Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 18.01.2001, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 18.01.2001, Blaðsíða 15
kmLddUtlUu. FIMMTUDAGUR 18. JANUAR 2001 15 Valdimar næsti þjálfarí Skallagríms? Samkvæmt heimildum Skessu- horns eru iniklar líkur á að Valdimar K Sigurðsson verði ráðinn þjálfari ineistaraflokks Skallagríms fyrir næsta keppnis- tímabil. Þá er einnig reiknað með að Hilmar Hákonarson verði aðstoðarþjálfari. Þeir Valdimar og Hilmar hafa báðir leikið með Skallagrími um ára- bil og verið tveir af helstu burðarásum liðsins. Samkvæmt heimildum Skessu- horns er mikil stemming meðal leikmanna liðsins fyrir því að fá þá Valdimar og Hilmar sem þjálfara. Einnig hefur heyrst að nokkrir fyrrverandi leikmenn Skallagríms geti Eugsað sér að snúa heim og leika undir þeirra stjórn. Skallagrímur féll • sem kunnugt er niður í aðra deild á síðasta keppnistímabili. Ekki liggur fyrir hverjir þeirra sem léku með liðinu síðastliðið suriiar verða tiltækir á næsta keppnistímabili. Hinsvegar eru nokkrir úngir og efnilegir strákar sem banka á dyr meistara- flokks enda hefur unglingastarf fé- lagsins verið einkar öflugt á und- anförnum árum. Framtíð unglingastarfsins er þó enn óráðin því ekki hefur verið gengið frá ráðningu þjálfara fyrir næsta sumar., Enn munu þó bundnar vonir vjð að samningar náist við Gunnar' M. Jónsson sem séð hefur um þjálfun vngri flokk- anna um árabil. GE Keppnis- ferð til Stoke Hið ástsæla og þroskaða knatt- spyrnulið Jaðarsbakkabræðra sem er miklu eldri flokkur unglinga í ÍA hefur í hyggju að efna til æf- inga og keppnisferðar til Stoke on Trent í lok mars. Að sögn Gísla Gíslasonar “stormsenters” félags- ins er ferðin hugsuð fyrst og fremst sem fræðslu og tómstunda- ferð en ætiunin er að leika vin- áttulandsleik við þroskaða knatt- spyrnumenn í Stoke. GE ÍAniður um deild? Samkvæmt heimildum Skessu- liorns eru líkur á að kvennalið ÍA í knattspymu óski efrir að verða fært niður í 1. deild úr úrvalsdeild- innni fyrir næsta keppnistímabil. Ástæðan er sú að margir af máttar- stólpum liðsins hafa skipt yfir í önnur félög. Má þar meðal annars nefna þær Ingibjörgu Ólafsdóttur og Elínu Önnu Steinarsdóttur. Fjórir í röð Margir bjuggust við auðveldum sigri þegar botnlið Vals kom í heimsókn í Borgames í 13. um- ferð Epson-deildarinnar í körfuknattleik s.l fimmtudags- kvöld. Þrátt fyrir sigur heima- manna var hann síður en svo auðveldur og fengu þeir harða mótspyrnu frá baráttuglöðu botnliði Vals. Heimamenn virtust hafa öll völd á vellinum í upphafi leiks og náðu fljótlega 10 stiga forystu þar sem Hlynur Bæringsson fór mikinn á upphafsmínútunum. Valsmenn hresstust heldur í öðrum leikhluta og náðu að jafna og komastyfir 35- 39, þar sem Gúðmundur Björns- son var allt í öllu og stjórnaði leiknum eins og herforingi. Borg- nesingar hresstust þó aftur og náðu að rétta skútuna við fyrir hálfleik og voru yfir 49-45 í hálfleik. í upphafi þess seinni voru það ungu leikmennirnir í liði Skallagríms þeir Hafþór og Hlynur sem tóku af skarið og skoruðu hverja körfuna á hendur annarri og juku forskotið enn frekar. Varnarleikur Vals- manna var mjög slakur í þessum leikhluta en að sama skapi náðu heimamenn að loka sinni vörn með Alexander í broddi fylldngar. í fjórða leikhluta náðu Valsmenn enn góðri skorpu og skoraði Bjarki Gústafsson fjórar þriggja stiga körfur í leikhlutanum. En undir lokin náði Skallagrímur að laga vörnina aftur og Warren Peebles fór í gang í sókninni. Sem oft áður gerðu Skallagrímsmenn út um leikinn í lokin þar sem kom í ljós hvað reynslan skiptir miklu máli í svona baráttuleikjum. Bestir í liði heimamanna voru Hlynur Bæringsson sem setti per- sónulegt met í úrvalsdeildinni og skoraði 26 stig og tók auk þess 11 fráköst, Hafþór var sérstaklega öfl- ugur í seinni hálfleik og Warren Peebles sem skoraði 34 stig. Einnig átti Alexander frábærann leik, sérstaklega í vörninni. Hjá Valsmönnum fór Bjarki Gústafsson á kostum í síðasta leikhlutanum eins og áður segir. Brian Hill var sterkur sem og Guðmundur Björnsson Með sigrinum eru Borgnesingar komnir með 12 stig og sitja í 8. sæti deildarinnar og mikil barátta er framundan um sæti í úrslitakeppn- inni. Til gamans má geta þess að á síðasta tímabili endaði Skallagrím- ur í 9. sæti með 16 stig. R.G Sólin séstfyrst í GrundarfiSi í Framsveit á þrettándanum. Innfelda myndin er af nokkrum keppenda í ískappreiðurn. Mynd: MN Iskappreiðar á Þrettándanum Á laugardaginn s.l voru haldnar kappreiðar á ís við bæinn Þórdísar- staði í tilefhi þess að sólin sást fyrst í byggð í Grundarfirði. I fyrsta sæti var Isólfur Líndal Þórisson tamningamaður í Suður-Bár á Val- dísi 4 vetra frá Blesastöðum. í öðru sæti var Illugi G. Pálsson tamn- ingamaður á Þórdísarstöðum á Leift 5 vetra frá Bjarnarhöfn. I þriðja sæti var síðan Hallur Pálsson formaður hestamannafélagsins Snæfellings á Gosa 7 vetra frá Naustum. Gert er ráð fyrir að halda tvö opin töltmót á ís í Grundarfirði í vetur. IH Stefán Vagnsson var maður dagsins í dýrbæjarleiknum (Derbygame) gegn Reykdœl- ingtim um síðustu helgi. Fjórir deildar- sigrar í röð Reykholtsdalur 0 - Halifaxhreppur 1 Undurfögur hjólhestaspyrna framherjans geðþekka, Stefáns Vagnssonar (Steve Kerrigan), tryggði Föxum sigur í leik helg- arinnar gegn Reykholtsdal (Rochdale) á heimavelli hinna síðarnefndu, Deplagrund (Spotland). Knötturinn barst Stefáni alla leið frá horni vallarins, enda var um hornspyrnu að ræða. Nú vildi svo óheppilega til að Stefán sneri baki í rnarkið, en það þykir að öllu jöfnu ókostur þegar skjóta skal að marki. En Stefán er enginn venjulegur maður. Hann hefur um nokkurra daga skeið legið yfir svart-hvítum 8 mm. fimuræmum af landsleik ís- lendinga og A-Þjóðverja á Laugar- dalsvelli 1974 sem Gísli og Hjört- ur færðu honum að gjöf í Bjarma- landsför sinni nú á dögunum. Minnugur affeka Jóhannesar Eð- valdssonar (Búbba) í þeim leik fleygði Stefán sér á bak aftur og hamraða knettinum óverjandi í fjærhornið. (Fjær séð frá nær- horni). Við þetta ýfðust Reykdælir nokkuð og þegar líða tók á síðari hálfleik gerðu þeir harða orrahríð að niarki Faxa. Þar mættu þeir drengilegum varnarmönnum, föst- um fyrir og hörðum í horn (eink- um fjærhorn) að taka. Sagt er að enginn megi við margnum, en það á ekki við varn- armannin knáa, Grámann Miðskel (Graham Mitchell), því hann stóð eins og klettur í hafinu gegn þungu brimi. I stað þess að berja Faxa þungu brimbroti mættu Reykdælir eigin þörbroti. Matthías Klöruson, Hali- faxframherjinn geðprúði, vinsæli, en afar ófríði, hefði átt skilið að auka muninn í 2-0 þegar hann skallaði svo fast í þverslána (þ.e.a.s. með knettinum en ekki höfðinu), að í tréverkinu söng svo hvalir hlupu á land víða um Bretlandseyj- ar. Með sigurgöngu síðustu vikna færist Halifax hratt upp stigatöfl- una. Félagið er nú úr allri fallhættu og setur markið hátt, enda mun enginn Faxi eigi haltur ganga með- an báðir fætur eru jafnlangir. BMK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.