Skessuhorn - 23.11.2000, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 23. NOVEMBER 2000
19
úikl.99Unu^i
Staða 5 efstu para eftir 14 umferðir er þessi:
Alda Guðnadóttir og Kristján B Snorrason 158
Guðmundur Olafsson og Hallgrímur Rögnvaldsson 88
Ólafur Flosason og Birgir Jónsson 68
Elín Þórisdóttir og Guðmundur Jónsson 57
Ásgeir Ásgeirsson og Guðmundur Kristinsson 36
Alda Guðiiadóttir og Kristján B Stioirason
Hjónin enn með forskot
Tveimur umferðum er nú lokið kvöldið af sex í mótinu var spilað í
í stóra Borgarfjarðarmótinu í tví- gærkvöldi, eftir að blaðið var
menningi í brids. 24 pör taka þátt prentað. Við birtum því úrslit
í mótinu og er það spilað til skipt- fyrstu tveggja kvöldanna hér.
is í Félagsbæ og Logalandi. Þriðja MM
Keppendur frá
Þjóti standa sig vel
Síðastliðinn laugardag fór hið
svokallaða Reykjavík Open fram
í Sundhöll Reykjavíkur. Þjótur
Akranesi sendi fjóra keppendur
á sundmótið sem allir stóðu sig
mjög vel. Kristjana Björnsdóttir
hreppti 1. sætið í 100 metra fjór-
sundi og 2. sætið í 50 metra
flugsundi. Emma Rakel Björns-
dóttir náði í silfur í 100 metra
fjórsundi og Harpa Sif Reynis-
dóttir hreppti gullið í 100 metra
skriðsundi auk þess sem hún var
í öðru sæti í 50 metra skrið-
sundi. Fjórði keppandi Þjóts,
Áslaug Þorsteinsdóttir, stóð sig
einnig mjög vel þótt hún kæmist
ekki á verðlaunapall en hún var
ansi nálægt þvi þegar hún lenti í
fjórða sæti í 50 metra bringu-
sundi.
SÓK
Hinn 18 ára gamli miðjumaður
IA, Grétar Rafn Steinsson, kom
heim frá hollenska liðinu Heren-
veen í vikunni þar sem hann hafði
dvalist undanfarna viku við æfing-
ar með unglinga- og varaliði fé-
lagsins. Grétari leist vel á aðstæð-
ur í Hollandi. ‘‘Herenveen er
greinilega ört vaxandi klúbbur og
er það meðal annars vegna þess
fjármagns sem þeir hafa fengið
vegna þátttöku sinnar í meistara-
deild Evrópu.” Til stóð að Grétar
færi beint frá Flerenveen til þýska
úrvalsdeildarliðsins 1860
Munchen en hann meiddist lítil-
lega og kom því heim í viku til að
jafna sig en hann heldur utan á ný
um helgina. Ætlunin er að Grétar
dvelji hjá 1860 Munchen í viku og
fari þaðan til Gladbach og verði
þar einnig í um vikutíma. Grétar,
sem gekk til liðs við Skagamenn
fyrir tveimur árum síðan og var
nýverið kosinn efnilegasti leik-
Grétar Rafii Steinsson
maður meistaraflokksins, á þrjú ár
eftir af samningi sínum við IA en
hann segist hafa áhuga á að spila
með liðinu í eitt ár í viðbót. “Ég
vil ná mér í meiri reynslu hér
heima og spila stærra og ábyrgðar-
meira hlutverk í efsm deild á Is-
landi áður en ég gerist atvinnu-
maður erlendis.” SÓK
Simdstelpur. F.v. Emma, Kristjana, Harpa ogAslaug
Þau Fríða, Simmi og Gummi náðu besta árangri Þjótsmanna á mótinu þegar sveit þeirra lenti ífjórða sæti.
Lionsmótið í boccia
Síðastliðinn sunnudag fór fram hið
árlega Lionsmót í sveitakeppni í boccia
en Lionsklúbbur Akraness heldur
mótið í samvinnu við Iþróttafélagið
Þjót á Akranesi. Fimm íþróttafélög
tóku þátt í mótinu að þessu sinni; IFR
og Ösp úr Reykjavík, íþróttafélagið
Nes úr Reykjanesbæ, Kveldúlfur úr
Borgamesi og Þjótur á Akranesi. Alls
voru 21 lið skráð til leiks frá þessum
fimm félögum og úrslit urðu þau að
IFR lenti í fyrsta sæti, sveit ffá Ösp
varð í öðru sæti og sveit úr Reykjanes-
bæ í þriðja sæti. I rennuflokki hlaut
IFR hvorld meira né minna en fyrsta,
annað og þriðja sætið.
Mótið tókst með ágætum og áttu fé-
lögin góðan dag saman. Lionsklúbb-
urinn sá um bæði dómgæslu og kaffi-
veitingar í mótslok auk þess sem hann
gaf verðlaun. SÓK
»i
rir
mr
jfekgypstaður hefur ákveðið að veita viðurkenningar
faliegustu jólaskreytingarnar á Akranesi. Fyrirhugað
er aS veita viÖurkenningar:
• fyrir skreytingar við íbúÖarhús.
• fyrir skreytingar við fyrirtæki.
Víða í bænum verða sett upp smekkleg oa falleg jólaljós
og skreytingar og förum vio þess á leit vio bæjarbúa að
beir hjalpi okkur við valiÖ meö bví að koma á framfæri
ábendingum bar um.
Hér aÖ neðan er seðill sem okkur þætti vænt um að sem
flestir útfylltu og tækju með því móti þátt í að velja fallegustu
skreytingarnar.
Klippið seðilinn út útfyllið hann oa skilið á bæiarskrifstofur,
Sthlnoltí 16-18, fyrir 22. desember nk. eða i tölvupóstí á
akranes @akranes.is
Ég undirrituS/aSur vil koma á framfæri eftirfqrandiábendingu um falleg jólaljós:
Hjá íbúðarhúsi aS,._____________________________________________________________________
Götuheiti .
Hjá fyrirtæki________________________________ _______________ ■ ________________________
Nafn fyrirtækis Heimilisfang (gata)
Onnur ábending . ' .. ■ . ___________________
Númer
Númer
Nafn þess er gefur ábendingu (ef vill).
Snæfell á sigurbraut
Snæfellingar unnu góðan sigur á
Þór Þorlákshöfn í 1. deildinni í
körfuknattleik síðastliðinn laugar-
dag, 81 - 72.
Stig Snæfells skoruðu:
9 Gjorgji Dzolev 27
13 Mirko Virijevic 24
10 Georgi Bujukliev 20
8 Helgi R Guðmundsson 5
4 Baldur Þorleifsson 3
5 Davíð Guðnason 2
Snæfell er nú í 5. sæti í deildinni
með 6 stig.