Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 18.01.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 18.01.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 18. JANUAR 2001 WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 49 Sími: (Borgarnes og Akranes) 430 2210 Akranesi: Kirkjubraut 3 Fax: (Borgarnes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA yiRKA DAGA Fjármál KFÍA til skoðunar Úditið býsna dökkt Útgefandi: Ritstjóri og óbm: Blaðamenn: Auglýsingar: Prófarkalestur: Umbrot: Prentun: Tíðindamenn ebf 430 2210 Gísli Einorsson 892 4098 Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310 Ingi Hans Jónss., Sneefellsn. 895 681 1 Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 Ásthildur Magnúsdóttir Þór Þorsteinsson Isafoldarprentsmiðja bf ritstjori@skessuhorn.is sigrun@skessuhorn.is ingihans@ske$suhorn.is hjortur@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 430 2210 Það er ekki oft sem maður fær almennilegt að éta. Alla vega ekki á mínu heimili. Og á meðan hæstiréttur lætur það afskiptalaust verður maður að þrauka frarn að þorranum og góunni. Þá vænkast heldur hagur okkar matmanna sem kunnum gott að éta. Frá því seint í mörsugi og fram á miðja góu getur maður vaðið í hrútspungum, magálum, sviðasultu, blóðmör og tólg. Það hefur þó náttúrulega verið býsna sveitó að troða í sig' magálum og bringukollum úr Borgarnesi eða Búðardal þó maður hafi nú látið sig hafa það. Maður lítur hinsvegar til þess með tilhlökkun að geta á þorrablótum framtíðarinnar brutt bein og ruður úr Mosfellssveit en það kemur maður til með að gera með ögn meiri reisn og stolti. Eg var meira að segja að vona að á þessum þorra kæmist maður á fjölþjóðlegt þorrablót þar sem boðið væri upp á norður-írska riðupunga, tælensk salmonellusvið, belgíska blóðmör, hollenskt hangiket, makedónska magála, bæ- heimska bringukolla og nýdanskan hákarl. Ekki hefði síðan spillt fyrir matarlystinni ef það hefði verið hægt að fá Krás- feld sjálfan sem veislustjóra. Síðan hefði það auðvitað verið við hæfi við að fá hina bandarísku danshljómsveit “Greatful dead” til að sjá um gömlu dansana. Svo bregðast krosstré sem herðatré. Ymsum hefði ég trúað til að spilla fyrir mér þessum draumi mínum en á dauða mínum átti ég von frekar en að hann Jóhannes í neytendasamtökunum færi að ibba gogg. Hann sem hefúr gengið í broddi fylkingar með gunnfána hins frjálsa átvagls og krafist þess að opnað yrði fyrir inn- flutning á alþjóðlegum bakteríum, vírusum og sýklum í neyt- endaumbúðum. Hann sem hefur ötullega barist fyrir því að íslenskir sjúklingar eins og hverjir aðrir neytendur hefðu eitthver val. Að þeir gætu valið úr fjölþjóðlegum pestum og fínni sjúkdómum en venjulegu kvefi og ómerkilegu ofnæmi. Núna þegar loks er lag og von og salmonellurnar bíða á hafharbakkanum með íslenska vegabréfsáritun þá gugnar Jó- hannes og lætur helv.... hann Krásfeld hræða sig upp úr skónum. Auðvitað hef ég fulla samúð með þeim sem brestur kjark þegar doktor Krásfeld steitir hnefann. Þeim má hinsvegar gjarnan benda á að besta vírusvörnin er að sjálfsögðu vest- lensk framleiðsla: kasúldinn og velfyktandi hákarl úr Bjarn- arhöfh með svartadauða byrluðum í Borgarnesi. Eftir nokkra bita og sopa er hver sem er fær í hvað sem er og þá má Krás- feld gamli vara sig. Gísli Einarsson heilbngðisskoðaður og vottaður af yfirdýralækni - segir Gísli Gíslason bæjarstjóri Eins og komið hefur fram í Skessuhorni er fjárhagsstaða Knattspymufélags IA slæm og er félagið talið skulda mill 50 og 60 milljónir króna. Á aðalfundi félagsins fyrir skömmu var skipuð nefnd til að fara yfir stöðuna og gera tillögur til úrbóta fyrir framhaldsaðalfund sem fyrirhugað er að halda þann 31. janúar n.k. Gísli Gíslason bæjarstjóri Akraness á sæti í nefndinni sem í daglegu tali gengur undir nafninu björgunarsveitin. Gísli segir að nefndarmenn hafi verið að fara yfir stöðuna eins og hún líti út og síðastliðið mánudagskvöld var fyrirhugaður fundur með stjórn félagsins. “Utlitið er býsna dökkt, það verður bara að segjast eins og er,” segir Gísli. “Við höfum samt sem áður komist niður á ákveðnar leiðir sem við teljum að hægt sé að fara. Það byggist þó á að ýmsar forsendur gangi eftir varðandi skipulag og fjármál og síðast en ekki síst stendur þetta og fellur með velvild lánadrottna og fleiri aðila,” segir Gísli. Ekki hlutafélag Síðustu mánuði hafa verið uppi umræður um hvort fara eigi sömu Gísli Gíslason bœjarstjóri leið og nokkur önnur íslensk knattspyrnufélög hafa reynt að undanförnu, að taka upp hlutafélagaform. Gísli segir að það sé ekki á döfinni. “Ekki samkvæmt okkar tillögum a.m.k. Ef það á að verðá þarf að leggja í mikla undirbúningsvinnu. Það sem við erum að leggja til er. að á næstu vikum og mánuðum verði gripið til aðgerða til að koma félaginu í rekstrarhæft ástand. Ef það gengur eftir er hægt að fara að ræða um breytt rekstrarform en fyrr ekki,” segir Gísli. GE Biðlistar lengjast á Höfða Þrjátíu og einn er nú á biðlista eftir þjónusturými eða hjúkrunar- rými á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi og þar af ellefu á for- gangslista. Að sögn Asmundar O- lafssonar, framkvæmdastjóra Dval- arheimilisins hefur eftirspurn eftir vistun aukist töluvert. “Það er stefnan að gera öldraðum kleift að vera eins lengi heima og kostur er en það þýðir að efla verður heima- hjúkrun og heimilishjálp verulega. Það þarf að bjóða upp á aðstoð heima, ekki bara á daginn heldur einnig um kvöld og helgar. Ef heimaaðstoðin er ekki nægileg eykst þrýstingurinn og óskum um vistun íjölgar. Við finnum fyrir þessu, bæði hér hjá okkur og eins Sjúkrahúsið,” sagði Ásmundur. Hann segir þjónustuhóp aldraðara vilja v'ekja athýgli þeirra sem málið heyrir undir á þessari auknu eftir- spurn eftir vistun því mikilvægt sé að bregðast við henni sem fyrst. K.K. S hlustunarskilyrði Hreppsnefndin í Grundarfirði hefur ítrekað við útvarpstjóra kvartanir sínar um að hlustunar- skilyrði hljóðvarps séu ófuilnægj- andi í byggðarlaginu. Kvörtunin nú er tilkomin vegna þess að mestan hlutan desembermánaðar máttu í- búar sveitarfélagsins búa við ítrek- aðar truflanir á útsendingu Rásar 2. Truflanirnar lýstu sér með þeim hætti að útsending féll niður og há- vært suð heyrðist í viðtækjum á meðan, í mislangan tíma, allt frá nokkrum sekúndum upp í mínútur, þannig að óbærilegt var að hlusta eða bíða eftir að útsending næði inn aftur. Þá er einnig kvartað yfir öðru atriði sem snýr að útsending- um Rásar 1 á FM bylgju. En út- sending rofnaði um miðjan að- fangadag og varði til 27. desember s.l. Það kemur fram í athugasemd- um sveitarstjórnar að það sé mat landsímans að endurvarpinn á Ak- urtröðum sé orðin lélegur og að lengi hafi staðið til að setja upp nýj- an endurvarpa. Slík framkvæmd muni hinsvegar háð samþykkt Rík- isútvarpsins. Utvarpstjóri mun nú hafa falið tæknimönnum sínum að skoða þetta mál. IH Bæjarráð harmar flutning Goða Bæjarráð Borgarbyggðar sam- þykkti á síðasta fundi sínum yfir- lýsingu þar sem þeim ráðið harmar þá ákvörðun að flytja starfsemi Goða hftil Mosfells- bæjar. Þessi ákvörðun mun sem kunnugt er þíða að íjöldi starfa fiytjast úr héraðinu en tugir manns starfa í kjötvinnslu Goða í Brákarey í Borgarnesi. GE Nýr félags- málastjóri Herdís Hjartardóttir hefur verið ráðin félagsmálastjóri Borgarbyggðar til eins árs. Hér- dís kemur frá Hvammstanga þar sem hún gengdi starfi félags- málastjóra í Húnaþingi. Ástæða þess að einungis er ráðið til eins árs er sú að Britt Bilevedt fé- lagsmálastjóra Borgarbyggðar var veitt leyfi frá störum til eins árs. GE Smári Guójónssmi formaðnr KFÍA Smári að hætta? Samkvæmt heimildum Skessuhorns hyggst Smári Guð- jónsson formaður knattspyrnu- félagsÍA ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku eftir aðalfund félagsins. Þá er búist við fleiri breytingum á stjórn fé- Iagsins. Ekíii náðist í Smára áður en bláðið fór í prentun til að fá umræddar fyrirætlanir staðfestar. GE Seinkun Vegna mistaka í dreyfmgu síðasta tölublaðs skessuhorns dróst það fram á þríðjudag að á- skrifendur á póstsvæði 311 fengju blaðið sitt. Var blaðið þá búið að gera víðreist um landið. Einnig dróst dreyfing blaðisins á hluta Snæfellsness fram á mánudag vegna veðurs. Hlutað- eigandi eru beðnir velvirðingar á þessari seinkun og vonandi fá allir áskrifendur sitt blað á rétt- um tíma að þessu sinni. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.