Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 18.01.2001, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 18.01.2001, Blaðsíða 1
 VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 3. tbl. 4. árg. 18.janúar 2001 Kr. 250 í lausasölu M&' SIM6NNTUNAR MIÐSTÖÐIN Námsvísirinn er kominn út Vv Vv V> Skráning í síma * 437 2390 eða á simenntun.is Kjötvinnslu hætt í Borgamesi og óvíst með framtíð slátmnar Hörð viðbrögð í Borgarfjarðarhéraði Goði hf hefur ákveðið að leggja af kjötvinnslu íyrirtækisins í Borgamesi en líkur em taldar á að sláturhúsið verði rekið þar á- fram, a.m.k. næsta haust. Talið er að um tuttugu störf leggist af í Borgamesi við þessar breyting- ar. Þessi áform vom kynnt á fundi sem Félag Sauðfjárbænda í Borgarfjarðarhéraði boðaði til á Hótel Borgarnesi síðastliðinn þriðjudag tdl að ræða afurðasölu- mál í héraðinu. Olafur Sveinssm Ólafur Sveinsson stjórnarfor- maður Goða kynnti áform fyrirtæk- isins en ásamt honum sátu þeir Kristinn Geirsson framkvæmda- stjóri Goða og Marteinn Valdi- marsson sláturhússtjóri í Borgar- nesi fyrir svörum. Fram kom að fækkun sláturhúsa hjá Goða væri talin óhjákvæmileg og benti fúlltrú- ar félagsins m.a. á að það hefði 11 sláturhús í dag á mót 3 hjá SS en slátrun hjá Goða væri aðeins tvöfalt meiri. Einnig kom fram hjá fúlltrúum Goða að til greina hefði komið að meirihluti kjötvinnslu félagins yrði staðsettur í Borgarnesi. Sögðu þeir að falast hefði verið eftir Engjaási til kaups af Reykjagarði en samn- ingar hefðu ekki náðst. Hefði það því verið niðurstaðan að byggja 4000 fermetra hús undir starfsem- ina í Mosfellsbæ. Nægar lóðir Fundurinn á þriðjudag var fjöl- mennur og voru viðbrögð fundar- manna hörfð við umræddum tíð- indum. Meðal þeirra sem tóku til máls var Stefán Kalmansson bæjar- stjóri Borgarbyggðar. Tjáði hann fulltrúum Goða að nóg framboð væri af lóðum í Borgarnesi, bæði undir atvinnustarfsemi og íbúðar- húsnæði. Þá lýsti Þorkell Fjeldsted bóndi í Ferjukoti því yfir að sér findist undarlegt að forstöðumaður atvinnuráðgjafar Vesturlands sem jafnframt er stjórnarformaður Goða væri að vinna að því af krafti Flutningur á milli hólfa Yfirdýralæknir hefur nú til skoðunar tvö tilfelli þar sem um er að ræða ólögmætan flutning á heyi og skepnum á milli sauðfjár- veikivarnahólfa á Vesturlandi. Að sögn Gunnars Gauta Gunnars- sonar héraðsdýralæknis í Borgar- firði er annarsvegar um að ræða flutning á heyi og hinsvegar sauð- fé sem keypt hefur verið úr öðru varnarhólfi. “Við lítum slík mál mjög alvarlegum augum og að sjálfsögðu er tekið á þeim með viðeigandi hætti. Þær reglugerðir sem í gildi eru eiga að varna því að smitsjúkdómar berist á milli svæða en með því að brjóta gegn þeim eru menn að taka áhættu sem varðar ekki einungis þá sjálfa. Afglöp af þessu tagi geta valdið gífurlegu tjóni og þessir flutning- ar geta ekki verið áhættunnar virði,” segir Gunnar Gauti. GE að leggja niður störf í héraðinu. Aðrir sem til máls tóku hörmuðu einnig þá ákvörðun stjórnar Goða að draga saman eða leggja niður starfsemi félagsins í héraðinu. Þá samþykkti fundurinn eftirfar- andi ályktun: „Fundurinn harmar þá stöðu sem vofir yfir slátrun og vinnslu kjöts í héraðinu. Jafnframt beinir fundur- inn þeim eindregnu tilmælum til stjórnar Goða hf. Að við endur- skipulagningu á rekstri félagsins verði leitað allra leiða til að vihalda sem öflugastri starfsemi í Borgar- nesi til að nýta þann mannauð og mannvirki sem þar eru. Einnig tel- ur fundurinn varhugavert fýrir fé- lagið ef slátrun leggst af í Borgar- nesi.“ GE Almannavamir sameinaðar? Fyrsta lamb aldarinnar Fyrsta lamb aldarinvar fæddist þami 3. janúar sl. á bœvmn Háhóli í BorgarbyggS. A myndinni er Helgi Elí Hálfdánarson á Há- hóli meó lambhrútivn sem hlaut nafitiö Frosti. En á bak við þá fe'laga er móðir Frosta hiív Glöð. Mynd: GP Samkvæmt lögum um almanna- varnarnefndir voru þrjár nefndir starfandi á Snæfellsnesi. Með til- komu nýs vettvangsstjórnunarkerfis skapast svigrúm til að sameina þess- ar nefndir og er meiningin að í hverju lögæsluumdæmi starfi þá ein almannavarnarnefnd en vettvangs- stjórnir verði fyrir hvert sveitarfé- lag. Menn í þessum geira telja að með þessu fáist betri yfirsýn yfir stöðu þessa málaflokks og stjórn- kerfið verði skilvirkara. Framkvæmdastjóri Almanna- varna ríksins fundaði um málið með bæjar- og sveitarstjórum á Snæfellsnesi og sýslumanni fyrir skömmu og hafa málin verið til umræðu í stjórnkerfi sveitarfélag- anna. IH

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.