Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2000, Síða 6

Skessuhorn - 26.10.2000, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 26. OKTOBER 2000 SgESSUHÖBKI Smábáta- félagið Snæfell Aðalfundur Smábátafélagsins Snæfells var haldinn í Grundarfirði í síðustu viku. Félagið er samstarfs- vettvangur og hagsmunafélag smá- bátaeigenda á Snæfellsnesi. Um 40 manns sátu fundinn. I skýrslu Bergs Garðarssonar formanns kom fram að félagið hafi eflst talsvert og áorkað mörgu í hagmunamálum fé- lagsmanna. Um stöðu smábátaút- gerðarinnar sagði Bergur: “Enn eru það róðradagabátarnir sem eru milli skerja og tími kominn til að fara að afgreiða þeirra mál varan- lega svo þessi óvissa hætti. Það er ekki vinnandi undir fiskveiðistjórn- un þar sem þarf að vera að breyta á hverju ári og menn vita aldrei hvað er framundan. Þess vegna þarf að tryggja rekstrargrundvöll þessara báta. Eg er vongóður um að það takist að ná fram þeim breytingum að stytta sólarhringinn í tólf tíma og fjölga dögum um helming og opna aðgang að sjálfvirku tilkynn- ingarskyldunni í staðinn.” Síðan vék Bergur að aflamarksbátunum. “Aflamarksbátarnir voru farnir að síga upp á við með aukningu úr jöfnunarsjóði, en þá kom enn ein skerðinginn þegar allir áttu von á aukningu efdr sextán ára stjórnun. Leita þarf nýrra leiða fyrir afla- marksbáta svo heilsársrekstur þeirra sé mögulegur. Bergur vék svo að aflahámarksbátunum sem hann taldi best setta í dag og sagði: “Ekki gengur að öfundast út í aflahá- marksbáta þó þeir megi veiða ffjálst í aukategundum, heldur skulum við sækja um það fyrir aflamarksbáta líka”. Orn Pálsson ffamkvæmda- stjóri Landssambands smábátaeig- enda var á fundinum og skýrði stöðu mála hjá smábátaútgerðinni. I máli Arnar kom m.a. fram að þrátt fyrir að bátum hafi fækkað hafi afli smábáta aldrei verið meiri en á síð- asta fiskveiðiári. Síðan sagði Orn: “Það verður aldrei sátt um kvóta- Öm Pálsson ræðir við Lúðvík Smárason gjaldkera. Mynd IH Akraneskaupstabur Bcejar- og hérabsbókasafnib Samkeppni um nafn Stjórn Bæjar- oq héraðsbókasafnsins á Akranesi hefur ákvebið ab efna til samkeppni um sérstakt nafn á bókasafninu. Stefnt er ab því ab nafnib höfbi annars vegar til stabhátta og örnefna á Akranesi eba sé þjált nafn úr bókmenntum jDjóbarinnar og sagnahefb. Þessi skilyrbi eru þó ekki bindandi. Verðlaun verða veitt kr. 25.000 fyrir besta nafnið. í dómnefnd eru: Gísli Gíslason, bæjarstjóri, formaöur, Jósef H. Þorgeirsson og Halldóra Jónsdóttir. Dómnefndin áskilur sér rétt til ab taka hvaba tillögu sem er eba hafna öllum. Tillögum skal skilað í Bókhlöbuna, Heibarbraut 40 fyrir 3. nóvember 2000, merkt dulnefni. Rétt nafn höfundar skal fylgja meb í lokubu umslagi. Akranesi, 19. október, 2000. Menninqarmála- og safnanefnd Akraneskaupstabar. fí Um 40 trillukarlar sóttu aóalfund smábátafélagsins Smefells. MyndlH setningu aukategunda og þó stórút- gerðirnar saki trillukarla um að stela kvótanum hvað þessar tegund- ir varðar þá verða menn að líta á þá staðreynd að verðmæti þessara teg- unda frá dagróðrabátum er allt að 40% meira en hjá öðrum”. I stjórn Snæfells voru kosnir Bergur Garðarsson formaður, Lúð- vík Smárason gjaldkeri, Símon Sturluson, Jóhann R Kristinsson og Valur Gunnarsson. IH Fegurri sveitir Á Álftavatni í Staðarsveit býr Ragnhildur Sigurðardóttir M.Sc í umhverfisfræði. Ragnhildur er verkefnisstjóri í átakinu “Fegurri sveitir”. Guðni Agústsson land- búnaðarráðherra á hugmyndina að átaksverkefiúnu. Það er áhugamál hans og annarra forustumanna landbúnaðarins að sveitir landsins verði hvarvetna til íyrirmyndar. Verkefhið er á vegum landbúnaðar- ráðuneytisins í umboði ríkisstjórn- arinnar. Ragnhildur hefur annast daglega framkvæmdastjóm og innri og ytri kynningu á verkefhinu. Að- setur hennar er á heimaskrifstofu í Staðarsveit og í landbúnaðarráðu- neytinu. Víða farið Ragnhildur hefur í sumar verið á ferð um landið og heimsótt þátt- takendur sem nú em orðnir 108 að tölu. Þátttökusveitarfélögin em 46 og þar af vom 38 heimsótt í sumar. I Svínavatnshreppi, Skeggjastaða- hreppi og Helgafellssveit var hver einasti bær heimsóttur og bændur fengu einstaklingsráðgjöf auk upp- lýsinga um þjónustu sveitarfélags- ins, sem síðar var fýlgt efdr með bréfi. Annars staðar var fundað með sveitarstjóra, hreppsnefnd, um- hverfisnefnd eða öðmm tengilið- um, talað á opnum fundum eða boðið upp á heimsóknir til íbúa. “Þó að víða megi ferðast um falleg- ar sveitir og horfa heim að vel hirt- um bæjum er það of algengt að um- gengni sé áfátt til sveita. Asýnd sveitabæja skiptir miklu máli fýrir markaðssetningu landbúnaðaraf- urða og hefur án efa áhrif á sjálfs- virðingu og líðan ábúenda”. Bílakirkjugarðar “Á nokkrum stöðum má sjá brotajám, jafnvel heilu bílakirkju- garðana, blasa við og að spilliefhum s.s. rafgeymum hafi ekki verið kom- ið fýrir á forsvaranlegan hátt. Oft er um að ræða “gamlar syndir”, bílhræ ffá þeim tímum þegar erfiðara var að nálgast varahluti en nú er og hugsanahátturinn var annar. Plast- drasl hangir víða á girðingum og fjörur þurfa hreinsun. Nokkuð er um útihús í niðurníðslu og eðlilegt viðhald hefur sums staðar sedð á hakanum vegna lélegrar afkomu. Á mörgum eyðijörðum þarf að taka til hendinni og það sama gildir um eignir ýmissa opinberra aðila, fýrir- tækja og félagasamtaka. Verkefhið er fólgið í því að hvetja til, samstilla og jafnvel skipuleggja, alhliða tiltekt og fegrun. Að vekja hvem einstakan landeiganda og eða vörslumann lands til meðvitundar um mikilvægi þess að ganga vel um og að það sé ekki einkamál hvers og eins hvemig umgengnin er”. Athyglisverð skýrsla Ragnhildur hefur nú sent ffá sér skýrslu um verkefhið og koma þar ffam margar athyglisverðar upplýs- ingar sem vert væri þeim sem áhuga hafa að kynna sér. I skýrslunni er fjallað um vandamál tengd brota- járni en álittið er að allt að 9 tonn séu að meðaltali á bæ. Árlega falla til um eitt þúsund tonn af landbúnað- arplasti hér á landi og er meirihluti þess urðað þrátt fýrir að til sé fýrir- tæki sem getur endurunnið það. I báðum tilvikum vegur flumings- kosmaður meira en þau verðmæti sem í húfi em. “Lélegar girðingar em verri en engar girðingar og af þeim stafar slysahætta fýrir menn og dýr. Mikið starf er óunnið við að rífa gamlar girðingar. Ef gagn á að vera af girðingum þá þurfa þær stöðugt viðhald. Þá standa víða gömul ónýt hús og örmur mann- virki, sem em til lýta og af stafar slysahætta. Vissulega gemr verið um menningarverðmæti að ræða en þá ber að gera þeim hátt undir höfði. Annars vex mörgum í augum kosmaðurinn og vinnan við að rífa mannvirki”. Þáttur annarra Sveitarfélög hafa flest tekið vel við sér við söfhun spilliefha eftir gildistöku spilliefnalaganna. Og með álagningu spilliefnagjalds á ol- íuvörur þann 15. mars 1999 kom til framkvæmda þjónustusamningur milli Spilliefhanefndar og íslenskra olíufélaga. Olíufélögin sækja úr- gangsolíuna til allra sem hafa olíuna í tönkum, í það minnsta 4001 hverju sinni. Þá er gaman að geta þess að allar málningaverksmiðjumar veittu milli 30 - 35 % afslátt til þátttak- enda í þessu verkefni. “Þetta verk- efni er gott dæmi um hverju skipu- lögð átök geta áorkað”. IH

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.