Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2000, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 23.11.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 23. NOVMEMBER 2000 antððUÍU/i^ Sýningar d leikritnm Saumastofan efiir Kjartan Ragnarsson hafa gengið vel. Það er Umfíslendingur sem setur verkið á svið í Félagsheimilinu Brún. Síðasta sýning verður næstkomandi laugardag. Listíð í Safnahúsi Borgarfjarðar Laugardaginn 25. nóvember, kl. 15, verður sýning Listíðahópsins opnuð í Saínahúsinu í Borgarnesi. I hópnum er borgfirskt lista- og handverksfólk sem sýnir fjölda skraut- og nytjahluta úr horni, tré, ull, gleri og fleiri efnum. Flestir hlutir á sýningunni eru til sölu og tilvaldir til jólagjafa. Atta manna sönghópur undir stjórn Steinunnar Arnadóttur syngur við opnunina. Sýningin verður opin virka daga kl. 13-18ogáfimmtudagskvöldum kl. 20-22. 'jóðfegt (jom Ufsilon - og don Heilir og sælir lesendur góðir, til sjávar og sveita! Þótt ekki hafi þingmenn þá ráðizt til atlögu gegn Ufsiloninu góða, bend- ir nú margt til þess að þjóðin sé sjálf að ganga af rithætti þeim dauðum. Is- lendingar hafa upp til hópa ekki hugmynd um hvenær rita skal Y og hvenær I og láta því kylfu ráða kasti. Jafnvel sumir af beztu pennum lands- ins ruglast í Y-reglunum, og jaftível hin virðulegusm rit, meira að segja. Skessuhom, hafa gerst um það sek (þótt um algjörlega einangmð undan- tekningartilfelli sé að ræða) að láta slíkar villur sleppa ffamhjá vökulum augum prófarkalesara sinna og rata á prent. Fyrir óskaplega mörg hundrað ámm, miklu fleiri en nokkur veit með vissu, hættu íslendingar að gera greinarmun á hljóðunum I og Y annars vegar og í og Y hins vegar í framburði. Eflaust hefur tap þessara hljóða verið einhver óláns málgalli á sínum tíma, sem breiðzt hefur út og að lok- um haft sigur. Þrátt fyrir þetta augljósa tungutjón er þjóðin svo lánsöm að eiga lifandi minningu um gamalt málfar og uppmna orða sinna í bókstöf- unum góðu; Y og Y. Þama í fymdinni vora engir málfarsfasistar til vamar tunguníðingum og því fór sem fór. Löngu síðar, þegar sameiningarferli sérhljóða hélt áfram og þjóðin virtist ætla að sameina hljóðin I og E var vígstaðan orðin önnur. Þá hafði rekið á fjörar landsins danskan mann, Þjómús Kristján Röska. Stóð hann rösklega vörð um hina fomu tungu vora, rétt eins og þegar vöskustu hreppsnefndaroddvitar vorra daga verja sveitir sínar sérhverri sameiningar- vá. Upp hófst hundrað ára herferð gegn flámæli. Þegar sú barátta hófst ® vora nær allir landsmenn flámæltir og aðeins stöku sérvitrangur hélt í hin gömlu hljóð. En með samstilltu átaki í skólum, fjölmiðlum og hvar sem færi gafst vannst allt að því fullnaðarsigur í baráttunni gegn afbökun máls- Því er svo komið að hver spyr nú sig hvort ekki sé kominn tími til að við- urkenna staðreyndir og leggja niður bókstafmn Ufsilon í íslenzkri tungu. Hvort þjóðemisrómantíldn verði nú ekld að víkja fyrir haldbærari rökum. Ekki skal á það lagt mat hér, en dl að koma á móts við þessi sjónarmið verður afgangurinn af þessari grein ritaður án bókstafánna Y og Z. i$ [Hér fékk prófarkalesarinn frí]. Imsir kostir filgja því að rita ekki þessa löngu úreltu stafi. Til dæmis losna % við þetta tveir takkar á liklaborðum íslenskra ritvéla og tölva. Legg ég til að í staðinn firir þá verði sett inn tákn sem nú er mikil firirhöfh að slá inn, ig þ.e. táknin @ og a sem era miklu þíðingarmeiri nú á dögum. First þetta gengur svona vel hvers vegna þá ekki að stíga skrefið lengra? Kvers vegna ættum við að rita HV þegar við segjum KV? Og kvers vegna eram við að rita NN þegar við heirum ekki munin á N og NN? Og kvað á það að þíða að skrifa upp á vestfirsku? lánga laungu átt að varpa firir róðan. Þeim rithætti hefðum við firir Það skaut því skökku við hér um árið þegar Alþingi samþykkti að fella bókstafinn Z úr íslenzka staffófinu. Z var eins og menn vita borin fram ná- f| kvæmlega eins og S og þótti því algjörlega óþörf. Jafnvel þótt sýnt væri að hún færði þeim sem texta rita lifandi tilfinningu fyrir uppruna og samhengi eigin orða, þá væri allt of mikil fyrirhöfn að kenna bömum að nota þenn- an staf rétt. Því var honum kastað á glæ. Og kvaða vitleisa var það að taka upp stafómindina É hjer firr á öldini? Jeg sje ekki tilgángin með því. Lox legg jeg til að ritað verði X í stað GS og ^ KS. Huxið ikkur bara kversu indisleg breitíng þetta irði firir margan Verið kært kvödd á firsta Þórsdegi á íli Bjarki Már Karlsson sjálfskipaður þjóðháttafi-œðingur Listíðahópurimi, talið frá vinstri: Páll Jensstm, Þórir Ormsson, Rita Freyja, Guðmundur Sijrurðsson, Snjólaug Guðmundsdóttir og Gróa Ragnvaldsdóttir. A myndina vantar Astríði Sigurðardóttur, Olöfii Sig. Davíðsdóttur og Sverri Vilbergsson. Sérstök helgaropnun verður dagana 16. og 17. desember. Sýn- ingunni lýkur 22. desember. Kæri Jón, Mér hefur hreinlega ekki komið dúr a auga síðan ég sleit sambandi okkar. Æ, viltu nú ekki fyrirgefa mér þetta og gleyma öllu saman. Fjarvera þín er sem farg á hjarta mínu. Oskaplega gat ég verið mikill kjáni. Ég elska þig. Astar- og sakmðarkveðjur þín elskandi Gunna PS. Til hamingju með stóra pottinn í lottóinu. Hvers vegna er E.T. með svona stór augu? Gerðist þegar hann sá sím- reikninginn.... J ónasarverðlaun Eins og fram hefur komið í fréttum fékk tónlistarmaðurinn Megas nýlega verðlaun kennd viðjónas Hallgrímsson. Megas þessi hefur áður ort um Jónas og í tilefhi verðlaun- anna væri ekki úr vegi að rifja það upp: Sauðdrukkinn úti í hranni lá Hallgn'msson Jónas og hraut eins og sögimar- verksmiðja í Brasilm. Mamma, komdit ekki náLegt með nefið þittfina, það er riálykt af homtm, þít geetir fengið klígjn Hami orti umfallega hluti, það er hlálegt og hellti svo bjór yfir pappirinn ogyfir orðin gættu þín, mnmma, maðitrinn hann er með syfillis mundu að þegar hann fer skaltu dekka borðin Já hræið afjónasi er sannarlega sjórekið sjórekið upp á fjónir gullstrand- Jengjunnar sjáðu, mamma, manninum honum er illt hann muldrar eitthvað um hrtin oghann grípur um pyngjuna. * Utstáelsi Giftur maður á Vesturlandi datt í það á fmimtudagskvöldi og skelltí sér ttil Reykjavíkur með strákunum. Eftir mikið rörarölt skilaði hann sér loks heim á sunnudagskvöldi. Konan var að vonum ekki kát og eftir nöldur og nag hreytti hun í hann: “Hvernig litist þér á það ef þú sæir mig ekki í nokkra daga, ha?” “Það er í góðu lagi mín vegna,” sagði eigínmaðurinn. Mánudagurinn leið án þess að hann sæi konu sína, þriðjudagurinn og miðvikudagurinn líka. Það var ekki íyrr en seint á fimmtudag þegar bólgan byrjaði að hjaðna að hann sá grilla fyrir henni í móðu. s Herra Island Keppnin um Herra ísland fer fram á Hótel íslandi í kvöld. Vest- lenskir keppendur em þrír að þessu sinni, þeir Leifur Jónsson, Oðinn Agústsson og Sigurvin Halldórsson. Þeir hafa æft af kappi undanfamar vikur og ætti úrslita- kvöldið að verða hið glæsilegasta en þema kvöldsins er ekkert annað en sjálfur James Bond. Það verður spennandi að sjá hvort strákamir nái að halda heiðri vesdenskrar fegurðar á loftti en besta árangri hingað til náði Sigþór Ægisson þegar hann hreppti annað sætið árið 1998. Sigþór var einnig valinn ljósmyndafyrirsæta keppninnar og hefur hann starfað sem slfk erlend- is með góðum árangri nánast síðan keppninni lauk. SOK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.