Skessuhorn - 30.11.2000, Page 4
4
FIMMTUDAGUR 30. NÓVMEMBER 2000
«a£»unu>~
Landeigendur í Svínadal
mótmæla nýrri Sultartangalínu
Herra
S
Island
Nýburar
Keppnin um titilinn Herra
Island fór fram síðastliðið
fimmtudagskvöld. Keppend-
ur af Vesturlandi voru þrír
en enginn þeirra náði verð-
launasæti að þessu sinni
þrátt fyrir að þeir hefðu allir
staðið sig með stakri prýði.
Keppnin var sýnd í beinni
útsendingu á Skjá einum og
fullt var út úr dyrum á Hót-
el Islandi þar sem keppnin
fór fram. Reykvíkingurinn
Björn Már Sveinbjörnsson
sigraði í keppnínni að þessu
sinni.
SÓK
Leifnr Jónsson, Horra Vesturland
árið 2000 ásamt karustn sinni, Rut
Sigurmmisdótmr, sem flaug til Is-
lands alla leiófrá Madrid til þess áð
jylgjast með keppninni.
Nýfæddir Vesdendingar eru
boðnir veJkomnir í heiminn
um leið og nýbökuðum
foreldrum eru færðar
hamingjuóskir.
21. nóveinberkl 23:)4-Sveinbam-
Pyngd:í940-Lengd:51 cm. Foreldrar:
Hrefiia Sif Heiöarsdóttir og Ingólfiir
G. Amarson, Mosfellsbce. Ljósmóöir:
Lóa Kristinsdóttir.
22. nóvember kl ll:40-Sveinbam-
Þyngd:2945-Lengd:41 cm. Foreldrar:
Hafdis Osk Jónsdóttir og Halldór Vil-
berg Torfason, Borgamesi. Ljósmóðir:
Soffía G. Þórðardóttir.
27. nóvember kl 13:36-Sveinbam-
Þyngd:4160-Lengd:54 cm. Foreldrar:
Ingunn Benedikta Þórisdóttir og
Gunnar Ragnarsson, Grundatfirði.
Ljósmóðir: Anna E. Jónsdóttir.
14. nóvember kl 16:46-Sveinbam-
Þyngd:4390-Lengd:54 cm. Foreldrar:
Hrefna Bjömsdóttir og Andri Þór
Theodórsson, Kópavogi. Ljósmóðir:
Anna E. Jónsdóttir.
Fyrirhuguð stækkun álversins á
Grundartanga hefur kallað fram
hörð viðbrögð hjá umhverfis-
verndarsinnum og íbúum í ná-
grenni við umrætt athafnasvæði.
Það er hinsvegar ekki aðeins verk-
smiðjan sjálf sem málið snýst um.
Enda eru margir á þeirri skoðun að
það sé lítið við henni að gera íyrst
hún sé komin og það breyti
kannski ekki öllu hversu stór hún
er.
Bændur og aðrir landeigendur í
Svínadal hafa meiri áhyggjur af
nýrri háspennulínu sem væntanleg
er til að sjá álverinu fyrir nægjan-
HPesflendingur pikuniuir
Guðgeir Guðmundsson, 18 ára sundkappi frá Akra-
nesi, er Vestlendingur þessarar viku. Hann var einn af
þeim sundmönnum frá Sundfélagi Akraness sem kom,
sá og sigraði á bikarmóti sem fram fór í Sundhöll
Reykjavíkur um síðustu helgi. Guðgeir keppti í 100
metra og 200 metra flugsundi og 1500 metra skrið-
sundi og sigraði að vanda í öllum sínum greinum, en
að eigin sögn er flugsundið hans besta grein. “Þetta
gekk bara nokkuð vel hjá okkur og við unnum í annari
deild” segir Guðgeir en honum hefur gengið ágætlega
í sundinu í sumar. “Eg var nú samt aðallega í því að
bæta mig. A síðasta ári náði ég lágmörkunum í ung-
lingalandsliðið og ég var í því síðasta vetur. Það varð í
síðasta skipti því ég er orðinn of gamall til þess núna.
Svo fór ég líka með Sundfélagi Akraness í æfingabúð-
ir til Frakklands í hálfan mánuð.” Það er ekki heiglum
hent að stunda íþrótt eins og sundið og að baki góð-
um árangri sundmanna standa iðulega þrotlausar æf-
ingar til margra ára. Þar er Guðgeir engin undantekn-
ing. “Eg byrjaði að æfa sund þegar ég var sjö ára og hef
æft síðan með smáhléum sem eru kannski tvö ár í
heildina. Núna eru æfingar hjá okkur átta sinnum í
viku en við fáum alltaf frí á sunnudögum. Við æfúm
alla virka daga og á laugardagsmorgnum og svo eru
alltaf tvær morgunæfingar í viku.” Morgunæfingarnar
byrja klukkan hálfsex að morgni eins og nafn þeirra
gefúr tdl kynna, en Guðgeir segir það ekkert vandamál
að rífa sig á lappir fyrir allar aldir þrátt fyrir að flestir
á hans reki sofi rótt fram að hádegi í kennaraverkfall-
inu. En hvað finnst honum um verkfallið? “Það leggst
nú bara ágætlega í mig! Eg er búinn að vera að vinna
aðeins í garðyrkjudeildinni þar sem ég hef unnið síð-
ustu tvö sumur en þar er enga vinnu að hafa þessa dag-
ana svo ég fer bara á æfingar og hangi þess á milli.”
Guðgeir segir aðspurður að sundæfingarnar hafi lítið
bitnað á sumarvinnunni þrátt fyrir að þær væru átta
sinnum í viku þar sem Akranesbær borgaði honum
laun fyrir að synda frá átta til níu, en æfingarnar voru
frá klukkan sjö til níu.
Guðgeir er í Fjölbrautaskóla Vesturlands þar sem
hann leggur stund á rafeindavirkjun og rafvirkjun. “Eg
Guðgeir Guðmundsson
veit ekki alveg hvenær ég útskrifast en ég stefni á að
fara í Iðnskólann á næstu haustönn en þar er boðið
upp á þriggja anna nám í rafeindavirkjun.” Einhverjir
myndu halda að ekki væri pláss fyrir áhugamál f lífi
þessa unga manns, en því er öðru nær. “Tónlist er mitt
aðaláhugamál” segir Guðgeir sem heldur einna mest
upp á rokktónlist. “Eg á mér þó enga uppáhaldshljóm-
sveit en ég get nefút Botnleðju og Deftones. Utivist og
íþróttir almennt vekja líka áhuga minn. Ég á vélsleða
sem mér finnst gaman að fara á og þegar ég hef tíma
til fer ég upp á Snæfellsjökul á honum. Einnig finnst
mér skemmtilegt að fara á skíði.”
Markmið Guðgeirs eru háleit og það helsta er að
komast á Ólympíuleikana í Aþenu árið 2004. “Eg
reyndi nú ekki að komast núna og var svolítið langt ffá
lágmörkunum. Eg er samt ákveðinn í að hætta ekki
fyrr en ég hef keppt á Ólympíuleikum.”
SÓK
Búist er við að Sultartangalína 3 liggi utan í Skarðsheiði og þvertyfir Svínadalinn.
legri raforku í framtíðinni, svokall-
aðri Sultartangalínu 3. Endanleg
staðsetning línunnar liggur ekki
fyrir en miklar líkur eru á að hún
liggi utan í Skarðsheiðinni og yfir
Svínadalinn þveran. Aform Lands-
virkjunar varðandi lagningu lín-
unnar hafa ekki verið kynnt fyrir
landeigendum né sveitarstjórn en
margir hafa lýst áhyggjum sínum
yfir væntanlegum framkvæmdum.
Málið var meðal annars tekið fyrir
á aðalfundi félags sumarbústaða-
eigenda í Svínadal í sumar. “Þar
var einróma samþykkt að mótmæla
kröftuglega þessum áformum,”
segir Halldór Kolbeinsson for-
maður félagsins. “Það dylst engum
að háspennulína af þessari stærð-
argráðu sem borin er uppi af allt að
þrjátíu metra háum möstrum er
gríðarlegt lýti fyrir landið og stór-
skemmir þessa náttúruperlu sem
Svínadalurinn og Hvalfjörðurinn
vissulega er. Lögfræðingur Land-
sambands sumarbústaðaeigenda
tók við ályktun aðalfundarins og
sendi til Landsvirkjunar og
hreppsnefndar Hvalfjarðarstrand-
arhrepps. Við fengum jákvætt svar
frá Hreppsnefnd þar sem okkur
var tjáð að þessu máli yrði fylgt
eftir en við höfúm ekki heyrt orð
frá Landsvirkjun,” segir Halldór.
I félagi sumarhúsaeigenda í
Svínadal eru um 70 aðilar sem all-
ir eru eigendur sumarbústaðalóða.
Auk þess eru um 300 sumarbústað-
ir í sveitinni á leigulóðum. Halldór
segir að þar sem líklegast sé að lín-
an muni liggja um sé vinsælasta
útivistarsvæði sveitarinnar. “Það
var hér háspennulína fyrir þegar
byrjað var að reisa hér sumarhús
og við því var ekkert að gera. Við
höfúm hinsvegar lítinn áhuga á að
láta girða okkur algjörlega af með
slíkum mannvirkjum. Það er okkar
krafa að skoðað verði hvort ekki sé
möguleik að grafa þetta í jörð þar
sem farið er í gegnum byggð eða
að minnsta kosti verði farið með
þetta eins fjarri byggðinni og hægt
er,” segir Halldór að lokum.
GE