Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 18.01.2001, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 18.01.2001, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 18. JANUAR 2001 7 jnlsaunu,. Af Húnvetningum o ' 3” s"' Mikið má maður prísa sig sælan að búa úti á landi. Ef eitthvað er að marka fjölmiðla, þá er Reykjavík orðin eins og fín heimsborg full af allskonar trantaralýð, þjófum og útsmognum glæpahundum, svo heiðarlegu fólki er ekki óhætt úti eftir sólsetur. Leigumorðingjar og leyniskyttur á öðru hverju götuhorni og öllu stolið sem hægt er að stela. Annars er meira fyrir einu haft en öðru í þessari glæpaveröld þar syðra. Þeir sem hafa atvinnu af því að ræna pizzusendla hafa um það bil þúsundkall út úr hverju ráni auk þess þurfa þeir að leggja út fyrir hornaboltakylfu og lambhúshettu í startið. Til þess að ná byrjunarlaunum grunnskólakennara þarf hver pizzusendlaræningi að framkvæma ríflega tvöþúsund rán á ári. Ef þessi starfsgrein á að geta þrifist hérlendis þarf annað hvort að fjölga pizzustöðum eða láta sendlana hafa á sér mun meira fé en einn skitinn þúsundkall, annars fer fyrir þessari starfsgrein eins og loðdýrarækt og fiskeldi, allt í vaskinn. Kennsla og pizzusendlarán eiga það sameiginlegt að bæði störfin eru krefjandi og gefandi og þeim fylgir töluverð ábyrgð. Það er ekki skrýtið að maður þurfi aðeins tíma til að átta sig á þeim breytingum sem orðnar eru á skömmum tíma. í gegnum aldirnar voru íslenskir glæpir meira út í það að heita hnupl. Mest var það bundið við sauðaþjófnað sem aftur var mest bundinn við Húnvetninga, en þeir stálu flestir hver af öðrum svo þetta jafnaðist ótrúlega út. Þó er hugsanlegt á meðan ógirt var á sýslumörkum hér á árum áður að eitt og eitt lamb sem getið var í borgfirsku fjárhúsi hafi eftir viðkomu á húnvetnskum hlóðum endað sem lífrænn áburður undir barði eða utaná þúfnakolli þar nyrðra. En víkjum nú aftur að Sódómunni Reykjavík. Um daginn gerðist það í höfuðborginni að Alsírmaður lagði til Marokkómanns með hnífi. Upphófst þá víða umræða /cT'' *lt| að réttast væri að senda í einum pakka tilræðismanninn, fórnarlambið og flesta landa þeirra sem hingað hafa skolast upp á skerið heim til Múhammeðs og mæðra sinna. En nú er rétt að athuga sinn gang og spóla sögukasettuna alveg aftur í Tyrkjarán. Nýlegar rannsóknir hafa leitt í Ijós að fjölmargir íslendingar úr Tyrkjaráni héldu frá Algeirsborg, til Marokkó skömmu eftir ránið, enda auðveldara á þessum tíma að losna úr þrælahaldi í löndum þar sem trúað var á andskotann Múhammeð en úr vinnumennsku í því kristna landi íslandi. Þess vegna skulum við taka öllum Marokkómönnum fagnandi því þetta eru vísast frændur okkar flestir, ættaðir úr Vestmannaeyjum og Grindavík og því skyldari okkur hér á þessu landsvæði en margur norðanmaðurinn. Dettur annars nokkrum í hug að senda alla Húnvetninga búsetta hér syðra norður aftur? Ég held varla. Bjartmar Hannesson íbúð óskast Starfsmaður Skessuhoms óskar eftir 3A herb. íbúð til leigu í Borgamesi. Möguleiki á skiptum á 4 herb.íbúð í Grafarvogi. Uppl í.síma430 2210 eða 557 39 30 Akraneskaupstaöur Lausar lóðir á Akranesi Bygginqa- og skipulagsfulltrúinn á Akranesi auglýsir hér með lausar byggingalóðir til umsóknar í Flatahverfi við Steinsstaðaflöt oq Tindaflöt, þar sem gert er ráð fyrir einbýlis-, raðhúsa-, parhúsa- og fjölbýlisnúsalóðum. Einnig eru auglýstar lausar byggingalóðir á eftirtöldum svæðum: • Við Þjóðbraut - athafna- og iðnaðarhúsalóðir. • Við Smiðjuvelli og Kalmansvelli - iðnaðarhúsalóðir. • í Vogahverfi - stórbýlalóðir. • LHöfðaseli - iðnaðarhúsalóðir. • Á Breið - iðnaðarhúsalóðir. Umsóknir berist á skrifstofu Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 3. hæð, fyrir 6. febrúar nk. Nánari upplýsingar eru veittar hjá bygginga- og skipulagsfulltrúa alla virka aaga frá kl. 11-12 eða í síma 433 1051 og 896-9941. Akranesi, 16. janúar 2001 Bygginga- og skipulagsfulltrúinn á Akranesi Óskum að ráða starfsmenn í verksmiðju okkar í Borgarnesi. Um framtíðarstarf getur verið að ræða. Lyftararéttindi æskileg. Þurfa aðgeta byijað sem Jyrst. Upplýsingar veitir verksmiðjustjóri, sími 437-1000 Vinsamlegast endumýið eldri umsóknir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.