Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2000, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 23.11.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 23. NOVMEMBER 2000 ^•kUsunu^ Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fiskistofu eru aflabrögð í október s.l. einhver þau lélegustu í langan tíma. Mestur er samdrátturinn á lönduðum afla í Rifi en þar var að- eins landað 405 tonnum í október s.l. en 953 tonnum á sama tíma í fyrra. Þar vekur athygli að í október í fyrra var landað 754 tonnum af þorski í Rifi en aðeins 229 í síðasta mánuði. Astandið er eilítdð skárra í Olafsvík þar sem á land komu í október s.l. 405 tonn eins og í Rifi en aflinn á sama tíma í fyrra var 694 tonn. Hvað þorskinn snertir er sama sagan og í Rifi, í fyrra komu á land 481 tonn af honum en 268 tonn í nýliðnum októbermánuði. I Grundarfirði og Stykkishólmi er ekki eins sláandi munur á heildar- afla í þessum mánuðum milli ára enda vegur skelveiðin talsvert í afla- tölum í Grundarfirði og er nánast eini aflinn sem berst á landi í Stykk- ishólmi á þessum tíma. Þó er svip- uð niðurstaða hvað þorskinn varðar í báðum þessum höfnum að hann er um helmingi minni í ár en í fyrra. í Grundarfirði var landað 1070 tonnum í október s.l. og voru 263 tonn af því þorskur. A sama tíma í fyrra var heildaraflinn í mánuðin- um 1184 tonn og voru 485 tonn af því þorskur. Þorskur sem kom á land í Stykkishólmi var í október í fyrra um 150 tonn en 72 tonn í síð- asta mánuði. A Arnarstapa var landað 5 tonnum meira af þorski í síðasta mánuði en á sama tíma í fyrra. Þannig hefur þorskafli í októbermánuði dregist saman um rúm þúsund tonn. Jón Sólmunds- son hjá Hafrannsóknarstofunni í Olafsvík segir ekki vera ástæðu til að örvænta. Skýringin liggi hugsan- lega í því að nú er óvenjulega heit- ur sjór í Breiðafirði og hugsanlega lítdð æti. “Nú er loðnan í köntun- um út af Vestfjörðum og þorskur- inn liggur trúlega í henni. Svo er það nú þannig að nokkur undanfar- in ár eins 1996 og 97 voru að því leyti óvenjuleg að þá var fiskur inn um allan Breiðafjörð allt sumarið og fram á haust. Ætli það sé ekki bara að skapast svipað ástand og menn þekktu hér á árum áður þeg- ar stóru vertíðimar vom”. IH Gríðarlegur samdráttur í þorskveiðum MælaÍeiga felld niður Gunnar Sigurðsson lagði fram þá tillögu á síðasta bæjarráðsfundi að Akranesveita felldi niður mæla- leigu vegna aukamælis sem inn- heimt er af þeim sem hafa eða munu gera samning um kaup á heitu vami til snjóbræðslu. Enn fremur lagði hann til að bæjar- stjórn Akraness beindi þeim til- mælum til iðnaðar- og fjármála- ráðuneytis að felldur verði niður virðisaukaskattur af sölu heits vatns til snjóbræðslu. Gunnar tel- ur óeðlilegt að innheimta virðis- aukaskatt vegna þess að líta megi á upphitun innkeyrslna og gangstíga sem framlag til öryggismála. I greinargerð með tillögunni segir meðal annars að með aðgerðinni verði meiri hvati fyrir einstaklinga og fyrirtæki að fara í framkvæmdir við snjóbræðslu. Bæjarráð sam- þykkti tillögu Gunnars. SÓK Pað var létt yfirfólki á Dvalarbermilimt í Stykkisbólmi þegar tóvlistarfólkið kovt þaiigað á síðsta fimmtudag. Mynd IH / Islensk tunga Dagur íslenskrar tungu var haldinn í síðustu viku. Þá hófst lestrarkeppni í öllum grunnskól- um og ýmislegt var gert í tilefni dagsins. I Stykkishólmi tók Tónlistarskólinn þátt í deginum með nýstárlegum hætti. Kenn- ararnir Hafsteinn Sigurðsson og Ingibjörg Þorsteinsdóttir ásamt nemendunum Björgvini Þorvarð- arsyni og Lárusi Hannessyni gengu milli fyrirtækja og sungu íslensk sönglög fyrir starfsmenn. Síðan heimsóttu þau nokkrar stofnanir og sungu þar. A Dval- arheimilinu gerði fólk hlé á spila- mennsku til að hlýða á sönginn. Hafsteinn sem lék á harmonikk- una sína tók svo nokkur létt lög og var þá stiginn dans. Greini- legt var að vistfólki þótti vænt um þessa heimsókn og þótti þetta framtak vel til fundið. IH Starfskraftur óskast o j Sparisjóður Mýrasýslu óskar eftir að róða starfskraft \ mötuneyti, 1 Um er að rœða hólft starf fró 1. janúar 2001. * " . - ■ • Upplýsingar gefur Steinunn Ásta Guðmundsdóttir ísíma 430-7500. Fræðslukvöld fyrir verðandi bilstjóra Verðandi bílstjórar í Borgarnesi Fyrir nokkru stóð húsráð fé- lagsmiðstöðvar eldri unglinga í Borgarnesi fyrir fræðslukvöldi í samstarfi við forvarnardeild VIS um tryggingamál ungra öku- manna. Margt kom fram sem snertir unga ökumenn og er nauðsynlegt að fræðast um áður en sest er undir stýri. Athygli vakti að iðgjöld og tryggingar hjá þessum aldurshópi eru mjög há og er það vegna þess að þeir sem lenda í óhöppum eru oftar en ekki ungir ökumenn nýbúnir að fá bíl- prófið. Athygli vakti að tjón sem rekja má til gáleysis í akstri getur kostað einstaklinginn eða foreldra hans margar milljónir króna þrátt fyrir kaskótryggingar. Sýnd voru mjög áhifarík mynd- bönd þar sem talað var við fólk sem misst hafði unglinga í um- ferðarslysi. Rætt var við fólk sem lent hafði í hjólastól og beðið ævarandi tjón vegna glæfraaksturs og kæruleysis í bílbeltanotkun. Spurning vaknaði hjá ungum fundarmönnum hvers vegna í ó- sköpunum sjónvarpið sýndi ekki svona vel gerðar áróðursmyndir í forvarnarskyni ekki bara fyrir unga fólkið, heldur líka fyrir full- orðna fólkið til viðvörunar? Eftir fræðslufundinn voru ung- lingarnir á einu máli um að áróð- ur hér á landi varðandi þessi mál væri alls ekki eins beittur og hann ætti að vera og myndir af svona slysum og þeim sem lent hefðu í þeim hefðu mikil áhrif. Gestum leist vel á nýju tamningamiðstöðina í Suður-Bár. Mynd GK Tamningastöð í Suður - Bár ísólfur Líndal Þórisson frá Lækjamóti í Vestur-Húnavatns- sýslu opnaði fyrir skömmu tamn- ingastöð í Suður - Bár við austan- verðan Grundaríjörð. I tilefni opn- unnarinnar buðu Isólfur og unnusta hans, Vigdís Gunnarsdótt- ir, til opins húss. Aðstöðuna leigir Isólfur af Marteini Njálssyni ferða- þjónustubónda í Suður - Bár sem breytt hefur því sem áður var rúm- gott fjós í hesthús. Var það sam- dóma álit þeirra gesta sem heim- sóttu stöðina að þetta væri drauma- aðstaða hestamannsins. Stórt og rúmgott hesthús með með mis- munandi stórum stíum og inn á milli básar til að binda baldna fola. Þá er rúmgóð járninga- og vinnu- aðstaða og innangengt er í tamn- ingaskemmu þar sem frumtamn- ing fer m.a fram. Isólfur sýndi við- stöddum handbrögðin við notkun bandmúls í frumtamningu í skemmunni. Við hesthúsið er svo rúmgott reiðgerði. Isólfur sagði að fullbókað væri í tamningu til áramóta og þegar væru farnar að berast pantanir eftir áramót. Hann sagði greinilegt að hugur væri kom- inn í Vestlendinga vegna væntan- legs Fjórðungsmóts að Kaldármel- um næstkomandi sumar. 1H

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.