Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2000, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 23.11.2000, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 23. NOVEMBER 2000 5 ^nuaiinui.. Vímuefiianeyslan óásættanleg Á síðasta fundi skólanefndar gerði Helga Gunnarsdóttir menningar- og skólafulltrúi grein fyrir helstu niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal nemenda í 10. bekk Grundaskóla og Brekku- bæjarskóla síðastliðið vor. Niðurstöðumar vöktu ugg meðal nefndarmanna og óskaði skólanefnd eftir því við skólana að mikil áhersla yrði lögð á forvamarstarf og að skipulag lífsleikni- námsins tæki mið af því. Alls svöruðu 74 unglingar könnuninni af þeim 86 sem í 1984 árganginum voru síðast- liðið vor. Af þeim reyndust 25% reykja daglega, 39% höfðu orðið ölvaðir síðast- liðna 30 daga og 22% höfðu notað hass einhvern tímann um ævina. Rannsóknarstofnun upp- eldis- og menntamála leggur viðamikla könnun fyrir alla 10. bekkinga á landinu á ári hverju og í fyrra ákvað fram- kvæmdanefnd um forvamir á Akra- nesi að fá upplýsingar um niður- stöður í völdum spurningtun sem snerta reykingar, áfengisneyslu og neyslu á öðram vímuefnum. Nú liggja fyrir svör frá nemendum sem fæddir eru á bilinu 1981-1984. Helga segir að all miklar sveiflur séu milli árganga og í niðurstöðum einstakra spurninga. “I þessum ár- göngum sem um ræðir eru flestir sem reykja í árganginum sem yfir- gaf grunnskólann síðastbðið vor. Þetta er ekki í samræmi við þróun- ina annars staðar í landinu. Hins vegar voru reykingar meðal ung- linga fæddra 1983 sjaldgæfari en annars staðar á landinu.” Áfengis- neysla nemenda hafði farið sífellt minnkandi frá árinu 1997 þegar nemendur fæddir árið 1981 voru í 10. bekk þar til í vor. “Þessi niður- staða er ekki í samræmi við þróun- ina á landinum öllu þar sem áfram hélt að draga úr áfengisneyslu á síð- asta ári. Hassneysla var minnst meðal árgangs 1981 en hefur verið hlutfallslega nokkuð sú sama síðast- liðin þrjú ár. Framkvæmdanefnd um forvarnir hefur reynt að leggja á ráðin um viðbrögð. I fyrsta lagi vilj- um við gjarnan sjá hvernig neyslu- þróunin heldur áfram hjá þessum árgöngum því við fáum þessar upp- lýsingar ekki fyrr en unglingarnir hafa yfirgefið grunnskólann. Við höfúm því áform um að leggja fyrir sambærilega könn- un innan Fjölbrautaskóla Vesturlands þegar kennara- verkfallinu lýkur.” Helga seg- ist líta svo á að foreldrar séu sterkasta forvörnin. “Við höf- um á hverju ári haldið fræðslufundi fyrir foreldra og nú í haust var raeggja kvölda námskeið fyrir foreldra í 8. bekk. I grunnskólunum er verið að vinna að forvarnará- ætlunum og skipuleggja inn- tak námsgreinarinnar lífs- leikni sem einnig eru bundnar vonir við. Lögreglan á Akra- nesi ætlar að byrja í vetur með námsefni sem á ættir að rekja til Bandaríkjanna og hefst það starf í 5. bekkjum grunnskól- anna.” Vandinn er síður en svo minni í framhaldsskólum landsins og að sögn Helgu eru menn þar einnig að ráða ráðum sín- um um hvemig eigi að bregðast við vímuefnavanda innan sinna veggja. “Framkvæmdanefndin, sem skipuð er fulltrúum félagsmála, skólamála, íþrótta- og tómstundamála auk full- trúa frá Fjölbrautaskóla Vesmrlands og lögreglunni, mun halda áfram að leita leiða til að bregðast við þessum vanda sem er óásættanlegur og leggur líf margra ungmenna og fjöl- skyldna þeirra í rúst á hverju ári.” Helga Gunnarsdóttir Mikið fjör hefur færst í fasteigna- sölu á Snæfellsnesi. Frá áramómm hefur selst 51 fasteign í Snæfellsbæ sem er langt fyrir ofan meðaltal sem er í kringum 24 fasteignir á ári. Skýringar á þessu gæm verið að nú er mjög erfitt að fá leiguhúsnæði í bænum og því hafa margir brugðið á það ráð að fjárfesta í fasteign áður en leiguhúsnæðið yrði selt undan því. Svipaða sögu er að segja úr Stykkishólmi þar sem mikil aukn- ing hefur verið í fasteignasölu. I Grundarfirði hefur verið nokkuð gott jafnvægi milli ára í húsasölu og hafa verið að seljast um 30 fasteign- ir á ári síðustu ár og stefnir í svipað þetta árið. Á öllum þessum stöð- um er nú orðinn skormr á góðum einbýlishúsum, 120 - 140 fermetra. Jónas Gesmr Jónasson hjá Deloitte & Touche í Olafsvík segir: ” Fólk er búið að átta sig á því að það er full- boðlegt að búa á þessum stöðum. Bættar samgöngur á Snæfellsnesi og til og frá höfuðborgarsvæðinu eru jákvæður þátmr í þessu. Einnig er brjálað fasteignaverð á höfuð- borgarsvæðinu að gefa þessu fólki ný tækifæri. Sem dæmi má nefna að fasteignaverð í Snæfellsbæ hefur verið í kringum 50.000 til 65.000 krónur á fermetrann en á höfuð- borgarsvæðinu er það í kringum 80.000 til 140.000, þannig hefur fólk verið að flytjast af mölinni og hingað til Snæfellsness og jafnvel innleyst góðan söluhagnað af sinni íbúð í Reykjavík”. IH BORGARBYGGÐ Auglýsing Deiliskipulagstillaga fyrir Grunnskólann í Borgarnesi í tengslum við einsetningu hans. 1 Samkvæmt ákvæðum 18. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreint deiliskipulag. Tillagan mun liggja frannni á bæjarskrifstofu Borgarbyggðar frá 22. nóvember 2000 til 14. desember n.k. Athugasemdum skal skila hm fyrir 29. desember 2000 og skuln þær vera skriflegar. Borgarnesi 14. nóvember 2000 Bœjarverkfrœðingur Borgarbyggdar BORGARBYGGÐ Auglýsing Deiliskipulagstillaga fyrir athafnasvæði undir hreinlegan iðnað norðan Sólbakka. Samkvæmt ákvæðum 18. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreint deiliskipulag. Tillagan mun liggja frammi á bæjarskrifstofu Borgarbyggðar frá 22. nóvember 2000 til 14. desember n.k. Athugasemdum skal skila inn fyrir 29. desember 2000 og skulu þær vera skriflegar. Borgarnesi 14. nóvember 2000 Bœjarverkfrœðingur Borgarbyggðar Akraneskaupstaður Skólaritari Auglýst er eftir skólaritara til starfa frd og meö 1. febrúar 2001. Um er að ræða hdlft starf (e.h.), en breytingar gætu orðið d vinnutíma og verksviði samhliða einsetningu skólans árið 2002. Leitað er eftir starfsmanni sem hefur góða tölvukunnáttu og menntun og/eða reynslu af skrifstofustörfum. Lögð er áhersla á lipurð í öllum samskiptun, bæði við börn og fullorðna. Laun skv. kiarasamningi STAK og Akranesbæjar. Reyklaus vinnustaður. Nánari upplýsingar veita Ása Jónsdóttir skólaritari og skólastjórarnir Guðbjartur Hannesson og Hrönn Ríkharðsdóttir í síma 431-2811. Umsóknarfrestur er til 1. desember. Sækja skal um starfið á þar til gerðum eyðublöðum sem liggja frammi á Bæjarskrifstofu og í Grundaskóla og skal senda umsóknir á áðurnefnda staði. A Skólastjóri

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.