Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 18.01.2001, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 18.01.2001, Blaðsíða 16
Þú pantar í dag. - www. net m ar kadur inn. is “1 netmarkadurinn.is 6 .vörurnar heirn á morgun..... i SJOVA ALMENNAR Borgarbraut 61,310 Borgarnesi. S: 4371040 Laugar í Sœlingsdal Fræðasetur fyrir eldri borgara í Dölunum Dalabyggð, Félag eldri borgara í Reykjavík og Landsamband eldri borgara hafa í hyggju að opna dvalar og fræðasetur fyrir eldri borgara að Laugum í Sæl- ingsdal næsta haust. “Þetta mál er á undirbúnings- stigi en það kemur í ljós á vor- mánuðum hvort þessi starfsemi fer af stað í haust,” segir Einar Mathiessen sveitarstjóri Dala- byggðar. Eins og komið hefur fram í Skessuhorni var skólastarf að Laugum lagt af síðastliðið haust að öðru leyti en því að þar fer fram íþróttakennsla frá Grunn- skólanum í Búðardal. Hluta hús- næðisins hefur verið breytt í lúx- ushótel og munu Flugleiðir hafa hótelið á leigu næsta sumar líkt og verið hefur undanfarin ár. Hugsanlegt fræðasetur er leið til að tryggja heilsársrekstur hótelsins. Að sögn Einars er fræðasetur fyrir eldri borgara með því sniði sem hugsað er að Laugum nýjung hér á landi. Hann kvaðst hinsveg- ar ekki vilja tjá sig frekar um í hverju hugmyndirnar fælust. GE Ný námsbraut í við- skiptalögfræði á Bifröst? Viðskiptaháskólinn á Bifröst hefur sett á stofin sérstakan þró- unarhóp til að kanna kosti þess að stofna nýja námsbraut við há- skólann á sviði viðskiptalögfiræði og að gera tillögur um innihald þess náms reynist athugun já- kvæð. Um er að ræða þriggja ára nám sem samþætti stjórnun, viðskipti og lögffæði með það að markmiði að mennta stjórnendur með sérþekk- ingu á lagalegum þátmm viðskipta og rekstrar fyrir atvinnulíf og sam- félag. Slíkt nám er víða kennt við erlenda viðskiptaháskóla við mikla aðsókn og þykir hafa gefist vel. Má sem dæmi nefna Viðskiptaháskól- ann í Kaupmannahöfn sem útskrif- ar fólk með B.Sc. gráðu í stjórnun og viðskiptalögfræði eftir þriggja ára nám. Það nám nýtur mikilla vinsælda og er vel metið af dönsk- um fyrirtækjum og atvinnulífi. I fréttatilkynningu ffá Viðskipta- háskólanum á Bifföst segir m.a. að skólinn stefni að því að skapa nem- endum sínum samkeppnisyfirburði á vinnumarkaði að námi loknu og að hann vilji hafa frumkvæði að nýjungum í kennsluháttum með tæknivæðingu og skipulagi sem hentar hraða samtímans. “Jafn- framt hefur háskólinn skilgreint sig sem alhliða viðskiptaháskóla og tel- ur það hlutverk sitt að búa nem- endur undir ábyrgðar-, forystu- og stjórnunarstörf í innlendu og al- þjóðlegu samkeppnisumhverfi með framúrskarandi fræðslu, þekkingu og þjálfun. Þróun þessarar nýju námsbrautar tekur mið af þessari stefnumörkun og er unnin sam- kvæmt henni,” segir í tilkynningu frá Bifröst. GE íslensk upplýsingatækni er ein stærsta vefsmiðja á landsbyggðinni íslensk upplýsingatækni býður fjölbreyttar lausnir fyrir netið íslensk upplýsingatækni býður upp á gagnvirkar lausnir íslensk upplýsingatækni býður hýsingu gagnagrunna íslensk upplýsingatækni tryggir öryggi og hraða í samskiptum íslensk upplýsingatækni er traust og skapandi fyrirtæki á Vesturlandi Hjá íslenskri upplýsingatækni fást tölvur, prentarar og símtæki Hjá íslenskri upplýsingatækni fást skrifstofuvörur í miklu úrvali rs Islensk upplýsingatækni Hyrnutorgi og Borgarbraut 49, Borgarnesi, Sími: 430 2200, Fax: 430 2201, Netfang: islensk@islensk.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.