Skessuhorn - 23.11.2000, Blaðsíða 1
Þjóðlendum
firestað
Nú liggur fyrir að kröfunefnd
um þjóðlendur hefur ffestað því
gera kröfur um þjóðlendur á
Snæfellsnesi í þrjú ár. Nú þegar
hefur kröfunefndin lýst kröfum í
Amessýslu um hvað skuli vera
þjóðlendur og hvað einkalönd.
Þar eru þinglýstar eignaheimild-
ir að engu hafðar. Bændur fyrir
austan ijall hafa brugðist við
með því að ráða sér lögfræðinga
tdl að svara þessum kröfum og
hafa Bændasamtökin staðið með
þeim í því.
Ema Bjamadóttir forstöumaður félags-
svids hjá Btmdasamtökum Islands var á
bændaf/mdi í Breiðabliki í síðustu viku.
MyndlH
Erna Bjarnadóttir var á fundi
bænda á Snæfellsnesi í síðustu viku.
Erna er Snæfellingur, fædd og upp-
alin á Stakkhamri og starfar sem
forstöðumaður félagssviðs hjá
Bændasamtökum Islands. “O-
byggðanefnd á að fella sinn úrskurð
núna fyrir áramót. Við bíðum
spennt þeirrar niðurstöðu. En við
óttumst það að dómar Hæstaréttar
verði þar hugsanlega einhver fyrir-
mynd eða muni veikja stöðu land-
eigenda þó þeir dómar séu í raun af
öðrum toga. Þar hefur gengið svo
langt að menn hafa verið krafðir
þess að sanna eignarrétt sinn á
landi allt aftur í fornöld. Og meira
að segja Jónsbók hefur ekki dugað.
Kröfunefndin er þessa dagana að
lýsa kröfum í Austur- Skaftafells-
sýslu. Hugsanlega tengist það hug-
myndum um Vatnajökulsþjóðgarð.
Eftir það mun kröfunefndin lýsa
kröfum í Rangárvallasýslu. Þá
munum við kannski sjá einhverjar
línur og hvers Snæfellingar mega
eiga von á þegar kröfunefndin
kemur hingað.
Urskurður óbyggðanefndar hlýt-
ur líka að verða einhver vegvísir. I
dag komum við hjá Bændasamtök-
unum ekki auga á samræmi í þess-
ari kröfugerð, en í einhverjum til-
fellum virðist vera miðað við 200
metra hæðarlínu þannig að það
land sem er hærra en það falli und-
ir þjóðlendur. Þetta hefur gengið
svo langt að línur hafa gengið í
gegnum híbýli manna. Þó þeir hafi
nú hnikað þeim eitthvað til sýnir
þetta með hvað miklum ólíkindum
þessi kröfugerð er”.
Þar sem þessu máli hefur verið
frestað um þrjú ár má búast við að
fyrir liggi skýrari línur þegar að
Snæfellsnesinu kemur. En hvað
finnst Ernu um hug bænda á Snæ-
fellsnesi til þessa máls? “Eg þekki
það svo sem ekki, en það er fúll á-
stæða til að brýna bændur og sveit-
arfélög til að vera vakandi og und-
irbúnir fyrir komu kröfunefndar á
Snæfellsnes” IH
Undanfama mánuði hefiir Páll Guömundsson myndlistarmaíur á Húsafelli verið að undirbúa opnun sýningar í Asgn'mssal í Reykjavík.
Sá undirbúningur felst meðal annars í gerð slagverks af allsérstœðum toga eins og sést hér á myndinni. Páll kallar verkið Steinorgelið og
hefurþað líkt og mjörg önnur hljóðfceri 3 áttundir. Mikið verk er aðfínstilla hljóma þess, en þeir eru myndaðir með að slá kjuða á
steinvölur semfestar em á birkikubba. Askell Másson tónskáld og vinur Páls mun þessa dagana vera að semja tónverk semfrumflutt
verður við opnun sýningar Páls þann 20. janúar nk. Mynd: MM
Jóhannes Harðarson skrifaði síð-
astliðinn þriðjudag undir þriggja
ára samning við hollenska úrvals-
deildarfélagið Groningen og mun
hann fara þangað þann 1. júlí næst-
komandi. Ekki er þó víst að Jó-
hannes spili með IA fram að þeim
tíma því vel kemur til greina að
hann spili hjá erlendu liði fram á
næsta sumar og er umboðsmaður
hans nú að kanna þá möguleika sem
í boði eru. Jóhannes segir að sér lít-
ist vel á félagið. “Liðið er nokkuð
gott og mér líst vel á þjálfara liðsins
sem er fyrrverandi leikmaður þess.
Æfingarnar eru skemmtilegar og
samningurinn er nokkuð góður.
Hann kemur til með að hækka á
milli ára sem ræðst af því hversu
mikið ég spila með liðinu.” Jóhann-
es segist þó ekki verða ríkur af
þessu ævintýri en það gerir honum
hins vegar kleyft að eyða meiri tíma
með fjölskyldunni.
IA fær enga greiðslu fyrir Jó-
hannes þar sem samningur hans
rennur út um áramótin. Samkvæmt
reglum Knattspyrnusambands Evr-
ópu er leikmönnum heimilt að
semja við önnur lið sex mánuðum
áður en samningur þeirra rennur út
án þess að klúbbur þeirra fái
greiðslu fyrir. Fyrirhugaðar breyt-
ingar á félagsskiptamálum leik-
manna innan EES gætu hins vegar
þýtt að IA fengi nokkurs konar
uppeldisstyrk frá UEFA. Að sögn
Smára Guðjónssonar, formanns
knattspyrnufélags IA, skýrist málið
Jóhannes Harðarson
á næstu vikum. En ef tillögur
Rnattspyrnusambands Evrópu
verða samþykktar gæti verið um
umtalsverðar fjárhæðir að ræða fyr-
ir Skagaliðið.
Airam borað í Eyja- og Miklaholtshreppi
Nú liggrjr fyrir skýrsla Orku-
stofhunar um hitaveitu í Eyja-
og Miklaholtshreppi. Þar legg-
ur Kristján Sæmundsson til að
reynt verði að skábora á svæð-
inu milli þeirra hola sem borað-
ar voru í sumar. Með því verð-
ur þess ffeistað að ná upp mun
meira af vatni en þær holur gefa.
Halla Guðmundsdóttir í Dals-
mynni er oddviti sveitarfélagsins.
“Við erum bjartsýn á að það tak-
ist að hitta á vatnsæðina með
þessum hætti og ná þar með upp
því vatnsmagni sem þarf til að
leggja hitaveitu hér um sveitina”.
Fyrir skömmu var hitaveita tekin
í notkun á Miðhrauni og er hún
lögð af bændum þar sem tilraun á
þeirra eigin kostnað. Þau hugsa
sér að nota hitann frá veitunni við
hausaþurkun sem þar er rekin á
bænum.
IH
Jóhannes til Hollands
Uerslun
4305550
Superdós + pi/lsa =
Superdós + Mars =
Superdós + pylsa + mars =
Superdós + Marrud íoogr =
Superdós + Sóma samloka =
Barnaís með dýfu
Kjúklingabitar
25% afsláttur
Franskar
25% afsláttur