Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2000, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 23.11.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 23. NOVMEMBER 2000 ^&issaunu^ WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 49 Sími: (Borgarnes og Akranes) 430 2200 Akranesi: Kirkjubraut 3 Fax: (Borgarnes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Frumkv.stjóri: Ritstjóri og óbm: Internetþjónusta: Siuðamenn: Auglýsingur: Fjórmól: Prófarkulestur: Umbrot: Prentun: íslensk upplýsingatækni 430 2200 Magnús Magnússon 894 8998 Gísli Einarsson 892 4098 Bjarki Mór Karlsson 899 2298 Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310 Ingi Hans Jónss., Snæfellsn. 895 6811 Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 Sigurbjörg B. Ólafsdóttir 430 2200 Ásthildur Magnúsdóttir og fleiri Jölvert Isafoldarprentsmiðja bf islensk@islensk.is ritstjori@skessuhorn.is internet@islensk.is sigrun@skessuhorn.is ingihans@skessuhorn.is hjortur@skessuhorn.is bokhald@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út i 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 430 2200 Hin íslensku Skessu- verðlaun Gísli Einarsson, ritstjóri. Ekki hafði ég tölu á öllum þeim vasaklútum sem ég brúkaði í geðshræringunni og gleðiköstunum meðan ég horfði á margra tíma útsendingu ffá afhendingu Eddu verðlaunanna um síðustu helgi. Þetta var alveg einstök stund fyrir mig sem einlægan aðdáanda fíns og ffægs fólks. Það eina sem mér hefur nefhilega fundist vanta í íslenskt menningarlíf er svona alvöru þotulið og glamúr að hætti Hollívúddhrepps. Þessi skortur hefur valdið mér sem Is- lendingi ákveðinni vanmetakennd og ónotum. Að vísu hefur það farið batnandi eftir að Séð og heyrt fór að birta myndir af fólki og gera það þannig ffægt til að hægt væri að birta myndir af því sem frægu fólki. Ekki versnaði það heldur eftir að DV hætti hefð- bundnum fféttaflutningi og hóf að róa á sömu mið í ekki-ffétta- stíl. Það hefur reyndar plagað mig svolítið að það skuli aldrei vera birtar myndir af mér í dálkinum “hver var hvar”. Það getur vissu- lega komið sér vel því annað veifið lendir maður í því að muna alls ekki hvar maður var, en þurfa samt að standa á því skil. Auk þess er ég einfaldlega fornemaður þar sem mér finnst ég eiga það skilið að vera allavega örlítið ffægur. Mér þótti því dásamlegt og löngu tímabært að sjá allt þetta fal- lega fólk í sparifötunum að veita hvert öðru Edduverðlaun fyrir besm klippinguna, hárgreiðsluna, fótsnyrtinguna og hvað þetta var nú allt saman. Þá var þetta sérstakur bónus fyrir mig sem ekki hef ennþá tímt að fara í bíó að sjá 101 Reykjavík en þarna var hún sýnd í heild sinni í tveggja mínútna bútum. A hinn bóginn var ég afskaplega foj yfir því að mér sem einum smáfríðasta blaðamanni landsins væri ekki boðið á þessa fjöl- miðlahátið. Það kom algjörlega flatt upp á mig og ég var rétt rúmlega hálfhaður að sauma á mig smóking þegar ég komst að því að nærveru minnar var ekki óskað. Því hef ég ákveðið að efna framvegis til eigin Hollývúddhátíð- ar. Innan tíðar verða Skessuverðlaunin afhenti í fyrsta sinn í beinni útsendingu um allt Vesturland. Á næstu dögum verða birt- ar tilnefningar til verðlaunanna fyrir réttustu fféttina, stærstu auglýsinguna og subbulegustu fyrirsögnina. Þá verða tilnefndir besti leiðarahöfundurinn, ffíðasti ritstjórinn, snyrtilegasti vísna- þáttahöfundurinn, besti dökkhærði pistlahöfundurinn, besti krullhærði pistlahöfundurinn, besti skeggjaði pistlahöfundurinn og besti sköllótti pisdahöfundurinn. Einnig ljóshærðasti og elsti blaðamaðurinn og hávaxnasti auglýsingastjórinn. Auk þeirra sem tilnefhdir verða munum við dubba upp ein- hverja sem eiga smóking eða galakjól og taka sig vel út á mynd. Á þessari glæsilegu hátíð munum við Dagbjartur á Refsstöðum, Bjartmar á Norðurreykjum, Magnús í Birkihlíð, Illugi, Sigrún, Hjörtur og Ingi Hans hamast við að hlaða verðlaunagripum hvert á annað og endursegja gömul heygarðshorn og tala um vor- ið í íslenskri Skessuhornsútgáfu. Tárast síðan talsvert og hæla hvert öðru óverðskuldað fyrir samstarfið á liðnum árum. Til að fjármagna dæmið endum við á að selja eiginhandar áritanir þeim sem langaði að vera með, en var ekki boðið, og biðu allan tímann slefandi fyrir utan. Þetta mun án efa lyfta vestlenskri menningu á mun hærra plan. Gísli Einarsson, bráðum frægnr / Arekstur á Borgarbraut Þriggja bíla árekstur varð á Borgarbraut í Borgamesi á mánudag á móts við Félagsbæ. Engin slys urðu á fólki en btlamir allir nokkuð skemmdir Hér sést síðasti bíllinn fluttur í burt. Mynd: GE Skautasvellið væntanlegt Það hefur vakið athygli bæjarbúa á Akranesi að ekki er búið að búa til svell á Skagaverstúninu svo hægt sé að renna sér þar. I góða veðrinu sem verið hefur undanfarið hafa krakkarnir hópast á þann örlitla bút sem frosinn er til þess að renna sér. Þetta stendur þó allt til bóta því Gísli Gíslason bæjarstjóri segir að útlit þurfi að vera fyrir að gaddur- inn vari einhverja daga. Þá mun málinu verða bjargað. SOK Fjórir boðaðir til viðræðna Starf sviðsstjóra á fyrirtækjasviði á Akranesi var auglýst laust til um- sóknar nýverið og voru fjórir um- sækjendur boðaðir til viðræðna þann 16. nóvember síðastliðinn. Það voru þeir Hannes Frímann Sigurðsson, Sæmundur Víglunds- son, Lárus Ársælsson og Hallfreður Ottar Símonarson. Akvörðun hefur ekki verið tekin en henni var frestað til næsta fundar bæjarráðs. SÓK Samstarf við SVR? Bæjarráð Akraness hefur sam- þykkt tillögu Gunnars Sigurðsson- ar þess efnis að fela bæjarstjóra að óska eftir viðræðum við Strætis- vagna Reykjavíkur um hugsanlegt samstarf um fólksflutninga milli Akraness og Reykjavíkur. Gunnar lagði til að tillögunni yrði hrint í framkvæmd hið fyrsta í ljósi þess að verð og tíðni ferða á milli stað- anna væri með þeim hætti að hvor- ugt þjónaði hagsmunum bæjarbúa að því marki sem vonir stóðu til. Auk þess taldi hann að núverandi fyrirkomulag hefði verulega heft- andi áhrif á komu ferðamanna til Akraness. SÓK Slegist um jarðir Jarðasala hefur verið nokkuð líf- leg að undanfömu samkvæmt heim- ildum Skessuhorns. Dæmi em um mikla ásókn í einstakar jarðir og sumar hafa jafnvel farið á talsvert yfir ásettu verði. Þrjár jarðir í Borg- arfirði em á meðal þeirra sem marg- ir hafa sýnt áhuga. Það em Skarðs- hamrar og Svartagil í Norðurárdal sem líkur em á að verði gengið ffá sölu á á næstunni og Hvammur í Skorradal sem Skógrækt ríkisins hefur haft á leigu. Samkvæmt heim- ildum Skessuhorns hefur borist í hana tilboð upp á 80 milljónir en ekki 120 milljónir eins og sagt var frá í DM Það tilboð mun heldur ekki vera ffá Kára Stefánssyni eins og sagt var ffá í sama blaði heldur öðrum aðila. GE Atak hjá lögregl- unni á Akranesi I síðustu viku stóð Lögreglan á Akranesi fyrir átaki í sambandi við efdrlit með ljósabúnaði bifreiða. Að sögn Svans Geirdals, yfirlögreglu- þjóns á Akranesi, heppnaðist átakið vel. “Það var að vísu ýmislegt að eins og gengur. Við vomm ekkert að sekta fólk heldur komum með vin- samleg tilmæli um að fara á næsta verkstæði og láta lagfæra það sem er í ólagi.” Mikil þörf er á átaki sem þessu enda segir Svanur að öku- mennirnir séu yfirleitt þeir síðustu til að uppgötva að ljósin séu biluð. “Þetta var átak sem var gert í sam- ráði við Umferðarráð og var gert víða á landinu á svipuðum tíma. Á- standið reyndist nokkuð gott hjá okkur hér á Akranesi en þessu verð- ur vissulega haldið áfram enda er þetta verkefni sem við eram í árið um kring. Við vonum auðvitað að á- takið hafi borið einhvern árangur og við viljum brýna fyrir fólki að hafa ljósin í laei sérstaklega á bessum árs- tíma.” SÓK Sjukrahús Akraness Níu sóttu um starfið Níu umsækjendur voru um starf framkvæmdastjóra Sjúkra- hússins og Heilsugæslustöðvar- innar á Akranesi en umsóknar- fresmr rann út 15. nóvember sl. Sérstök nefiid á vegmn Heilbrigð- is og tryggingamálaráðuneytisins mun leggja mat á hæfni umsækj- enda. Formaður hæfhisnefiidar- innar og fulltrúi heilbrigðis og tryggingamálaráðuneytis er Hall- dór Jónsson ffamkvæmdastjóri á Akureyri. Niðurstöður munu liggja fyrir innan tíðar en staðan er veitt frá 1. janúar. Umsækjendur vom eftirfarancfi: Ásgeir Ásgeirsson skrifstofu- stjóri, Birgir Guðjónsson við- skiptáffæðingur, Bjöm Baldurs- son, lögffæðingur, Bjöm S Lárus- són rekstrarráðgjafi, Guðjóns S Brjánsson framkvæmdastjóri, Hallur Magmisson rekstrarfræð- ingur, Fljördís Stefánsdóttir lög- ffæðingur, Ragnheiður Ríkharðs- dóttir skólastjóri og Sigurður E Engilbertsson framkvæmdastjóri. Innbrot í Skagann A þriðjudaginn fyrir rúmri viku síðan var ffamið innbrot í Skag- ann, skipasmíðastöðina við Bakkatún; á Akranesi. Gluggi á innkeyrsludyram við norðurhlið hússins hafði verið brotinn og hreinsaður úr karminum og þar höfðu þjófamir farið inn. Höfðu þeir á brott með sér rafsuðuvél, hoggborvél og þrjár hleðslubor- vélar. Málið er í rannsókn. Amason, innkaupastjóri gans hf., segir að ekki sé ljóst hversu mikils virðí þýfið er. “Við . erum enn að athuga gaumgæfi- lega hvaða vérkfæri era horfin en mer sýmst þetta ekJa vera nertt stórvægilegt. Það lítur eiginlega helst út fyrir áð einhver hafi bara verið með fi'flalæti. Við erum hér með djúsvél óg búið var að blanda mjólk þar út í og eins hvarf Liver- pool peysa sem er búin að hanga hér uppi í langan tíma.” Já þeir era með skopskynið í lagi þjófam- ir á Akranesi. SOK Innbrot bústaði Brotist yar Ínn í tvo sumarbú- staði í Svarfhólsskógi í Svínadal i síðustu viku. Þjófarinir höfðu hreinsað rösklega til í báðum bú- stöðunum að sögn lögreglu og hirtu flest fémætt. GE Norðmenn í Norskt par lenti í hrakningum á Kaldadal í Borgarfirði á mánudag. Fólkið festi biffeið sína í skafli á veginum og gekk af honum í átt til Þingvalla. Kristján Kristjánsson fjallabíJstjóri kom fólkinu til bjargar en það hafði þá verið á göngu í um hálftíma og átti ófama um 60 kílómetra. Fólkið vár illa búið og Ijóst að illa hefði getað farið þar sem mikið frost var þennan dag. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.