Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 15.02.2001, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 15.02.2001, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 15. FEBRUAR 2001 ú&tsaijnu.w Púkar í Fjölbrautaskóla Vesturlands Rmiðir piikar máluðu bæinn í sama lit síðastliðinn ftmmtudag á Akranesi. Það var mikið um að vera í Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi á fimmtu- daginn fyrir viku síðan því þá fór fram svokölluð “dimmi- sjón”. Klukkan sex að morgni mátti sjá um 50 útskriftarnema í gervi rauðra púka hlaupa um götur bæj- arins og ræna kennur- um sem síðan voru klæddir í englabún- inga. Um hádegisbil var loks haldin sýning á sal fjölbrautaskólans þar sem gert var góð- látlegt grín að bæði nemendum og kenn- urum skólans að venju. Það óvenjulega við “dimmiteringuna” í ár var að allir höfðu útskriftarnemarnir þegar lokið sínum prófum auk þess sem ný önn var hafin í skólanum, það er að segja vorönn 2001. Þetta hefur sjálfsagt orðið til þess að nem- arnir voru glaðari en gengur og gerist á þessum viðburði og að mestu lausir við stress. Það skilaði sér á skemmtuninni því menn höfðu á orði að sjaldan eða aldrei hefði hún verið jafn skemmtileg. SÓK Heimsending bóka Um nokkurra ára skeið hefur Bæjar- og héraðsbókasafnið boðið upp á þjónustu sem nefnist Bókin heim. A boðstólum eru: bækur, hljóðbækur, tímarit og fræðsluefni á myndböndum. Onnur mynd- bönd og geisladiskar lánast gegn vægu gjaldi. Bókin heim er þjónusta við þá sem vegna fötlunar, aldurs eða annarra aðstæðna komast ekki á bókasafnið. Ollum íbúum bæjarins sem eru 67 ára og eldri, bjóðast gjaldfrí lánþegaskírteini. Þetta gildir einnig um öryrkja. Þessi þjónusta stendur Akurnes- ingum til boða á þriðjudögum, miðvikudögum og föstudögum, kl. 13 - 17 og er lánþegum að kostnaðarlausu. Þeir sem hafa áhuga og þörf fyr- ir þessa þjónustu og hafa ekki not- ið hennar fyrr, er bent á að hafa samband við Bæjar- og héraðs- bókasafnið, Fleiðarbraut 40, s. 431-1664. (Fréttatilkynning.) Frá verðlaunaafhendingu., Davíð Hákonarson varð í öðni sæti Myndir: GE Söngvara- keppni Óðals Árleg Söngvarakeppni Fé- lagsmiðstöðinnar Oðals í Borg- arnesi var haldin í síðustu viku að viðstöddu fjölmenni. Mikil sönggleði var hjá krökkunum og voru alls 17 at- riði flutt með tilþrifum.Sigur- vegar voru þau Júlíana og Sölvi sem sungu lagið Tell me. Það var heldur betur líf ogfför í Bjamalaug þegar Ijósmyndari Skessuhoms rak þar inn nefið um síðustu helgi. Þar voru mættir hressir krakkar í sundkennslu hjá Ragnheiði Runólfsdóttur. Þeir le'tu Ijósmyndarann þó ekki trufla sig og héldu sínu striki. SÓK Tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi sveitarfélaganna sunnan Skarðsheiðar 1992-2012 Stóri-Lambhagi II Skilmannahreppi Hreppsnefnd Skilmannahrepps auglýsir skv. 2. mgr. 14. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingu á svæðisskipulagi sveitarfélagamia sunnan Skarðsheiðar 1992-2012. Gerð er tillaga að breytingu 0,5 ha. lands úr hefðbundinni landbúnaðamotkun, í iðnaðarlóð í Stóra-Lambhagall. Jafnframt er jörð Sláturfélags Suðurlands svf. í landi Stóra-Lambhaga II, 1 ha. að stærð, færð inn á skipulagsuppdrátt. Skilmannahreppur mun bæta það tjón sem einstakir aðilar kunna að verða fyrir við breytinguna. Tillagan hefur verið send aðildarsveitarfélögunum til kynningar og umsagnar. Tillagan verður send Skipulagsstofnun, sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu. Þeir sem óska frekari upplýsinga um tillöguna geta snúið sér til undirritaðs í Galtarholti eða í síma 433 8904 Oddviti Skilmannahrepps Fjamám í hj artasjúkdómum Síðastliðinn fimmtudag lauk fjarnámskeiði í hjartasjúkdómum, vá nýrrar aldar, sem ætlað var sjúkraliðum og hjúkrunarfræðing- um á Vesturlandi. Auk þess sóttu námskeiðið starfsfólk í aðhlynn- ingu bæði frá Silfurtúni og Fells- enda. Fjarnámskeið þetta var sent út frá Selfossi og nýtti fólk um allt Vesturland sér þessa nýju og þægilegu tækni. Við hér í Búðar- dal fengum að nýta okkur fjar- móttökuna í Dalabúð. Námskeið þetta þótti takast mjög vel í alla staði og er þetta góð byrjun á nýrri og þægilegri tækni sem við í dreifbýlinu eigum auðvelt með að nýta okkur. Gyða

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.