Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2000, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 26.10.2000, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 26. OKTOBER 2000 Muauhuui Líf og fjör í Dölunum Laugardagskvöldið 21 október sl. var haldinn dansleikur í Félags- heimilinu Arbliki í Miðdölum. Þar mættu tæplega 130 manns og tóku á móti hinum þekkta íslenska vetri að hætti okkar Dalamanna. Það var tmgmennafélagið Æskan í suður- dölum sem stóð að þessum dansleik ásamt hljómsveitinni Dúett sem er fyrir löngu búin að tryggja sér sess hér í suðurdölum sem hljómsveit hússins. Það gladdi undirritaðan hversu vel heimamenn tóku í það að skella sér á dansleik, aumir og fótsárir, eft- ir eltingaleiki haustsins, við hina landsþekktu sauðkind. Þáttur unglinganna á þessu balli var stór. Auglýst hafði verið að húsið myndi opna kl 22:45 og var staðið við það. Aðeins nokkrum mínutum eftír að dymar voru opn- aðar, streymdi inn hópur vel bú- inna og snyrtilega unglinga, sem alla jafna eru í skóla sunnan Bröttu- brekku, og gengu þau rakleiðis inn á dansgólfið og hófu að dansa. Fljót- lega tók fólk að streyma inn og eins og með unglingana tók það á rás beint út á gólfið. Samhliða dansin- um voru seldir happdrættismiðar og voru góðir vinningar í boði, sem allir gengu út. Dansleikurinn tókst vel í alla staði. Greinilegt var að fólk var hingað komið til að hittast og dansa. Ftdlorðnir og ungir hver við annan og í sátt og samlyndi. Það mátti heyra á vel flestum sem þama komu að það hafi verið gaman og greini- legt að unglingarnir okkar hafi ver- ið sér og sínum til mikils sóma. Það var spilað til kl 3:00 eins og lög gera ráð fyrir og rýming hússins tók aðeins 25 mín. Fyrir kl fjögur vom allir starfsmenn famir heim og lagstir til hvílu, utan nokkurra sem þótti ekki taka því að fara að sofa þar sem stutt var í að formúlan hæf- ist kl 6:30. Undirritaður þakkar Æskuni fyr- ir framtakið og vonar að þess verði ekki langt að bíða að hann komist aftur í Arblik að dansa, því þar sá hann AMOR bregða fyrir og langar til að ná af honum tali!!!!!!!!! Ranie Leifur tók vel á í boxinu. Til hœgri má sjá Einar Karel en hann var valinn Ijós- myndafýrirsieta keppninnar. Þeir voru flottastir ogfara í Hr. Island. Ev. Sigurvin, Leifur og Óóinn. Myndir: Triimnað Löng hefð er fyrir hverskonar íþróttaiðkun í Stykkishólmi og em þar stundaðar flestar tegund- ir íþrótta. Þó hinar hefðbundnu íþróttir séu mest í sviðsljósinu vekur það athygli og jafnvel undrun meðal vegfarenda sem sækja Stykkishólm heim að það heyrir til undantekninga ef menn verða ekki varir við fólk á gangi eða hlaupum fyrir ofan bæinn. Þessar tvær voru á harðaspretti er blaðamaður átti leið í Stykkis- hólm síðastliðinn mánudag. IH “I faðmi fjalla blárra”

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.