Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2000, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 23.11.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 23. NOVMEMBER 2000 Hymutorg skal það heita 2200 fermetra nýtt verslunarhús vígt í Borgarnesi á sunnudaginn Jólahús á Akranesi Nú er svo lcomið að jóla- skreytingar blasa við nánast hvert sem litáð er í miðbæ Akraness. Anna Kjartansdóttir, eigandi Café 15, lætur svo sannarlega ekki sitt eftir liggja við skreytingamar. Kaffihúsið hennar er fallega skreytt að utan og þegar inn er komið eru jólasveinar, kransar, snjókarlar, englar og jólatré allsráðandi og Café 15 er nú orðið sannkallað jólahús. Anna segir að skreyt- ingamar hafi vakið athygli en skrautið er að stómm hluta heimatilbúið. Heiðurinn af því eiga Anna og vinkona hennar og starfsmaður Ingigerður Guðmundsdóttir en þær hafa unnið hörðum höndum að því að föndra undanfamar vikur. SÓK Það er orðið jólalegt hjá Önna á Café S Þorsteinn Þorsteinsson verkstjóri við byggingarframkv<emdir í Hynmtorgi í Borgamesi. Kennslumyndband Benedikts Líndals Frumtamning Fimmtudagskvöldið 16. nóvem- ber sl. buðu Benni Líndal tamn- ingameistari og eiginkona hans til frumsýningar í Bíósalnum á Hótel Loftleiðum. Tilefnið var frum- sýning myndbandsins „FRUM- TAMNING” sem hann hefur unnið að frá í vor. Þama mátti sjá mörg kunnugleg andlit tamninga- manna, ræktenda og ráðunauta auk fjölskyldu og vina þeirra hjóna sem flestir tengjast hestamennsk- unni á einn eða annan hátt. Sýning myndarinnar tekur rúm- lega 60 mínútur og vom þær fljótar að líða. Ekki var hægt að finna ann- að en áhorfendur væru með allann hugann við efnið og í lokin var klappað svo kröftuglega fyrir tamn- ingameistaranum að ekki var hægt að skynja annað en myndin hefði vakið verulegan áhuga gestanna. Erling Sigurðsson tamningamaður kallaði yfir salinn til kollega sinna: „Strákar, hvað höfum við eiginlega verið að gera í gegnum árin?” Voru flestir sammála um að hér væri um algera nýjung að ræða og afar vel hefði til teldst. Að sögn Benna hafði það lengi verið draumur hans að gera fræðslu- og kennslumyndband um tamningar á íslenskum hestum. Hann segir mikla vöntun hafa verið á ffæðsluefni af þessu tagi bæði hérlendis og er- lendis. Enginn hafi gert myndband um frumtamningaferilinn í heild sinni áður en áríðandi sé að varanleg- ur grunnur sé lagður í frumtamning- arvinnunni því hún sé forsenda á- framhaldandi þjálfunar hestsins. Nú er það orðið að veruleika, myndband um tamningaferilinn í heild, þ.e. ffá því að byrjað er að eiga við ótamin hross á tamningaraldri, fyrst sem folöld og aftur þegar trypp- ið er u.þ.b. fjögurra vetra gamalt. Farið er skref fyrir skref í feril sem spannar um þrjá mánuði. I myndinni er lögð mikil áhersla á aðstæður og aðferðir en þær eru sýndar á faglegan og skýran hátt. Sá Bevedikt Líndal, Jóhann Þorsteinsson og Erling Sigurðsson. ferill sem Benni notar byggir á áratuga reynslu hans og annarra og faglegri þekkingu. Tamningaferill- inn er tiltölulega einfaldur og er byggður þannig upp að eitt leiðir til annars. Eðlisþarfir hestsins eru hafðar í huga og maðurinn kemur inn í þena ferli út frá þeim forsend- um. Hann leggur mikla áherslu á umhverfið í myndinni og þær að- stæður sem íslenskir hestar á Islandi alast upp við og mótast af. Markaðsmál Benni vonast til þess að geta náð árangri í markaðssetningu rnynd- bandsins erlendis en til stendur að tala inn á myndbandið á ensku, þýsku og sænsku, auk íslensku. Markhópurinn er hinn almenni hestamaður, tamningamenn, reið- skólar og reiðkennarar. Víða standa málin þannig að fólk kaupir sér hest, fer með hann heim en hefur lítið sem ekkert ffæðsluefni að sækja í varðandi íslenska hestinn. Því er myndband þetta einnig mikil kynn- ing á íslenska hestinum sem vonandi ýtir undir aukinn áhuga erlends hestafólks á hrossum ræktuðum og tömdum á Islandi ffekar en annars staðar. Benedikt hefur frá 18 ára aldri haft aðalatvinnu sína tengda hestum. Hann er einn fjögurra Islendinga með tamningameistararéttindi frá Félagi tamningamanna - FT. Hann hefur tekið þátt í nokkrum Evrópu- og heimsmeistaramótum fyrir hönd Islands með ágætum árangri en hef- ur hin síðari ár starfað meira við kennslu, m.a. við báða bændaskól- ana, Hvanneyri og Hóla. I dag er hann í samstarfi við er- lenda aðila vestan hafs um uppbygg- ingarverkefni með íslenska hesta þar auk þess að stefna vel ríðandi á næsta fjórðungsmót sem haldið verður að Kaldánnelum á komandi sumri. Hrefna BJánsdóttir Hymutorg er 2200fermetrar að gmnnfleti. Eins og sjá má á bílaflotanum fyrir utan vom ófáir iðnaðarmenn að störfum. Nýtt verslunarhús í Borgamesi verður vígt n.k. sunnudag, 26. nóvember. Húsið hefur fengið nafnið Hymutorg. I Hymutorgi verða 10 verslanir. Fyrirferðar- mest er verslun Kaupfélags Borgfirðinga sem flytur starf- semi sína úr gamla Kaupfélags- húsinu við Egilsgötu á sunnu- daginn. Auk þess verða eftirtal- in fyrirtæki með afgreiðslur í húsinu: Blómabúð Dóm, Borg- amess apótek, VIS, Puntstráið, ATVR, Sparisjóður Mýrasýslu, Tölvubóndinn, Haukur rakari og Skóbúðin Borg. Húsið er alls um 2200 fermetrar að gmnnfleti auk 290 ferm. skrif- stofuhæðar í hluta hússins. Það hefur vakið athygli hversu fljótt og vel framkvæmdir hafa gengið við húsið. Skýrist það m.a. af því að húsið er byggt úr límtrés- spermm og yleiningum sem komu fullbúnar á staðinn með einangrun og klæðningu. Yfirverktakar við ffamkvæmdirnar er byggingafyrir- tækið Sólfell í Borgarnesi. Þrátt fyrir að iðnað- armenn hafi sl. þriðju- dag átt margt eftir við uppsetn- ingu milliveggja og innréttinga fullyrtu þeir að allt yrði tilbúið í tæka tíð fyrir opnunina. Þor- steinn Þorsteinsson er verkstjóri Sólfellsmanna við framkvæmd- irnar. “Allar framkvæmdir hafa gengið vonum framar og við erum um mánuði fyrr að skila af okkur en við í raun þurftum. Undanfamar vikur hafa um 50 iðnaðarmenn verið að störfum í húsinu, þar af á milli 30 og 40 héðan úr Borgarnesi. Það stefnir allt í að við kláram í tæka tíð á laugardaginn kemur, enda alveg úrvals mannskapur í þessu með okkur”, sagði Þorsteinn. “Það verða líklega tveir aðilar sem ná ekki að hafa allt tilbúið á sjálfan opnunardaginn, en þeir munu opna fljótlega eftir helgina”, sagði Þorsteinn. Að sögn Bjarka Þorsteinssonar verslunarstjóra KB er stefnt að því að Hyrnutorg verði opið alla daga vikunnar fram til jóla. MM Eins og sjá má áttu iðnaðaimennimir margt eftir sl. þriðjudag. Þófyllynu þeir að alltyrði klán í tceka tíðfyrir vígshma. Mytidir: MM

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.