungur og 2 fingur brotnuðu. Mér þykir leitt að tilkynna það að þar sem ég lá á múrsteinshrúg- unni, ófær um að hreyfa mig vegna áverka og sársauka að ég missti meðvitund og sleppti reip- inu. Tómar hjólbörurnar, sem em þyngri en reipið, komu aftur niður og lentu á mér þar sem ég lá, og bmtu þar báða lærleggi. Ég vona að þetta útskýri betur liváð' gerðist, og skráning mín í slysaskýrslu „Reyndi að fram- kvæma verldð einn“ varpi ljósi á málið. Virðingmfyllst, Eymundur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.