Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2000, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 12.10.2000, Blaðsíða 5
^aunuK. FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 5 A EINHVE] Reykjavík getur vissulega verið falleg borg. Núna áðan, þegar ég var búinn að aka börnun- um í skólann og keyrði síðan bæinn á enda til að setjast stundarkorn við þessa tölvu, þá var eiginlega ekki hægt að komast hjá þeirri til- hugsun. Kalt í lofti, kyrrara en tíðast er í þess- ari borg, sólin var á kreiki einhvers staðar niðri við sjóndeildarhring svo maður sá ekki hana sjálfa en geislar hennar skutu upp kollinum á óvæntum stöðum; allt í einu baðaðist húsvegg- ur logandi birtu, það glitraði á fölnað lauf sem enn hékk á grein, einn og einn geisli virtist elta uppi bíla sem óku Miklubrautina fremur þurrpumpulega og geislinn gerði meira að segja hinn dæmigerða einkabíl vinalegan - gerði hann eðlilegan; það gat ekki verið neitt at- hugavert við að þessi bíll væri þarna á ferli úr því sólargeislinn sá ástæðu til að leika sér við hann. Hann varð næstum töfrandi í gullinni lágbirtu vetrarmorgunsins. En svo hafði sólargeislinn ekki við bílnum lengur, geislinn smeygði sér andstuttur burtu en bíllinn hélt áfram - hættur að vera gullsleg- inn töfravagn í morgunbirtu og orðinn bara bíll, stór og þungur hlutur sem einhverjir menn í Ameríku eða Japan höfðu lamið saman með látum, stór og þungur hlutur sem var til þess eins gerður að skila einhveijum geðstirð- um illa vöknuðum manni í vinnuna þar sem hann myndi svolgra í sig kaffi áður en hann gæti farið að líta kringum sig... og svo framveg- is. Og þegar sólargeislanna naut ekki lengur við, þegar þeir höfðu brugðið sér í annað hverfi borgarinnar og maður hlaut að vona að þar að minnsta kosti væru þó að minnsta kosti ein- hverjir töfrar á kreiki, þá rann raunveruleikinn upp fyrir augum manns og maður var ekki lengur staddur í heimi þarsem hægt var hugsa IJÖRÐHA ýmislegt, heldur bara í Reykjavík að morgni dags og allir að flýta sér í vinnuna - stöðugur straumur bíla eftir Miklubrautinni, Kringlu- mýrarbrautinni og hvað þær heita, og þó það væri kannski ekki beinlínis ljótt, þá var ekki lengur nein fegurð og það eina sem hægt var að hugsa: Hvernig nennir fólk að búa hérna? Af hveiju eru ekki allir fluttir út á land, þar sem sést eitthvað annað en næsti bíll? í sjónvarpinu um daginn íylgdist ég með öðru auganu með mynd sem einhveijir Danir höfðu gert um skipulag borga og hvernig þær gætu verið annars vegar mannfjandsamlegar og hins vegar sniðnar að raunverulegum sál- fræðilegum þörfum mannsins. Og Danirnir vöktu athygli á ýmsum smáatriðum sem maður hafði ekki svo mjög leitt hugann að - til dæmis nauðsyn þess að hafa hliðar á húsum óbeinar, helst með fjölda mörgum útskotum, stöllum, tröppum og portum þar sem fólk getur skotið sér inn, helgað sér svæði, falið sig ef svo ber undir, boðið öðrum til sín ef svo ber undir. Og svo sýndu þeir nýtísku hús sem byggð höfðu verið eftir einhveijum tískustraumum í arki- tektúr fyrr á öldinni þar sem húshliðarnar voru beinar og hvergi hægt að setjast, hvergi hægt að skjóta niður sínu andlega tjaldi, og niðurstaða þeirra virtist vera í stuttu máli sú að svo mjög væri maður manns gaman að borgin væri hið náttúrlega umhverfi mannkindarinnar, og spurningin væri því bara hvernig hún væri byggð - hvort hún væri byggð á „eðlilegan" hátt - sem sagt flókin, fjölbreytileg, óvænt. Slík borg væri manninum góð og slíkar borgir ætt- um við aftur að byggja. Reykjavik er varla slík borg en þrátt fyrir að þáttur Dananna væri góðra gjalda verður og ýmsar ábendingar þeirra athyglisverðar virtist mér þeir misskilja sjálft grundvallaratriðið. Að borgin væri kannski EKKI náttúrlegt umhverfi mannsins en sú borg væri skást sem best líkti eftir margbreytileika náttúrunnar. Og þar úti ætti maðurinn heima. Og þar sem ég ók æ lengra eftir Miklu- brautinni og byggðin tók að stijálast og maður fór að sjá Esjuna annars vegar og Bláijöllin hins vegar og sólin varð annað og meira en laumulegir geislar sem lýstu upp stundarkorn einhveija vélasmíð mannsins, þá fór hugurinn að léttast um leið og maður hugsaði með sér, jú, víst getur verið fallegt í henni Reykjavík, stundum og stundarkorn, en af hveiju að sætta sig við hálfkák, eftirlíkingu, hlýtur ekki hugur- inn að stefna út, undir fjallshlíð, á lækjarbakka. Áhyggjur af byggðamálum í þessu landi eru sumpart byggðar á misskilningi. Ef fólk vill flykkjast saman í eina kös verður lítt við það ráðið með stjórnvaldsaðgerðum. Spurningin um búsetu ræðst held ég þrátt fyrir allt ekki af einhveijum landsbyggðarstyrkjum heldur hvað maður hugsar á köldum haustmorgni. Er fal- legt í kringum mann? Mér skilst að enn í dag flytji á hveijum ein- asta degi fólk til Reykjavíkur utan af landi. Margt skiljanlegt við það. Maður er manns gaman. En á köldum haustmorgni eins og núna rennur samt fyrst og fremst upp fyrir manni að þessari sókn í borgina hlýtur fyrr eða síðar að linna. Það hljóta fleiri að sjá að stórhýsi eru aumir staðgenglar fjalla, umferðargöturnar eru engar ár, og þær stundir koma jafnvel á fal- legum morgni að maður fær nóg af þessari minnstu stórborg í heimi og langar að komast burt. Þetta er altso umsókn um jörð. Liggja ein- hveijar á lausu? frá Heilsugæslustöðinni Borgarncsi Innfluensubólusetning stendur nú sem hæst Ráðlagt er að sprauta alla 60 ára og eldri einnig alla sem eru með ónæmisbælandi sjúkdóma. Vinsamlegast pantið tíma milli kl 08.00 -16.00 alla virka daga í síma 437 1400 Starfsfólk Heilsugæslustöðvarinnar Borgarnesi. BORGARBYGGÐ Deiliskipulag að Bifröst í Borgarbyggð Samkvæmt ákvæðum 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, er hér með Iýst eftir athugasemdum við ofangreint skipuíag. Tillagan mun liggja frammi á Bœjarskrifstofu Borgarbyggðar fra 11. október 2000 til 9. nóvember 2000. Athugasemdum skal skila á bæjarskrifstofuna fyrir 23. nóvember 2000 og skulu þær vera skriflegar. Tillagan tekur yfir fyrri deiliskipulög er gerð hafa veriá fyrir svæðið. Borgarnesi 25. september 2000. Bœjarverkfrœðingnr Borgarbyggðar. Dssgurlagakeppni borgarfjaröar Dægurlagakeppni Borgarfjarðar verður haldin á árshátið UMF Reykdæla í Logalandi þann 18. nóvember næstkomandi. Skilyrði fýrir þátttöku eru að lögin séu frumsamin og hafi ekki verið flutt opinberlega. Lögum þarf að skila á hljóðsnældum með vélrituðum texta merkt: Gleðifundarnefnd co/ Sigríður Jónsdóttir Hömrum, 320 Reykholt. Borgarfirði. Hljóðsnældu og textablað skal senda undir dulnefni en nafn, heimilisfang og símanúmer höfundar þarf að fylgja með í lokuðu umslagi. Skilafrestur er til 2. nóvember. Gleðifundarnefnd UMF Reykdæla. Vantar þig aukatekjur? Gætir þú hugsaö þér: Ab hafa meiri tíma meb fjölskyldunni? Ab vera fær um ab skipuleggja eigin framtíb? Ab hafa möguleika á ab vera fjárhagslega sjálfstæb/ur? Við bjóbum uppá: Víbtækt þjálfunar- og stubningskerfi Alþjóblegt net starfsmanna sem veita stubning og hjálp meb reksturinn Upplýsingar í síma 881 9990

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.