Skessuhorn - 23.11.2000, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 23. NOVMEMBER 2000
Af stórbýlastefiiu og fósturvísum
Bændafundir voru haldnir í síð-
ustu viku víðsvegar um Vestur-
land. Það eru Bændasamtökin
og viðkomandi búnaðarfélög
sem boða til fundanna sem eru
árvissir. Skessuhorn fylgdist
með einum slíkum í Breiðabliki
á Snæfellsnesi.
Fremur dræm mæting var á
fundinn. “Það er orðin allt annar
bragur á þessum fundum núna,”
sagði Svanur Guðmundsson í
Dalsmynni. “Þessir fundir eru
orðnir mun friðsælli og rólegri en
þeir voru. Umræðan mátti svo
sem alveg batna, en það var vissu-
lega meira fjör hér áður.” Margt
bar á góma á fundinum, svo sem
girðingamál, norskir fósturvísar,
verðlags- og gæðamál, lánamál,
þjóðlendur og margt fleira.
Nokkur gagnrýni kom fram á
stjórn Bændasamtakanna fyrir að
hafa stutt innflutning á fósturvís-
um úr norskum kúm. Hrafnkell
Karlsson frá stjórn Bændasamtak-
anna varði þá ákvörðun landbún-
aðrráðherra að heimila þennan
innflutning “Við stöndum
frammi fyrir því eftir svo sem 10 ár
að velja um það hvort það sé þess
virði að taka þessar norsku kýr í ís-
0\7esflendinqur pikunnar
Guðmundur Páll
Olafsson er rithöf-
undur, náttúrufræð-
ingur, ljósmyndari og
hugsjónamaður í
Stykkishólmi. Guð-
mundur er fæddur á
Húsavík 1941, ólst
þar upp í hópi 6 systk-
ina. Móðir hans var
kennari en faðir hans
búfræðingur og þá
verkstjóri hjá Kaupfé-
lagi Þingeyinga.
Þarna fyrir norðan
ólst Guðmundur upp
á þeim tíma sem
gamla Island var að
breytast; fornir at-
vinnuhættir, baðstof-
ur, hlóðaeldhús,
engjasláttur og mógrafir að hverfa. Þessi forna menning; náttúran á
Húsavík og lífið, sjálfsþurftabúskapurinn í þessum indæla bæ, er eftir-
minnilegt. Þetta var áður en jarðýtan kom til Húsavíkur og áður en
menn misstu sjónar á því hve landslag, hin villta náttúra, er mikils virði.
“Síðan flutti fjölskyldan í sveitina og á afar fallegt býli í blómguðu dal-
anna skauti. Fjórum árun, síðar fluttum við til Reykjavíkur þar sem við
bræðumir fómm £ skóla. Eg undi hag mínum þar ekkert sérstaklega vel
þó mér sé annt um Reykjavík sem höfuðborg. Næst lá leiðin til údanda
þegar ég var nítján ára og í sex ár stundaði ég hákólanám í Bandaríkjun-
um”.
25 ára gamall sneri Guðmundur heim á sitt gamla Frón. Þá tóku við
störf við kennslu, fyrst sem skólastjóri á Blönduósi og síðar sem kennari
í líffræði við Menntaskólann á Akureyri. I kjölfar kennslunnar fór Guð-
mundur til Svíþjóðar þar sem hann samdi námsefni í líffræði fyrir
grunnskóla. Þegar því lauk ári síðar settist hann aftur á skólabekk að
þessu sinni sem nemandi í sjávarlíffræði við háskólann í Stokkhólmi. I
Stokkhólmi kynntist Guðmundur ágæmm vísindamönnum á þessu sviði
og sökkti sér í sjávarlíffræðina. Um árabil vann hann að verkefni sem
tengdist árstíðabreytingum á dýralífi í fjörum. Þessar rannsóknir vann
Guðmundur í Flatey á Breiðafirði. Þar varð til kveikjan að þeim stór-
kostiegu bókum sem komið hafa út eftir Guðmund Pál.
Náttúran hefur verið meginefni þessara stórvirkja í íslenskri ffæði-
bókaflóru. Nýjasta stórvirkið leit dagsins ljós nýlega og heitir “Hálend-
ið”. “Hugmyndafræðin á bak við þessa bók er að veita afar víðtæka
fræðilega og fagurfræðilega sýn á hálendið með það í huga að bókin sé
málsvari náttúrunnar. Þetta er einfaldlega lífsstefha mín, lífsstefna sem
sem er tekin að vel ígrunduðu máli. Menntun og uppeldi banna mér
annað. Þar vega líka tengslin við bernskuslóðirnar drjúgt. Eg geri grein
fýrir því hvernig hálendið varð til en þennan þjóðararf sem hálendið er
kalla ég í fyrsta meginkafla bókarinnar “Arfinn óvænta”. Við eru í raun
landkönnuðir og erum að byrja að læra á landið. Við vissum ekki að við
ættum svo mikin arf og enn síður hvað hann þýðir fyrir vistkerfi þessa
lands og önnur auðæfi þess. Þetta er meginþemað í hálfri bókinni og ég
geri grein fyrir því út frá náttúrufræðilegum forsendum, goðsögulegum
sjónarmiðum um sköpun jarðar í ljósi hinnar sívirku náttúru, en jafn-
ffamt frá fagurfræðilegum sjónarmiðum - og þá ekki síst vegna þess hve
mikill líknarbrunnur hálendið er fýrir sálartetrið okkar. Hálendið er
ennþá gífurleg auðlind sem vel má nýta skynsamlega.
I öðrum meginkafla bókarinnar “A vit öræfa”, eru þræddar þjóðleiðir
til foma. Þessar ferðaleiðir komu mér oft á óvart í sögulegu, ljóðrænu,
þjóðsögulegu og náttúrufræðilegu samhengi. Síðasti meginkafli bókar-
innar heitir “Neisti lands og þjóðar”. Þar er mörkuð heildarsýn á því
hvað hálendisnáttúran er okkur mikilvæg bæði huglægt og í veraldar-
vafstrinu. I raun og veru er hálendið þungamiðja landsins, þaðan koma
helstu frumkraftar landsins og fallvötoin sem hafa frá fyrstu tíð fallið ó-
beisluð til sjávar og gefið landinu grósku sína á hálendi, láglendi og í sjó.
Mest kom mér á óvart þegar ég áttaði mig á því að fallvötnin era örugg-
lega ábyrg að einhverju leyti fyrir grósku sjávar; auðlindinni sem Islend-
ingum er mikilvægust. Einkum á þetta við á vorin þegar flóðin í ánum
mynda lagskiptan sjó við landið. Þar blómgast þörungalífið mest og helst
í hendur við hrygningu, klak og ungviði fiskanna. Þarna er vistfræði há-
lendisins í sínu stóra samhengi. En eftir því sem við beislum fleiri fljót
göngum við hægt og bítandi á auðæfi sjávar. IH
Kaffisopinn er vel þeginn ífundarhléi. Mynd IH
lensk fjós. Sumir
kunna að velja það
en aðrir hafa bara á-
fram sínar íslensku
kýr. Guðni Agústs-
son tók þá ákvörðun
að setja af stað
ræktunarátak og
skipaði tii þess einn
hæfasta ræktunar-
ráðunaut landsins.
Það voru öll fagleg
rök sem mæltu með
þessu, þó þessi á-
kvörðun væri á
skjön við vilja
meirihluta bænda.
Guðna hefði ekki
verið stætt á því að
fara aðra leið í þessu
máli. Við vitum
það að hann var á
móti þessu sjálfur.
En ég minni á það að það hafa ver-
ið flutt inn mörg erlend kyn. Við
höfum tvisvar sinnum skipt um
svínastofn, við höfum nýlega flutt
inn tvo holdanautastofna, við höf-
um endurnýjað stofna í kjúklinga-
og eggjaframleiðslu og svona
mætti lengi telja. Eg tel það skyn-
samlegast fyrir okkur bændur að
eiga þetta val”. Fram kom hjá
einum bóndanum að menn hefðu
svolítið blandað saman hagsmun-
um annarsvegar og skoðunum
hinsvegar, það þarf ekki endilega
að fara saman. “Fjölmargir Is-
lendingar hafa lýst stuðningi og
tryggð við íslensku kúna og er það
vel. Það er hinsvegar ekki víst að
það haldi ef þeir sömu eiga kost á
að kaupa mjólk úr norskum kúm
fýrir 50 krónur lítrann á móti 90 til
100 krónum úr þeim íslensku”.
Eftir fundinn settist blaðamaður
niður með Sveini Guðjónssyni frá
Stekkjarvöllum til að fá hans álit á
því sem er að gerast í landbúnaðin-
um í dag. “Eg er nú orðinn gam-
all í þessu og það tekur því ekki að
vera að viðra mínar skoðanir, Mér
finnst þessi stórbýlastefna Bænda-
samtakanna varhugaverð. Hún er
að drepa niður smærri bændur sem
margir hverjir eru að reka hag-
stæðar einingar. Eg var alltaf á
móti þessu frjálsa framsali á fram-
leiðslukvóta”. Viltu ekki meina að
í því felist hagræðing? “Ja, hag-
ræðing, jú vissulega en við drepum
þessa smærri niður, fækkum
frameiðendunum og við verðum
bara þrælar. Eg vil meina það að
þegar farið er að framleiða 150 -
160.000 lítra þurfi menn að reiða
sig á aðkeypt vinnuafl, hjón ráða
kannski við það ef bæði geta verið
við það. Það má ekkert koma upp
á, það hefur sýnt sig hérna.” En
hvað finnst Sveini um fósturvísa-
málið? “Eg var á móti þessu,
menn minnast aldrei á það í þessari
umræðu, ef þetta verður nú reynd-
in að það þarf að breyta fjósunum,
það þarf meira fóður ofl.” En held-
urðu að þetta verði reyndin, held-
urðu að bændur skipti um kúakyn?
“Eg veit það ekki, ég þori ekkert
að fullyrða neitt um það. En það
var mjög athyglisvert sem fram
kom varðandi sérstakt prótein í ís-
lensku mjólkinni sem hindrar syk-
ursýki. Það eru verðmæti sem
mérfinnstvarasamtaðfórna.” En
eru bændur á Snæfellsnesi eitthvað
verr settir en aðrir bændur? “Nei
það held ég ekki. Að vísu er bú-
jörðum alltaf að fækka og æ fleiri
þeirra fara undir ýmiskonar tóm-
stundabúskap. Það er auðvitað
vond þróun. Eg sagði það nú þeg-
ar mjólkurbúið var lagt af í Borg-
arnesi þá yrðum við Snæfelling-
arnir einfaldlega skornir af. Þessi
aðgerð var byggðarglæpur. Það er
óþolandi þegar atvinnutækifæri
eru með þessum hætti flutt af
landsbyggðinni til Reykjavíkur.
Atvinnutækifæri sem tilheyra
byggðinni og eiga auðvitað að vera
þar. Nú ætla menn að flytja
mjólkureftirlitið til Reykjavíkur.
Þetta er hrikalegt. Þessir menn
hafa komið undireins til okkar
þegar við höfum þurft á þeim að
halda. Þó ég geti ekkert fullyrt
um það þá er ég stórefins um að
þannig verði það áfram.
IH
16. nóvember kl 00:12-Meýbam-
Þyngd:3740-Levgd:52 cm. Foreldrar:
Hafdís Thelma Omarsdóttir og Finn-
urjánsson, Borgarnesi. Ljósmóðir:
Hafdís Rúvarsdóttir
17. nðvember kl 09:i5-Sveinbam-
Þyngd:4920-Lengd:52 cm.
Foreldrar.Þóra Sif Kópsdóttir og
Andrés Olversson, Borgamesi.
Ljósmóðir.Hafdts Rúnarsdóttir.
Nýfeddir Vesdendingar eru boðnir velkomnir t heiminn um
leið og nýbökuðum foreldrum eru ferðar hamingjuóskir.
16. nóvember kl 10:16-Meybam-
Þyngd:5020-Lengd:54 cm. Foreldrar:
Helga Björk Bjamadóttir og Kristján
Vagn Pálsson, Borgamesi. Ljósmóðir:
Hafdís Rúnarsdóttir.
1S. nóvember kl 09:4S-Meybam-
Þyngd:4700-Lengd:53 cm. Foreldrar
Guðný Ósk Stefánsdóttir og Svein-
bjöm R. Hjaltason, Akranesi. Ljós-
móðir: Hafdís Rúnarsdóttir.
16. nóvember kl 13:50-Sveinbam-
Þyngd:3685-Lengd:53 cm. Foreldrar:
Margrét Halldóra Gísladóttir og
Hlynur Ólafsson, Borgarvesi.
Ljósmóðir.Lóa Kristinsdóttir.
i
20. nóvember kl 01:27-Meybam-
Þyngd:3970-Lengd:54 cm. Foreldrar:
María Páley Gestsdóttir og Vignir S.
Maríasson, Grundarftrði. Ljósmóðir:
Erla Björk Olafsdóttir.
L. UlKílÍi V £ iUUAÚJ
V* s ré
ÍOK
é'