Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2000, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 12.10.2000, Blaðsíða 9
SKESSUHÖIEH FIMMTUDAGUR 12. OKTOBER 2000 9 Smiðir vinna við kheðningu á íþróttahúsinu í Snœfellsbæ. Mynd IH Rauðimúrinn 5IMGNNTUNAR MIÐSTÖÐIN NAMSKEIÐ A NÆSTUNNI í BORGARNESI: Hraðlestrarnámskeið (20 kest.) Mánudaga frá 16. okt. til 20. nóv. Kl. 20:00 til 22:00 (fyrsti tíminn til 23:00) Kennari: Ólafur H. Johnson hjá Hraðlestrarskólanum. Verð: 18.800 en 15.800 fyrir námsmenn. I Á AKRANESI: i Sálræn skyndihjálp (10 kest.) I Mán. 16. og 23. okt. kl. 18:00 til 22:00 | í Jónsbúð s Kennari: Jón Jóhannsson. ! Verð: 6.000 íslenska fyrir útlendinga - framhaldsnámskeið (20 kest.) Mán. og mið. frá 23. okt. til 22. nóv. kl. 20:00 til 21:30 í Fjölbrautaskólanum á Akranesi Kennari: Ragnheiður Ragnarsdóttir. Verð: 10.000 Indversk matargerð (6 kest.) Sun. 22. okt. kl. 15:00 til 19:00. í Grundaskóla Kennari: Shyamali Gosh. Verð: 4.900 Skammt frá kirkjunni í Ólafsvík er nú risinn mikill rauður múr sem setur mikinn svip á bæinn. Hið nýja íþróttahús þeirra í Snæfellsbæ er þessa dagana að fá á sig endan- legt útlit. Þegar blaðamaður Skessuhorns leit þar við á dögunum voru smiðir í óða önn að ganga frá klæðningu hússins en það er klætt að utan að stærstum hluta með rauðum steinflísum. “Þetta verður ákaflega fallegt hús,” sagði einn smiðurinn. Menn voru sammála um að þar sem flísarnar væru frekar jarðlitar væri húsið ekkert glanna- legt í umhverfi sínu. “Hönnun hússins er skemmtileg og það verð- ur mikil bæjarprýði.” Þessa dag- ana er verið að leggja lokahönd á marga verkþætti og lokaspretturinn að nálgast. “Þó nokkur seinkun hafi orðið á byggingu hússins er það svo sem ekkert stórmál,” sagði Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæ- fellsbæjar. “Þetta er jú stór fram- kvæmd og við vonumst eftir því að Frá vinstri: Sœvar Haukdal eigandi Hljómsýnar, Ásmuniur Ólafeson forstöðumaður Höfða, Guðrún Þárðardáttir vistmaður á Sambýlinu við Laugarbraut, Ingunn Ríkharðsdóttir leikskólastjóri Garðasels, Lilja Guðlaugsdóttir leikskólastjóri Vallanels, Siggerður Sigurðardóttir forstöðumaður sambýlisins við Laugarbraut, Ólöf Guðmundsdóttir forstóðumaður sambýlisins við Vesturgötu og Sigrún Gtsladóttir leikskólafidltrúi Hljómsýn gefiir góðar gjafir Verslunin Hljómsýn á Akranesi gaf stofnunum í bænum veglegar gjafir í síðustu viku. Verslunin efndi til leiks á síðasta ári þar sem boltar voru sendir í hús og fólk gat unnið til verðlauna með því að skila þeim inn. Aðeins helmingur boltanna skilaði sér og eftir voru nokkrár stafrænar myndavélar. I stað þess að selja þær ákvað Sævar Haukdal, eigandi verslunarinnar, að gefa Dvalarheimilinu Höfða, Sambýlinu á Laugarbraut og Sambýlinu á Vesturgötu sína vélina hvora. I ljós kom að stafræn myndavél var þegar fyrir hendi á Laugarbrautinni og fengu þau í stað hennar tölvuforrit sem einfaldar tölvuleiki og annað til þess að auðvelda vistmönnum sambýlisins notkun þeirra. Að sögn forstöðumanna þessa þriggja stofn- ana, koma gjafirnar alls staðar að mjög góðum notum. Sævar lét ekki þar við sitja og gaf öllum leikskólum bæjarins, sem eru þrír talsins, það sem við fyrstu sýn virtist vera nokkurs konar sýnis- horn af þvottavél! Þar var hinsveg- ar á ferðinni ekta þvottavél frá AEG ætluð til þess að þvo dúkkuföt og eiga þær vafalítið eftir að vekja mikla hrifhingu á Garða-, ValJar- og Teigaseli. geta vígt húsið einhverntíma í lok nóvember. Það er mikið tilhlökk- unarefni fyrir unga sem aldna að fá þessa glæsilegu aðstöðu sem lengi hefur vantað”. IH Ath. Tölvunámskeiðin eru í annarri auglýsingu í blaðinu Skráning og uppl. í síma 437 2390 og á www.simenntun.is LEÐUR- LÍKISKÁPA kr. 8.900,- SKOKKUR kr. 6.980,- PEYSUR frá kr. 2.990, LEÐUR- JAKKI kr. 14.900 VERZLUNIN ULLARSJAL kr. 4.290,- SIMI 431 2007 STILLHOLTI AKRANESI

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.