Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 15.02.2001, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 15.02.2001, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 15. FEBRUAR 2001 ^Kiusunu.. HP v BÍR lOp m ¥ ■ 1 i9ra9^M9 WjS* gjW ■Pp* V Jr 1 I I" jl j m <. f . ; i m 1 \ iÆ p-r 'Wj&í 11 M1 ý\ i^'t . . HBf k 1 j§ - lí : Jftj * mm 1 Jgifc R j8g||0r « mm ■ i m §1 Há. - f|jH •* y ■r_ % i W$þ * 9 K p- r B8y ■ 1 l Utskrift í FVA Síðastliðinn laugardag gerðist sá undarlegi viðburður að braut- skráðir voru nemendur frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands sem luku námi sínu við skólann á haustönn 2000. Mun þetta vera fyrsta febr- úarútskriftin í sögu skólans og vonandi einnig sú síðasta. Að þessu sinni brautskráðust 49 nemendur frá skólanum, 33 með stúdentspróf, 14 iðnnemar og 2 nemendur af styttri starfsbrautum. Flestir voru stúdentamir af félags- fræðabraut, 11 talsins, 6 luku námi af hagfræðibraut, 5 af málabraut, 5 af náttúruffæðibraut, 4 af eðlisfræði- braut og 2 af íþróttabraut. 5 nem- endur luku burtfararprófi í vélsmíði, 4 í rafvdrkjtm, 4 í húsasmíði og einn nemandi í netagerð en hann útskrif- aðist í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðumesja. Einn nemandi lauk al- mennu verslunarprófi á viðskipta- braut og einn lauk burtfararprófi á uppeldisbraut. Þórir Olafsson skóla- meistari setti athöfnina og síðan fluttd Hörður O. Helgason aðstoðar- skólameistari yfirlit yfir skólastarfið á haustönn. Við athöfnina lék Anna Þóra Þor- gilsdóttir nýstúdent á flautu Andan- te eftir Mozart við undirleik Önnu Snæbjörnsdóttur. Þrír úr hópi ný- stúdenta lásu gamla og nýja texta sem allir fjölluðu um skólalíf en það var Jón Ami Friðjónsson, kennari við FVA sem tók þá saman. Nem- endur sem brautskráðust frá FVA á haustönn 1980 fluttu skólanum kveðju og færðu honum veglega bókagjöf í tilefni tímamótanna sem kemur til með að vera geymd á bókasafni skólans. Þórir Ólafsson skólameistari stýrði að venju brautskráningu nem- enda. Margir fengu viðurkenningu fyrir góðan námsárangur, bókagjafir sem Penninn-Bókabúð Andrésar leggur skólanum til. Verslunar- mannafélag Akraness veitir viður- kenningar fyrir góðan árangur í við- skiptagreinum. Katla Hallsdóttir hárgreiðslumeistari gaf að venju verðlaun fyrir góðan árangur í verk- legum greinum og Rótarýklúbbur Akraness veitti viðurkenningu fyrir lofsvert ffamlag til félagsstarfa nem- enda. Eftirtaldir nemendur fengu viðurkenningu: Armann Veigar Guðgeirsson fyrir ágætan árangur í sögu, Ásdís Halla Sigríðardóttir fyr- ir ágætan árangur í stærðfræði og raungreinum, Aslaug Guðmunds- dóttir fyrir félagsstörf, Bergrós Fríða Ólafsdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku og ensku, hún fékk einnig við- urkenningu fyrir bestan námsárang- ur stúdenta. Björn Helgi Guð- mundsson fékk viðurkenningu fýrir ágætan árangur í vélfræði, Davíð Rósenkrans Hauksson fékk viður- kenningu fyrir ágætan árangur í eðl- isfræði, efnafræði og stærðfræði, Elín Málmffíður Magnúsdóttir fyrir ágætan árangur í viðskiptagreinum, Harpa Hlín Haraldsdóttir fyrir á- gætan árangur í dönsku, Harpa Hlín hlaut einnig viðurkenninguna frá Rótarýklúbbnum fyrir félagsstörf, Hjördís Garðarsdóttir hlaut viður- kenningu fyrir ágætan árangur í dönsku, Sigrún Ösk Kristjánsdóttir fyrir ágætan árangur í dönsku og ensku, Sigurbjörn Guðmundsson fýrir ágætan árangur í efhaffæði og líffræði, Snorri Guðmundsson fýrir ágætan árangur í verklegum grein- um í húsasmíði og Svandís Halldórs- dóttir fýrir ágætan árangur í við- skiptagreinum. Verðlaun Kötlu Hallsdóttur hlaut að þessu sinni Kristín Birna Fossdal sem lauk burt- fararprófi í rafvirkjun. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir nýstúdent flutti ávarp fýrir hönd útskriftamema. Þórir Ó- lafsson skólameistari ávarpaði út- skriftarnemendur í lokin, óskaði þeim velfamaðar og þakkaði þeim fýrir samveruna. SÓK Flugfreyja og hiúkrunarkona Bergrós Fríða Ólafsdóttir útskrifaðist á laugardag frá Fjölbrautaskóla Vesturlands sem stúdent af málabraut. Hún lauk náminu á sjö önnum en tók sér frí í tvær annir. Fyrst til þess að fara til Bandaríkjanna og svo til þess að heimsækja Lappland. A útskriffinni hlaut hún verðlaun fýrir þýsku og ensku auk þess sem hún hlaut verðlaun fýrir bestan árangur á stúdentsprófi. “Eg hef gaman af því að ferðast og kynnast öðmm menningarheimum” segir Bergrós þegar hún er spurð að því af hverju málabraut varð fýrir valinu. Hún segist aldrei hafa séð eftir þeirri ákvörðun sinni því hún hafi mjög gaman af því að læra tungumál. En hvað tekur nú við? “Eg stefni að því að verða flugfreyja en ég kemst ekki í það fýrr en ég er 23 ára, það er aldurstakmarkið. Fyrst ég hef ekkert annað að gera á meðan ætla ég að nema hjúkmnarfræði við Háskóla Islands. Eg hugsa að það sé alltaf gott að hafa það í bakhöndinni” segir Bergrós en hún er 20 ára. Hún segist líta á flugfreyjustarfið sem framtíðarstarf en segist líka geta hugsað sér að vinna við allt sem tengist “ferðamálabransanum”. “Eg ætla að minnsta kosti að vinna sem flugfreyja þangað til ég verð leið á því, ef það gerist. Þá get ég alltaf Bergrós Olafsdóttir farið að vinna sem hjúkmnarfræðingur” segir Bergrós og hlær. “Eg verð vonandi að vinna á Sjúkrahúsi Akraness í sumar en ég var þar síðastliðið sumar og líkaði vel. I haust fer ég svo í háskólann. Hjúkmnarffæðin er bæði kennd í Reykjavík og á Akureyri en ég ákvað að fara í HI. í Reykjavík af því að ég ætla að keyra á milli.” Hjúkranarfræði er fjögurra ára háskólanám en Bergrós segist ekki viss um hvort hún gæti hugsað sér að vinna við það til frambúðar. “Mig langar að geta unnið við hvort tveggja, að vera hjúkmnarfræðingur og flugffeyja. Eg gat ekki ákveðið mig og ákvað að læra bara bæði.” Margir myndu kannski hika við að fara í hjúkranarffæði eftir að hafa lítið sem ekkert lært í líffræði og skyldum greinum en Bergrós segist ekki óttast að hún hafi ekki nægan grunn til að byggja á. “Það er auðvitað misjafht hversu góðan grunn fólk hefur. Þeir sem hafa verið á náttúrufræðibraut em góðir í lífffæði og þeir sem hafa lært mikið í sálfræði eða félagsfræði standa betur að vígi þar heldur en aðrir. Eg er í góðri aðstöðu til að lesa bækumar því þetta er jú allt á ensku” segir Bergrós og blaðamaður verður að viðurkenna að það hlýtur að teljast kostur að eiga auðvelt með að skilja námsefnið! Bergrós segir að hún hafi reynt að láta verkfalhð hafa sem minnst áhrif á sig. “Það bitnaði auðvitað á manni peningalega séð, en ég reyndi að halda mínu striki í skólanum. Eg gæti sagt mörg ljót orð um þetta verkfall en ég ætla ekkert að gera það.” segir þessi hressa og efnilega ungadama að lokum. Rafvirkinn Kristín Bima Fossdal á það sameiginlegt með Bergrós að hafa útskrifast frá Fjölbrautaskóla Vesturlands síðastliðinn laugardag á sjö önnum, en fýrir þá seni ekki vita er venjulegur námstími átta annir. Þær eiga hins vegar fátt annað sameiginlegt því Kristín lauk burtfararprófi í rafvirkjun frá skólanuni. Hún segist ætla að verða rafiárki. “Eg er ekki orðin það ennþá því ég á effir að taka sveinspróf. Eg ætla að gera það í sumar en áður en maður tekur prófið þarf maður að vera búinn að vinna í ár” segir Kristín sem er búin að því. I upphafi vann hún hjá Matthíasi Hallgrímssyni en undanfarið hefúr hún starfað sem rafvárki í Norðuráli. En hvernig í ósköpunum datt ungri stúlku í hug að fara að læra rafvirkjun? “Veistu ég eiginlega veit það ekki. Ætli ég hafi nokkuð nennt að vera bókaormur. Þetta byrjaði eiginlega þegar kom rafvirki heim einu sinni að gera við eitthvað. Ég hékk á öxlinni á honum allan tímann eins og páfagaukur og fýlgdist með. Hann hefiir ömgglega verið orðinn artsi þreyttur á mér” segir hún og skellir upp úr. Kristín Bima var eina stelpan sem lærði rafvirkun á skólagöngu sinni en hún segir það ekki hafa komið að sök. Þegar hún brautskráðist á laugardag sannaði hún það í eitt skipti fyrir öll að stelpur geta lært rafvirkjun þegar hún hlaut verðlaun Kötlu Hallsdóttur sem em á ári hverju veitt þeim nemanda sem hefur skarað fram úr í iðnnámi.En hvað sagði fjölskyldan þegar litla ljóshærða prinsessan tilkynnti að hún ætlaði að verða rafvirki þegar hún yrði stór. “Mamma var bara ánægð með þetta en pabbi var ekkert sáttur og sagði að þetta væri karlmannsstarf.” Kristín segist hins vegar strax hafa séð að þetta væri eitthvað sem átti við hana. “Ég ákvað að prófa þetta og svo gekk mér svo vel að ég ákvað að láta á þetta reyna. Ég fór þó aðeins að efast fyrsta sumarið sem ég vann við þetta. Það leið fljótt hjá því áður en ég vissi af hlakkaði ég til að fara í vinnuna og langaði eklci heim að loknum vinnudegi. Mig langaði bara að vera alltaf. Það er þó einn galli, maður nennir aldrei að gera neitt heima hjá sér sem tengist þessu. Ef myndi verða rafmagnslaust heima myndi ég örugglega hringja á rafvirkja!” Að lokum vill Kristín hvetja allar stelpur til þess að skella sér í rafvirkjun en hún sjálfsegiststefna á meistaranám í greininni. SOK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.