Skessuhorn - 12.10.2000, Blaðsíða 7
J>£99Vriu>J
FIMMTUDAGUR 12. OKTOBER 2000
7
Árangur uppgræðslu
þegar sýnilegur
Árangur uppgræðslustarfsins við
Uafnarfjall til þessa var kynntur
landeigendum á svæðinu, fulltrúum
Umhverfissjóðs verslunarinnar og
forsvarsmönnum Landgræðslu rík-
isins s.l. mánudag.
Undirbúningur uppgræðsluverk-
efnis Landgræðslufélags við
Skarðsheiði hófst árið 1998 að
ffumkvæði Markaðsráðs Borgfirð-
inga. Verkefininu voru frá upphafi
sett þau markmið að græða upp
land, skýla umferð og vernda og
stækka skógarleifar á svæðinu.
Þetta á að gera samhliða því að
stundaður er búrekstur á svæðinu
og þeirri atvinnugrein til hagsbóta.
Að hluta fer uppgræðslan fram á
landi sem beitt er samhliða upp-
græðslunni. I þeim tilfellum er
meginmarkmið uppgræðslunnar að
auka beitiland á láglendi og minnka
þannig beitarálag til fjalla.
Verkefnissvæðið er fjalllendið
milli Leirár- og Melahrepps og
Borgarfjarðarsveitar og láglendið
næst því. Gerð hefur verið land-
bótaáætlun fyrir 3700 ha láglendis
en af því eru ríflega 1000 ha berir
melar auk þess að víða hefur geng-
ið á gróður á svæðinu.
Verkefnið hefur á síðustu 2 árum
hlotið 12,5 milljóna króna styrk frá
Umhverfissjóði verslunarinnar.
Fyrir það fjármagn hefur verið sáð
lúpínu í á þriðja hundrað ha vænt-
anlegs skóglendis í landi Narfastaða
og Fiskilækjar og grasi í álíka stórt
land auk þess að sjálfgræðsla hefúr
verið styrkt með áburðargjöf.
Einnig hefur verið hafist handa við
skjólbeltarækt meðffam þjóðvegi 1
og skógrækt í nágrenni við Flafnar-
skóg.
tekur lúpínu 2-5 ár að koma í ljós.
Segja má að teldst hafi að stöðva
alla jarðvegseyðingu á svæðinu
milli gamla og nýja þjóðvegarins í
Grjóteyrarlandi og nú hefur verið
hafist handa við að endurheimta
skóg á svæðinu. Stór svæði á mel-
unum vestan Leirár grænkuðu í
Fulltrúar Landgrœðslu rtkisins og Umbverfissjóis verslunarirmar fóru í vettvangsferb um
nágrenni Hafwrfjalls s.l. mánudag. Þar má fá töluverðan áratigur sáningar og áburðar-
gjafar nú þegar, m.a. gr<ena mela sem áður voru gróðurvana með óllu. Mynd MM
Sáning ársins 1999 er almennt
mjög vel heppnuð þó ekki sjáist enn
mikið frá þjóðveginum. Grassáning
er að mestu leyti vel sýnileg en það
Tölvuökusldrteini
Fyrstxi prófin framundan
Símenntunarmiðstöð Vestur-
lands mun á næstunni halda fyrstu
prófin sem gilda fyrir svokallað
Tölvuökuskírteini. Tölvuökuskír-
teinið, sem er skammstafað TOK,
og stendur fyrir European
Computer Driving Licence
(skammstafað ECDL) er evrópskt
skírteini, sem segir til um ákveðna
tölvukunnáttu allra þeirra sem öðl-
ast hafa slíkt skfrteini, hvort heldur
sem er í starfi eða leik. Prófin sjö
sem þarf að taka til að öðlast TÖK-
skírteini eru stöðluð um alla Evr-
ópu. Með því er kominn samevr-
ópskur staðall á mati á tölvukunn-
áttu fólks.
Þrepin á toppinn eru sjö, sem
hver og einn gemr tekið á sínum
hraða en þó innan þriggja ára..
Hæfhisskírteininu er skipt niður í
sjö hluta sem taka þarf próf í. Þeg-
ar viðkomandi hefúr tekið próf í
einhverjum hlutanum og staðist, þá
fær hann stimpil í hæfiússkírteinið
sem staðfestir hæfni í þeim hluta.
Þegar menn hafa safnað öUum
stimplunum sjö, þá snúa þeir sér til
Skýrslutæknifélags Islands og fá út-
gefið Tölvuökuskírteini án endur-
gjalds.
Símenntunamiðstöði Vesturlands
er viðurkennd prófstöð sem heldur
námskeið og leggur fyrir próf í
samræmi við ECDL staðalinn.
Fyrsm nemendumir eru nú að
ljúka námskeiðum til fyrsm tveggja
áfanganna sem eru í stýrikerfi og
almennri upplýsingatækni. Fyrsm
prófin fara fram á næstunni og
verða haldin í Búðardal, á Varma-
landi í Borgarfirði og í Grundar-
firði. Að sögn Ingu Sigurðardóttur
forstöðumanns Símennmnarmið-
stöðvarinnar em prófin ekki aðeins
opin fyrir þá sem sótt hafa nám-
skeiðin heldur einnig þá sem telja
sig hafa nægilega þekldngu og vilja
fá hæfni sína staðfesta.
GE
sumar. Þar em að myndast væn
beitarlönd sem ættu á næsm árum
að minnka álag á rýrt beitiland
Skarðsheiðar.
A næsta ári verður landið milli
Hafnarfjalls og þjóðvegar friðað,
grætt upp og skjólbelti rækmð til
skjóls fyrir umferð á þessum vinda-
sama vegarkafla. Ef vel gengur má
gera ráð fyrir að þeim dögum sem
vindur hamlar umferð um veginn
fari að fækka vemlega að fimm
ámm liðnum og hámarks árangri
verði náð þegar beltin verða 10 til
20 ára. MM
Vínið
gleymdist!
Þau leiðu mistök átm sér stað
í frétt um nýtt verslunarhús KB
í Borgarnesi í síðusm viku að
láðist að geta um útsölu ATVR
sem þangað flyst í lok nóvem-
ber. Auk KB em því 9 þjónusm-
og verslunaraðilar sem leigja að-
stöðu í nýa verslunarhúsinu. Bið
ég Birgi og viðskiptavini hans
hérmeð margfaldrar afsökunar,
en vegna mistakanna læddist að
ýmsum talsverður ótti um afdrif
útsölu ATVR í Borgarnesi.
MM
Draugagangur í kirlqugarðinum?
Á undanfömum vikum hefur verið
nokkuð um það að hlutir hafi verið
færðir til í kirkjugarðinum á Akra-
nesi. Um er að ræða styttur og annað
sem fólk hefúr lagt á leiði. Að sögn
Elíasar Jóhannessonar, kirkju-
garðsvarðar, er þó ekkertyfimáttúru-
legt þar á ferð. “Það er töluvert af
ungum krökkum sem dvelja í kirkju-
garðinum og leika sér þar. Þeir hafa
verið að færa þessa hluti til. Þetta er
nú bara saklaust hugsa ég og þó ekki
því þessir hlutir sem em þarna á leið-
unum hafa náttúmlega tilfinninga-
legt gildi fyrir fólk.” Elías segir að
hlutírnir komist þó allir tíl skila fyrir
rest. “Þetta er nú bara óvitaháttur í
krökkunum að gera þetta. En þetta
kemur illa við fólk, þegar það veit
ekkert hvaðan hlutímir koma eða
hvert þeir fóm.” SÓK
Vesturlandsskóga vantar merki. Það skal að einhverju
leyti endurspegla starfsemi jyrirtœkisins og verður
notað á bréfsefni, stimpil, fána o.fl.
Hér með er boðið til samkeppni um gerð slíks merkis.
Hvanneyri; Gísla Einarssyni, ritstjóra Skessuhoms og
í Bæjarsvéit.
verða verðlaun fyrír bestu hugmyndina
-100 þúsund krónur.
Tillögum ber að skila til skrifstofu Vesturlandsskóga,
Pb. 1095, Hvanneyri, 311 Borgames,
fyrir 15. desember nk. Þátttakendur skulu velja sér
dulnefni, en láta rétt nafn sitt fylgja í lokuðu umslagi.
Dómnefnd fær ekki vitneskju um raunvemleg nöfn
þátttakenda, fyrr en að dómi gengnum.
BORGARBYGGÐ
Fr« Grunnskólanum í Borgarnesi:
- Laust starf til umsóknar -
Grunnskólann í Borgarnesi vantar nú þegar
til starfa stuðningsfulltrúa (50-70% starf)
til aðstoðar imii í bekk.
Meginhlutverk stuðningsfulltrúa er að vera
atferlisröskuðum einstaklingum til aðstoðar
í kennslustundum og, eftir þörfum, utan
þeirra á skólatíma.
Reynsla af uppeldisstörfum og/eða vinnu með
unglingum ákaflega œskileg.
Allar upplýsingar gefur Kristján Gislason
skólastjóri í síma 437-1229 eða
437-2269 (heima).
Um kaup og kjör fer eftir kjarasamningi við
Starfsmannafélag Borgarbyggðar.
Skólastjóri
Starf við
Landmælingar
Laust er til umsóknar hjá Landmælingum íslands starf við
landmælingar. Leitað er eftir duglegum og samviskusömum
einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við kref jandi verkefni.
Ábyrgðar- og starfssvið:
- Stjómun á sérstökum verkefnum
- GPS-mælingar
- Fallmælingar
Hæfniskröfur:
- Geta unnið sjálfstætt að verkefnum
- Reynsla af landmælingum s.s. GPS- eða fallmælingum
- Tölvuþekking
- Eiga auðvelt með samskipti við annað fólk
- Góð ensku- eða þýskukunnátta
Umsóknir merktar starfi er greini frá menntun og reynslu skulu
berast til Landmælinga íslands fyrir 30. október 2000.
Fyrirliggjandi umsóknir skulu staðfestar og merktar viðeigandi starfi.
Óllum umsóknum verður svarað.
Ráðið verður í starfið frá og með 1. janúar 2001 eða síðar eftir
samkomulagi og em laun samkvæmt launakerfi opinberra
starfsmanna.
Nánari upplýsingar gefur Þórarinn Sigurðsson
forstöðumaður framleiðslusviðs.
LANDMÆLIMGAR
ÍSLANDS
Stillholti 16-18 • 300 Akranes L
Sími: 430 9000 • Fax 430 9090 • Netfang: lmi@lmi.is • Veffang: www.lmi.is