Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 18.01.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 18.01.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 18. JANUAR 2001 mpfai Frá Stykkishólmshöfii Byggðir í jafnvægi á Vesturlandi Aukning á fiskafla milli ára Styrkleiki þjóðarbúsins er oft miðaður við gang fiskveiða enda hafa þær mikil áhrif á efnahagslíf Is- lendinga. Ymiskonar samanburði er beitt til að sjá stöðu einstaka lands- hluta eða byggðarlaga. Samanburð- ur milli ára sýnir fólki með ein- földum hætti hvort við tosumst fram á við eða drögumst aftur úr. Fiskistofa hefur nú sent frá sér bráðabirgðatölur yfir landaðan afla árið 2000. Þar kemur fram að Vest- lendingar mega vel við sinn hlut una. Heildarafli Akranes sker sig þó nokkuð úr en þar var landað 91.596 tonnum af fiski á síðasta ári en 67.507 tonnum árið áður. Þarna er aukning um 35,6% sem skýrist að mestu leyti af aukningu í loðnuveiðum en 62.482 tonnum af loðnu var landað árið 2000 á móti 43.734 árið áður. Þá var einnig töluverð aukning í lönduðum karfa eða um 3000 tonn. Þegar skoðaður er heildarafli hafna á Snæ- fellsnesi sker Rifshöfn sig nokkuð úr þar sem samdráttur er úr 11.083 tonnum 1999 í 9.376 tonn í fyrra. Þetta er samdráttur um 15,5%. Helsta skýring þessa er hve mikið af bátum frá Rifi voru frá veiðum vegna meiriháttar breytinga og end- urbóta á síðasta ári. Aðrar hafnir halda sæmilegu jafnvægi. Þó hefúr Stykkishólmur nokkra sérstöðu þar sem landaður afli jókst um 10,5%. Þar fór heildarafli úr 9.430 1999 í 10.425 á síðasta ári. í Grundarfirði var einnig nokkur aukning eða um 5,5%. Þar var alls landað 12.692 tonnum árið 1999 en 13.397 tonn- um í fyrra. I Olafsvík er aukning upp á 1,4% en þar var afli síðasta árs 13.711 tonn á móti 13.521 árið áður. A Amarstapa er hinsvegar samdrátt- ur upp á 4%. Þar var í fyrra landað 1.532 tonnum en 1.598 tonnum árið áður. Þegar teknar eru saman tölur fyrir hafhirnar á Snæfellsnesi kemur í Ijós að afli hefur aukist lítillega, fór úr 48.324 tonnum 1999 í 48.441 tonn í fyrra. Þorskafli Það vekur athygli að þorskafli dróst saman á Akranesi, fór úr Frá Akranesbófii Bræla á loðnumiðum s Oli og Víkingur komnir á miðin Mikill stormur hefur hamlað veiðum á loðnumiðunum fyrir austan land síðustu daga. Eitt loðnuskipa HB á Akranesi, Oli í Sandgerði, var dreginn í land fyr- ir helgi eftir að hafa fengið nótina í skrúfuna. Ur því var greitt á laugardag og er skipið nú komið á miðin aftur. Víkingur hélt út síðastliðinn mánudag frá Seyðisfirði. GE 7.879 tonnum 1999 í 6.829 tonn á síðasta ári, þarna er samdrátturinn 13.3%. Samdráttur í þorskveiðum í Rifi er í samræmi við samdrátt í lönduðum heildarafla um 14,2%. Þar var í fyrra landað 7.177 tonn- um á móti 8.363 tonnum í fyrra. Enn sker Stykkishólmur sig nokk- uð úr með aukningu upp á 13,8%. Þó þorskafli sé innan við þriðj- ungur af heildarveiði Hólmara munar um þetta. Þar var í fyrra landað 3.208 tonnum á móti 2.817 ári 1999. Olafsvík er einnig með talsverða aukningu þar var í fyrra landað 11.116 tonnum á móti 10.239 tonnum árið áður. Þetta er aukning um 8,5%. Grundarfjörður heldur nokkurn veginn sínu en þar er þó samdrátt- ur í lönduðum þorskafla upp á 2%. I fyrra var landað í Grundarfirði 6.838 tonnum af þorski en 6.971 ári 1999. Svipaða sögu er að segja um Arnarstapa þar var samdráttur úr 1.301 tonni árið 1999 í 1.282 í fyrra. Þarna munar 1,5%. Ef tekn- ar eru saman tölur um þorskafla á Snæfellsnesi er hann 70 tonnum minni í fyrra en árið áður. Aflinn 1999 var 29.691 tonn en 29.621 tonn í fyrra. IH arar Nýfæddir Vesdendingar eru boðnir velkomnir í heiminn um leið og nýbökuðum foreldrum eru færðar hamingjuósldr. ll.janúar kl. 13.46 - Meybam. - Þyngd: 2535- Lengd: 48 crn. Foreldrar: Sigríður Margre't Matthíasdóttir og Ólafiir Amar Friðriksson, Akranesi. Ljósmóðir: Lóa Kristindóttir. 11. janúar kl. 01.06 — Meybam. — Þyngd: 2980 - Lengd: 49 cm - Foreldrar: Maríaima Sigurðardóttir og Andri Ma'r Giiðvnindsson, Akranesi. Ljósmóðir: Sojfía G. Þórðardóttir. 12. janúar kl. 12.31 -Sveinbam. - Þyngd: 4255 - Lengd: 53 an- Foreldrar: Vilborg Helga Kristinsdóttir og Steinar Berg Sævars- son, Akranesi. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. Það er Mikael Máni stóri bróðir sem heldur á stráknum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.