Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2000, Qupperneq 23

Skessuhorn - 30.11.2000, Qupperneq 23
SHSSifHi/iLíj FIMMTUDAGUR 30. NOVEMBER 2000 23 IA aftur upp í fyrstu deild Bikarkeppnin í sundi var haldin í Sundhöll Reykjavíkur síðastliðna helgi. IA keppti þar í annarri deild, en þangað féll liðið naum- lega í fyrra. Það er skemmst frá því að segja að Skagamenn sigr- uðu og er IA því aftur komið upp í fyrstu deildina í sundi eftir skamma fjarveru. Að sögn Eyleifs Jóhannessonar, sundþjálfara, var liðið nokkuð jafnt og góður andi var í hópnum, þar sem flestir voru að synda ágætlega, þrátt fyrir tölu- verð veikindi síðustu vikurnar fyr- ir mótið, en það kom ekki að sök. „Um stigakeppni milli félaga er að ræða þar sem keppt er í tíu karla- greinum og tíu kvengreinum auk boðsunda. Hvert lið sendir tvo sundmenn í hverja grein og eina sveit í hvert boðsund, en hver og einn má ekki keppa í meira en þremur einskaklingsgreinum. Lið IA er mjög ungt að árum meðal- aldur aðeins um 15 ár, þannig að framtíðin er mjög björt á Skagan- um. Til marks um það má geta þess að kvennalið okkar var stiga- hæst á mótinu." Lokastigaúrslit urðu þau að IA var eins og áður sagði í fyrsta sæti með 21.963 stig og Njarðvík í öðru sæti með 21.646 stig. Þessi tvö lið komast upp í fyrstu deild en Breiðablik og Armann falla niður. Lið IA og lið Njarðvíkur stóðu sig áberandi best á bikarmótinu en karlalið IA lenti einmitt í öðru sæti á eftir Njarð- vík. SÓK Guígeir Gudmundsson sundmaður Afleitt gengi Skagamanna Á föstudaginn tapaði lið Skaga- manna í 1. deild í körfuknattleik stórt á heimavelli sínum gegn Breiðablik og var þetta fjórði tap- leikur liðsins í röð. Andleysi ein- kenndi leik Skagamanna í þessum leik. Gestirnir gengu fljótt á lag- ið og náðu öruggu forskoti með því að gera 16 stig í röð undir lok fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik var 27 - 52. Breiðabliksliðið hélt síðan áfram að auka forskot sitt jaftit og þétt á meðan Skagamenn léku afleitlega og töpuðu boltan- um klaufalega hvað eftir annað. Svo virðist sem sjálfstraust þeirra sé í algjöru lágmarki og til marks um það má geta þess að þeir hittu einungis úr 6 af 19 vítaskotum sínum. Lokatölur leiksins urðu 59-107 og ljóst er að liðið verður að taka sig saman í andlitinu ætli það sér einhverja hluti í vetur. Stigahæstir Skagamanna í leikn- um voru Trausti Jónsson með 13 stig og Halldór Jóhannesson með 12 stig. SÓK Vilja aukn- íþróttafulltrúi Akraness, Stef- án Már Guðmundsson, kynnti á síðasta fundi íþróttanefndar bréf sem hann hefur sent bæjarráði þar sem tekinn er ffam kostnað- ur vegna viðhalds íþróttamann- virkja á Akranesi á næsta ári. Kostnaður við slíkt viðhald er töluverður og íþróttanefhd hef- ur hvatt bæjarráð til þess að auka fjárveitingar til viðhalds og reksturs íþróttamannvirkja á komandi ári. SOK -------------I- •S'.QSAéXU ' SÍSJHES: I Frd mdirritun samnmgsins Samið við efiiilega knattspymumenn Stjórn knattspymufélágs ÍA boð- aði til blaðamannafundar síðastlið- ið þriðj udagskvöld. Tifefnið var undirritun KFIA við fjóra af efni- legusttu yngri leikmönnum Akra- ness. Leikmennirnir eru: Garðar Bergmann Gunnlaugsson, 17 ára miðju- og sóknarmaður, JCristján Hagalín Guðjónsson, 16 ára miðju- maður, Þorsteinn Gíslason, Í6 ára varnarmaður, og Elínbergur Sveinsson, 18 ára varnarmaður. All- ir em drengirnir ættaðir af Mtra- nesi fyrir utan Elínberg sem kernur frá Olafsvík. Samningurinn við El- ínberg er áframhald þeirrar vinnu hjá KFIÁ er iýtur að því að gefa tingum og efniiegum leikmönnum frá rninni félögum tækifæri til að taka frantförum við bestu aðstæður sem völ er á á Islandi. Nægir í því sambandi að nefna nöfn þeirra Grétars Steinssonar, Baldurs Aðal- steinssonar, Hálfdáns Gíslasonar og Guðjóns Sveinssonar sem allír komu til félagsins á sömu forsend- um og Elínbergur, Smári Guðjónsson formaður Knattspymufélags LA sagði í sam- tali við Skessuhorn að með þessum samningum vildj stjórn KFÍA leggja áherslu á þá stefnu sína að hlúa beri að yngri leikmönnum fé- lagsins “enda sé öflugt unglinga- starf forsenda fyrir framgangi og samkeppnishæfni þess i keppni þeirra bestu á Island.” Þrír af þess- um fjórum leikmörinum eiga drengjalandsleiki að baki, þeir Garðar, Kristján og Þorsteinn. Fvrr í vetur höfðu þeir Almar Viðarsson, Helgi Valur Kristinsson og Páll Gísli Jónsson gert viðlíka samninga við félagið. HH Siggi hættiir Sigurður Jónsson, knattspyrnumaður hjá IA, hefur rift samningi sínum við félagið eftir að hafa spilað með Skaga- mönnum síðan í sumar. Samningur- inn var upphaflega gerður til tveggja ára. Sigurður segist þó ekki vita hvað hann ætli að taka sér fyrir hendur: “Eg er nú ekki enn búinn að ákveða hvað ég geri eða hvar ég verð. Eg er reyndar byrjaður að æfa aðeins aftur en það er óvíst hvað ég geri á næsta ári. Eg fékk tilboð frá Keflavík um stöðu þjálfara en þar slitn- Sigurður Jójtsson aði upp úr samn- ingaviðræðum svo þjálfarastarf er Iegt að knattspymufélagið sé að ekki inni í myndinni eins og er.” Eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum vom samningsslitin við IA gerð í mesta bróðemi. “Eg er að flytja til Reykjavíkur þar sem ég er búinn að kaupa mér hús. Mér finnst einfaldlega ekki réttlætan- borga mér laun þegar ástandið er eins og það er. Eins og komið hef- ur fram þá er fjárhagsstaðan ekki nógu góð hjá þeim og hér er mik- ið af ungum strákum sem bíða eft- ir að fá að spreyta sig.” SÓK VQtu vinna milljón? Stöð 2 er að hefja upptökur á einstaklega spennandi spurninga- þættí í desember sem heitir “Viltu vinna milljón?" Nú er verið að velja þátttakendur í fyrstu tvo þættína, sem teknir verða upp í Reykjavík 14. desember. Það er gert með því að fólk hringir í síma 907 2121 og svarar einni einfaldri spurningu. Svo sér tölva um að velja úr nöfh- um þeirra sem svara rétt og sex einstaklingar komast í hvern þátt. Stöð2 leggur mikla áherslu á að fá fólk hvaðanæva að af landinu í þáttinn og greiðir farareyri þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðis- ins ef það er valið í þáttinn. „Eg vil kannski orða það þannig, að þetta sé landsleikur” segir stjórnandi þáttarins, Þorsteinn J. „Það er ekkert sjónvarp án áhorf- enda og spurningaleikur verður ekki til án keppenda. Það er þess vegna mikilvægt að fá sem flesta til að hringja í 907 2121, til að tryggja að sem fjölbreyttastur hópur fólks taki þátt í þessum spennandi spumingaleik.” Þátturinn er gerður að fyrirmynd spurningaþáttarins „Who wants to be a millionaire," sem hóf göngu sína í bresku sjónvarpi fyrir rúrnurn tveimur ámm. Þátturinn náði því- líkum vinsældum að hann hefur nú verið staðfærður í 38 löndum að Is- landi meðtöldu. Fyrsti þátturinn er á dagskrá Stöðvar2 á öðmm degi jóla, klukk- an 20.00. Hann verður svo viku- lega á dagskrá á nýju ári, á sunnu- dagskvöldum klukkan 20.00. Það er rétt að vekja athygli á því að hvert símatal kostar 199 krónur og þátttakendur þurfa að hafa náð 16 ára aldri. (Fréttatilkynning) Kaffihús unga fólksins Nú í haust réð FAG, Félag at- vinnulífsins í Gmndarfirði til sín nýjan starfsmann. Nýi starfs- maðurinn er 21 árs stúlka Dögg Mósesdóttir. Og eins oft er sagt fy-igja nýir siðir nýjum herrurn, eða dömum sem ekki á síður við. Félag atvinnulífsins í Grundarfirði hefur látíð sig varða flest í velferð Grandarfjarðar og nú er kotnið að unga fólkinu. Hinn nýi starfs- maður hefur unnið að |iví að koma á fót kaffihúsi fyrir ungt fólk í bænum. Nú hefur veriö samið við Hótel Framnes unt að hótelið láni FAG sal undir þessa starfsemi. Hótelið mun sjá um rekstur húsnæðisins og veitingar en starfs- maður FAG hefur umsjón tneð starfseminni. Kaffihúsið verður opnað á morgun 1. desentber. Gert er ráð fyrir að kaffihiisið verði opið öll kvöld frá kiukkan 20:00 - 24:00 og að aldurstakmark verði 14 ár. Á þessu kaffihúsi uttga fólksins verður öll meðferð áfengis og tóbaks bönnuð. “Eg vil bara minna ungt fólk á að þetta kaffihús er tileinkað okkur unga fólkinu og gengi þess er gjörsam- lega háð okkar framtaki. Það er því mjög mikilvægt að sem flestir sýni viljann í verki tii aö halda þessu gangandi frá fy'rsta degi,” sagði Dögg Mósesdóttir bjartsýn á verkefnið og þakklát þeim velvilja sem gerir þetta mögulegt. IH

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.