Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2000, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 12.10.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 Aðalfundur smábátafélags Snæfells Sameiginlegur aðalfundur allra félaga innan smábátafélagsins verður haldinn á Kristjáni IX, Grundarfirði miðvikudaginn 18. október kl. 19:00 Venjuleg aðalfundarstörf. Örn Pálsson og Arthúr Bogason mæta á staðinn. Félagar fjölmennum Veitingar á staðnum Stjórnin - ';' - p . og Geitland vill vekja athugli á eftirfarandi. Geitland var friðlýst samkvœmt 24. grein náttúruverndarlaga nr. 1971,friðunin tók gildi 1988. Þar afleiðandi eru allar skotveiðar óheimilar þar. Þá eru rjúpnaveiðar bannaðar á Arnarvatnsheiði án leyfis. Upplýsingar eru veittar í símum og 435 1191 á kvöldin milli kl. 20:00 og 22:00. Stjórn sjálfseignarstofnunarinnar FVL !MS FFUTNINGAMIÖSTd© ViSTURtANDS fogaási % 316 d&rfawítm sfmí 4%11310 120 ára afinæli skólahalds á Akranesi 6 ára nemendur í Grundaskóla. Málþing var haldið í Fjölbrauta- skóla Vesturlands síðasdiðinn laug- ardag í tilefni af því að 120 ár eru liðin frá því að skólahald á Akranesi hófst. Dagskráin hófst á fyrirlestri Jóns Baldvins Hannessonar, ráð- gjafa, en fyrirlesturinn bar heitið “Góður nemandi og fróður”. Að honum loknum var boðið upp á margskonar málstofur. Þátttaka var með betra móti og auðsjáanlegt að skólamál á Akranesi vekja áhuga margra. Arið 1987 gaf Hörpuútgáfan út bók eftir Stefán Hjálmarsson, í til- efni af 100 ára afinæli skólahalds á Akranesi 7 árum áður. I bókinni er að finna margt forvitnilegt um skólahald á Akranesi fyrr og nú. Þar kemur meðal annars fram að bama- skólinn á Akranesi var settur í fyrsta sinn þann L október árið 1880 og var heildarkostnaður við byggingu hans 3.893,20 krónur. Skólinn skuldaði þó 2.400 krónur þegar skólastarfið hófst en þær skuldir vora greiddar niður á næstu árum. Það tókst aðallega vegna styrks sem skólinn fékk úr landssjóði auk þess sem haldnar voru þrjár hlutaveltur í fjáröflunarskyni fyrir skólann. Skólahúsið stóð á homi Vesturgötu og Skólabrautar og hafði bygging þess valdið verulegum deilum vegna fátæktar á Akranesi. 24 nemendur sóttu skólann fyrsta veturinn sem hann var starffæktur, 15 strákar og 9 stúlkur á aldrinum 7 - 14 ára. Nemendumir máttu þó sætta sig við það að vera allir í sömu kennslustofunni þar sem aðeins ein stofa var tilbúin þegar kennsla hófst. Kennari barnanna var Þorgrímur Guðmundsson, sem var þar af leið- andi fyrsti kennari skólans. Hann starfaði þar sem kennari í tvö ár. Árið 1882 var Oddur nokkur Guð- mundsson ráðinn og vora nemend- ur við skólann þá orðnir vel á fjórða tug. Námsgreinamar voru margvís- legar; lestur, kver, biblíusögur, skrift, reikningur, réttritun, undirstaða í dönsku, sögu og landaffæði auk þess sem söngur var kenndur tvisvar í viku. Stór hluti barna og unglinga á Akranesi sótti skólann þrátt fyrir að skólagjöldin væru mjög há, heilar 12 krónur. Skólahúsið var hlaðið úr steinum, en þó var einn veggur úr timbri. Það hefur verið í hópi bestu bamaskóla- húsa á landinu, enda var það eitt af fáum. Hluti þess var leigður til íbúð- ar og þá sérstaklega yfir sumarið, en skólinn var aðeins starfræktur í sex mánuði á ári. Arið 1912 var bamaskólahúsið við Skólabraut tekið í notkun. 33 ámm síðar var nemendafjöldinn hins veg- ar orðinn það mikill að nota varð gamla húsið til kennslu. Ari síðar, þann 4. desember árið 1946, sprakk þar olíuofn og húsið brann til grunna. Bæjarbókasafhið, sem var á efri hæð hússins varð fljótt alelda og aðeins tókst að bjarga 7 eða 8 bók- um. Þar með varð saga hússins öll. Ljóst er að margt hefur breyst frá þessum tíma. I dag em á Akranesi einn ffamhaldsskóli, tveir grunn- skólar, þrír leikskólar og tónlistar- skóli. Skólagjöldin og nemenda- fjöldinn hefur margfaldast og í raun er í fljótu bragði fátt hægt að sjá sameiginlegt með skólahaldi fyrr og nú. Markmið skóla er þó í meginat- riðum það sama því í fyrstu grein reglugerðar fyrir Barnaskólann á Akranesi segir, að ætlunarverk skól- ans sé að “uppfræða börn þau, er í hann ganga í lærdómsþekkingu og efla hjá þeim siðprýði”. Þessi reglu- gerð var samþykkt af stiftsyfirvöld- um árið 1881 og ekki er annað að sjá en að hún sé enn í fullu gildi. Ályktun frá þingi tónlistarskóla- kennara á Vesturlandi í Varma- landi 29. september 2000. Tónhstarskólakennarar á Vestur- mannastarfið ætti að vera launað. landi lýsa yfir stuðningi við kröfuna Tónlistarskólakennarar á Vest- um leiðréttingu launa, kröfuna um urlandi skora á skóla- og sveitar- 180 þúsund króna byrjunarlaun, 18 stjórnir í samvinnu við skólastjóra tíma kennsluskýldu á grunnstigi og tónlistarskólanna að standa vörð aukið vægi hóptíma í kennsluskyldu. um gæði kennslu, og að fag- Langt er frá því að menntun tón- mennska verði höfð í fyrirrúmi við listarskólakennara sé metin til skipulagningu skólastarfs. launa í samræmi við þá áratuga- Tónlístarskólakennarar á Vest- löngu þjálfun setn iiggur að baki urlandi minna á gildi tónlistar- þeirri sérhæfingu sem starf tónlist- menntunar og ótvíræð jákvæð á- arskólakennarans kallar á. Enn- hrif hennar á þrpska einstaklings- fremur vilja tónlistarskólakennarar ins. Alag og óánægja kennara í á Vesturlandi minna á að enn er starfi kemur niður á gæðum ekki gréitt fyrir notkun á þeirra eig- kennslu og uppbýggingu skóla- in hljóðfæmm og tækjum sem þeír starfe. Bætt kjör tónlistarskóla- nota við vinnu, né fyrir notkun eig- kénnara snerta því beint hagsmuni in bóka, nótna, eða annara gagna. nemenda tónlistarskólanna. Beri Tónlistarskóiakeunarar á Vestur- samfélagið hag barnanna fyrir landi hvetja til aukinnar virkni í brjósti er fjárfestingin í þeirra samskiptum félagsmanna og stéttar- þágu og framtíð. Betri byggða- félaga í baráttunrti fyrir bættum stefha þarfttast sterkra, hæfra og kjörum, og benda á að trúnaðar- skapandí einstaklinga. I Gæði í hverjum dropa ©ra LJJJULJJ m - LIÐAMÓT - Miklu sterkara og líka miklu ódýrara _ Akraness Apótek _ BORGARNESS o APÓTEK Stykkishólms apótek Ólafsvíkur apótek

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.