Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 18.01.2001, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 18.01.2001, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 18. JANUAR 2001 S2ESS1ÍHOSÍ3 6 Eldur í ísverksmiðju Föstudaginn 12. janúar s.l. kom upp eldur í ísverksmiðju Breiða ehf. við Snoppuveg í Olafsvík. Nokkur fyrirtæki eru í húsinu og þykir mik- ið lán að ekki fór verr. Það var starfsmaður í vöruafgreiðslu Ragn- ars og Asgeirs ehf sem varð var við reykjarlykt er hann var að fara úr vinnu sinni en vöruafgreiðslan er í sama húsi. Starfsmaðurinn hringdi þá strax í Neyðarlínuna og barst út- kall til Slökkviliðs Snæfellsbæjar kl. 14.09. Að sögn lögreglu tók það slökkviliðið aðeins örfáar mínúmr Þessi raflínustaur þurfti aö láta í minni pokannfyrir Kára. Hvassviðrið á Snæfellsnesi Um klukkan sex á föstudags- morgun hvessti skyndilega á norðanverðu Snæfellsnesi og var komið foráttu veður á skömmum tíma. Um kl. 6.30 varð vaktmaðurinn í Snæfells- bæ þess var að jám var byrjað að fjúka af fiskverkunarhúsi við Snoppuveg í Olafsvík. Þakplöt- umar fuku á haf út en töluverð- ar skemmdir urðu á kaffistofö og skrifstofa fyrirtækisins vegna leka frá þakinu. Björgunarsveit kölluð út Um kl. 7 var Björgunarsveitin Sæbjörg kölluð út vegna þess að þakplötur voru farnar að fjúka af bílskúr við Brautarholt. Björgun- arsveitarmönnum tókst að hemja plöturnar og hindra frekara tjón. Sveitin var kölluð út öðru sinni kl. 13.05 vegna lausra hluta, timburs og járns, sem byrjaðir voru að fjúka ffá útihúsum upp í Dal. Vindur mældist mestur 51 metri á sekúndu á bryggjunni í Ólafsvík í stærstu hviðunni. Mjög hvasst var á Fróðaárheiði og í Kolgrafarfirði þar sem vindhviður mældust á bil- inu 40 til 50 metrar á sekúndu mest allan daginn. Mun hægara var á Kerlingaskarði þar sem vindhviður fóru aðeins einu sinni yfir 30 metra á sek. Um kl. 10.00 fór svo rafmagn af framsveitarlínu í Grundarfirði þegar tveir staurar brotnuðu í snarpri vindhviðu. Eldhamrakvellur Um miðjan laugardag var veðr- ið farið að ganga niður á innan- verðu Snæfellsnesi og í Grundar- firði enda þá komin há-sunnanátt. A föstudagskvöld hvesti svo aftur og var áttin þá orðin suð-vesdæg. A laugardag var svo hvassviðri og úrhellisrigning. Kl. 15.30 kom stærsta hviðan á Grundarfjörð og olli hún nokkrum skemmdum, bíl- ar skemmdust af grjótfoki og einnig bromuðu 11 rúður í Fisk- iðjunni. Rúður munu hafa brotnað víðar í Grundarfirði auk þess sem túnþökur flettust upp sunnan við bæinn. Þessi vindhviða kemur mjög vel ffam á síritum vegagerð- arinnar og era hvellir sem þessir kallaðir “Eldhamraveður” í Grandarfirði. I Stykkishólmi urðu litlar skemmdir af völdum veðurs- ins enda verður ekki eins hvasst þar ísunnan-átt. Það má heita að samgöngur hafi lamast þessa tvo daga því bæði mjólkurbílstjórar og bílstjórar áædunarbíla treysm sér ekki út á Snæfellsnes í þessu veðri. Af þeim sökum var mjólk víða af skomum skammti tun helgina og pósmr var ekki borin út fyrr en á mánudag. IH að koma á staðinn og var þá mikill eldur í húsinu. Jón Þór Lúðvíksson slökkvistjóri í Snæfellsbæ segir að barátta við eldinn hafi verið erfið og tvísýn. Flvassviðri var mikið og hætta á að eldur kæmist upp úr þaki, sem hefði hugsanlega leitt til þess að allt húsið brinni. Þá hafi menn óttast að 1500 lítra ammon- íakstankur gæti sprangið. Það hafi hinsvegar verið mikið lán hve snemma eldsins varð vart. Reykur komst í alla hluta hússins. Öljóst er um eldsupptök og er málið í rann- sókn. IH Skitupest hefur gert vart við sig í kúm í Borgarfjarðarhéraði að sögn Gunnars Gauta Gunnars- sonar héraðsdýralæknis. Segir hann pestina gera vart við sig með einhverra ára millibili og sé ekki um mjög alvarlegan sjúkdóm að ræða. “Þetta er veirasýking sem veldur niðurgangi og slappleika. Það er reyndar vitað um að einn gripur hafi drepist af völdum sjúk- dómsins en yfirleitt er fyrst og fremst um afurðatap að ræða. Pestin getur farið sérstaklega illa með nýbærur og það getur tekið Iangan tíma að ná upp nytinni í þeim aftur. Yfirleitt þarf ekki á meðhöndlun dýralæknis að halda en það kernur þó fyrir.” Gunnar segir eina ráðið til að koma í veg fyrir smit vera að huga vel að sóttvörnum. “Það er mikl- vægt að þeir sem þurfa að fara á milli fjósa sótthreinsi sig. Það er æskilegt að menn hafi sótthreinsi- bakka við fjósdyr með vatni og klór. Þá er einnig mikilvægt að menn láti vita ef tilfelli af þessu tagi koma upp.” Að lokum er rétt að láta fylgja með orðsendingu frá dýralæknin- um sem hengd var upp í slátur- húsinu í Borgarnesi fyrir nokkram áram en á ennþá við: Gáðu að skónmn, þvoðu af þemt Það er kostur besti. Vtljirðu ekki hafa heim Hattu á smiti í nesti. GE Verðlamiahafantir við afhendingtina. Verðlaun fyrir jólaskreytingar Nýlega vora veittar viðurkenn- ingar Akraneskaupstaðar fyrir bestu jólaskreytingarnar á Akranesi. Dómnefnd sem skipuð var til að fara yfir tilnefningar og gera tillögu um aðila sem viðurkenningarnar ættu að fá var sammála um að bær- inn hefði um nýliðin jól verið fal- lega og mikið skreyttur og að val milli einstakra aðila hafi verið erfitt. Niðurstaða dómnefndarinnar, sem skipuð var Hannesi Sigurðs- syni, sviðsstjóra fyrirtækjasviðs, Kristrúnu Líndal Gísladóttur, fall- trúa og Guðnýju Ólafsdóttur, tækniteiknara komst að eftirfarandi niðurstöðu: Viðurkenning fyrir skreytingu í- búðarhúss: Merkurteigur 10: Ragnheiður Sig- urðardóttir, Símon Hreinsson og Elínborg Guðmundsdóttir. Stekkjarholt 10: Magnús Ingólfs- son og Hlíf Bjömsdóttir. Viðurkenning fyrir staka skreyt- ingu: Melteigur 16 b, (Jólatré) Þorsteinn Ingason og Ólöf Guðnadóttir. Viðurkenning fyrir skreytingu fyrirtækis: Landsbanki Islands, Suðurgötu 57. Þá var dómnefndin sammála um að við Jörandaholt 186 - 200 hefði verið fallegasta götuskreytingin. Jj Utgáíustarfsemin efld Eins og fram kom í Skessuhorni fyrir stuttu hefur nýtt útgáfufélag, Tíðindamenn ehf, tekið við rekstri Skessuhorns ásamt annari útgáfustarfsemi og fréttaþjónustu. Samfara breytingunum hefur ver- ið ákveðið að leggja aukna áherslu á hverskyns útgáfu fyrir fyrir aðra aðila. Ráðinn hefur verið sérstak- ur starfsmaður til að sjá um þann hluta rekstrarins. Sú heitir Kristrún Ásgeirsdóttir og er ný- lega útskrifuð sem margmiðlunar- hönnuður frá IMMA, Danmörku. Kristrún mun annast hönnun hverskonar prentverka fyrir þá sem þess óska. Lögð verður sér- stök áhersla á útgáfu auglýsinga- bæklinga fyrir fyrirtæki, félög og einstaklinga. Einnig geta Tíðinda- menn boðið upp á hönnun, um- brot, textavinnslu, myndvinnslu og prentun hverskonar prentverk- efna. Allt frá fréttabréfam upp í heilu bókaflokkana. Þá taka Tíð- indamenn að sér gerð kynningar- myndbanda. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.