Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 15.02.2001, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 15.02.2001, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 15. FEBRUAR 2001 9 ^nt39Unu>.. ...J Ingunn er svo sannarlegá glæsileg eins og sjá mi á þessari mynd. Ingunn komin Nóta- og togveiðiskipið Ingunn AK 150 sem er jafnframt nýjasta skipið f flota Haraldar Böðvarssonar h£, kont til heimahafnar miðvikudaginn 7. febrúar síðasdiðinn. Við komuna var almenningi gefinn kostur á að skoða skipið, sem er hið glæsilegasta, og öll- um boðið að gæða sér á rjómatertum og heitu súkkulaði. Eins og mönnum ætti að vera orðið kunnugt um var Ingunn að koma heim frá Chile þar sem skipið var smíðað. Siglingin heim tók 23 daga og reyndist skipið í alla staði vel á heimleiðinni. Vonast er til að það komist til loðnuveiða eftir nokkra daga. SOK Grunnurinn tekinn aðfyrstu blokkimii sem Sólfell byggir í Amarkletti. Mynd: HH Byggt í Arnarkletti Framkvæmdir eru hafnar við nýja níu íbúða blokk á Arnarkletti í Borgarnesi en það er trésmiðjan Sólfell sent byggir en að sögn Sig- urðar Guðmundssonar fram- kvæmdastjóra hefur fyrirtækið fengið úthlutað lóð fyrir aðra blokk af sömu stærð á þessum stað og einnig þriggja hæða raðhús. Þá seg- ir Sigurður að viðræður standi yfir við Borgarbyggð um að breyta skipulagi þannig að hægt sé að koma þriðju blokkinni fyrir í Arn- arklettinum. Að sögn Sigurðar er ætlunin að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar í október n.k. Hann segir að síðan ráðist það af eftirspurn hvenær ráð- ist verður í byggingu fleiri húsa á svæðinu. GE Borgames Ný umboðsskrifstofa Samvinnuferðir Landsýn gáfú út sinn árlega sumarbækling síðastlið- inn sunnudag og af því tilefni var gestum og gangandi boðið að þiggja kaffi og kökur á skrifstofum SL um land allt. Þann dag var formlega opnuð ný umboðsskrif- stofa í Borgarnesi að Sólbakka þar sem einnig er umboð Heklu og Tryggingamiðstöðvarinnar. “Við- tökur voru vægast sagt mjög góðar. Hingað lá straumur fólks allan dag- inn,” segir Gestur Ellert sem er með umboð fyrir SL í Borgarnesi. GE Gestur Ellert á wnboðsskrifstofu sinni að Sólbakka í Borgamesi. Deiliskipulag samþykkt Bæjarráð Akraness hefur sam- þykkt tillögu skipulagsnefndar að drögum að deiliskipulagi á klasa í Flatahverfi. Skipulagsnefhd hefur þegar gert drög að samningi við Trésmiðju Þráins E. Gíslasonar en bæjarstjóra var falið að vinna áfram að gerð samnings um málið. Af umsóknum unt þær lóðir sem tilbúnar eru til údrlutunar er það helst að frétta að bæjarráð hefur á- kveðið að úthluta þeim á næsta fundi sínum. SÓK Jóhanna og Irskir dagar Bæjarráð Akraness hefur sam- þykkt að tilnefha Jóhönnu Jóns- dóttur í starfshóp um írska daga senr stendur til að halda í annað skipti á komandi sumri. Starfshóp- urinn hefur verið starfandi um nokkurn tíma en líklegt er að Jó- hanna taki stað Jakobs Haralds- sonar, fyrrverandi markaðsfull- trúa, en eins og kemur fram ann- ars staðar í blaðinu lét hann af störfum sem markaðsfulltrúi síð- astliðinn föstudag. SÓK ( • ^ Hádegisfu ndur Atvinnumálanefnd Borgarbyggðar stendurfyrir hádegisfundi fimmtudaginn 22. febrúar. Gestur fundarins verður Jón Snorri Snorrason,framkvæmdastjóri Egils Skallagrímssonar. Þátttökugjald er 700 krónur og súpa, brauð og kaffi innifalið. Þátttökutilkynning er í síma 4371224. Atvinnumálanefnd V__________________________________________J

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.