Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2000, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 26.10.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 26. OKTOBER 2000 Alyktun frá atvinnuþróunar- nefiid Borgarfj arðarsveitar Á fundi atvinnuþróunarne&idar Borgarfjarðarsveitar, haldinn á Hvanneyri þann 19. október sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt. A undanfömum mánuðum hefur verið greint ffá því í fjölmiðlum að Námskeið í upplýs- ingatækni I byrjun október hófst í Fjöl- brautaskóla Vesturlands nám- skeið í upplýsingatækni. 26 kenn- arar í skólanum taka þátt í nám- skeiðinu sem stendur yfir fjóra laugardaga. Kennarar á nám- skeiðinu em Adi Harðarson, Harpa Hreinsdóttir og Hafdís D. Hafsteinsdóttir. Aðalviðfangsefni námskeiðsins er vefsíðugerð og hvemig hægt er að nýta vefi sam- hhða hefðbundinni kennslu. Mik- ill áhugi hefur verið á notkun upplýsingatækni í kennslu meðal kennara skólans og fer hann vax- andi. Námskeiðið er liður í því að efla þennan þátt skólastarfsins. Nýlega komu fram niðurstöður úr tveimur könnunum sem vora meðal annars lagðar fýrir kennara í FVA og í ljós kom að hærra hlut- fall kennara þar fer á endur- menntunamámskeið heldur en í öðram framhaldsskólum. Þessar niðurstöður sýna að kennuram skólans er augljóslega mikið í mun að fylgjast með þeirri þróun sem á sér stað í öllu sem viðkem- ur skólamálum og er ekkert nema gott um það að segja. SOK fyrir dyram standi að hefja ræktun ýmissa s.k. heilsujurta í stóram stíl, með það að markmiði að framleiða hráefni til iðnframleiðslu á ýmis- konar heilsuvörum. Fram hefur komið að mjög er horft til Borgar- fjarðar sem vænlegrar staðsemingar slíkrar framleiðslu, ekki síst m.t.t. mögulegs samstarfs við Landbún- aðarháskólann á Hvanneyri varð- andi ýmsar ræktunar- og verkunar- tilraunir sem nauðsynlegt er að gera í þessu sambandi. Atvinnuþróunarnefnd Borgar- fjarðarsveitar fagnar þessum áform- um og væntir þess að heimamenn í Borgarfjarðarsveit taki fagnandi nýjum tækifærum til ræktunar. Það er ósk nefndarinnar að á næstu misserum muni þessi nýbreytni auðga landbúnaðarframleiðslu í sveitarfélaginu. jfósep Blöndal meðfranska homiS ásamt hinnm bjartsýna kennara Paviek Dziewonski. Mytid IH Á ferð í Stykkishólmi á dögunum hafa gengið á hljóðið var Ijóst að varð blaðamaður Skessuhoms var það barst frá herbergi á efri hæð við sérkennileg hljóð. I fyrstu skólans. Þar inni var þá Pawek virtist sem blásið væri í skipslúðra Dziewonski tónlistarkennari að en svo varði ljóst að hljóðin komu kenna Jósep Blöndal lækni á frá Tónlistarskóla Stykkishólms. franskthorn. Hvoragur þeirra ef- Hljóðin vora of óregluleg til að aðist um aðjósep gæti lært á horn- koma frá branaviðvörunarkerfi en ið. eigi að síður forvitnileg. Eftir að IH Reykholt í Borgarfirði Söngtónleikar í Reykholts- kirkju til styrktar kirkjunni Næstkomandi sunnudag 29. október kl. 16.00 verða haldnir í Reykholtskirkju styrktartónleikar fyrir kirkjuna. Söngkvartettinn Ut í vorið og Signý Sæmundsdóttir óp- erasöngkona munu flytja íslensk einsöngslög, vinsæl kvartettlög, lög eftir Jón Múla og Jónas, tvö fær- eysk sönglög útsett fyrir sópran og 4 karlaraddir og Mansöng eftir Schubert, einnig fyrir sópran og fjórar karlaraddir. Það er ferðaþjónustan Heimskringla sem stendur að tón- leikunum ásamt tónlistarfólkinu, en aðgangseyrir verður látinn renna óskiptur í byggingarsjóð kirkjunnar. Listamennirnir eru Borgfirðingum og öðrum tónlist- arunnendum að góðu kunnir. Kvartettinn hefur haldið yfir 30 tónleika í öllum landsfjórðungum og hvarvetna hlotið góða aðsókn og undirtektir. Hann hefur einnig sungið í Englandi, Hollandi og Færeyjum. Margir minnast með ánægju fyrri tónleika kvartettsins í Reyk- holtskirkju, þar sem rifjaðar voru upp sígildar perlur í anda þeirrar hefðar sem hófst með MA-kvar- tettinum góðkunna. Á efnisskránni nú era m.a. lög af væntanlegum hljómdiski sem tekinn var upp í kirkjunni nú í sumar. Söngkvartettinn Ut í vorið var stofnaður haustið 1992 afþeimÁs- geiri Böðvarssyni, Einari Clausen, Halldóri Torfasyni og Þorvaldi Friðrikssyni. Snemma árs 1993 kom píanóleikarinn Bjarni Þór Jónatansson til liðs við kvartettinn. Hann starfar sem píanókennari, organisti og undirleikari í Reykja- vík. Signý Sæmundsdóttir hefur tekið þátt í óperauppfærslum á Islandi og á erlendri grandu, haldið ijölda einsöngstónleika og komið fram með Sinfóníuhljómsveit Islands og fjölda kóra. Signý hefur verið raddþjálfari kvartettsins Ut í vorið um árabil. Það er von þeirra sem að tónleik- unum standa að Borgfirðingar og allir velunnarar Reykholts fjöl- menni á tónleikana og sýni þar með í verki stuðning við það mikla átak sem verið er að gera á staðnum með byggingu Reykholtskirkju - Snorrastofu. Miðaverð er 1500.-kr. ('fréttatilkynning) 'Penninn Spjall í byrjiin vetrar Nú hefur sumarið rannið sitt skeið og haustið tekið völdin með litaskrúði sínu. Oftar en ekki verður okkur hugsað til þess hvað það væri gott að fá að hafa sumarið ein- um mánuði lengur, einkum þegar rósirnar og fleira í garðinum okkar era í fullum blóma og era alls ekki tilbúnar í slaginn. Þetta sumar hefur verið afburða sólríkt og gott og við eram afar kát með það hvað okk- ur var skammtað að þessu sinni. Hugurinn leitar yfir þessa mánuði og við skulum skoða það nánar. s Iþróttir og menning Síðan í mars hefur margt á daga okkkar drifið og hver viðburðurinn rekið annan. Má þar nefna sýningar allskonar, útilistaverk sjö listamanna afhjúpuð við Leyni, Langasand og Elínarhöfða, gönguferðir og fleira í þess- um dúr í tengslum við Reykjavík menningar- borg árið 2000, og nefnt hefur verið hér Sjávarlist. Og eiga allir sem þar hafa komið við sögu miklar þakkir skyldar. Ekki má gleyma öllum íþróttamótunum og öllu því fólki sem hingað kemur í tengslum við þau og þar höfum við skapað okkur ákveðinn sess. Það er virkilega gaman að sjá það líf og fjör sem skapast við Grandaskóla þegar mót- in era og þar verður allt sem fýrr þó svo að nýja tjaldstæðið verði endanlega auglýst og tekið í notkun næsta sumar. Þá era það Irsku dagarnir sem tókust með afbrigðum vel og verið er að skoða dagsetningar á þeim fýrir næstra sumar. Þar munum við líka skapa okkur ákveðin sess sem er kominn til að vera. Vinnuskólinn Mikil umræða hefur átt sér stað um vinnu- skólann að undanförnu, og ætla ég að minn- ast á hann sem einn þátt og það mjög mikil- vægan einmitt núna að loknu sumri. Við skulum aldrei gleyma því í hita umræðna að aðgát skal höfð í nærvera sálar eins og ein- hversstaðar stendur skrifað, og að við eram að tala um börnin okkar sem era í sumar- skóla. En þau era að vinna sér inn peninga það er rétt, en það era ekki þau sem ákveða hvernig vinnan er skipulögð og unnin held- ur við sem sem um hana eigum að taka á- kvörðun hverju sinni. Meirihluti bæjar- stjórnar hefur oft rætt um það hvernig þess- um málum sé best komið með bæjarbúa og börnin sem þar vinna í huga. Við höfum skoðað það að það þurfi að tækjavæða skól- ann betur og mun það verða eitt af þeim verkefnum sem fara inn til næstu fjárhagsátl- unargerðar. Einnig hef ég lagt til að hugsan- lega eigum við að horfa meira á bæinn í víð- ara samhengi, þannig að skifta honum meira niður þannig að hver flokksstjóri beri meiri ábyrgð á sínu svæði. Þetta verður allt grand- skoðað fýrir næsta sumar. Leikskólamál Nú á haustdögum kemur í ljós að tuttugu og sex börn eru á biðlista á leikskóla hér í bæ. Hvað er til ráða? Það er afar ánægjulegt að börnunum fjölgi og nú á næstu árum era að koma inn stórir árgangar, allt að hundrað börn. En það ýtir óneitanlega á okkur og segir okkur það að eitthvað verðum við til bragðs að taka. Við höfum undanfarið horft mjög til sveitarfélaga sem era í svipaðri stöðu, og hafa leist þetta með því að borga mismun milli dagmæðra og leikskóla með börnum sex mánaða til sex ára fýrir átta til tíu tíma vistun á dag. Þetta munum við einnig skoða mjög náið við gerð fjárhagsá- ætlunar. Vonandi ber okkur gæfu til á næstu árum að horfa á nýjan Ieikskóla eins og Teigasel, sem reis hér á sfðasta ári, verða að veruleika. Eins og sakir standa eru það grannskólarnir okkar sem hafa forganginn. Eins og öllum er kunnugt um þá verða þeir einsemir árið 2001 og 2004, og satt best að- segja era aðrar skólabyggingar ekki í farvatn- inu að sinni. En við verðum samt að vera bjartsýn og horfa til framtíðar, þar era mörg og ögrandi verkefni og ásamt skólamálunum skulum við í leiðinni hugsa til eldri kynslóar- innar. Við þurfum að taka um það ákvörðun hvað við gerum hugsanlega í náinni framtíð varðandi Dvalarheimilið Höfða að byggja þar við eða einhverja aðra byggingu fýrir eins og félagsaðstöðuna sem nú þegar er orðin allt of lítil. Einnig vantar okkur tilfinn- anlega fleiri vistunarpláss á Höfða. Biðlistinn þar er allt of langur líka, og með bættum lífs- kjörum og fleiri börnum að koma í heiminn megum við heldur ekki gleyma því að við verðum eldri og ffískari í dag en nokkurn tíma áður. Hverfafimdir Þau eru mörg málin sem betur fer sem þarfnast skoðunar og ákvarðanatöku í bæ sem gott er að búa í og skilyrði til búsetu era góð. En oftar en ekki er sveitarstjórnar- manninum settar skorður af ríkisvaldinu, með að forgangsraða fjármunum í sveitarfé- laginu og hefur það aukist mjög hin síðustu ár að við höfum ekkert um það að segja þeg- ar verkefni sem ríkisvaldið ákveður era sett á sveitarfélögin. Á vordögum lagði undirrituð fram tillögu í bæjarstjörn að haldnir yrðu þrír til fjórir hverfafundir þar sem bæjarbúar Sigríður Gróa Kristjánsdóttir ættu þess kost að kynna sér hina ýmsu málaflokka, þar sem eins og áður sagði er margt að gerast hjá okkur í skipu- 1 a g s m á 1 u m , skólamálum o.fl.ofl. Einn fundur var hald- inn fýrir sumarið og hefði verið gaman að sjá fleiri þar. Þar fluttu níu embættismenn bæj- arins góð erindi og fóra mjög vel yfir hin ýmsu mál sem á okkur brenna. Einnig vil ég vekja athygli á því að nú er auðveldara fýrir fólk en nokkru sinni fýrr að fýlgjast með því sem er að gerast í bæjarstjórn með tilkomu heimasíðu Akraneskaupstaðar. Þar er talsvert af upplýsingum um bæjarmálin og enn á eft- ir að bæta þá þjónustu. Nýlega var sett upp spjallrás á heimsíðuna þannig að nú geta bæjarbúar komið athugasemdum sínum um það sem betur má fara og hverjum og einum verður svarað á sama vettvangi auk þess sem viðkomandi starfsmanni bæjarins verður sent það sem við á hverju sinni. Að lokum vil ég hvetja bæjarbúa til að fýlgjast með auglýsingum varðandi fleiri firndi í hverfunum sem verða haldnir fljót- lega nú á haustdögum um leið og ég óska þess að við öll megum eiga gott haust og góðan vetur. Sigríður Gróa Rristjánsdóttir, bæjatfulltrúi á Akranesi. [Millijýrirsagnir eru Skessuhoms]

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.