Skessuhorn - 26.10.2000, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 26. OKTOBER 2000
gjglSSUH©BM
r i
HáGfEDfl fRfllYIKÖLLUN
Filma fylgir hverri framköllun yfir kr. 1.000,-
5 filmur
<101 a*.
10 filmur, i
20 aftL
50% afsl. af aukasetti af
tnyndum ef pantað er strax
Stækkanir altt að 21x30 cm.
Passamyndir
Tökum eftir gömlum Ijósmyndum
Litaljósritun á pappír og glærur
(lægsta verð landsins)
Nafnspjöld með eða án mynda
Plöstun, forsíður, teikningar
Móttökustaðir
Akranes;
Búðardalur;
Drangsnes:
Grundarfjorður;
Hellissandur;
Hólmavlk;
Hvammstangi;
Ólafsvík;
Reykhólar:
Stykkisnólmur:
Skriðuland:
Versl.Model
Dalakjör
Kaupf.Steingrímsfj.
Bensínstöðin
Hraðbúð Esso
Kaupfél.Steingrímsfj
Versl.Hlín
Söluskáli Gunnars
Arnhóll
Bensínstöðin
iónsbúð
FRAMKÖLLUNARÞJÓNUSTAN EHF.
BRÚARTORGI - 310 BORGARNESI - S. 437-1055
__________________;__________/
Verd kr
Frá vinstri: Fríða, Ásdis, Guðmundína ogjóhann við lesturinn
FVA gerir þátt
fyrirBBC
Síðastliðinn þriðjudag unnu þrír
nemendur og einn kennari að því í
Fjölbrautaskóla Vesturlands að taka
upp lestur á nokkrum textum fyrir
BBC. 'Iextarnir sem um ræðir eru
tvö erindi úr Hávamálum, einn
stuttur texti sem lýsir því að víking-
ar hafi tekið sér bólfestu í nafn-
greindum héruðum í Bretlandi og
sá síðasti er kynning á nemandan-
um á nútímaíslensku. Þau Fríða
Bjarnadóttir, Guðmundína Arndís
Haraldsdóttir og Jóhann Pétur Pét-
ursson (nemendur) og Asdís Krist-
insdóttir (kennari) sáu um lesturinn
og Helgi Þór Heiðarsson, sem
einnig er nemandi við skólann, var
tæknimaður í upptökunni.
Eins og áður sagði var upptakan
unnin fýrir BBC sem hyggst gera
útvarpsþátt um víkinga sem verður
sendur út í desember. Auk þessa
kemur The Viking Network til með
að setja upp vefsíðu í tengslum við
þáttinn og verður skólans getið á
þeirri síðu. Harpa Hreinsdóttir,
kennari við skólann og stjórnandi í
The Viking Network segir að mjög
oft sé leitað til samtakanna með
ýmislegt sem snertir víkinga, en
samtökin eru grasrótarsamtök á-
hugamanna um víkinga. Forsaga
þessa máls er að BBC leitaði til
Barrie Rhodes, breska stjómand-
ans í The Viking Network, og
óskaði eftir aðstoð, meðal annars
við að fá íslenskan upplestur þar
sem íslenska líkist máli víkinga á 10.
öld einna mest allra þjóðtungna.
Barrie sendi erindið áfram til
Hörpu og þar með var Fjölbrauta-
skóli Vesturlands orðinn þátttak-
andi í þessu spennandi verkefni.
SÓK
Hafsteinn á nýja vinnustaönum ífylgd Rósants. Mynd IH
Nýr hafnarvörður
Hafsteinn Garðarsson hefur
verið ráðinn í starf hafnarvarðar
við Grundarfjarðarhöfn. Haf-
steinn er skipstjóri að mennt og
hefur verið skipstjóri og stýrimað-
ur á togurum frá Grundarfirði í
tæpa tvo áratugi. Hafsteinn tekur
við starfi af Rósant Egilssyni sem
starfað hefur við höfhina í tæp níu
ár. Rósant tók í haust við starfi
húsvarðar við Grunnskólann í
Grandarfirði. IH
Skip og kvóti
Soffanías Cecilsson hf. í Grund-
arfirði gekk í síðustu viku frá kaup-
um á Hring GK frá Hafnarfirði
með öllum veiðiheimildum.
Hringur GK er 151 brúttórúmlesta
stálbátur, smíðaður í Stálvík í
Garðabæ 1972. Báturinn var síðan
lengdur 1973 og byggt yfir hann
1985 og loks lengdur aftur 1990.
Báturinn er með Caterpillar-vél frá
1998. Upphaflega hét hann Rita
NS, svo Brimnes SH og Þorlákur
AR. Á yfirstandandi fiskveiðiári er
báturinn með alls rúmlega 500
tonna kvóta í þorskígildum talið og
þar af eru 466 tonn af þorski, 28
tonn af ýsu og 10 tonn af ufsa.
IH