Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2000, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 26.10.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 26. OKTOBER 2000 ■.r.Yini.i.. At hann fengi kotbæ þann hálfan... Föstudaginn 20. október s.l. var nýtt húsnæði sýslumanns Snæfell- inga tekið formlega í notkun við hátíðlega athöfh. Sólveig Péturs- dóttir dómsmálaráðherra sagðist í ávarpi sínu fagna þessum áfanga þar sem þetta væri fyrsta hús þessa embættis sem eingöngu væri ætlað að hýsa starfsemi þess. Ráðherra hvað það styrkja löggæsluna í land- inu að búa henni góða aðstöðu. “Hér er byggt til framtíðar og öll aðstaða er samkvæmt kröfum tím- ans.” Þá sagði hún það gleðiefhi að málum sem lögreglan á Snæ- fellsnesi fengi til meðferðar hafi fækkað mikið milli ára s.l. 3 ár. Sýslumaður Snæfellinga Olafur K Olafsson rifjaði upp og bar saman hagi sýslumanna fýrr og nú. “Það hefur ekki gerst í aldalangri sögu embættis sýslumanns Snæfellinga að embættið fái afhent til afhota húsnæði sem eingöngu er byggt til að hýsa starfsemi þess. A slíkum tímamótum er gaman að reyna að draga upp ofurlitla mynd af þeim fjölbreytta húsakosti sem embættið hefur búið við í tímans rás.” Síð- an vitnaði Olafur í forvera sinn Jón Espólín sem fékk konungsveitingu fyrir embættinu haustið 1792. “Fyrsta verk Jóns Espólín var ekki að reisa sér þak yfir höfuðið heldur reisti hann gapastokk á Ingjalds- hóli.” Síðan lýsti Ólafur húsnæð- isvandræðum Jóns Espólín og í niðurlagi þeirra lýsingar segir: víkurhreppi.” Síðar í ræðu sinni fjallar Ólafur K Ólafsson um hve skjalavörslu hljóti að hafa verið á- Nýja húsnáði sýslumanns Snæfellinga. “Jón Espólín tók það ráð að kalla hreppsstjóra sína saman og leitaði ásjár hjá þeim og bað þá styrkja til þess að hann fengi kotbæ þann hálfan, er Selvöllr hét. Var það úr en þó fékk hann þar húsnæði ekk- ert, nema kofa einn utan bæjar eðr skemmu. Þarna bjó Jón Espólín við þröngan kost og slæma heilsu í eitt ár fram í fardaga 1796. Fyrir 200 árum var því embætti og heimili sýslumanns Snæfellinga til húsa í kofa eður skemmu í Breiða- fátt við þær aðstæður og embættið á stöðugum flækingi. Sýslumaður vitnaði til bréfs sem Páll Melsteð sýslumaður skrifaði Jóni Sigurðs- syni í febrúar 1850. “Voru sýslu- pappírar hér opt og tíðum gyimdir í hálftunnum og hripum út í hest- húsi.” Eftir þessa skemmtilegu upprifjun blessaði séra Gunnar Ei- ríkur Hauksson húsið. Síðan var gestum boðið að skoða sig um. Fjöldi gesta var við vígsluna. IH. Tax-free dagar á Akranesi Tilboð og afsláttur í öllum verslunum í dag hefjast “Tax-firee” dagar á Akranesi sem ríflega 50 aðilar í verslun og þjónustu taka þátt í. Skaginn er þó ekki orðið firíríki og skattaparadís eitt sveitarfélaga á Islandi heldur er hér um að ræða átak til að vekja athygli á verslun og þjónustu í bænum. “Já, við viljum vekja athygli á verslun og þjónustu á Akranesi,” sagði Sævar Haukdal, talsmaður verslunareigenda á Akranesi í sam- tali við Skessuhorn. “Undanfarið hefur verið mjög neikvæð umræða um verslun hérna og því haldið fram að hún eigi undir högg að sækja í kjölfar opnunar Hvalfjarðarganga, og jafnvel látið að því liggja að versl- un sé að leggjast hér af sem er algjör firra.” Að sögn Sævars töldu versl- segir lægri lágmarksupphæð en mið- að er við í Tax-ffee verslunum al- mennt. “Margir af þeim sem fara er- Nýfæddir Vesdendingar eru boðnir velkomnir í heiminn um leið og nýbökuðum foreldrum eru færðar hamingjuóskir. 20. október kl 05:23-Sveinbam- Þyngd:3400-Lengd:49 cm. Foreldrar: Þórdís Helga Benediktsdóttir og Unn- steinn Oskar Andre'sson, Borgamesi. Ljósmóðir: Hafdís Riínarsdóttir. unareigendur á Skaganum ástæðu til að breyta þessari neikvæðu umræðu og ætla að gera það með þessum hætti. “Besta leiðin er að gera eitt- hvað sem ekki hefur verið gert áður og við ákváðum að nota þessa “tax- free” hugmynd og bjóða viðskipta- vinum okkar vörur á afslætti sem jafngildir afslættinum þegar fólk verslar taxffee,” sagði Sævær. Boð- inn verður 15 % afsláttur við kassa af flestum vöruflokkum ef verslað er fýrir 3000 kr. eða meira sem Sævar lendis í verslunarleiðangra taka þetta taxfree-dæmi með í reikninginn þegar þeir meta hvað hlutirnir kosta og við ætlum að bjóða sama afslátt. Við vonum að þetta veki athygli og breyti þessari umræðu sem hefur verið í gangi,” sagði Sævar Haukdal. Verslanir á Akranesi verða opnar til 22 í kvöld og tax-free tilboðin standa til laugardags sem verður langur og verslanir þá opnar til kl. 17 KK. Páll Pétursson og AuSur Grímsdóttir meS gœSaverSlaun Coldwater. Mynd IH Gæðaverðlaun Coldwater Hraðfrystihúsi Hellissands var á dögunum afhent gæðaverðlaun Coldwater. Verðlaunin eru veitt þeim fýrirtækjum sem skara fram úr í gæðum þeirrar vöru sem fýrir- tækið kaupir. Árið 1975 var byrjað að veita þessar viðurkenningar og eru verðlaunin nú veitt í lok hvers kvótaárs. Hraðfrystihúsið er eitt sjö viðskiptafyrirtækja Coldwater sem hljóta viðurkenningu að þessu sinni. Páll Pétursson yfirmaður gæðamála hjá Coldwater í Banda- EKn ekki til Beirút Keppninni um titilinn Ungfrú Evrópa sem átti að fara ffam nú um mánaðamótin hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna stríðsástands sem ríkir í Líbanon þar sem halda átti keppnina. Elín Málmfríður Magríúsdóttir, sem er firlltrúi Is- lands í keppninni, kemur því til með að halda sig innan land- steinanna enn um sinn. SÓK Ný skólanefnd FVA Skipunartími skólanefrídar FVA rann út í september síðastliðnum og hefur menntamálaráðherra því skipað nýja skólanefnd til næstu fjögurra ára. Þrír fulltrúar eru skip- aðir án tilnefríingar en það eru þau Bergþóra Jónsdóttir Hrútsstöðum, Sigríður Finsen Grundarfirði og Þorgeir Jósefsson Akranesi. Tveir fulltrúar í nefrídinni eru tilnefrídir af sveitarfélögum þeim sem aðild eiga að skólunum, en það eru þær Borghildur Jósúadóttir Akranesi og Guðrún Jónsdóttir Borgarnesi. Auk þeirra eiga sæti sem áheyrnar- fulltrúar þau Steinunn Eva Þórðar- dóttir tilnefnd af kennurum og Leifur Jónsson tilnefrídur af NFFA (Nemendafélag Fjölbrautaskóla Vesturlands). Aheyrnarfulltrúarnir eru tilnefrídir til eins árs í senn. Helstu hlutverk skólanefrídar eru að marka áherslur í starfi skólans, að bæta samstarf skóla og atvinnu- lífs, að ákveða námsframboð, sam- þykkja skólanámskrá, setja reglur um notkun skólahúsnæðis utan skólatíma og að gera árlega starfs- og fjárhagsáætlun fýrir skólann svo fátt eitt sé upptalið. SOK ríkjunum gat þess að á árinu hafi Coldwater keypt 603 tonn af þorskflökum sem eru um 65% af þorskflakaframleiðslu Hraðfrysti- hússins. Hann gat þess einnig að fýrirtækið væri langstærsti fram- leiðandi á þorskflökum í 5 punda pakkningu á Bandaríkjamarkað. “Við hjá Coldwater segjum að þetta fýrirtæki sé lykillinn að því að við erum enn að selja þessa pakkningu á Bandaríkjamarkaði.” Hraðfrystihúsið hefur hlotið þessi verðlaun tvisvar áður, 1992 og 1997, en árið 1987 hlaut fýrirtæk- ið einnig hliðstæða viðurkenningu. “Svona árangur næst náttúrulega ekki nema með mjög góðu starfs- fólki og stjórnendum. Jöfn og stöðug gæðastjómun og skilningur allra á mikilvægi gæðanna er það sem þarf til að komast í hóp þeirra sem þessi verðlaun hljóta. Mikil- vægasti þátturinn í því að ná svo háu verði sem við erum að ná á Bandaríkjamarkaði er auðvitað jöfn gæði. Hágæðaframleiðsla eins og sú sem héðan kemur hjálp- ar okkur að halda Icelandic vöm- merkinu enn á toppnum efrir 53 ár.” Páll færði síðan starfsfólki kveðjur og hamingjuóskir frá starfsfólki Coldwater og bað síðan Auði Grímsdóttur að taka við verðlaununum fýrir hönd starfs- fólks Hraðfrystihússins. IH Skrif- stofumar fluttar Um síðustu helgi vom skrifstof- ur Akranesveitu sameinaðar skrif- stofu Akranesbæjar að Stíllholti 16 - 18. Þá var aðsetur garðyrkju- stjóra, bygginga- og skipulagsfull- trúa og heilbrigðisfulltrúa flutt að Dalbraut 8 þar sem tæknisvið bæj- arins verður til húsa. Að sögn Gísla Gíslasonar bæjar- stjóra gengu flutningar vel og kvaðst hann bjartsýnn á að stuttan tíma tæki að aðlagast þessum breytingum. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.