Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2000, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 23.11.2000, Blaðsíða 9
SSESSiÍHÖBB FIMMTUDAGUR 23. NOVEMBER 2000 9 Hefði viljað sjá fyrirtækið eflast Rætt við Magnús Oddsson fyrrverandi veitustjóra BORGARBYGGÐ Á fundi bæjarstjómar Akraness hinn 26. september síðasdiðinn samþykkti meirihluti bæjar- stjómar tillögu um breytt skipu- lag bæjarsjóðs og Akranesveitu. I því felst meðal annars að bæjar- ráð fer með stjóm Akranesveitu og stjóm hennar er þar af leið- andi lögð niður, fjárreiður og bókhald Akranesveitu er flutt á bæjarskrifstofuna, starf bygg- ingafulltrúa er sameinað tækni- deild veitunnar, bæjarstjóri verð- ur framkvæmdastjóri Akranes- veitu og starf veitustjóra er lagt niður. Af þessu tilefni sneri blaðamaður Skessuhoms sér til fyrrverandi veitustjóra Akranes- veitu, Magnúsar Oddssonar og spurði hann meðal annars um álit sitt á skipulagsbreytingunum. “Eg hef verið talsmaður þess að breyta Akranesveitu til að mæta breyttum tímum og þá sér í lagi boðuðum breytingum á rafmagns- sviði. I þeirri grein mun verða tekin upp ffjáls sam- keppni í samræmi við til- skipun Evrópusambandsins um innri markað fyrir raf- orku og samkeppni. Is- land hefur undanþágu til að uppfylla þessi ákvæði fram í maí 2002.” Magnús segir aðrar veitur vera í óða önn að búa sig undir þessar breyttu aðstæður. “Til dæmis eru þegar komnar ffam tillögur um að breyta Hitaveitu Suðurnesja og Orkubúi Vestfjarða í hluta- félög. I skýrslum Iðnaðar- ,, , ,x . . r . , Mamms (Jdasson raðuneytisins um tynrhug- aðar breytingar hefur jafhan verið gerð grein fyrir því að öll fyrirtæki á þessu sviði skuli vera hlutafélög. Akranesveita og Andakílsárvirkjun hafa ýmis góð spil á hendinni til að mæta þessum breyttu aðstæðum og tillögur mínar í því efni lágu fyrir. Meðal annars komu þær fram í nefndaráliti, sem lagt var fram í veitustjórn og í erindi sem ég hélt síðasdiðið vor á vegum Samorku á fundi í Vestmannaeyjum. Eg tel þær breydngar sem búið er að gera ekki hyggilegar og ganga í öfuga átt við það sem þörf er á. Þegar sam- keppnismarkaður er kominn á er ó- eðlilegt að fyrirtæki sé með bókhald og fjármál í opinberri umsýslu.” Magnús segist ekki þekkja forsögu málsins. “Eg vissi að vísu að í skoð- un væri að breyta tæknideildinni en af þessum róttæku breytingum ffétti ég fyrst hinn 4. september síðastlið- inn og hinn 19. september var mér gerð grein fyrir að ég ætti að hætta störfum þann 1. október eða eftir aðeins átta vimiudaga. Mér fannst afar furðulegt að ég þyrfti að hætta störfum með svo skömmum fyrir- vara. Niðurstaðan varð hins vegar sú að ég starfaði til 15. október.” Magnús var enginn nýgræðingur hjá Akranesveitu en hann hóf störf fyrir Akraneskaupstað fyrir rúmlega 32 árum. “Eg hóf störf hjá Akranes- kaupstað í maí 1968 sem rafveitu- stjóri Rafveim Akranesss. Eg fékk leyfi frá því starfi til að gegna starfi bæjarstjóra á árunum 1974-'82, en að því búnu tók ég aftur upp fyrra starf og gegndi því til ársloka árið 1995. Þá tók ég við starfi veitu- stjóra Akranesveitu og gegndi eins og áður sagði til 15. október síðastliðinn. Auk þess hef ég gegnt margháttuðum félagsstörfum bæði hjá Akraneskaupstað og íþrótta- hreyfingunni. Eg var til dæmis for- maður bygginganefndar íþrótta- hússins við Vesturgötu ffá því að húsið var tæplega fokhelt og þang- að til búið var að taka það í notkun og eins formaður IA, þegar íþrótta- húsið að Jaðarsbökkum var byggt.” Það kom mörgum á óvart að Magnús skyldi missa starf sitt sem veitustjóri og var hann sjálfur þar engin undantekning. “Það kom mér afar mikið á óvart, því að ég hef eng- ar athugasemdir fengið í sambandi við starf mitt og vissi ekki annað en að allt væri í góðum gír. Þegar ég réði mig í starf veitustjóra voru sett inn ákvæði um 3ja ára ráðningu og þriggja mánaða uppsagnarffest. Ég var ósáttur við þessi ákvæði, enda var ekki minnst á slíkt í auglýsingu um starfið. Mér var sagt að þau væru sett inn að kröfu ákveðins bæj- arfulltrúa og lagt að mér að sam- þykkja þau. Ég var nánast fúllviss- aður um að ég þyrfti engar áhyggjur að hafa af þessum ákvæðum svo framarlega sem hlutirnir mundu ganga upp og rekstrarmarkmið nást, en á þeim tíma ríkti reyndar ekki mikil bjartsýni um að það tækist. Vegna ötullar vinnu og dugnaðar samstarfsmanna minna tókst að ná öllum upphaflegum rekstrarmark- miðum og vel það. I því sambandi vil ég benda á eftirfarandi: - Niðurgreiðslur á skuldum hafa verið mun meiri en áædanir gerðu ráð fyrir. Til dæmis greiddi HAB skuldir niður um 90 milljónir króna á síðasta ári en áætiun gerði ráð fyr- ir 47 mkr niðurgreiðslu. Akranes- veita og Andakílsárvirkjun greiddu skuldir niður um 77 mkr á síðast- liðnu ári en áætiun gerði ráð fyrir 34 mkr niðurgreiðslu. - Sjóðseign fyrirtækjanna er mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Hinn 1. september síðasdiðinn nant sjóðseign Akranesveitu 80 mkr og sjóðseign HAB 72 mkr. Sjóðseign nam um 10% af skuldum. - Verð á heita vatninu hefur lækk- að umtalsvert umffam það sem áætl- anir gerðu ráð fyrir. Til dæmis var í áætlunum ekki gert ráð fyrir lækk- un hinn 1. nóvember síðastliðinn um 7,5% eins og ákveðið var eftir vandlega athugun og á grundvelli þess að rekstur hafði komið betur út en áætianir gerðu ráð fyrir. aÍa'k' A/A'EWfcW 4‘ *' *' 4*4 Aðspurður segist Magnús ekki enn vera búinn að ákveða hvað hann hyggst nú taka sér fyrir hendur. “Nei, en ég fer að líta í kringum mig. Ljóst er að ekki er auðvelt fyrir mann á mínum aldri að finna sér nýtt starf, en ég er 65 ára. Mér fmnst full snemmt að setjast í helgan stein eins og sagt er. Ég fagna hins vegar tillögu til þingsálykmnar sem Ogmundur Jónasson og fleiri hafa flutt á Alþingi um að kornið verði í veg fyrir uppsagnir í starfi vegna ald- urs.” Magnúsi var sagt upp störfum á bæjarstjórnarfundi í beinni útsend- ingu í útvarpi. Hann segir það vera óvanalegt. “Ég minnist þess ekld að svo hafi verið gert í þau rúm 32 ár sem ég hef fylgst með málum hér á Akranesi. Oneitanlega bærðust með mér blendnar til- finningar þegar ég hinn 26. september hlustaði á flutning þessarar tillögu í út- varpi. Tillagan var samþykkt af meirihlut- anum gegn atkvæðum minnihlutans, en mér skilst að minnihlutinn hafi ekki vitað af tillög- unni fyrr en komið var á fundinn. Þessi til- laga var hvorki rædd í bæjarráði né stjórn Akranesveitu. Svona vinnubrögð sýna ekki mikla tillitsemi gagn- vart þeim sem í hlut á né bera vitni um mannúðlega starfs- mannastefnu.” Magnús hefur ekki sótt um starf að nýju hjá Akranesveitu eftir upp- sögnina. “Mér var reyndar boðið að starfa í einhvers konar hlutastarfi í 1-2 ár sem ráðgjafi og ábyrgðarmað- ur rafmagnssviðs. Ég fékk hins vegar ekki nema um 30 klukku- stunda ffest til að svara. Þar sem þessi frestur var svo skammur og mér gafst ekki ráðrúm til að ráðfæra mig t.d. við mitt stéttarfélag þá hafnaði ég þessu boði, enda fylgdu því ýmsar kvaðir sem þörfnuðust at- hugunar meðal annars að ég afsalaði mér öllum rétti til biðlauna.” En var virkilega þörf á þessum skipulags- breytingum? “Ég geri mér ekki grein fyrir þeirri þörf en ljóst er að þessum breytingum fylgir talsverður kostnaður og þótt ég hætti störfum, þá þarf áffarn að vinna þau störf sem ég vann enda er þegar búið að aug- lýsa eftir starfsmanni til að vinna hluta þeirra,” segirMagnús og held- ur áffam. “Það er hins vegar brýn þörf á að breyta fyrirtækínu í þveröf- uga átt til að uppfylla kröfúr Evr- ópusambandsins ef merin æda ekki að missa rafmagnssviðið út úr fyrir- tækinu með sölu eða sámruna. Eg bendi á að raffnagnssviðið skilar meiru til hinna sameiginlegu þarfa Akranesveitu en öll hin sviðin til samans og að fyrirtækið leggur Akraneskaupstað til um 45 milljónir króna árlega ef allt er talið og það framlag ber raffnagnssviðið uppi. Ég hefði viljað sjá fyrirtækið eflast og taka breytingum í samræmi við breytta tíma, halda áfrarn að lækka verð til viðskiptavina sinna og jafn- ffamt vera fært um að greiða eig- anda sínurn, Akraneskaupstað, ár- legan sanngjarnan arð.” SOK UTBOÐ Viðbygging við Grunnskólann í Borgarnesi Tæknideild Borgarbyggðar óskar efíir tilboðum í 660 m2 viðbyggingu á tveimur hædum við Grunnskólann í Borgarnesi. Gögn verða aflient þriðjudaginn 28. nóvember 2000 á Bæjarskrifstofu Borgarbyggðar og hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, Ármúla 4, 108 Reykjavík. Tilboð verða opnuð á Bæjarskrifstofu Borgarbyggðar 12. desember 2000 kl. 14.oo og skal skila inn tilboðum fyrir þann tíma. Bwjarverkfrœðingur Borgarbyggðar. k BORGARBYGGÐ Auglýsing ■. ps : . ■ • ' * Deiliskipulag hafnarsvæðis á Grundartanga, Borgarfirði Hreppsnefndir Hvalfjarðarstrandarhrepps og Skilmannahrepps hafa auglýst nýtt deiliskipulag hafnarsvæðisins á Grundartanga samkvæmt 25. og 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr 73/1997. Deiliskipulagið er til sýnis á hreppsskrifstofunum, annars vegar að Hagamel 16, Skilmannahreppi og hins vegar að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd á skrifstofutímum og einnig á Teiknistofu Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts, Merkigerði 18, Akranesi alla virka daga frá kl. 10:00- 16:00 til og með 8. desember 2000. Vegna misritunar í fýrri augjýsingu skal það ítrekað að þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við auglýst deiliskipulag. Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum er til kl. 16:00, föstudaginn 8. desember 2000 og skal skila þeim inn til hreppsskrifstofu Skilmannahrepps, Hagamel 16, Skilmannahreppi, 301 Akranesi. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við deiliskipulagið fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni. Oddvttar Hvalfjarðarstrandarhrepps og Skilmannahrqjps. Deiliskipulagstillaga fyrir íbúðarbyggð í Bjargslandi, þyrpingar 8 og 9. Samkvæmt ákvæðum 18. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, er hér með lýst efrir athugasemdum við ofangreint deiliskipulag. Tillagan mim liggja frammi á bæjarskrifstofu Borgarbyggðar frá 22. nóvember 2000 til 14. desember n.k. Athugasemdmn skal skila inn fyrir 29. desember 2000 og skulu þær vera skriflegar. Borgarnesi 14. nóvember 2000 Bœjarverkfrœðingur Borgarbyggðar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.